Morgunblaðið - 21.01.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.01.1993, Blaðsíða 43
MOMCKBLÁÐIÐ Í’IM'MTUDAöL'R 2l J b&WfÁ&' 1&93 Kirkjustaðurinn í Görðum á Álftanesi Frá Sigurlaugu Árnadóttur: í annars góðri grein í síðustu jólalesbók Morgunblaðsins um hinn gamla og merka kirkjustað í Görð- um á Álftanesi, er einkennileg og alröng fullyrðing, þar sem sagt er að séra Jens Pálsson hafi síðastur presta þjónað Garðaprestakalli áður en kirkjustaðurinn var „tekinn af“ sem svo er þar orðað, og fluttur til Hafnarfjarðar. Eftir séra Jens kom séra Þorsteinn Briem til þjónustu í Garðaprestakalli. Hann þjónaði Jjar aðeins eitt ár, en þá varð séra Árni Björnsson, faðir minn, prestur og skömmu síðar prófastur þar. Hann kom frá Sauðárkróki að Görðum árið 1913 og þjónaði Garðapresta- kalli til dánardægurs 26. mars 1932. Séra Árni sat prestsetrið að Görðum fyrstu 15 árin, sem hann þjónaði kallinu, og ól þar upp sinn stóra barnahóp. Frá Görðum og inn í Hafnarfjörð flutti hann um haust- ið 1928, og þar með lauk sögu Garða sem prestseturs, en hreint ekki sem kirkjustaðar. Ég man svo langt að faðir minn messaði í Garðakirkju fyrsta árið sem við áttum þar heima. Og þó að margir munir þeirrar kirkju væru fluttir úr henni og í þjóðkirkj- una í Hafnarfirði haustið 1914, sem þá varð aðalkirkja Hafnfirðinga og Garðbæinga, voru þó bæði kirkju- klukkurnar og stórir og þungir kertastjakar á altari skildir eftir í Garðskirkju, og gamla kirkjan í Görðum hreint ekki afhelguð, því alla tíð föður míns fóru þar iðulega fram kirkjulegar athafnir, einkum útfarir, enda var kirkjugarðurinn í Görðum legstaður látinna Hafnfirð- inga og Garðbæinga meiri hluta prestskaparára föður míns. Ég man ekki alveg með vissu hvenær kirkju- garðurinn í Hafnarfirði var vígður, minnir það ekki vera fyrr en árið 1927? Þegar kirkjulega athafnir fóru fram í Garðakirkju eftir að þjóð- kirkjan í Hafnarfirði varð sóknar- kirkjan, sá faðir minn ætíð um að þær væru hlýlegar og virðulegar. Kirkjuklukkunum var hringt, kveikt á kertum á altarinu, orgelið á prest- setrinu borið út í kirkjuna og séð um sálmasönginn og helgiblær yfir öllu. í tíð föður míns í Görðum var gömlu kirkjunni vel við haldið. Blá- málað hvolfþakið var í ferhyrndum reitum með gylltri stjörnu í hveijum reit. Bekkir voru gulmálaðir, veggir gráleitir með bogamynstri innst við upphækkunina að altari og grátum. Upphækkunin var í hálfhring með þrem tröppum hvoru megin. Stundum skreyttu aðstandendur kirkjuna mjög fallega, þegar at- hafnir fóru þar fram. Þá var, t.d. við jarðarfarir, tjaldað með dökkum dúkum. Man ég sérstaklega eftir mikilli skreytingu við jarðarför Jóns Þórarinssonar fræðslumálastjóra, sem borinn var í kirkju í Görðum og pabbi jarðsöng og hvílir í kirkju- garðinum þar. Ómaklegt og vöntunarlegt finnst mér, þegar rætt er um Garða á Álftanesi sem prestsetur og kirkju- stað, að minnast ekki séra Árna Björnssonar og alls þess mikla starfs, sem hann innti þar af hendi. Garðaprestakalli tilheyrði auk Garðahrepps og Hafnarfjarðar, Kálfatjarnarsþkn og Bessastaða- sókn. Séra Ámi varð prófastur í Kjalamesprófastdæmi 1916. Þá til- heyrði Reykjavík því prófastdæmi, og sinnti hann skyldum sínum sem prófastur af sömu alúð og sam- viskusemi og öllum öðmm embætt- is- og skyldustörfum sínum. Man ég til dæmis að á sínum tíma setti hann séra Bjarna Jónsson inn í embætti dómkirkjuprests við hátíð- lega athöfn í dómkirlq'unni í Reykja- vík. Einnig minnist ég margra vísi- VELVAKANDI TEXTIÐ ÍSLENSKT EFNIÍ S JÓN V ARPINU í Velvakanda sunnudaginn 10. janúar sl. rak ég augun í merkilega grein. Hún fjallaði um rétt heyrnarskertra á text- un á innlendu sjónvarpsefni. Auðvitað á að vera sjálfsagður hlutur að hafa texta fyrir neðan allt íslenskt efni og það truflar okkur sem heyrum vel ekkert meira en að hafa texta undir erlendu efni. Fyrr má nú vera illgimin og sjálfselskan ef ekki er hægt að laga jafn einfalt mál og þetta. Ég man reyndar eftir því að Ríkissjónvarpið var með flest íslenskt efni textað eða með lítinn táknmálsþul í einu hominu og máttu þá heyrnarskertir vel við una, en það stóð sutt og að lokum var allt búið nema einn pínuagnar- lítill fréttaágripsþáttur á tákn- máli sem stendur í heilar fimm mínútur. Ég sæi okkur sem heyrum taka því þegjandi ef okkar fréttatími væri svona stuttur eða ef allt tal og hljóð væri klippt af Hemma Gunn — bara svona í sparnaðarskyni. Ég vona að RUV og Stöð 2 taki þessi mál til athugunar, hjálpi þessum litla áhorfenda- hópi sínum og geri hann líka að áheyrendahópi. Heyrnar- skertir em líka fólk. Elín Finnbogadóttir. UM BARNAEFNI SJÓNVARPS Ég furða mig á þessum dómi Ólafs M. Jóhannssonar í fjöl- miðlapistli sl. þriðjudag þar sem hann segir þáttinn um Söm Klöru fáránlegan. Mér og fleir- um sem ég hef talað við fínnst þessir þættir mjög góðir, en hins vegar finnst okkur ís- lensku þjóðsögunar oft illa unn- ar og ekkert barnaefni. Sirrí. TAPAÐ/ FUNDIÐ Týndir kettlingar Tveir svart/hvítir kettlingar, læða og fress, töpuðust frá Garðhúsum 8 þann 13. janúar. Þau em ómerkt en á skrá hjá Kattholti sem töpuð. Upplýs- ingar gefa Jenný í vs. 679083 og Guðrún eða Jenný í síma 675908. Hestur í óskilum Tapast hefur rauðstjörnóttur hestur, fjögurra vetra, úr girð- ingu á Kjalarnesi. Hesturinn er ómarkaður, faxið liggur hægra megin, ljósari á tagl og fax, er ótaminn en taumvanur. Uppal- inn í Borgarfirði. Upplýsingar í síma 91-40008. Sigurgeir. tasíuferða hans um hið víðlenda prófastsdæmi. Við hinir mörgu afkomendur séra Árna og Líneyjar konu hans teljum okkur reyndar hafa rétt til að segj- ast vera af Garðaætt. Og ég er þess fullviss að við botnum ekkert í hvernig hægt er að minnast á þá presta, sem setið hafa Garða á Álftanesi, án þes að nefna nafn séra Árna Bjömssonar, hins síðasta þjónandi prests, sem sat með heiðri og sóma hið fornfræga prestsetur að Görðum á Álftanesi. SIGURLAUG ÁRNADÓTTIR frá Görðum, Hraunkoti í Lóni. LEIÐRÉTTING Tölurnar voru á verðlagi fjárlaga 1993 Við birtingu greinarinnar: „Skattar, fjárlagahalli og kosningaloforð" eftir Árna M. Mathiesen, alþingis- mann, í Morgunblaðinu í gær urðu tvær villurj sem nauðsynlegt er að leiðrétta. I inngangi greinarinnar féll niður lína. Rétt er setningin svona: Spurningin er reyndar tví- þætt, annars vegar „hafa skattar hækkað eða lækkað?“ og hins vegar „hvers vegna búum við enn við fjár- íagahalla?". Þá féll niður að geta þess að all- ar tölur í greininni voru á verðlagi fjárlaga 1993 . Pennavinir Frá Suður- Afríku skrifar 53 ára kona sem safnar frímerkjum og bókamerkjum og hefur auk þess áhuga á tónlist, leiklist, handa- vinnu, garðyrkju og bókalestri: B. Nisbet, 27 Linden Road, Emmarentia 2195, Johannesburg, Republic of South Africa. Sextán ára þýsk stúlka með áhuga á tónlist, bréfaskriftum, bók- menntum, dansi, ferðalögum og tungumálum: Hann Löwen, Am Sportplatz 22, D-3300 Braunschweig, Germany. Frá Tékkóslóvakíu skrifar stúlka sem er í háskólanámi. Með áhuga á sígildri tónlist, bókmenntum, skíð- um, ferðalögum og póstkortasöfn- un: Baya Nikolaj, Pod Rovnicami 7, 841 05 Bratislava, Czecho - Slovakia. Frá London skrifar karlmaður sem vill eignast 16-24 ára penna- vini, með áhuga á tónlist, ferðalög- um, ljósmyndun: Cass-Home, Flat 11, Eccleston House, 64 Eccleston Square, London SWl VIPH, England. Frá Bandaríkjunum skrifar karl- maður sem getur ekki um aldur en vill skrifast á við konur á öllum aldri í þeirri von að læra meira um land og þjóð: K.A. Straight, 41310- 066 USMN, P.O.B. 1000, Milan, MI 48160, m Íí)rra- MAMMA f hlaðborð R0SA föstudag á kr.1.190,- llamraborg 11,‘sími 42166 Hermann Arason skemmtir gestum frá kl. 22-03 HÓLMASEU 4-6 - SÍMI: 73452 V0RÖNN -10 VIKNA NÁMSKEIÐ HUÓMB0RÐ - Kennarar: Lárus Grímsson og Edda Borg. Nýtt og endurbætt námsefni GÍTAR - Kennari: Hilmar Jensson BASSI - Kennari: Bjarni Sveinbjörnsson TR0MMUR - Kennari: Pétur Grétarsson SÖNGNÁMSKEIÐ: Byrjendur 9 -15 ára Byrjendur 15 ára og eldri Framhaldsnámskeið 15 ára og eldri REYKJAVÍKUR Nemendur skólans fá 10% afslátt hjá Hljóðfærahúsi Reykjavíkur og þeir sem versla hljóðfæri þar fá 10% afslátt af skólagjöldum. Innritun og allar nánari upplýsingar um námskeiðin milli kl. 17 og 20 í skólanum að Hólmaseli 4-6 í síma: 73452 20% AFSLÁTTUR Á HERBERGISÞRÆLUM IMottambulo fatastandur ■ Gæðahörmun ítalskra arkitekta D=sfÐRM Brautarholti 3 - 3. hæð, sími: 62 47 75

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.