Morgunblaðið - 07.02.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.02.1993, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1993 Hann byggir ekki á misskilningi eins og svo margir gamanleikir, heldur á „plotti" þar sem persón- umar reyna að koma hver annarri í klandur. Sir Robert Chiltem og kona hans, Lady Chiltem, eru, að því er virðist, fullkomlega vamm- lausir einstaklingar. Sir Robert nýt- ur virðingar, hefur fínt embætti og þau hjónin em afskaplega vel efn- uð. Þau halda fín boð, svona í og með til að kynna systur Sir Roberts fyrir vænlegum piparsveinum Lundúnaborgar. í eitt slíkt boð kemur kvenmaður sem lengi hefur búið erlendis, Mrs. Cheveley, slæg kona og agalega lífsreynd. Hún er fyrmm skólasystir Lady Chiltem, sem verður ekki um sel þegar hún sér þennan óskaplega kvenmann birtast með allan sinn ögrandi klæðnað og framkomu. En Mrs. Cheveley veit um eina alvarlega brotalöm á skínandi ferli Sir Rob- erts og nú ætlar hún að notfæra sér aðstöðu sína til að þvinga hann til að stýra ákvörðunum þingsins um einhvem skipaskurð sem hún hefur lagt peninga í. Sir Robert verður lafhræddur — ekki bara við hneisuna sem mun verða til þess að hann missi alla virðingu og öll embætti — ónei. Hann hefur mestar áhyggjur af því að leyndarmál hans verði til þess að konan hans hætti að elska hann. Hún er fullkomin, vammlaus og mun aldrei geta sætt sig við neitt nema fullkominn eigin- mann. Umræðan í verkinu snýst um ólíka afstöðu kynjanna til ástarinn- ar og þeirra ólíku krafna sem þau gera. Wilde hélt því fram að konur hefðu þörf fyrir að „ídealísera" karl- menn og það væri veikleiki þeirra. Veikleiki karlmanna væri hins veg- ar að þora ekki að sýna konum hvað þeir væru ófullkomnir. Þetta þema er drifkraftur verksins og skapar óteljandi vandamál. Þegar Lady Chiltem kemst að misferlum eiginmannsins á unga aldri verða hennar fyrstu viðbrögð að yfírgefa hann — eins og hann vissi. Hann er faliinn af stallinum. En þau hjón- in eru svo heppin að eiga ekki mjög svo fullkominn vin, Lord Goring. Hann er samkvæmisljón sem aldrei hefur unnið neitt, langar ekki í völd og virðingu en eyðir lífí sínu í að hlusta á örlög fólks. Hann er djúpvitur og ráðagóður, en ægileg- ur háðfugl og hvert orð sem út úr honum kemur er drepfyndin en rök- rétt lífsspeki. Lord Goring var eitt sinn heitbundinn Mrs. Cheveley og veit ýmislegt misjafnt um hana. Hann gengur því í lið með vinum sínum til að þagga niður í kerlu. Atburðarásin fer á fulla ferð; per- sónumar birtast þar sem þær eiga ekki að vera, koma á óheppilegum tíma og upp kemur misskilningur. Allt sem einkennir góðan gaman- leik, kryddað með dýrðlegum texta. Leikurinn er óaðfínnanlegur frá upphafi til enda. David Yelland og Hannah Gordon leika Sir Robert Chiltem og Lady Chiltem og er hreinn unaður að horfa á vinnu þeirra. Það sama má segja um Ónnu Carteret sem leikur Mrs. Cheveley. En stjarna sýningarinnar er tvímælalaust Martin Shaw sem leikur Lord Goring. Texti hans er hlaðinn „Wilde-frösum“ og allan tímann hefur maður það á tilfínn- ingunni að það sé hann sjálfur sem standi á sviðinu. En það er ekki bara textinn, heldur látbragð — hreyfíngar og svipbrigði — Martins Shaws sem gera hann ógleymanleg- an í hlutverkinu. Og auðvitað eru framvindan og hraðinn í sýningunni óaðfinnanleg; leikstjómin í topp- gæðaflokki. „Kiu of the Spider Woman" Því miður em söngleikir það leik- húsform sem mest hefur verið af- bakað á seinustu árum. Hraðsoðin stykki um ekkert, með leiðinlegri tónlist, spretta Upp eins og gorkúlur og þegar maður ber þau saman við klassíska söngleiki á borð við „My Fair Lady“, „Oklahoma", „Porgy og Bess“, „The King and 1“ og fleiri, sundlar mann við tilhugsunina um að velja sér söngleik til að sjá í London. Þeir hafa flestir gengið vera sín öliu betur. Hún er hins vegar ekki mikil leikkona. Kónguló- arkonan á að vera mjög ögrandi, en Rivera leikur ögran í svipbrigð- um og verður eins og ódýr gleði- kona. Þrátt fyrir þetta er heildarmynd sýningarinnar mjög góð, enda snýst hún mest af öllu um samskipti Molina og Valentins og átök þeirra við fangaverðina. Það er fínn hraði í sýningunni og hún er mjög vel leikin, sungin og dönsuð. Og þótt söguefnið sé ákaflega dapurt og dramatískt hefur tekist að gera mjög skemmtilegan söngleik úr því, með vel skrifaðri tónlist og sýningin er næstum í allan stað vönduð. „The Deep Blue Sea" Terence Rattigan er eitt af ást- sælustu leikskáldum Breta á þess- ari öld. Fyrsta leikrit hans, „French Without Tears“ var framsýnt árið 1936 og naut svo mikilla vinsælda að það var sýnt alls eitt þúsund sinnum. Hann var afkastamikill höfundur og það er alveg sama hvar borið er niður, í hvert sinn sem nýtt leikrit eftir hann var sviðsett urðu sýningar frá 500 til 1.000. „The Deep Blue Sea“ var fyrst sýnt árið 1952 og byggist að einhveiju leyti á reynslu Rattigans sjálfs. Þremur áram áður frétti hann að ungur leikari, Kenneth Morgan, hefði fundist látinn vegna gaseitr- unar í íbúð í Camden Town. Þar til nokkram mánuðum áður hafði Morgan verið elskhugi Rattigans og það samband verið nokkuð stormasamt. Þegar því lauk flutti Morgan inn hjá öðram manni sem reyndist hvorki trúr né tryggur og eina nóttina þegar Morgan var skil- inn eftir einn í íbúðinni skrúfaði hann frá gasinu og fyrirfór sér. Sagan segir að í fyrstu drögum að „Deep Blue Sea“ hafí elskend- urnir í verkinu verið karlmenn, en það er alveg ljóst að á þeim tíma hefði leikskáld aldrei komist upp með að láta verk sitt fjalla um sam- kynhneigð. Hins vegar hafa þessi drög aldrei fundist og í verkinu sjálfu snúast átökin milli karis og konu; sjálfseyðandi ástarsamband þeirra er byggt á þráhyggju. Hester Collyer er eiginkona virts dómara, en hefur yfírgefíð mann sinn fyrir ungan auðnuleysingja. Sá skeytir ekkert um iíðan hennar. Hann er atvinnulaus en hefur mjög mikið að gera við að skemmta sér. Hester bíður í íbúð sem þau hafa leigt sam- an og leikurinn byrjar á því að hún reynir að fyrirfara sér með því að skrúfa frá gasinu. Það er húsráð- andi, gömul kona, sem kemur að henni og nær að lífga hana við, en inn í atburðarásina blandast þrír aðrir leigjendur í húsinu, auk eigin- manns Hesterar, William Collyer og sambýlismaðurinn, Philip Welch. Þetta er æði sérkennilega skrifað leikrit. í fyrsta lagi er persónusköp- unin ótrúlega einhliða, textinn ein- feldningslega harmrænn og er eins og öll atburðarásin mjög fyrirsjáan- legur. Textinn verður til þess að aðstæður persónanna verða aldrei trúverðugar og leikaramir virðast ekki ná neinu sambandi við það sem þeir era að segja og gera, nema William Osborne sem leikur elsk- hugann. Viðbrögð Hesterar við að- stæðum, viðbrögð eiginmannsins við sjálfsmorðstilrauninni og við- brögð Philips við sama atburði era svo yfírdramatíseruð að það er pín- legt að hlusta á þetta bull. Það er ekkert í textanum sem þætti eðli- legt í hinu raunveralega lífí og því líkist verkið mest paródíu á sápu- ópera. Leikstjóri er Karel Reisz og hefur greinilega ekki of margar hugmyndir um hvemig best er að hreyfa leikara til á sviði. Sýningin er því ákaflega stirð og staðsetning- ar með afbrigðum klaufalegar. Kreppa? Það er oft talað um að í leikhús- inu skiptist á skin og skúrir; löng tímabil komi þar sem mikil sköpun á sér stað, fram komi ný stórkost- leg leikskáld, afburðaleikarar og einstæðir leikstjórar, síðan komi kreppa og þá sé ekkert að gerast. Martin Shaw Harinah Gordon (Jr „Dancing at Lughnasa" sprauta diskóglömpum og geislum út og suður, heldur til að búa til myndir, mynstur og skapa áhrif. Leikurinn gerist í fangaklefa og eflaust þekkja margir söguna. Hún hefur verið kvikmynduð og notið gríðarlegrar aðsóknar um allan hinn vestræna heim, með William Hurt í aðalhlutverki; hlutverki Mol- ina. Molina hefur unnið við glugga- skreytingar og er samkynhneigður. Hann er í fangelsi vegna þess að hann hefur verið dæmdur fyrir að afvegaleiða ungan dreng. Sjálfur segir hann að drengurinn hafi verið notaður sem tálbeita, því einhver hafí viljað klekkja á sér. Eftir því sem líður á verkið verður sú stað- hæfing hans trúverðugri. Molina er allsérstæður persónuleiki sem lif- ir ríku innra lífí og það er alveg sama hvernig með hann er farið, hann getur alltaf yfírgefíð raun- veraleikann og sitt líkamlega sjálf til að ganga inn í þann ævintýra- heim sem kvikmyndimar era hon- um. Hann er alinn upp í kvikmynda- húsi og kann margar kvikmyndir utan að. Hann á sér átrúnaðar- gyðju, Aurora, sem var stjama bernsku hans og Molina þekkir hveija hreyfíngú, hvert orð sem Aurora hefíir leikið. Dag einn fær hann félaga í klef- ann. Það er Valentin, sem hefur verið dæmdur af pólitískum ástæð- um og það er Ijóst að þeir tveir söngvari og hefur svo sterka nær- veru á sviði að hann skyggir á alla aðra, jafnvel á Anthony Crivello, sem leikur Valentin og hefur ein- staka söngrödd. Hins vegar þvældist sjálf kóngu- lóarkonan lengi vel fyrir mér. Hún er leikin af bandarískri fyrrverandi ballerinu, Chitu Rivera, og fínnst mér heldur farið að slá í hana fyrir þetta hlutverk. Hún er orðin dálítið stirð í mjöðmunum og kroppurinn kominn með eilitla skonsuáferð. Þetta væri í lagi ef hún væri ekki að dansa á móti gullfallegum, ung- um karlakroppum. Flest dansatriði hennar era í fyrri hlutanum, en í seinni hlutanum eru aðalsöngnúmer kóngulóarkonunnar. Þar naut Ri- mjög lengi, en það skrítna er að þeir ganga bara þar sem þeir era. Tónlistin spyrst ekki einu sinni út. Eða getur einhver raulað laglínu úr „Cats“, Óperadraugnum, Vesal- ingunum eða nýjasta söngleik Andrews Lloyds Webbers, „Aspects of Love“? Tónlistin úr nútímasöngleikjum heyrist hvergi. Til samanburðar má geta þess að þegar söngleikurinn Evita sló í gegn var tónlistin úr honum leikin stöðugt um allan heim og við sem vorum samtíða þessum söngleik þekkjum tónlistina, jafnvel þótt við höfum aldrei séð hann. „The Kiss of the Spider Woman“ er kanadískur söngleikur sem breska leikhúsið hreifst af og ákvað að skella á svið — og hann sló í gegn. Ég verð að segja eins og er að ég var mjög tortryggin áður en ég fór í leikhúsið, en kom mjög ánægð þaðan út. Oll umgerð sýn- ingarinnar er mjög einföld og falleg og hvergi hef ég séð ljósatækninni beitt eins skemmtilega; ekki til að Peter Hall LEIKHUS Í LONDON eiga enga samleið. Molina verður strax ástfanginn af Valentin, en sú ást er síður en svo endurgoldin. Valentin álítur sig geta komst í gegnum fangavistina á einhverri flóttaleið frá raunveraleikanum, en smám saman verður þörfín fyrir lit- ríkan hugarheim og sagnabrann Molinas honum nauðsynlegri en matur og svefn. Hann lærir að treysta Molina og með þeim tekst djúp vinátta; vinátta sem Molina greiðir hátt verð fyrir. Þeir sem fram koma í sýningunni era flestir kanadískir eða banda- rískir. í hlutverki Molina er Brent Carver, dáður leikari í heimalandi sínu, Kanada, en hefur á seinustu áram verið að hasla sér völl í Bret- landi og hefur leikið töluvert með Konunglega Shakespeare-félaginu í Stratford. Hlutverk Molinas er „debút" hans í West End, leikhús- smiðju Lundúnaborgar, og óhætt er að fullyrða að varla sé hægt að fá glæsilegri byijun. Brent Carver er aldeilis ótrúlegur leikari, góður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.