Morgunblaðið - 21.01.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.01.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ KIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1993 Kostnaður Reykjavíkurborgar af almenningssamgöngnm Lækkun um 100 milljónir eftir Svein Andra Sveinsson Á fundi borgarstjómar Reykja- víkur í dag, þann 21. janúar, verður síðari umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir það ár sem nú er nýhafið. Eitt af því sem þar verður afgreitt er framlag borgar- sjóðs til reksturs Strætisvagna Reykjavíkur, en það hefur í áranna rás verið einn af stærri gjaldaliðum á ijárhagsáætlun. Samfelldri þróun snúið við Gríðarlegum fjármunum hefur verið varið í niðurgreiðslu á starf- semi Strætisvagna Reykjavíkur árum og áratugum saman og rétt að reifa stuttlega þá þróun sem átt hefir sér stað varðandi kostnað Reykjavíkurborgar vegna reksturs almenningssamgangna; bera sam- an framlag borgarsjóðs að raunvirði og sem hlutfall af heildartekjum fyrirtækisins. Árið 1982 var framlag borgar- sjóðs að raunvirði 215 milljónir kr. eða 33,7% af heildartekjum. 1983 var framlag borgarsjóðs 132 millj- ónir kr. og lækkaði hlutfallið í 22,2%. Upp frá þessu hefur framlg borgarsjóðs að raunvirði og sem hlutfall af heildartekjum farið hækkandi: 156 m.kr. 1984 eða 26%, 200 m.kr. 1985 eða 31%, 204 m.kr. 1986 eða 33%, 250 m.kr. 1987 eða 41%, 281 m.kr. 1988 eða 46% og 320 m.kr. 1989 eða 47%. í fjár- hagsáætlun fyrir árið 1990 var gert ráð fyrir að framlag borgar- sjóðs yrði 338 milljónir eða 52,45% af heildartekjum. Var þá í fyrsta sinn gert ráð fyrir að framlag borg- arsjóðs yrði meira en helmingur af heildartekjum SVR. Með aðgerðum stjórnar SVR á árinu 1990 var framlag borgarsjóðs minnkað í 299 milljónir eða 48,7%. í fjárhagsáætl- un fyrir árið 1991 var gert ráð fyr- ir að framlag borgarsjóðs yrði 351 milljón kr. eða 49,9% en reyndin varð hins vegar 332 milljónir eða 48,7%. í fjárhagsáætlun fyrir árið 1992 var gert ráð fyrir 341 milljón- ar kr. framlagi eða 47%. Var þá í fyrst.a sinn síðan 1983 gert ráð fyrir lækkun á framlagi borgar- sjóðs, sem hlutfall af heildartekjum. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrir árið 1992 er hins vegar gert ráð fyrir að framlagið verði 287 milljónir eða 42%. Samkvæmt fjár- hagsáætlun fyrir árið 1993 er nú gert ráð fyrir að framlag borgar- sjóðs nemi tæplega 256 milljónum og samsvarar það um 36% af heild- artekjum. Vonir standa til að minnka megi þetta framlag um ein- hveija tugi milljóna frá því sem fjár- hagsáætlun gerir ráð fyrir með auknum tekjum og aðhaldsaðgerð- um á árinu. Eins og kom fram hér að framan hefur afkoma Strætisvagna Reykjavíkur batnað mikið og má segja að um sé að ræða minnkun á framlagi borgarinnar um 100 milljónir kr. á tveggja ára bili. Það er því ekki lengur rétt að Reykjavík- urborg greiði um eina milljón kr. á dag með rekstri Strætisvagna Reykjavíkur; nærri lagi er að tala um rúmlega 600 þúsund. Ódýrara leiðakerfi og Græna kortið Skýringanna á þessari breytingu er aðallega að leita í tvennu. í fyrsta lagi í kerfísbreytingunni sem ákveð- in var á árinu 1991, þar sem ferðat- íðni var minnkuð á sumum leiðum, auk þess sem dregið var úr nætu- rakstri og á helgarmorgnum. Þetta ásamt ýmsum aðhaldsaðgerðum hefur dregið verulega úr rekstrar- gjöldum. I öðru lagi má rekja þetta til þeirrar kerfisbreytingar far- gjalda sem hrundið var af stað á síðasta ári með upptöku hins svo- kallaða „Græna korts“, sem orðið hefur til að hækka eigin tekjur fyr- irtækisins. Sú hagræðing sem gerð var á árinu 1991 leiddi ekki til neinna breytinga á ljölda farþega, þannig að verið er að flytja sama fj'ölda farþega með talsvert minni tilkostn- aði. Þetta gerist þvert ofan í hrak- spár borgarfulltrúa minnihlutans er spáðu hruni í fjölda farþega. Sú breyting sem gerð var síðsum- ars á nýliðnu ári með upptöku „Græna kortsins" tókst mjög vel. Sala þeirra hefur verið mjög góð og nota nú 43% farþega SVR Græna kortið. Meðalferðafjöldi á hvert kort er 52 ferðir á mánuði og hlýtur að mega reikna með fleiri ferðum á hvert kort þegar fram líð- ur og viðskiptavinirnir læra betur inn á kortið. Meðalfargjald á kortið er því að raungildi nokkurn veginn óbreytt miðað við lægsta fargjaldið í eldra kerfinu. Það eru því fyrst og fremst þeir farþegar er ferðast sjaldnar með SVR sem bera uppi tekjuaukann. Þessar staðreyndir eru athyglisverðar í ljósi fullyrðinga borgarfulltrúa minnihlutans þegar ákvþrðunin var tekin: Ég tel að verð mánaðarkorta sé alltof hátt og því verulegar líkur á að þessi tilraun mistakist með öllu. (Siguijón Pétursson). Eðlilegast er að miða við það að farnar séu að meðaltali 40 ferðir í mánuði. (Guðrún Ögmundsdóttir). Mánaðarkortin eru mjög dýr og ekki raunhæft að gera ráð fyrir möguleikum á mikilli samnýtingu á kortinu á heimilum (Guðrún Ág- ústsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir). Miðað við 40 ferðir á mánuði, eða tvær ferðir á dag virka daga, kostar hver ferð 72,5 kr... (Sigrún Magnúsdóttir). Það er gæfa Strætisvagna Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar að þurfa ekki að reiða sig á spá- dómsgáfu borgarfulltrúa minnihlut- ans. Ekki látið staðar numið Þó þróun hafi veri til betri vegar varðandi rekstur SVR er að mínu mati ekki rétt að láta staðar num- ið. Þessar tiltölulega miklu breyt- ingar á stuttum tíma sýna, að á lengri tíma er hægt að ná enn betri árangri og að unnt er að halda uppi traustum almenningssam- göngum án þeirrar gríðarlegu nið- urgreiðslu sem verið hefur. Með minni tilkostnaði borgarinnar eykst svigrúm fyrirtækisins til þess að bæta þjónustuna á ýmsan hátt, því það er mikill misskilningur að hag- ræðing þurfi ávallt að gerast á kostnað þjónustunnar. Það er trú mín að borgarbúar muni sjá ýmsar Sjúkraflutningar og önnur útköll sjúkrabíla voru á árinu alls 11.025, en voru 10.572 árið 1991. Þar af voru 3.936 slysa- og neyðarflutn- ingar ásamt öðrum neyðarútköllum sjúkrabíla. Þannig fór neyðarbíllinn í 3.173 útköll en flutti 2.550 sjúkl- inga. Mismunurinn, 623 útköll, eru t.d. eldsútköll, málið afgreitt á staðnum eða afhent lögreglu o.fl. Þegar um hjartastopp er að ræða fer annar sjúkrabíll á staðinn neyð- arbílnum til aðstoðar og voru þau útköll 63 á árinu. Þó að fjöldi sjúkraflutninga hafi lítið aukist undanfarin ár þrátt fyrir aukinn fólksfjölda taka þeir stöðugt lengri tíma, m.a. vegna tafa í umferðinni í lengri vegalengda. Staðnar voru 303 öryggisvaktir á árinu víðsvegar um borgina. Sveinn Andri Sveinsson „Sú hagræðing sem gerð var á árinu 1991 leiddi ekki til neinna breytinga á fjölda far- þega, þannig að verið er að flytja sama fjölda farþega með talsvert minni tilkostnaði.“ breytingar á þjónustu SVR til batn- aðar, þrátt fyrir bætta afkomu. Höfundur er borgarfulltrúi og stjórnarformaður Strætisvagna Reykjavíkur. Brunaverðir fóru í 60 kynnisferðir í stofnanir og fyrirtæki á eldvarnar- svæði slökkvistöðvarinnar, 932 börn komu á slökkvistöðina þar sem þeim voru kynnt grundvallaratriði í eldvörnum. Haldin voru 5 nám- skeið fyrir starfsmenn stöðvarinnar um 500 kennslustundir alls, auk þess nokkur minni námskeið. í lok ársins 1991 festi Reykjavík- urborg kaup á Tunguhálsi 13. Á þessu ári hefur verið unnið að breyt- ingum á húsinu svo það henti sem slökkvistöð. Er stefnt að því að flytja í húsið 14. maí 1993 og verð- ur þá um leið slökkvistöðinni á Bíldshöfða lokað. Veruleg breyting til batnaðar verður á aðstöðu slökkviliðsins með þessum breyting- um, að því er fram kemur í skýrsl- unni. VERÐHRUNA DÚNÚLPUM ICEBEAR Verð nú kr. 8.990,- Áðurkr. 11.750,- Litir: Dökkblátt og kremhvítt. Stærðir: S-XL SNOWLIVE Verð nú kr. 9.490,- Áðurkr. 12.490,- Litir: Ljósblátt, grænt og rautt. Stærðir: M-XXL DODY Verð nú kr. 5.990,- Áður kr. 7.990,- Litir: Dökkblátt, rautt og grænt. Stærðir: S-XXL . SNOWFOX Verð nú kr. 9.490,- Áðurkr. 12.490,- Litir: Hvítt og svart. Stærðir: S-XL ARTIC Verð nú kr. 7.490,- Áðurkr. 10.750,- Litir: Rautt og grænt. Stærðir: S-XXL DODY barna Verð nú kr. 4.990, áðurkr. 6.490,- Litir: Rautt og blátt. Stærðir: 140-176 Sendum í póstkröfu FIELD Verð nú kr. 6.990,- Áður kr. 9.900,- Litir: Dökkblátt, grænt og Ijósblátt. Stærðir: S-XXL »hummél^ SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA40, SÍMAR 813555 og 813655. Framlag borgarsjóðs tíl SVR að raunvirði, millj. kr. 350- Slökkvilið Reykiavíkur Utköll þar sem slökkva þurfti eld 379 á árinu 1992 VIÐ samanburð á útkallafjölda áranna 1991 og 1992 kemur í Ijós að útköllum Slökkviliðs Reykjavíkur hefur fjölgað. Þau eru á síð- asta ári 1.032 í stað 967 árið 1991. Talin til útkalla er einnig öll aðstoð slökkviliðs þar sem ekki var um eldsvoða að ræða, svo sem efnaleki, vatnsleki, losun úr bílflökum o.s.frv. Útköll þar sem slökkva þurfti eld voru 379 árið 1992 en 339 árið 1991, þar af voru 95 sinu- eldar á móti 72 árið 1991, segir í skýrslu slökkviliðsstjórans í Reykja- vík um rekstur Slökkviliðs Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.