Morgunblaðið - 21.01.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.01.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANUAR 1993 -Feer bcuvL. t/em. i eJáhúí 'tnu." maður? HÖGNI HREKKVÍSI JtlrojijpttMaÍklfr BRÉF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 „Eðlilegt eftirlit eða • * personunj osmr u Frá Helgu Harðardóttur Tilefni þessa bréfkorns er, að kvöld eitt fyrir nokkru hringdi hjá mér dyrabjalla kl. rúmlega níu. Svo- sem ekkert óvanalegt við það. Ekki barst þessi hringing þó frá dyrasíma við útidyr, heldur voru við- komandi komnir hér upp á stigapall. Er ég lauk upp dyrum stóðu fyrir utan kona og karlmaður, sem að vísu buðu gott kvöld, en spurðu síð- an formálalaust hvaða tegund sjón- varpstækis ég væri með. Ekki kynnti þetta fólk sig, né trúði mér fyrir á hvers vegum það væri. Sjálf varð ég of hvumsa til að spyija um slíkt, en svaraði því til að sjón- varpstæki væri ekkert til á heimil- inu. Ekki veit ég hvort þau trúðu mér. Kannski er það ekki algengt, að kona á mínum aldri hafni þessum fjölmiðli. Eftir að þau voru farin tóku heila- sellurnar aftur til starfa og fór mig nú að gruna margt. Að vísu hafði ég heyrt á skotspónum að á vegum Ríkissjónvarps starfaði vösk sveit njósnara, sem hefði það hlutverk að leita uppi óskráð sjónvarpstæki. í einfeldni minni taldi ég slík vinnu- brögð ríkisstofnunar of fráleit til að ég legði trúnað á söguburðinn. En svo lengi lærir sem lifir. Ég fékk það staðfest hjá þeim íbúa hússins sem hleypti sendinefndinni inn að hún hefði kynnt sig sem starfsmenn Ríkissjónvarps. Eftir fyrri kynni mín af Sjónvarp- inu, hélt ég að þaðan í frá fengi ég frið og að sú stofnun hætti að fylgj- ast með heimilisháttum mínum og minna. Þau leiðindakynni upphófust á svipaðan hátt og nú. Síminn hringdi, auðvitað kl. rúmlega níu að kveldi, og var þá spæjaradeildin að leita að gömlu sjónvarpstæki móður minnar, sem þá var látin fyrir þrem árum. Ég játaði strax. tækið væri hjá mér, en þar sem borgað var af öðru tæki á heimilinu, voru mér gefnar upp sakir. Sök mín var augljós. Ég átti auðvitað strax, við andlát mömmu, að tilkynna Sjónvarpinu hver ætlaði að borga af gripnum í framtíðinni. Nú fékk ég stundarfrið, eða þar til sonur minn flutti að heiman, en sá var skráður fyrir heimiliskassan- um. Ekki leið mánuður, þar til mér fóru að berast reikningar frá stofn- uninni. Ég greiddi þá, kom kassan- um aftur í gagnið, þar til hann bii- aði næst. Þá losaði ég mig við hann í fullu samráði við innheimtudeild Sjónvarps. Taldi ég þá að viðskiptum mínum við Sjónvarpið væri lokið, a.m.k. þar til ég fengi aftur áhuga á sjónvarps- glápi. Ekki á ég þó von á, að slíkur áhugi glæðist í nánustu framtíð. Ekki eftir þessi endurkynni mín af Ríkissjónvarpinu, þar sem ég virðist vera á skrá yfir þann hóp manna, sem sérstakt eftirlit skal haft með. Það ólgar í mér reiðin, yfir heim- sókninni í nýliðinni viku. Hvaða rík- isstofnun skyldi næst gera út mann- skaj) til að kanna heimilishagi mína? Ég tel það brot á friðhelgi heim- ila, að ónáða fólk á heimilum þess á þennan máta og á þeim tíma sem hér hefur verið vitnað til. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða ríkis- rekna njósnastarfsemi eða hina ýmsu sölumenn, sem gjarnan ónáða mann á kvöldin, bæði í síma og á dyrabjöllu. HELGA HARÐARDÓTTIR, Reynimel 44, Reykjavík. Hamarínn - Akrópólis Hafnarfjarðar Frá Sigurveigu Guðmundsdóttur Hamarínn í Hafnarfirði horfiryfír víðan sæ það er ekki einkis virði i heima í slíkum bæ. Þessa vísu orti sonur Önnu Guð- mundsdóttur, fyrrum bókavarðar í Bókasafni Hafnarfjarðar. í öllum lifandi bænum farið ekki að klessa einhveijum steinkumb- alda sem skyggir á Hamarinn okk- ar — Hamarkotshamar, hann er okkar háborg, fullur af huldufólki. Það reiðist ef skyggt er illilega á híbýli þess. — Sá sem styggir huldu- fólkið, honum verður erfiður dauð- inn. Það er nóg að vera búinn að ryðja kynstrum öllum af gijóti í fjöruna, svo fátt er eftir nema Helluijaran og skúrinn hans Gísla Guðmunds- sonar á Hellu. En geta skal þess sem vel er gert og það er smábáta- höfnin. Áður en hún kom, voru menn í vandræðum með báta sína, eins og Jón Eiríksson frá Sjónar- hóli sagði einu sinni í ræðu: „Við erum verr settir en þrælar Ingólfs, þeir höfðu þó fjöruna hreina." Sum stórslys í umhverfismálum verða aldrei bætt. Svo fór um Hamranesið, einhvem fallegasta klettarana sem hér var nærlendis, mun hærri en Svínanesið, sem var seinna sagt að héti Grísanes. Þar voru dálitlar skogarleifar, og þar uxu jarðarber og hrútaber. — Óbætanleg álfabyggð. Meira að segja við Ingigerður Eyjólfsdóttir, kennd við Blómsturvelli, sáum álf- konu sem kom gangandi úr Hamra- nesinu og hélt í áttina að Vatnshlíð. Látum enga steinkassa skyggja á Hamarinn. — Akrópólis Hafnar- fjarðar. SIGURVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfírði. skrifar Víkverj'i Um síðustu helgi birti Morgun- blaðið úrslit í áramótagetraun blaðsins og varð þátttaka mikil og góð. Rúmlega þijú þúsund úrlausnir bárust frá fólki á öllum aldri. Þegar dregið var úr réttum lausnum kom í ljós að yngsti vinningshafinn var 7 ára, en hinn elzti rúmlega tíu sinn- um eldri eða 71 árs. Úrlausnirnar, sem bárust voru í mjög misjafnlegum umbúðum. Sum- ir höfðu skreytt umslögin, klippt út myndir og límt á og nokkrir teikn- uðu listaverk á umslögin, mjög hag- anlega. Eitt umslagið bræddi þó hjörtu starfsmanna Morgunblaðsins. Það var frá ungum lesanda, sem greinilega var að stíga sín fyrstu spor á ritvellinum. Framan á umslaginu stóð skil- merkilega skrifað heimilisfang Morgunblaósins, en aftan á umslag- inu var skrifað stórum stöfum: „GANGI IKUR WEL MEð MORG- ÚNBLAtið!“ Það er óhætt að full- yrða að við slíkar kveðjur hitnaði jafnt gömlum sem ungum starfs- mönnum blaðsins um hjartarætur. Morgunblaðið þakkar öllum þeim fjölmörgu, sem þátt tóku í getraun- inni. xxx Iupphafi vikunnar bárust fréttir af því að Rússar hygðust gera tilraunir með risastóra spegla úti í himingeimnum og ætluðu þeir að endurvarpa sólargeislum á borgir og lýsa þær upp á myrkvum vetrum norðurhvels jarðar og koma þannig í veg fyrir að notast þyrfti við dýra götulýsingu. Þessu var lýst sem margfalt skærara ljósi en kemur frá fullu tungli. Þegar Víkveiji hlustáði á þetta, komu honum í hug þessar hendingar úr kvæði Nóbelsskáldsins: „Bláfjólu má í birkiskógnum Iíta. Blessað sé norðurhvelið sem mig ól!“ Fyrir mörgum árum stóðu tvær birkiplöntur suður í Garðabæ hlið við hlið og virtust búa við nákvæm- lega eins skilyrði. Svo undarlega brá við á hveiju vori, að önnur birki- plantan laufgaðist að jafnaði hálfum mánuði til þremur vikum fyrr en hin. Víkverji minnist þess, að hann velti þessu undri mjög fyrir sér og fékk engan botn í málið, fyrr en hann hitti Hákon heitinn Bjarnason skógræktarstjóra á förnum vegi og spurði hann um skýringu þessa nátt- úrufyrirbæris. Og ekki stóð á svar- inu. Hákon sagði, að augljóst væri að sú, sem fyrr laufgaðist væri norð- lenzk, hin sunnlenzk. Birkið hefði búið í þessu landi í árþúsundir og það þekkti kenjar íslenzks veðurfars út í yztu æsar. Það léti því ekki vorhlýindi og blíðu síðvetrar og fram á vor gabba sig. Það tæki hreinlega sólarhæðina, sem ein hefði áhrif á laufgunartíma bjarkarinnar. Skýr- ingin á misjöfnum laufgunartíma nam sem sé mismun sólarhæðar nyrzt á landinu og þeim nýju heim- kynnum, sem þessi norðlenzka björk stóð nú í suður í Garðabæ. Þegar Víkveiji heyrði fréttina um rússnesku speglana, varð honum hugsað til bjarkarinnar. Hvernig skyldi hún bregðast við, þegar sól- arljósið kæmi um miðjan vetur sem endurskin frá geimspeglunum? Birt- an er jú sögð margföld á við skin frá fullu tungli. Myndi björkin ekki ruglast í ríminu og fara að laufgast um miðjan vetur, kala svo og deyja? Eitt er víst, að það er ekkert grín að leika sér að náttúrunni - og í þessu tilfelli í raun að breyta gangi himintungla með speglum. i i i i i i i i í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.