Morgunblaðið - 21.01.1993, Blaðsíða 35
SGOI HAÚVÍAl .12 flUOAaUTMMH GIQAJHVIUOflOM
M0RGUNELAÐBDlllMMmDAGUR-2lIjANlUAR~ Í993,, 35
Minning
Gíslný Jóhannsdóttdr
Fædd 3. júlí 1911
Dáin 14. janúar 1993
Gyða Guðmunds-
dóttir - Minning
Fædd 30. júlí 1907
Dáin 25. desember 1992
Elskuleg tengdamóðir mín er
látin. Margs er að minnast eftir
meira en 30 ára kynni. Efst í huga
mínum er þó aðdáun á þessari
duglegu en hljóðlátu konu er eign-
aðist 16 börn sem öll komust upp
og urðu að nýtum þjóðfélagsþegn-
um. En sumarið 1980 drukknaði
yngsti sonur hennar, Sigurvin,
þrítugur að aldri. Hin eru öll á lífi.
Hugur minn reikar aftur í tím-
ann er ég ásamt Birgi syni þeirra
hjóna, Gíslnýjar og Þorsteins Ól-
afssonar, kom í fyrsta sinn á heim-
ili þeirra í Vestmannaeyjum. Hlý-
legt handtak, bros, umhyggja en
fá orð. Þannig kynntist ég Gíslnýju
og þannig voru samskipti okkar
þó vináttan dýpkaði með árunum.
Heimili þeirra hjóna bar vott
um snyrtimennsku, nýtni og reglu-
semi á öllum sviðum. En langur
hefur vinnudagurinn verið því oft
er aðrir gengu til hvílu fór Gíslný
að sauma föt á börnin. Það var
hennar metnaður að þau væru allt-
af vel klædd og hrein. Öll þau ár
sem ég þekkti hana heyrði ég
hana aldrei kvarta. Hún var líka
lánsöm, átti góðan eiginmann,
efnileg börn og var það heilsu-
hraust að hún hafði aldrei dvalið
á sjúkrahúsi fyrr en síðastliðið
sumar í tvo daga og þrjá daga nú
er yfir lauk.
Arið 1967 missti Gíslný mann
sinn en bjó áfram í Vestmannaeyj-
um ásamt 3 yngstu börnunum.
Fimm árum síðar flutti hún til
Reykjavíkur og bjó á heimili okkar
Birgis í 3 ár. Frá 1977 bjó hún
hjá syni sínum, Smára.
Ekki var slegið slöku við þótt
aldurinn færðist yfir hana og
kraftarnir að þverra. Nú var farið
að hekla rúmteppi og gæti ég trú-
að að þau væru orðin um 20. Þessi
teppi gaf hún fjöldskyldumeðlim-
um.
Það var gott að koma í heim-
sókn í Maríubakkann, sama gest-
risnin og hlýjan og áður. Kveðju-
orð hennar er við Birgir fórum í
ferðalög voru: ,,Góða ferð og góða
heimkomu." Eg geri þessi orð
Gíslnýjar að mínum.
Sigrún Halldórsdóttir.
í dag kveðjum við einstaka konu,
hana Gyðu ömmu, sem að kvöldi
jóladags, hélt á vit æðri máttar-
valda.
Hún veitti okkur ánægju og gleði
alla tíð og hafði þá sérstöðu að
vera Gyða amma, sem ætíð var til
staðar, fylgdist vel með og vissi oft
meira en það sem sagt var.
Áhrifum hennar á líf okkar allra
er ekki hægt að lýsa en víst er að
þau eru bæði góð og varanleg og
má sem dæmi nefna að hún hefur
í heiðurs- og þakklætisskyni fengið
fjórar nöfnur.
Tveir bræður minnast þess, að
vera mikið hjá ömmu. Að leika í
stóra skápnum hennar var ævintýri
sem hún tók fullan þátt í, ekki síst
að því leyti, að ætíð vorum við vel-
komnir og umhyggjan leyndi sér
ekki.
Öll minnumst við hennar eins og
hún alltaf var, full af bjartsýni og
dugnaði og þeirri lífsþekkingu sem
oft einkennir þá sem lífð hefur ekki
alltaf farið mjúkum höndum um.
Með eilífum söknuði kveðjum við,
en margt er ósagt, því Gyða amma
var einstök eins og eitthvað sem
einstakt er og engin getur fýllt
hennar skarð. Hún gleymist aldrei
og sú ást sem við berum í bijósti
verður ætíð til staðar, því hún lifir
með okkur, nú eins og ávallt áður.
Nokkra huggun er að finna í
orðum spámannsins er hann segir:
„Því hvað er það að deyja annað
en standa nakinn í blænum og
hverfa inn í sólskinið?
Og hvað er að hætta að draga
andann annað en að frelsa hann frá
friðlausum öldum lífsins, svo að
hann geti risið upp í mætti sínum
og ófjötraður leitað á fund Guðs
síns? (K.G.)“
Minning Gyðu ömmu lifir.
Gunnólfur og fjölskylda.
Minning
Ari Björnsson
Fæddur 19. maí 1917
Dáinn 2. janúar 1993
Ari Björnsson lést í Borgar-
spítalanum í Reykjavík á öðrum
degi þessa árs eftir fremur stutta
en erfiða sjúkrahúsvist,. Það hefur
sótt á mig frá því ég heyrði lát
hans að minnast þessa vinar míns
með nokkrum orðum.
Ari var fæddur í Stóra-Sand-
felli í Skriðdal þann 19. maí 1917,
sonur Bjöms Antoníussonar og
Guðrúnar Einarsdóttur. Foreldrar
hans bæði Skriðdælingar, Björn
frá Arnólfsstöðum en Guðrún frá
Stóra-Sandfelli. Árið 1921 leigðu
foreldrar hans jörðina Mýnes í
Eiðaþinghá og fluttust þangað
með sitt heimili. Ari var kominn
af þróttmiklu og duglegu bænda-
fólki og ólst upp við aðstæður sem
almennt voru á efnalitlum sveita-
heimilum á fyrstu áratugum aldar-
innar. Hann var ungur kvaddur
til allra starfa, sem leysa þurfti
af hendi í harðri lífsbaráttu
bernskuáranna og kom þá strax í
ljós að hann var kappsamur og
ósérhlífinn. Ég vann oft með Ara,
sérstaklega við múrvinnu og ýmsa
aðra byggingarvinnu, og get því
um það dæmt hversu ágætur
vinnufélagi hann var, kappsamur,
verklaginn og sérstaklega sam-
viskusamur við allt sem hann leysti
af hendi. Hann var í eðli sínu, eink-
um á yngri árum, fremur örgeðja,
en lundin var létt og hann sá allt-
af björtu hliðarnar á tilverunni og
gerði sér gaman að því sem skop-
legt var.
Ari varð búfræðingur frá
Hvanneyri 1939 hefur þá senni-
lega hugsað sér að gerast bóndi.
Svo varð þó ekki. Hann fékkst við
margvísleg önnur störf, sem ég
mun geta um síðar.
Ari var ekki öllu lengur einn á
ferð. Árið 1944 giftist hann Bjarg-
hildi Sigurðardóttur prests í Valla-
nesi og fyrstu tvö árin voru þau
til heimilis hjá Björgu móður
Bjarghildar og Magnúsi stjúpföður
hennar að Jaðri í Vallahreppi.
Árið 1946 flytja þau í nýbyggt hús
{ Selási 6, í Egilsstaðakauptúni,
sem varð þeirra framtíðarheimili
og verða þá í tölu þeirra fyrstu
sem byggðu hér í hinu unga sveit-
arfélagi. Ekki veitti þeim hjónum
af að koma upp húsinu því börnin,
sem urðu sjö, komu í heiminn hvert
af öðru næstu árin. Ég naut þeirr-
ar ánægju að kynnast þeim öllum
sem góðum nemendum í Egils-
staðaskóla og einnig sem leikfé-
lögum minna barna þar sem aldur
og áhugamál beggja féllu saman.
Heimili þeirra hjóna varð stórt
og þurfti mikils að afla og varla
hrukku eins manns daglaun fyrir
heimiliskostnaði. Hjónin lágu ekki
á liði sínu. Ari sá sér fyrir störfum
sjálfur og hafðist margt að til að
afla tekna. Hann gerði út vörubíl,
þau ráku verslun nokkur ár og
síðustu árin átti Ari trillu, sem
hann gerði út við Reyðarfjörð og
víðar yfir sumartímann. Ég veit
ekki betur en allt sem hann tók
sér fyrir hendur gengi vel. Enda
var umhyggjan og hirðusemin í
fyrirrúmi, hvar sem hann lagði
hönd að.
Fyrir sveitarfélagið starfaði Ari
ýmislegt, þó sérstaklega sem for-
maður heilbrigðisnefndar og sem
heilbrigðisfulltrúi um margra ára
skeið. Þegar vinnuþrekið minnk-
aði, svo að létta þurfti störfín,
varð það hans ánægja að hjálpa
nágrönnum sínum og vinum, sem
þess þurftu með því greiðasemin
var honum í blóð borin. Ég hafði
sjálfur gaman af að ganga við hjá
Ara og sjá hann föndra við bók-
band og hvernig húsið var fágað
og lóðin snyrt.
Við hjónin sendum Bjarghildi,
konu hans, og börnum þeirra inni-
legar samúðarkveðjur með þökk
fyrir liðnar samverustundir. Gott
er að minnast góðs granna og vin-
ar.
Guðmundur Magnússon.
Minning
Guðni S. Guðmunds-
son frá Krossanesi
Fæddur 4. ágúst 1919
Dáinn 8. janúar 1993
Ég skrifa þessi orð til að minn-
ast afa míns, Guðna S. Guðmunds-
sonar, og til að þakka honum fyr-
ir þær stundir sem við vorum sam-
an. Ég var bara eins og hálfs árs
þegar ég fór að vera næstum því
á hveijum degi í pössun hjá afa
og ömmu í Skipasundi 11. Þar kom
ég hér um bil daglega þar til þau
fluttust fyrir rúmu ári síðan í nýju
íbúðina sína í Hæðargarðinum.
Það er gott fyrri krakka að eiga
afa sem hefur góðan tíma þegar
allir aðrir eru að stressast. Við
dunduðum ýmislegt saman í róleg-
heitum, ég og afi. Hann kenndi
mér mannganginn og við tefldum
og spiluðum. Stundum hnýtti ég
öngla með honum og hann gaf
mér veiðistöng með flugum sem
hann bjó til sjálfur og fór með mig
í fyrstu veiðiferðina mína. Ég er
þakklátur fyrir þær stundir sem
ég hef átt með afa mínum. Hann
var búinn að vera lengi veikur, en
nú líður honum vel. Þetta vitum
við sem þekktum hann og ætlum
þess vegna að vera hughraust.
Amma mín og allir hinir fá samúð-
arkveðjur.
Guð blessi minningu afa.
Ari Geir Hauksson.
Föðurbróðir minn Guðni Sigurð-
ur er látinn.
Guðni fæddist á Krossanesi við
Reyðarfjörð og var þar fyrstu átj-
án ár ævi sinnar, en fluttist þaðan
til Reykjavíkur og bjó lengst af í
Skipasundi 11, eða í 45 ár.
Margs er að minnast úr Skipa-
sundinu og alltaf var gaman að
heimsækja Guðna og Sigrúnu
konu hans. Þar var mikið skrafað,
sagðar sögur og höfð gamanmál.
Guðni var kátur og skemmtilegur
að eðlisfari og hafði gaman af að
segja frá og gott skopskyn. Marg-
ar voru því ferðasögurnar bæði
innanlands sem erlendis frá. Hann
hafði gaman af að ferðast og var
mikill veiði- og útiverumaður og
minnist ég margra ferða til ijúpna
eða til stangaveiði með honum og
föður mínum.
Guðni hafði ákveðnar skoðanir
á hlutunum og var rökfastur, sem
jafnframt ljúfur og traustur. Hann
var fróður um flesta hluti, enda
fylgdist hann vel með.
Minnist ég þess er við heimsótt-
um hann seint á kvöldin, þá sat
hann oft við gamla góða útvarps-
viðtækið og hlustaði á erlendar
fréttir á mörgum stöðvum, enda
var hann ótrúlega næmur á tungu-
mál.
Kæri frændi. Ég þakka þér
samfylgdina og kveð þig með
söknuði og trega. Minning þín mun
lifa og lýsa okkur um ókomna tíð.
Guðmundur Pálsson.
t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSGERÐUR RUNÓLFSDÓTTIR, Heiðarhvammi 6, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju á morgun, föstudaginn 22. janúar, kl. 14.00. Kristján Ingi Helgason, Heiða Þórðardóttir, Brynjar Þór Hafdal, Lovfsa Georgsdóttir, Einar Helgi Aðalbjörnsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir, Rakel Erna Skarphéðinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
t Kveðjuathöfn um elskulega móður okkar, GUÐRÍÐI GESTSDÓTTUR frá Sæbóli, Haukadal í Dýrafirði, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. janúar kl. 15.00. Jarðarförin, sem fer fram frá Þingeyrarkirkju í Dýrafirði, auglýst síðar. Börnin.
t Minningarathöfn um móður okkar, GÍSLNÝJU JÓHANNSDÓTTUR frá Vestmannaeyjum, Maríubakka 10, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 21. janúar, kl. 13.30. Jarðsett verður frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 23. janúar kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t Einlægar þakkir fyrir vinarhug og auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRÐAR JÓHANNSSONAR, Bakka, Melasveit. Rósa María Sigurgeirsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, TRYGGVA JÓNSSONAR, Naustahlein 5, Garðabæ. Elin Ólafsdóttir, Asrún Tryggvadóttir, Hallfriður Tryggvadóttir, Margrét Tryggvadóttir, Ingþór Friðriksson, Þóra Tryggvadóttir, Lárus Ragnarsson og barnabörn.