Morgunblaðið - 07.02.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.02.1993, Blaðsíða 24
24 B -..— MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI. ----:---:-----:----------------r_ UNNUDAGUR TÚ', ...r " 7. FEBRÚAR 1993 // Getor&u or&iéuii ósteur* okk&r beggjct- •fyrír S~br ?" Ég leyfði honum að ákveða Of hratt? Getur ekki verið. hvað nota mætti. Hann kom Ég er á leið til tannlæknis! með stórusystur sína____ BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Um sleggjudóma og gervigagnrýni Frá Gísla Helgasyni: í DV birtist fimmtudaginn 28. janúar gagnrýni Hilmars Karlsson- ar um plötuna Bömin heim, en hún er gefín út til styrktar baráttu Sophiu Hansen við að fá dætur sínar heim. í grein sinni tekur Hilmar nokkur lög plötunnar fyrir og fer jákvæðum orðum um þau, þar á meðal lag eftir mig. Einnig spjallar hann um safnplötur al- mennt og segir orðrétt: „Það er mjög sjaldan sem kemur áheyrileg tónlist út úr safnplötum á borð við þessa og Börnin heim er engin undantekning. Oft er þama að fínna lög, sem lagasmiðir hafa átt í fórum. sínum en ekki haft pláss fyrir og eru nokkur lag- anna tæplega í meðallagi, en und- antekningar em frá því“. Satt að segja rak mig í roga- stans, þegar ég las þetta, sem mér virðist lýsa ákveðnum fordómum. Ég hef oft undrast þá stétt manna, sem skrifar gagmýni um svokall- aða létta tegund tónlistar. Þar virð- ast stundum á ferðinni menn, sem kasta til höndunum þegar þeir fjalla um viðfangsefni sín. Skrif þeirra eru oft af litlu viti að því er mér virðist og það er eins og þeir hafi ekki tíma til þess að kafa djúpt ofan í verkefni sitt, heldur rumpa skrifunum af bara til þess að fá borgað fyrir greinar sínar. Árangurinn verður yfirborðsleg og flausturskennd gagnrýni, full af innantómu orðagjálfri og stundum allt að því illgirni, eins og t.d. Gunnar Hjálmarsson í Pressunni sýnir af sér í skrifum sínum. Þegar dagblöðin láta fjalla um sígilda tónlist, er fólk, sem hefur þekkingu á því sviði fengið til þess, en þegar poppið eða Iéttari geirinn á í hlut, virðist mér nær hver sem er geta orðið gagnrýnandi. En ég get ekki orða bundist vegna áðurnefndra skrifa Hilmars. Þau voru efnislega rýr og fordómafull fannst mér. Þó má ekki skilja mig sem svo að gagnrýnendur eigi ekki rétt á að láta skoðanir sínar í ljós. Fullyrðing Hilmars um að á safnplötum séu oft lög, sem laga- höfundar hafi ekki pláss fyrir er t.d. mjög hæpin. Það er nú einu sinni þannig að hér á landi er fjöldi fólks sem fæst við laga- og ljóða- smíðar. Sumum tekst að koma frá sér efni á bók eða geislaplötu, aðr- ir láta sér nægja safnbækur eða -plötur og svo eru hinir, sem geyma innra með sér hugverkin sín og sýna það helst engum. Mér þykir miður að Hilmar skuli með grein þessari fylla hóp sleggjudóma- gagnrýnenda, sem skrifa yfír- borðslega og af óvandvirkni. Vegna greinar hans, sem að mörgu leyti var ágæt, verð ég að upplýsa nokkrar staðreyndir: Titillag og ljóð plötunnar, Börn- in heim, eftir Lýð Ægisson, var gagngert samið vegna málstaðar Sophiu Hansen. Mér er það til efs að höfundur lags og ljóðs hafi ætlað því stað á annarri geisla- plötu. Rúnar Þór samdi lag við ljóð bróður síns, Heimis Más, Hvít orð, sérstaklega fyrir þess plötu og brást vel við, þegar leitað var til hans. Hann hafði áreiðanlega ekki leitað í afgangshugarkima sinn í því tilviki. Lagið eftir Gylfa Má Hilmisson, við ljóð Péturs Jónsson- ar, þú ein, átti Gylfí til, þegar til hans var leitað. Með Skógardans- inn minn var það svo að þegar Sigurður Pétur Harðarson hringdi í mig og bar mér þau skilaboð frá Sophiu að henni þætti vænt um ef ég gæti látið í té efni á plöt- una, fóru þær fáu heilasellur, sem enn virka í höfði mér að starfa. Ég flaug til Svíþjóðar, átti þar dýrlega daga með henni Herdísi minni og þar varð lagið til, einmitt m.a. vegna þeirrar hvatningar, sem ég fékk með skilaboðunum frá henni Sophiu. Herdís samdi Ljós- dimmu nóttina sína fyrir nokkrum árum og einnig ljóðið. Lagið varð í fjórða sæti í Söngvakeppni sjón- varpsstöðva hér heima í fyrra og Herdís hafði ekki viljað setja lagið á plötur, þótt henni stæði það til boða, en langaði að leggja Sophiu lið, þegar leitað var eftir laginu á þessa plötu. Gunanr Þórðarson var beðinn um lag á þessa plötu og vann það vel að mínu mati, en Hilmar Karlsson er á annarri skoð- un. Þar greip Gunnar ekki ofan í neinn hugarsorphaug, heldur lét í té mjög gott lag, sem hann kallar Um óravegu. Svona gæti ég haldið lengi áfram en læt nægja að sinni. Eg skal ekki dæma um gæði geisla- plötunnar Bömin heim, en eitt veit ég að allir þeir, tónlistarmenn, textaskáld, lagahöfundar, flytjend- ur, upptökumenn, umsjónarmenn plötunnar og allir, sem að verkinu stóðu, lögðu þrotlausa vinnu og metnað í verkið. Það er hins vegar svo að safnplata með svo mörgum og ólíkum höfundum og flytjendum getur ekki orðið ein heild, en Hilm- ar má ekki láta sér koma til hugar að ef laga- eða textahöfundar koma lögum sínum á safnplötur, séu þeir að grafa upp úr ruslafötum hugans. Hvað með þá myndlistar- menn, sem efna til samsýninga á verkum sínum? Eru myndir þeirra þá einhveijar afgangsmyndir, sem þeir hafa ekki pláss fyrir nema þar? Ritað á þorraþíðunni á 21. ári eftir gos. GÍSLI HELGASON, Reynimel 22, Reykjavík. Víkverji skrifar Meðan silfur hafsins, sfldin, var burðarásinn í gjaldeyrisöflun íslendinga voru grannar okkar á Norðurlöndum, sjómenn, farmenn og síldarkaupmenn, hagvanir í ís- lenzkum sjávarplássum. Það voru reyndar Norðmenn, frændur okkar, sem kenndu okkur upp úr aldamótum að veiða síldina, vinna hana og markaðssetja. Þeir fjárfestu í síldariðnaðinum, fyrstu stóriðjunni á íslandi, skipun- um, söltunarstöðvunum og bræðsl- unum, brutu ísinn að íslenzka síld- arævintýrinu, enda enginn þá svo skólaður í einangrunaráróðri að leggja slíkt út sem „landsölu". Síðan eignuðust heimamenn smám saman herlegheitin, efír því sem þeim óx fískur um hrygg. xxx En það var ekki meining Vík- veija að fjalla um síldarævin- týrið eða hvernig það endaði út í mýri fjölþjóðlegrar ofveiði. Reyndar var ætlun hans að fara nokkrum orðum um frændur okkar, Færey- inga, sem voru árlegir og velkomn- ir' gestir í fjölmörgum íslenzkum sjávarplássum fyrr á tíð. Veðraðir og rólyndir sjómenn, sem reru ekki á sunnudögum, héldu sig í landi um helgar, ekki til að mála þorpin rauð, heldur til að sækja helgar tíð- ir. Fiskuðu þó ögninni skár en aðr- ir. Og voru augljóslega sáttari við lífíð og tilveruna en flumbrumar. Fullorðinn kunningi Víkveija harmaði í spjalli á dögunum, hvern veg komið er fyrir þessum góðvin- um okkar og grönnum, Færeying- um, með drápsklyfjar erlendra skulda á herðum, þungbært at- vinnuleysi og atvinnulíf og banka á brauðfótum. Gömlu færeysku sjómennimir, sem fyrrum sóttu heim íslenzk sjáv- arpláss, hefðu áreiðanlega ekki haft öll segl við veðri á slíkri skuldasigl- ingu heldur lægt þau í tæka tíð. Breytt viðhorf hlytu að hafa ráðið ferð. En, bætti hann við, ef grannt er gáð er margt líkt með skyldum. Það er ekki fjallstór munur á eyðslu- og skuldaviðhorfum þjóðanna. xxx Jú sjáðu til, sagði kunningi Vík- veija. Fer ekki þriðjungur af útflutningstekjum okkar, annó 1993, í greiðslubyrði erlendra skulda? Er það ekki óskalausn stjórnarandstöðu og verkalýðsrek- enda á aðsteðjandi vanda þjóðarinn- ar, að taka bara fleiri erlend lán, hærri og stærri, til að greiða af- borganir og vexti af eldri lánum og til að fjármagna áframhaldandi þjóðareyðslu langt umfram tekjur? „Den tid, den sorg.“ Þegar Víkveiji maldaði í móinn — og taldi mörlandann betur settan en fjáreyjafólk — herti viðmæland- inn róðurinn. Hvað heldur þú, spurði sá spaki, að veðin, sem sett eru fyrir lunganum af sjávarútvegs- og landbúnaðarlánum í íslenzka bankakerfínu, séu traust? Um það vissi Víkveiji ekkert. Hver heldur þú, spurði viðmælandinn, að munur- inn sé mikill á raunvirði/söluvirði fasteigna fiskvinnslustöðva og frystihúsa, sem verst standa að vígi og nánast enginn myndi kaupa, jafnvel ekki þiggja uppá krít, og matsverði? Um það vissi Víkveiji heldur ekkert. Trúir því samt sem áður að stað- an sé önnur og skárri hér en hjá færeyskum lánastofnunum. Telur hins vegar betra seint en aldrei að breyta rekstrar- og eignar- formi viðskiptabanka, sem eru ríkis- reknir með pólitískt kosnar yfír- stjórnir. Það er þrátt fyrir allt skoðun Víkveija þessa dags að Færeyingar búi yfir ríkulegum kostum, bæði sem þjóð og einstaklingar, sem margt megi af læra. Trúlega getum við ekki síður lært af mistökum þeirra. Og vonandi gerum við það áður en við sökkvum sjálf of djúpt í eyðslu- og skuldafenið!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.