Morgunblaðið - 21.01.1993, Blaðsíða 31
31
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1993
Hrognatíminn
stendur nú sem hæst
ÞESSA dagana er að fá ný hrogn
í fiskbúðum og stórmörkuðum
og algengt verð á kílói er frá 480
kr. til 550 kr. Hrognatímabilið
stendur hæst nú og að sögn sér-
fræðinga eru þau best nú. I hverj-
um 100 g af hrognum eru um
120 hitaeiningar og B, C, D og
E vítamín svo eitthvað sé nefnt.
Flestir sjóða hrogn og vissu-
Z lega eru þau alltaf góð mat-
reidd á þann máta. Margir
nota álpappír eða suðupoka
J™ en mér finnast hrognin best
“5 þegar ég sýð þau í smjörpapp-
ír. Þá set ég eina hrognabrók
í hvem smjörpappírspakka og
bind fyrir með bómullargarni.
2" Hrognin sýð ég síðan í létt-
söltu vatni og þau eru soðin
þegar þau eru stinn viðkomu eftir
um það bil 20-30 mínútna, eftir
stærð brókarinnar.
Það þarf ekkert endilega að sjóða
hrognin í potti, margir kjósa að
vefja þau í álpappír og baka í ofni.
Þá er hægt að setja með krydd,
sítrónu og lauk. En hrognin þurfa
á aðra klukkustund í ofninum ef
notaður er vægur hiti og þau virð-
ast þurrari þegar þau eru elduð í
ofni en soðin í potti.
Nokkra þekki ég sem hafa prófað
að gera kæfu úr hrognum eða álegg
og bæta við maukuð hrognin mjúku
smjöri, jafnvel fiskafgöngum, rækj-
um, múskati og öðru kryddi sem
hæfa þykir. Rækjunum er bætt í
þegar búið er að þeyta hitt saman.
Það má steikja hrognaafganga
og sumir búa til hrognabollur. Þá
er bætt við hrognin hveiti, lauki,
eggi, kryddi sem hæfir smekk hvers
og eins og mótaðar bollur sem síðan
eru steiktar.
Matreiðslumeistarinn Rúnar Þór-
arinsson hjá veitingastaðnum Hjá
Úlfari við Baldursgötu gefur hér í
lokin uppskrift að fylltum hrogna-
brókum sem henta vel í forrétt.
Morgunblaðiö/Kristinn
1 dl rjómi
rauð paprika
laukur
1 hvítlauksrif
1 tsk. karrý
Fiskfarsið er búið til þannig að
fiskurinn er maukaður og síðan
þeytt samanvið niðursöxuð paprika,
laukur, marið hvítlauksrif og karrý.
Að því búnu er eggjahvítan þeytt
samanvið og loks er tjóminn settur
út í en þá á ekki að þeyta lengi.
Hrognabrók er tekin og henni
snúið við, þ.e.a.s. himnan látin snúa
inn en hrognin út. Hrognin eru fyllt
með fiskfarsinu og þau gufusoðin
við vægan hita í um 20 mínútur
eða eftir stærð þeirra.
Hrognin eru látin kólna, skorin
í sneiðar og borin fram með kaldri
piparrótarsósu og fersku grænmeti.
FORRÉTTUR
Fyllt hrogn með piparrót-
arsósu
u.þ.b. 3 hrogn (fer eftir stærð
hrognabróka)
300 g hvítur fiskur, lúða, ýsa,
rauðspretta eða annar fiskur
1 eggjahvíta
Piporrótarsósa
1 dós sýrður rjómi
_______bréf marin piparrót
_______safi úr hólfri sítrónu
-1 msk. hunang
fersk söxuð steinselja.
grg
HELGARTILBOÐ
EFTIR áramót hafa helgartilboð
ekki verið mjög spennandi hjá
stórmörkuðum en kannski er
þetta að koma og að þessu sinni
bjóða flestir sælgæti eða snakk
á góðu verði. Einnig eru ágæt
kaup í brauði á tveimur stöðum
og hentugt að kaupa nokkur í
frystikistuna þar sem hún er.
BÓNUS
Fjórir SS hamborgarar með brauði
og kryddi...................287 kr
MS gróf brauð og fín. Ef eitt er
keypt fæst það næsta frítt
Mars, Snickers og Twix 6 stk 179 kr
G.M.Tripels morgunmatur 425 g
.......................69 kr
Gull kaffi 500 g............120 kr
Þorskhrogn...........440 kr kg
FJARÐARKAUP
Samlokubrauð, gróf og fín.69 kr
rauð epli.................86 kr kg
Voga 400 ml kokteilsósa..149 kr
Maruud snakk 100 g.......99 kr
HAGKAUP
Ola party stór pizza........239 kr
Dole ananasbitar 425 g....49 kr
Hollenskt kínakál.....129 kr kg
Formula 77 mýkir 2 lítra bleikur
og blár.................119 kr
MIKLIGARDUR VID SUND
Toffie Crisp............29 kr stk
Better value WC salernispappír 4
rúllur......................79 kr
Hy-top appelsínumarmelaði 510 g
...........................109 kr
COOP 440 g bakaðar baunir....38 kr
Hy-top saltines-kex.........49 kr
Hjá Miklagarði bjóða þeir einnig á
sérstöku tilboðsverði
Mark 20 tommu sjónvarp með fjar-
stýringu áður 32.740.. nú 24.202 kr
Tölvustýrður örbylgjuofn Melissa,
16 lítra, 700 wött, áður 21.325
.......................nú 15.995
NÓATÚN
Lambalifur...........280 kr kg
lambasvið............299 kr kg
1/2 dós kínasveppir.....79 kr
Wheatia morgunmatur.....89 kr
grg
Líbanskur
veitingastaður
MARHABA, líbanskur veitinga-
staður var opnaður á Hótel
Reykjavík við Rauðarárstíg í
gær. Eigandi er Aladin Yasin
en yfirmatreiðslumaður er
Guðrún Jónsdóttir.
Matreiðslumenn frá Líbanon ann-
ast matreiðslu fyrst um sinn. Flutt
hefur verið inn hráefni, krydd og
ostar auk léttvíns og þjóðardrykkjar-
ins Arak. „Það má segja að líbansk-
ur matur sé hollustufæði. Uppistaðan
í mörgum réttum er grænmeti og
baunir en fiskur og kjöt er grillað á
viðarkolum.“ Líbanska brauðið
Khobz er bakað í birkiofni á staðn-
um. Verð fyrir þríréttaða máltíð af
matseðli kostar um 2.500 kr. Tilboðs-
verð á nokkrum smáréttum, einum
aðalrétti og eftirrétti, er um 2.000 kr.
Matreiðslumeistarar og aðrir
aðstandendur Marhaba
Tölwendurmenntui
Sérstakt námskelð fyrlrkoner!
Námskeiðið er einstakt tækifæri fyrir konur til þess að
fá þjálfun í grunnatriðum tölvunotkunar:
Daaskrá:
Grunnatriöi tölvunotkunar og Wndows stýrikerfið
Bréf, skýrstur og alhliða textavinnsla með Word
Bókhald með tölvu
36 klukkustunda námskeið á föstudögum kl. 9:00-12:00 ^
eða á laugardögum kl. 13:00-16:00. Hagstætt verð! qP
Tölvu- og verkfræöiþjónustan iP
Tölvuskóli Halldórs Kristjánssonar eSf
Grensásvegi 16 • stofnaður 1. mars 1986 (£)
Viltu nú tðkum ó því uð
koma f ram í f jölmiðlum?
Námskeið í fjölmiðlaframkomu hefst á mánudag 25. janúar.
Kennt verður tvö kvöld - þátttökugjald kr. 5.500,-
Önnur námskeið eru:
• Saga KRFÍ og kvennabaráttu á íslandi
- 5 kvöld, þátttökugjald kr. 5.000,-
• Fjármál I
- Samskipti við stofnanir - 2 kvöld, þátttökugjald kr. 2.000,-
• Fjármál II
- Fjárhagur einstaklinga - 2 kvöld, þátttökugjald kr. 2.000,-
• Greinaskrif
- 4 kvöld, þátttökugjald kr. 4.000,-
Námskeiðin eru öllum opin. Nánari upplýsingar og skráning í
síma 18156 kl. 13-15 virka daga.
Kvenréttindafélag ísiands.
aNanasbitab
HOLLENSKT
jÓNAKÁL
VOK>B'LA I
MÝKIB21
bleikw
SJAMPO
Itr - 3 tegundir
TILBOÐ
VIKUNNAR
HAGKAUP
- aUt í einni ferd