Morgunblaðið - 07.02.1993, Blaðsíða 2
f.f’fi I flAUfiaa'í .? flUOAClUMVIUB GIGAJaVíUDflOtí
MORUDNBESÐKf "SUNNUDÁGUR‘77FeBRÚAR Í993.....
Ekkert er falið í textanum og í raun-
inni er ekkert túlkunarhæft í þvi.
Það fjallar um þetta eina þema og
höfundurinn nær hvorki að setja það
í persónulegt né „úníversalt" sam-
hengi. Ekkert af því sem gerist
kemur manni við. Hins vegar var
leikurinn þéttur og góður að mestu
leyti, eins góður og hægt er að
ætlast til þegar verkið byggir ekki
á „karakterum" heldur „týpum“
sem eru málpípur fyrir ólík viðhorf;
einhliða, annaðhvort góðar eða
slæmar.
„The Rise and Fall ef Little
Voiee"
Stræti eftir Jim Cartwright hefur
gengið við góða aðsókn á Smíða-
verkstæði Þjóðleikhússins frá því í
haust. Stræti var fyrsta verk höf-
undar, frumsýnt leikárið 1986/87
og hlaut fjölda verðlauna. Mér fínnst
ekkert varið í verkið, eins og fram
hefur komið, en hálfu verra er nýj-
asta verk hans um „litlu röddina"
sem sýnt er núna í Aldwych-leikhús-
inu í London.
Verkið íjallar um móður og dótt-
ur sem búa í einhveijum hjalli (af
innréttingunni og húsgögnunum að
ráða) þar sem allt er bilað — aðal-
lega rafmagnið. Móðirin er heimsk,
hávær, ofboðslega drykkfelld og
hugsar ekki um annað en að ná sér
í karlmenn og þegar það tekst vill
hún hoppa upp í sófa með þeim og
drífa allt af. Dóttirin læðist um eins
og mús, spilar gamlar plötur sem
hún erfði eftir föður sinn og svo fer
hún sjálf að syngja. Við það tæki-
færi er karlmaður staddur í sófanum
hjá móðurinni. Hann gleymir til
hvers hann kom og verður hugfang-
inn af rödd stúlkunnar. Hann ákveð-
ur að koma henni á framfæri, ger-
ast umboðsmaður hennar og græða
rosalega. En stúlkan hefur lært eitt
í lífinu og það er að láta lítið fyrir
sér fara. Henni líst ekkert á að fara
að syngja opinberlega, enn verr líst
henni á að verða hugsanlega fræg.
Hún er fullkomlega sátt við að lifa
í litlum heimi, í litla herberginu sínu,
borða lítið, hafa lítinn félagsskap
og hlusta á gamlar plötur.
Hún er dæmigert bam fárveiks
alkóhólista; barn sem lætur fara svo
lítið fyrir sér að það varla heyrist
né sést — það lendir þá ekki í nein-
um átökum við foreldrið. Vissulega
ekki galið þema í leikverk, en sá
hængur er á að þetta er gamanleik-
ur. Fyllerí móðurinnar, röflið, reik-
ult göngulagið og það að hún er
sídettandi um eitthvað eru fyndnu
atriðin í sýningunni. Og það er sko
ekki verið að búa til neinn harmleik
úr vanrækslunni, andlega ofbeldinu
og harðræðinu sem bamið er beitt.
Nema síður sé — sálarástand stúlk-
unnar á að vera alveg drepfyndið.
Mér finnst þetta einhver ógeð-
felldasti gamanleikur sem ég hef
séð. Eymdin, sársaukinn og kvölin
sem mæðgumar striða við em tekin
og þeim hnoðað saman í einhvem
óskapnað til að „pupullinn" geti
hlegið. Efnið er tekið hrátt og ekk-
ert unnið úr því, allt er sagt og
ekkert skilið eftir fyrir áhorfandann.
Það er engin dýpri merking í verk-
inu en kemur fram á sviðinu, enginn
undirtexti og einhvem tímann hefði
þetta ekki þótt mikil snilld í leikrit-
un. Höfundurinn hefði verið sendur
aftur heim með verkið og honum
sagt að skrifa leikritið. Það sem
birtist á sviðinu gæti verið ágætis
uppkast.
Fyrir utan vont verk var leikurinn
vondur. Þó em engir byijendur í
hlutverkunum. Alison Steadman,
margverðlaunuð leikona, fer með
hlutverk móðurinnar. Raddbeiting
hennar og textameðferð er það leið-
inlegasta sem ég hef séð. Hún er
gargandi rám, ótrúlega hávær og
ég verð að segja eins og er að eftir
tvær mínútur hafði ég fengið nóg
og fylltist skelfingu yfir því að eiga
eftir að sitja þama í tvær klukku-
stundir í viðbót. Ung leikkona, Jane
Horrocks, leikur dótturina, Little
Voice, og sýnir engin tilþrif. Hún
læðist um sviðið, dálítið í keng til
að undirstrika að það á að fara lítið
fyrir henni, hvíslar þann litla texta
sem hún hefur og syngur svo djúpri,
sterkri röddu, sem er svosem ekkert
sérstök, þegar hún tekur lagið.
Leikstjóranum, Sam Mendes, hef-
ur ekki dottið neitt annað í hug til
að skapa hreyfingu í sýninguna en
að láta móðurina ráfa um, rekast í
og detta. Honum er nú kannski líka
vorkunn, vegna þess að verkið er
vont.
„An Ideal Husband"
Ég verð nú að játa að þegar hér
var komið var mér hætt að lítast á
blikuna sem ég hafði talið felast í
því að skoða helgidóm leiklistarinn-
ar. Sýningarnar sem ég hafði séð
fram að þessu vom ekkert skyldar
þeirri leiklist sem ég hafði séð í
Bretlandi á áttunda áratugnum,
þegar ég bjó þar. Ég vissi svei mér
þá ekki á hveiju ég mátti eiga von
í Globe-leikhúsinu, þar sem verið
er að sýna Fyrirmyndareiginmann
Óskars Wilde. Þar er leikstjórinn
þó Peter Hall, fyrmrn leikhússtjóri
Konunglega þjóðleikhússins í Lond-
on — svo ég leyfði nú vonameistan-
um að loga aðeins lengur. Sem bet-
ur fer. Loksins.
„An Ideal Husband" er stórkost-
leg leiksýning. Verkið er frábærlega
vel skrifað, persónumar margþætt-
ar, lifandi og skemmtilegar, textinn
hnyttinn og leikurinn einstakur.
Þar sem klassíkinni er ekki bein-
línis troðið ofan í okkur í íslensku
leikhúsi geri ég mér grein fyrir því
að verk Óskars Wilde em ekki á
hvers manns vömm hér og ætla því
að gera lítillega grein fyrir atburða-
rásinni og fléttunni í þessum dýrð-
lega gamanleik.
Jane Horrocks Sjá bls. 4
ið sem búum hér uppi á
freðskerinu horfum á
breskt leikhús sem ein-
hveija óhagganlega
„gæðastærð“. Við höf-
um einhvem veginn
greypt það svo djúpt í
vitund okkar að breskt
leikhús sé gott, að við
virðumst ekki gera okkur grein fyr-
ir þeim teiknum sem em á lofti um
að kannski sé það ekki algott. Leik-
húsin hér flytja inn hvert stykkið á
fætur öðm — og það verðlauna-
stykki — án þess að spyija hvað sé
verið að verðlauna og ganga þá jafn-
vel framhjá stykkjum sem em gott
leikhús, bara til að bjóða okkur upp
á eitthvert „hit“-stykki, sem hefur
kannski fengið verðlaun vegna þess
að það hefur verið vel markaðssett.
Það er ekki laust við að maður
verði órólegur vegna framtíðar
breska leikhússins þegar hvert
gangstykkið þeirra á eftir öðm birt-
ist hér á fjölunum, manni til sárrar
hrellingar og ama. Ég ákvað því að
bregða mér til London og skoða eitt-
hvað af því sem þar þykir markverð-
ast, hefur gengið vel eða lengi, feng-
ið haug af verðlaunum eða rosaleg-
ar „hallelúja“-yfirlýsingar gagnrýn-
enda. Fyrir valinu hjá mér urðu
„Grace“, sem sýnt hefur verið að
undanfömu hjá Hampstead-leikhús-
inu og fengið einhveija lofsamleg-
ustu dóma sem ég hef lengi séð,
„Dancing at Luchnasa", (Dansað á
haustvöku og er í æfingu hjá Þjóð-
leikhúsinu núna), þar sem því er
lýst yfir í auglýsingu að það hafi
fengið „öll meiri háttar verðlaunin
1991“. Hvaða verðlaun það em er
ekki sagt, en sýningin er í Garrick-
leikhúsinu. Næsta sýning var „An
Ideal Husband", gamla, góða stykk-
ið hans Óskars Wilde, í leikstjóm
Peters Halls og ekki fengið nein
verðlaun, sýnt í Globe-leikhúsinu.
Þá lá leiðin í Aldwych-leikhúsið til
að sjá „The Rise
and Fall of Little
Voice" eftir Jim
Cartwright,
þann hinn sama
og skrifaði
Stræti sem nú er
sýnt í íjóðleik-
húsinu við góða
aðsókn. Þetta
nýjasta verk
Cartwrights var
valið „gaman-
leikur ársins“ af
dagblaðinu
Evening Stand-
ard og fékk svo
verðlaun frá
blaðinu af því til-
efni. Þvínæst
varð söngleikur
fyrir valinu og
þar sem Lund-
únaborg er að dmkkna í þeim var
úr vöndu að ráða. Þama em söng-
leikir sem hafa gengið í eitt ár, tvö
ár, þijú ár, fjögur ár, sex ár, tíu
ár, tólf ár: Semsagt svo vel mark-
aðssettir að túristaflæðið getur snú-
ið heim til sín fullmettað af söng
og dansi. Ég ákvað að velja söng-
leik úr yngri kantinum og sjá „Kiss
of the Spider Wornan", í Shaftes-
bury-leikhúsinu, kanadískan söng-
leik sem valinn hafði verið besti
söngleikur ársins 1992 af Evening
Standard. Lokasýning var svo „The
Deep Blue Sea“ eftir hið virta,
breska leikskáld Terence Rattigan
í Almeida-leikhúsinu.
„Dansað á haustvöku" mun bíða
umíjöllunar hjá mér, þar sem Þjóð-
leikhúsið æfír það um þessar mund-
ir og framsýning er áætluð í lok
febrúar. Það skal þó tekið fram að
það var árið 1991 sem verkið hlaut
ijögur „meiri háttar" verðlaun og
hefur fengið mikla aðsókn síðan.
En í Bretlandi er það svo að með
vissu millibili er ráðinn nýr hópur
til að leika verkið. Algengt er að
ráðningasamningar leikara nái yfir
sex mánuði svo það segir sig sjálft
að sýningin sem nú er í gangi er
ekki alveg sú sama og fékk verð-
launin, þótt leikritið sé hið sama.
Hópurinn sem nú leikur þetta verð-
launaverk í Garrick-leikhúsinu er
langt frá því að skila vinnu sem
hægt er að hrópa húrra fyrir. Leik-
aramir virðast fyrst og fremst vera
hundleiðir á vinnunni sinni og koma
hvorki þema verksins né andrúms-
lofti til skila.
„Grace"
Höfundur „Grace“, Doug Lucie,
er afkastamikill höfundur af yngri
kynslóðinni í Bretlandi. Fyrsta verk
hans, „Garbo", var sýnt hjá „Hull
Tmck“-leikhópnum árið 1978 og
vakti töluverða athygli. Næsta verk
hans, „Heroes", var sýnt á Edin-
borgarhátíðinni árið 1978 og þaðan
byijuðu verk Lucie að feta sig til
London. Leikárið 1987/88 sýndi
Konunglega Shakespeare-félagið
verk eftir hann sem heitir „Fashion"
og fyrir það hlaut Lucie tvenn verð-
laun. „Grace" er níunda sviðsverk
Lucie, en hann hefur einnig samið
mikið fyrir breska sjónvarpið.
Nafn verksins, Grace, hefur tví-
þætta merkingu. Annars vegar er
það kvenmannsnafn; nafnið á stúlk-
unni sem er forsenda atburarásar-
innar, þótt hún sé löngu látin. Hins
vegar merkir það „náð“ og er texti
verksins skrifaður í samræmi við
þessa tvöföldu merkingu. Það segir
frá miðaldra konu, Ruth Hartstone
(systur Grace), sem er að hugsa um
að selja húsið sem hún erfði eftir
foreldra sína. Þeir höfðu verið trú-
boðar í Afríku, en snúið heim meðan
dætumar tvær vom á unglings-
aldri, skrifað bók um afrek sín með-
al villimanna og baðað sig dýrðar-
ljóma sem fáfróður almenningur
hafði gleypt við. Tilvonandi kaup-
endur hússins er evangelista-trú-
flokkur sem álítur að Grace hafi
komið mjög veik heim frá Afríku
og dáið dýrlingadauða í húsinu og
ætlunin er að markaðssetja söfnuð-
inn í Bretlandi á þeirri „mýtu“.
Hópur evangelistanna sem kemur
til að dvelja i húsinu yfir helgi til
að ganga frá kaupunum er æði
skrautlegur en á eitt sameiginlegt:
Græðgi. Að minnsta kosti er eitt-
Doug Lucie
LEIKHUS
Í LONDON
hvað tæpt á trúfestunni hjá þeim
flestum.
Umræða verksins snýst að nokk-
uð miklu leyti um heiðarleika;
evangelistamir em afhjúpaðir strax
í fyrsta atriði sem hræsnarar — það
er að segja dæmdir úr leik í verkinu
af höfundinum — en heiðarleiki
Ruthar rækilega undirstrikaður.
Strax frá fyrstu mínútu er atburða-
rásin og umræðan of fyrirsjáanleg
til að halda athygli manns. Eigin-
kona forstöðumanns evangelistanna
er drykkfelld, kúguð af stríði eigin-
mannsins við að láta allt líta ofsa-
lega vel út. Með í ferðinni er lög-
fræðingur sem á að ganga frá mál-
inu. Hann má eiginlega ekki vera
að því að bíða alla helgina eftir
undirskrift Ruthar vegna þess að
konan hans er á fæðingardeildinni
að eignast fimmta bam þeirra hjóna,
en hann getur ekki heldur farið því
í farteskinu er ung ástkona sem
vill verða leikkona — og ungur
drengur sem ætlar að koma sér
áfram á því að vita sem mest um
lögfræðinginn, til að geta kúgað út
úr honum peninga og einhver emb-
ætti (sem lögfræðingurinn virðist
eiga aðgang að). Svo er ein amerísk
stúlka með gítar og hún syngur trú-
arlög og er sanntrúuð, í stöðugu
áfalli yfir hegðun hinna. Hún er í
verkinu til að varpa ljósi á spilltan
hópinn.
Forsenda verksins virðist vera að
sýna fram á hræsni, yfirdrepskap
og út-
skýrir
hvers
vegna
henni er
svo í nöp
við evange-
^listana. Svo
neitar hún
að selja
þeim húsið
og allir
fara.
Verkið
vísar
ekkert út
fyrir sig.
og spillingu trú
arhópa, en því
miður verður
verkið aldrei
nándar nærri
eins stórt og
lífið og fóm-
arlambið er
þegar löngu
látið. Það
eina sem
gerist er
að Ruth
Terence Rattigan