Morgunblaðið - 21.01.1993, Blaðsíða 10
fcfefel ÍIA’
ITMMI'-i ílJtiAJflVÍUDííOM
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANUAR 1993
Sýningarsalurinn Portið
Frá opnun sýningarsalarins Portsins í Hafnarfirði.
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Á undanförnum misserum hef-
ur orðið mikil aukning á framboði
myndlistarkennslu fyrir almenn-
ing, og aðsóknin virðist benda til
þess að full þörf sé fyrir þessa
starfsemi; aukinni myndlistar-
kennslu fylgir ávallt aukinn áhugi
á myndlist almennt, svo hér er
mikið unnið. Tveir myndlistarskól-
ar hafa tekið til starfa á þessum
vetri, annar (Rými) í Listhúsinu í
Laugardal, en hinn í Hafnarfirði,
og nú hefur sá skóli aukið starf-
semina enn frekar.
Laugardaginn 16. janúar tók
til starfa nýr sýningarstaður fyrir
myndlist í Hafnarfirði, og er slíkt
vissulega fagnaðarefni á þessum
tímum, þegar aðrir sýningarstaðir
hafa verið að hætta starfsemi.
Þetta er sýningarsalurinn Portið
að Strandgötu 50, en þar hefur
verið innréttað sýningarými á
fyrstu hæð í tengslum við Mynd-
listarskólann í Hafnarfírði, en
hann er til húsa á efri hæð. Því
má segja að þarna sé kominn
annar fundarstaður í Hafnarfirði
fyrir unnendur myndlistar, spöl-
korn frá lista- og menningarstofn-
uninni í Hafnarborg.
Þetta gamla iðnaðarhúsnæði
hentar vel í þessum tilgangi. Það
hefur verið hreinsað, lagfært og
málað auk þess sem nýrri lýsingu
hefur verið komið fyrir, þannig
að nú eru þama einn stór salur
og tveir minni, allir bjartir og rúm-
góðir, sem ættu að henta vel und-
ir ýmsar tegundir myndlistar. Um
leið ætti þessi nýi sýningarstaður
að geta verið gott fordæmi fyrir
ýmis sveitarfélög landsins, sem
ekki hafa sinnt myndlistinni til
þessa, en hafa aflögu húsnæði,
sem með nokkurri vinnu og örlitl-
um kostnaði ætti að geta orðið
að góðu sýningarhúsnæði fyrir
myndlist, bæði þá sem er unnin
heima í héraði og gestasýningar
annars staðar að.
Sýningarsalurinn Portið opnar
með sýningu á á verkum þriggja
ólíkra listamanna, þeirra Braga
Ásgeirssonar, Guðjóns Ketilsson-
ar og Þórdísar Sigurðardóttur.
Vegna skiptingar húsnæðisins er
varla hægt að tala um samsýningu
nema að hluta, en engu að síður
fara verk þeirra þriggja vel í rým-
inu, og sýna ágætlega þá mögu-
leika, sem staðurinn býður upp á.
Bragi Ásgeirsson sýnir hér nítj-
án málverk, og eru flest frá síð-
ustu tveimur árum, en fáein eldri.
Þannig fæst nokkur samanburður
á viðfangsefnum listamannsins,
og er Ijóst af nýrri verkunum að
Bragi vinnur nú mest út frá bláum
litbrigðum, og leitar þar eftir
markvissum hrynjanda í myndflet-
inum. Þetta kemur einkum vel
fram í myndum eins og „Himinn
haf og jörð“ (nr. 7) og „Ljós-
brigði" (nr. 11), þar sem hrynjand-
inn magnast upp í gegnum alla
myndina. En lítil verk í öðrum lit-
um geta einnig orðið afar sterkar
í einfaldleik sínum, eins og sést
vel í „Eldfuglar" (nr. 5).
Guðjón Ketilsson sýnir hér sjö
verk, og eru það ekki eingöngu
hinir mögnuðu hausar listamanns-
ins sem ber fyrir augu, heldur eru
hér einnig nokkur veggverk.
Handverkið, þolinmóð vinnsla trés
í endanleg form, er eftir sem áður
aðal verka hans, og nýtur sín t.d.
vel í einfaldri mótun verka nr. 4
og 5. Stór og ábúðarmikill haus
(nr. 7) dregur samt að sér mestu
athyglina, og hin óreglulega lögun
hans magnar aðeins áhrifin.
Þórdís Sigurðardóttir sýnir hér
þrjú verk og innsetningu, sem hún
nefnir „Heimur fullur af brauði“
og fyllir einn sýningarsalinn alveg.
Þessi ríkulegi skógur minnir á
nægtarbrunninn, sem mannkynið
virðist vera að týna í stöðugum
illdeilum sínum. Onnur verk Þór-
dísar fjalla á kunnuglegan hátt
um andstæður, sem verða þrátt
fyrir allt að vinna saman; ólík lit-
bönd, hnyklar og kefli, vír, band
og vefnaður; hið viðkvæma jafn-
vægi verkanna. endurspeglast ef
til vill best í verkinu „Bláþráður"
(nr. 8), þar sem huglæg merking
titils og eðli verks fara vel saman.
Þetta er lífleg sýning sem
myndir ágæta heild, þrátt fyrir
að ólíkir miðlar séu þar leiddir
saman. Góð myndlist stendur allt-
af fyrir sínu, og hér nýtur hún
þess að vera vel komið fyrir í
ágætu rými, sem vonandi á eftir
að hýsa margar góðar sýningar í
framtíðinni.
Um leið og Hafnfirðingum og
aðstandendum Myndlistarskólans
í Hafnarfírði er óskað til hamingju
með hinn nýja sýningarsal er rétt
að benda listunnendum á að fyrst
um sinn verður opnunartími frá
kl. 17-19 virka daga og 14-18 um
helgar.
Opnunarsýning þeirra Braga
Ásgeirssonar, Guðjóns Ketilssonar
og Þórdísar Sigurðardóttur í sýn-
ingarsalnum Portinu við Strand-
götu í Hafnarfirði stendur til
sunnudagsins 31. janúar, og er
rétt að hvetja listunnendur til að
líta við.
Urval goðsagna
Bókmenntir
Kristján Kristjánsson
Svört verða sólskin. Ritstjórn:
Kirsten Borberg, Tor Aage
Bringsværd, Anne Helttunen,
Ingrid Ringberg, Sölvi Sveins-
son, Marta Uggla. 175 bls. Mál
og menning. 1992.
„Svört verða sólskin" er safn
goðsagna sem var gefið út á öllum
Norðurlöndunum á liðnu hausti.
Hér er um endursagnir að ræða og
bókin ætluð nemendum í efstu
bekkjum grunnskóla. í bókinni er
að fínna grænlenskar, samískar,
finnskar og norrænar sagnir og
einnig nútímatexta sem byggja á
gömlum goðsögnum eða tengjast
þeim á ýmsan hátt.
í stuttum formála að bókinni má
lesa eftirfarandi:
„Áhugi á goðsögnum, mýtum,
hefur aukist mjög á síðustu árum.
[...] Að hluta til er þessi áhugi
tengdur löngun til að þekkja rætur
okkar, löngun til að kynnast lífí og
hugsunarhætti forfeðra okkar. Við
viljum skilja forsöguna. En áhuginn
tengist einnig því að við höfum
gert okkur grein fyrir því að goð-
sagnir eru uppspretta sem hægt er
að sækja í skilningi á lífínu. Goð-
sagnir fjalla um leið mannsins frá
fæðingu til dauða, um ögranir og
togstreitu, um sköpun heimsins og
heimsendi. Goðsagnimar vísa okkur
veginn í tilverunni, og vekja at-
hygli á möguleikum okkar og getu.“
(Bls. 7.)
Völuspá, í ágætri endursögn Þór-
arins Eldjárns, er höfð fremst sem
nokkurs konar „lykill að heimsmynd
forfeðra okkar," en bókinni er ann-
ars skipt í átta kafla sem eiga að
lýsa hringrás lífsins, upphafi og
endi, sköpun og tortímingu. í lo-
kakaflanum, „Af háttum forfeðr-
anna“, sem Kirsten Borberg og
Sölvi Sveinsson skrifa, er fjallað um
sögu Norðurlanda, lífshætti fólks
til forna, trúarbrögð og heimssýn.
Þar er farið fullhratt yfir sögu og
tæpt á mörgu sem hefði að ósekju
mátt fjalla ýtarlegar um. Bókin er
skemmtilega myndskreytt og fylgja
mynda- og heimildaskrár.
Þetta er vönduð bók og vel til
þess fallin að vekja áhuga nemenda
og annarra lesenda á goðsögum.
Þótt hún sé sniðin að þörfum grunn-
skólanema ættu allir að geta haft
bæði not og ánægju af henni. í lipr-
um endursögnum og þýðingum sem
Heimir Pálsson á heiðurinn að eru
þessar gömlu sagnir alveg prýðileg
lesning. Ekki spillir fyrir það efni
sem sótt er til nútímans og má þar
nefna ljóð eftir Vilborgu Dagbjarts-
dóttur, Hennes Pétursson, Róa Pat-
ursson og Adam Nielsen; einnig
stuttar frásagnir og sögubrot, m.a.
eftir Torgny Lindgren, Guðlaugu
Richter og Mette Newth.
Þegar á heildina er litið gefur
þetta safn góða innsýn í þann for-
vitnilega heim sem goðsögurnar
hafa að geyma. Athygli vekur
hversu margt goðsagnir ólíkra
þjóða eiga sameiginlegt þótt út-
færslan taki mið af umhverfi og
lífsbaráttu hverrar þjóðar fyrir sig.
Það eru sömu „stóru“ spurningarn-
ar sem vakna með veröldina og
reynt er að fínna svör við. Einnig
er athyglisvert að skoða með hvaða
hætti goðsagnir geta orðið höfund-
um að yrkisefni á okkar tímum.
Goðsagnir geyma ákveðinn „sann-
leika“ um næstum óbreytanlegt
eðli mannsins, sumar er nánast
dæmisögur um hvernig dyggðir og
lestir skapa okkur „örlög ill og góð“.
Útlit og frágangur bókarinnar
er til fyrirmyndar.
Sinfóníuhljóm-
sveit íslands
Jean-Philippe
Collard ein-
leikari í kvöld
ÞRIÐJU tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar íslands í „rauðri“
áskriftarröð, verða í kvöld,
fimmtudaginn 21. janúar. Á tón-
leikunum, sem hefjast klukkan
20.00, verður Petri Sakari
hljómsveitarstjóri.
Í fréttatilkynningu frá Sinfóníu-
hljómsveitinni segir: Einleikari á
þessum tónleikum átti að vera
brasilíski píanóleikarinn Christina
Ortiz sem er mörgum tónleika-
gestum að góðu kunn frá fyrri
heimsóknum hennar hingað. Frú
Ortiz forfallaðist á síðustu stundu
en Sinfóníuhljómsveitinni tókst að
fá hingað franska píanóleikarann
Jean-Philippe Collard og telja þeir
sem vit hafa á að þar hafi hljóm-
sveitin verið einstaklega heppin.
Jean-Philippe Collard var mjög
ungur þegar honum var veitt inn-
ganga í Conservatoire National
Superieur de Musique de Paris.
Þar sem annars staðar hefur hann
unnið til fjölda verðlauna. Collard
hefur haldið tónleika með fremstu
hljómsveitum undir stjórn þekkt-
ustu hljómsveitarstjóra eins og
Antal Dorati, André Previn, Simon
Rattle, Jerzy Maksymiuk og Seji
Ozawa.
Jean-Philippe Collard hefur
ennfremur leikið fjölda verka inn
á hljómdiska, þar á meðal báða
píanókonserta Ravels með Orc-
hestra National de France, undir
stjórn Lorin Maazel og hlaut sú
hljóðritun verðlaun tímaritsins
„Gramophone" árið 1980.
Á efnisskránni eru ólík verk:
„Forleikur og Sorgarlag úr Galdra
Lofti,“ eftir Jón Leifs, „Jeux“ eft-
ir Claude Debussy, „Konsert fyrir
píanó í G- dúr,“ og „Daphnis og
Cloe, svíta nr. 2,“ eftir Maurice
Ravel.
------» ♦ ♦----
Gallerí Hlaðvarpinn
Síðasta sýn-
ingarhelgi
I Galleríi Hlaðvarpanum, Vestur-
götu 3B, stendur nú yfir sýning á
verkum Heidi Kristiansen.
Á sýningunni eru 18 myndteppi
unnin í quilt, applikasjón og búta-
saumatækni. Sýningunni lýkur 24.
janúar og um helgina verður hún
opin frá klukkan 12-18.00.
BOKAMARKAÐII
IIM ALLAN BÓKAMULAN
Flest stærstu bókaforlög landsins halda nú viðamiklar bókaútsölur í húsakynnum
sínum í Múlahverfi; við Armúla, Síóumúla og Grensósveg.
TRYGQDU ÞÉR GÓÐAR BÆKURÁ
EINSTOKU VERDI SEM ALLRA FYRST
Örn og Örlygur
Síðumúla 11