Morgunblaðið - 21.01.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.01.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1993 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Rokkbandalagið styrktí fatasöfnunina Rokkbandalagið er hópur flórtán þroskaheftra unglinga sem starfað hafa saman að ýmsum verkefnum í félagsmiðstöðinni Þróttheimum þar sem hópurinn kemur saman reglulega. Þau tóku þátt í fatasöfnun Þjóð- kirkjunnar og Rauða kross íslands á dögunum og þóttu standa sig vel. Rokkbandalagið hefur staðið fyrir böllum í diskóteki félagsmiðstöðvarinnar og opnu húsi þar sem ýmsum unglingum sem þau þekkja hefur verið boðið í keppni í biljard, borðtenni og fleiri leikjum. Á myndinni eru fimm af meðlimum Rokkbandalagsins. Framfærsluvísitalan upp um 1,2% í janúar Helmingur hjá hinu opinbera UM 0,6% af 1,2% hækkun framfærsluvísitölunnar í janúar stafaði af hækkun opinberrar þjónustu og gjalda til ríkisins. Þó voru verð- lagsáhrif hækkana um áramót ekki að fullu komin fram. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra telur að sér hafi ekki verið stætt á því að synja Ríkisútvarpinu um 4% hækkun vegna þess að hækkun- in hafi verið sett í fjárlög. Ósk um 12% „Eftir að hafa fengið upplýsingar frá stjómendum Ríkisútvarpsins um niðurskurð kostnaðar og aðhald í rekstri taldi ég rétt að verða við ósk þeirra um 4% hækkun afnota- gjalds," sagði Ólafur G. Einarsson í gær um hækkun RÚV sem hann heimilaði í vikunni. Ólafur sagðist hafa hafnað beiðni Ríkisútvarpsins um hækkun á síðasta ári. „í upphaf- legi íjárlagafrumvarpi nú var ósk þeirra um 12% hækkun afnota- gjalda. Það breyttist við fjárlaga- gerðina og niðurstaðan var 4% hækkun. Eg taldi mér ekki stætt á að hafna því ósk þeirra þar sem gert var ráð fyrir þessu í fjárlög- um,“ sagði Ólafur. Fram kom hjá fjármálastjóra Ríkisútvarpsins í blaðinu í gær að hækkunin væri meðal annars til úar, en kemur fram við næsta út- reikning eða síðar. Hluti rafmagns- verðshækkunarinnar á eftir að koma fram. Lækkun endurgreiðslna á virðisaukaskatti eggja og nokk- urra kjöttegunda var ekki komin fram í hækkuðu búvöruverði nema að litlu leyti. Hækkun lyfjaverðs og þjónustu sérfræðinga í kjölfar breytinga heilbrigðisráðuneytisins á þátttöku ríkisins í þessum kostnaði var ekki komin fram. Heldur ekki 4% hækkun afnotagjalds Ríkisút- varpsins. Loks má þess geta að 5,2% lækkun áburðarverðs sem lækka mun verð á kindakjöti og mjólk um nálægt '/i% kemur ekki fram fyrr en síðar á árinu. Bankar og sparisjóðir ákveða að lækka útláns- o g innlánsvexti komin vegna aukinnar þjónustu, það er morgunsjónvarps fyrir böm. Ólafur sagði að vissulega væri það rétt en einnig yrði að hafa í huga að stjómendur stofnunarinnar hefðu verið með aðhald í rekstri og skorið niður. „Það urðu þeir að gera vegna þess að þeir fengu ekki hækkun í fyrra og ósk þeirra var lækkuð úr 12 í 4% núna,“ sagði Ólafur. Aðspurður hvort hann teldi ekki hægt að ganga lengra í því efni sagði Ólafur: „Jú ég tel að þeir geti það, þó ég viti einnig að þeir séu ekki sammála mér í því.“ Fleiri hækkanir Við útreikning framfærsluvísi- tölunnar í janúar, sem miðuð er við verðlag í byijun janúar samanborði við desemberbyijun, reyndist um 0,6% hækkunar vísitölunnar bein afleiðing hækkana á opinberri þjón- ustu og gjöldum til ríkisins. Tann- læknakostnaður bama hækkaði um 11% vegna breytinga á endur- greiðslu ríkisins á tannlæknakostn- aði. Húshitun hækkaði um 8,5% vegna álagningar virðisaukaskatts. Taxtar hitaveitnanna hækkuðu hlutfallslega mismikið vegna endur- greiðslna hluta skattsins, eða á bil- inu 5,3 til 14%. Rafmagnsverð hækkaði um 2,1%. Bensínverð hækkaði um 7,6%. Hækkanir nokkurra liða vom ekki komnar út í verðlagið þegar verðlagið var kannað í byijun jan- Vísitölur á uppleið HAGSTOFAN hefur reiknað vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan jan- úar 1993. Reyndist hún vera 189,8 stig og hækkar um 0,1% frá desember 1992. Vísi- tala þessi er fyrir febrúar. Sl. 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 1.3%. Síðustu 3 mánuði hefur vísitala bygging- arkostnaðar hækkað um 0,4% sem er 1,5% hækkun á ári. Þá hefur Hagstofan einnig reiknað út vísitölu launa fýrir janúarmánuð 1993 miðað við meðallaun í desember sl. Er vísitala 130,7 stig eða 0,2% hærri en I fyrra mánuði. Samsvarandi launavísitala, sem gildir við útreikning greiðslumarka fasteignaveð- lána, tekur sömu hækkun og er því 2.858 stig í febrúar 1993. Meðalvextir almennra skulda- bréfalána munu lækka um 0,4% Miðstjórn Alþýðusambands Islands telur vaxtalækkunina ófullnægjandi ÍSLANDSBANKI, Búnaðarbanki og sparisjóðirnir ákváðu í gær að lækka bæði útláns- og innlánsvexti og tekur breytingin gildi í dag. Landsbankinn mun ekki breyta sínum vöxtum. Meðalvextir almennra skuldabréfalána lækka um 0,4% eða úr 14,6% í 14,2%. Engar breytingar eru hins vegar gerðar á vöxtum vísitölubund- inna skuldabréfa og eru meðalvextir þeirra áfram 9,5%. Hjá Búnaðarbanka lækka kjörvextir á almennum skuldabréfum um 0,75% eða úr 12,5% í 11,75%, hjá íslandsbanka um 0,6% eða úr 13,4% í 12,8% og hjá sparisjóðunum um 0,5% eða úr 12,6% í 12,1%. Landsbankinn er áfram með lægstu kjörvexti á almennum skulda- bréfum eftir vaxtahækkanirnar um seinustu áramót eða 11,5%. Með þessum breytingum hafa vaxtahækkanir sem tóku gildi um seinustu áramót að hluta gengið til baka en þá hækkuðu innláns- stofnanir nafnvexti um l,5%-2% í ljósi horfa um verðhækkanir á næstu mánuðum. Ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um að hætta við lækkun á endurgreiðslu virðis- aukaskatts af vinnu við íbúðarhús- næði hefur hins vegar leitt til þess að hækkun lánskjaravísitölu febrú- armánaðar er minni en ella og hækkar um 0,52%. Talið var að lækkun endurgreiðslnanna myndi valda 1,07% hækkun vísitölunnar. 0,5-1,6% lækkun víxilvaxta Meðaltal forvaxta á víxlum lækkar um 0,6% eða úr 14,1% í 13,5% í kjölfar vaxtabreytinganna sem ákveðnar voru í gær. Mest er lækkunin hjá íslandsbanka sem lækkar vexti á almennum víxillán- um og viðskiptavíxlum um 1,6% og lækka forvextir víxla úr 15,6% í 14%. Búnaðarbankinn lækkar forvexti víxillána um 0,75% eða úr 13,5% í 12,75% og á viðskipta- víxlum um 0,25%. Sparisjóðimir lækka forvexti víxillána og við- skiptavíxla um 0,5% og lækka vextir á víxlum því úr 14,1% í 13,6%. Auk þessa lækkaði íslandsbanki vexti á afurðalánum í íslenskum krónum um 0,6% og Búnaðarbank- inn lækkaði afurðalánavexti sína um_ 0,5%. Á innlánahlið lækka vextir sparibóka og tékkareikninga um 0,25% hjá íslandsbanka, Búnaðar- banka og sparisjóðunum. Brynjólfur Helgason aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, sagði að Landsbankinn hefði gert litlar breytingar á vöxtum á síðasta ári og útlánsvextir í stærstu útláns- flokkunum séu enn lægstir í Landsbankanum. „Við gengum út frá tiltölulega lágri verðbólguspá við síðustu vaxtaákvörðun og höf- um ekki ennþá séð ástæðu til breytinga," sagði hann. \ Vaxtahækkun spariskírteina gagnrýnd Ragnar Önundarson, fram- kvæmdastjóri íslandsbanka, sagði að eftir þessar breytingar væri vaxtamunur í íslandsbanka 2,8%. Hann sagði að vaxtaákvörðunin um áramót hefði byggst á spá um 5,5% verðbólgustig frá áramótum til 1. maí en þar sem vitað var að stjómvöld höfðu í huga að draga úr veðlagshækkunum með því að hætta við lækkun endurgreiðslna virðisaukaskatts hafi verið ákveðið að miða við 3,5% verðbólgu og hækka vexti um 2% frá og með áramótum. Endurskoðuð verðbólg- uspá sýni nú 2,9% verðbólgu fyrir sama tímabil og því lækki bankinn almenna útlánsvexti um 0,6%. Ragnar gagnrýnir hækkanir sem ákveðnar hafa verið á raun- vöxtum verðtryggðra spariskír- teina ríkissjóðs til áskrifenda og í almennri frumsölu úr 6,5% í allt að 7,3%. „Bankamenn era mjög hissa á að ríkissjóður skuli yfir- bjóða innlánsvexti með vaxta- hækkunum á spariskírteinum rík- issjóðs. Bankamir era mjög við- kvæmir fyrir slíkum breytingum. Þegar fram í sækir þýðir það sam- svarandi hækkun á útlánsvöxtum. Okkur óar við því ef raunvextir á innlánum sem ríkið býður eru komnir í 7%, sem stjómmálamönn- Vaxtabreytingar 21. jan. Breytingar á vöxtum almennra skuldabréfalána banka og sparisjóða um fínnst ærið háir útlánsvextir þegar bankamir eiga í hlut,“ sagði Ragnar. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði að þegar ákveðið var að bjóða spariskírteini á almennum markaði hefði verið ákveðið að aðlaga vexti spariskíreina til áskrifenda að markaðskjöranum að nokkru Ieyti eftir að reynsla væri fengin af útboðunum. Sagði hann að vextir til áskrifenda hefðu verið mun hærri fyrrir nokkram misserum en þeir hefðu ekki tekið neinum breytingum á undanföm- um mánuðum. „Þessi aðlögun sem Ríkisvíxlar MEÐALÁVÖXTUN þriggja mánaða ríkisvíxla lækkaði um 0,5% eða í útboði sem fram fór í gær frá síðasta útboði 6. jan- úar. Meðalávöxtun samþykktra tilboða er 11,49%, sem svarar til 10,72% forvaxta. Með þessu útboði skuldbatt ríkissjóður sig til að taka tilboðum nú hefur verið ákveðin er einangr- að fyrirbæri og á ekki að hafa nein áhrif á markaðinum," sagði hann. Ófullnægjandi lækkun í ályktun um vaxtamál sem miðstjórn Alþýðusambands íslands sendi frá sér í gær er þessi vaxta- lækkun bankanna ekki talin full- nægjandi. Miðstjómin telur að mið- að við raunvexti á verðtryggðum skuldabréfum í bönkum og spár um þróun lánskjaravísitölu næstu fjóra til sex mánuði sé eðlilegt að óverðtryggðir skuldabréfavextir lækki í minnst 13% að meðaltali. Bankarnir þurfi því að lækka vexti um 0,5% til 1% að meðaltali og einstakir bankar um 1,5% til við- bótar þeirri lækkun sem ákveðin var í gær að mati ASÍ. Þá er ríkisstjórnin sérstaklega gagnrýnd fýrir að hafa ekki staðið við fyrirheit um aðhald í vaxtamál- um við gerð kjarasamninga síðast liðið vor. Er bent á að raunvextir spariskírteina á eftirmarkaði hafí verið 7,5% til 7,8% frá því í haust sem séu um 1% hærri raunvextir en heitið var sl. vor. Auk þess bendir miðstjómin á að ríkisstjóm- in hafi nýverið hækkað vexti nýrra spariskírteina í 7%. „Það er íhugunarefni fýrir kom- andi kjarasamninga hvort krefjast skuli nýrrar lagasetningar um ákvörðun vaxta,“ segir í lok álykt- unar miðstjómar ASÍ. á bilinu 500 til um það bil 3.000 milljóna kr. Alls bárast 32 gild tilboð í ríkis- víxla í útboðinu að fjárhæð 2.641 milljónir króna og var tekið tilboð- um að upphæð 2.491 milljónir kr. frá 30 aðilum. Lægsta ávöxtun eftir útboðið er 11,17% og hæsta ávöxtun 12,10%. Meðalávöxtun lækk- ar um 0,5% í útboði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.