Morgunblaðið - 07.02.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.02.1993, Blaðsíða 16
i A B MOKG U N tíLAÐrÐ"5DNNUDÁGUR"7: TEBRÚSm. 993~ SJALFSTÆÐ SLOVAKIA Á FLÓTTA UNDAN HANDTÖKU OG RITSKOÐUN Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir Alexej Zak (t.v.) fékk pólitískt hæli í Sviss þegar hann flúði Tékkóslóvakíu í hittifyrra. Jan Fuchs flúði frá Slóvakíu um miðjan janúar og hefur beðið um hæli í Sviss. Kunnugir segja að hann sé í lífshættu ef hann fer aftur til Slóvakíu. eftir ðnnu Bjarnadóttur. JAN FUCHS, stór og sterk- ur fyrrverandi boxari um fertugt, flúði Slóvakíu með börnin sín þrjú um miðjan janúar. Það var fylgst með ferðum hans eftir að Slóv- akía varð sjálfstætt ríki um áramótin og hann telur að það hafi aðeins verið tíma- spursmál hvenær hann yrði handtekinn, ef ekki komið fyrir kattarnef. Sautján ára sonur hans tók eftir að faðir- inn var eltur og var miður sín við tilhugsunina um að hann yrði handtekinn. Hann sagðist myndi „drepa sig“ þegar Fuchs spurði hvort þau systkinin myndu ekki spjara sig þótt hann yrði tekinn höndum. Þegar hann heyrði svar sonar síns ákvað hann að flýja land og fara fram á pólitískt hæli í Sviss. Fuchs varð meistari í sínum flokki í hnefaleikum átján ára gamall. Honum var hampað sem slíkum en hann komst fljótt að raun um að það var ekki allt sem sýndist í íþróttahreyfingu gamla kommún- istaríkisins. Sérréttindi og háar fjárfúlgur voru í veði svo að svindl og spilling ríkti. Hann boxaði fyrst fyrir íþróttafélag hersins í Olmutz, en flutti síðar til Dubnica í Slóvakíu. Stærstu vopnaverksmiðjur landsins eru þar og íþróttum var gert hátt undir höfði. Hann vildi leggja boxhanskana á hilluna og fá sér aðra vinnu árið 1978 en íþróttafélagið vildi halda honum og kom í veg fyrir að hann fengi starf. Imugust hans á kerfinu jókst við það. Hann fór ekki á kjör- stað 1980 og lenti upp á kant við flokkinn. Hann var vel að sér í lagabókstaf landsins og fjöldi fólks leitaði til hans þegar það lenti í vandræðum. Sjálfur vann hann málsókn gegn Pravda, málgagni Kommúnista- flokksins í Slóvakíu, fyrir meiðyrði, en blaðið lýsti honum sem aumingja og fjársvikara í grein árið 1983. Pravda þurfti að biðjast afsökunar, en dómarinn sem kvað upp úrskurð- inn missti vinnuna. Sama ár skrifaði Fuchs um hneykslismál í slóvaska fótboltanum og dreifði frásögninni í fjölriti á knattspymuleik. Lögreglan hrakti hann í burtu þegar hún sá hversu mikla athygli hann vakti. Hann fór aftur að boxa og komst að því að forseti íþróttafélagsins seldi æfíngaútbúnað sem var ætlað- ur leikmönnum og stakk ágóðanum í eigin vasa. Fuchs kærði en forseti félagsins var í öryggislögreglunni (StB) og háttsettur í flokknum svo ekkert varð úr rannsókn. Fuchs skrifaði handrit að bók um spilling- una í íþróttahreyfmgunni. Efninu var hælt en enginn fékkst til að gefa það út á bók. Reynt að lokka hann í fangelsi Fuchs sneri sér að stjórnmálum eftir uppreisnina 1989. Hann heyrði hneykslissögur af hinu opinbera hvar sem hann fór en fjölmiðlar sögðu ekki frá þeim. Hann ákvað því að gefa út eigið blað. „Kontra“ kom fyrst út í 150.000 eintökum í desember 1990. Vladimir Meciar, sem þá var innanríkisráðherra, var gagnrýndur eins og aðrir. Hann tók því mjög illa, sagði blaðið bera út lygar og óhróður. Prentsmiðjur neit- uðu um tíma að prenta blaðið og Fuchs fékk skilorðsbundinn fangels- isdóm fyrir meiðyrði. Hann kom seinna út fimm blöðum til viðbótar og brást ekki við stefnubréfum sem rigndi yfír hann. Fyrir rúmu ári fékk hann bréf frá fanga í Leopoldov-fangelsinu sem sagðist hafa upplýsingar um Meciar og bað hann að koma í heimsókn til sín klukkan 11 hinn 10. janúar 1992. Bréfinu fylgdi bankamiði sem Fuchs átti að nota til að taka út peninga fyrir áskrift að „Kontra“ af bankareikningi fangans. Fuchs lét athuga bankamiðann og það kom í ljós að hann var falsaður. Einhver vildi lokka Fuchs í fangelsið, kannski til að loka hann þar inni. Nokkru síðar gaf lögreglumaður í Trencin, heimabæ Meciars og höf- uðstöðva StB, honum nöfn á tveimur fyrrverandi starfsmönnum öryggislögreglunnar sem þekktu Meciar vel fyrir uppreisnina ’89. Fuchs hafði tal af þeim. Annar sagði að þeir hefðu fylgst með Meciar af því að hann hafi verið „óvinur ríkis- ins“. Þegar Fuchs spurði af hveiju hann hefði þá sést aka Meciar um á bílnum sínum sagðist hann aðeins hafa gert það utan vinnutíma. Hann sagðist hafa eyðilagt öll sín skjöl um Meciar þegar byltingin var gerð. Hinn tók spurningum Fuchs mjög illa en kallaði Meciar gælunafninu „Vladko“ þegar hann fullyrti að hann hefði verið „óvinur ríkisins“ og þess vegna undir smásjá StB. Hann brást hinn versti við þegar Fuchs spurði hvernig á því stæði að Meciar hafí fengið að ljúka háskóla- námi og ásakanir á hendur honum um fjárdrátt, mútur og nauðgun 14 ára stúlku hafi aldrei verið rannsak- aðar til hlítar fyrst yfírvöld voru á móti honum. Maðurinn baðaði út öllum öngum og öskraði: „Skrifíð það sem þér viljið. Ég mun sveija að „Vlado“ var undir eftirliti.“ Ólögleg handtökutilraun Fuchs safnaði áfram efni um Meciar og heyrði meðal annars eftir Vladimir Pavlik, sem var meðlimur í Charta-77 andófshreyfíngunni og hefur flúið frá Slóvakíu til tékkneska lýðveldisins, að Meciar hafí verið fulltrúi KGB og tveir háttsettir Rúss- ar í sovésku leyniþjónustunni hafí heimsótt hann reglulega. Fuchs ætlaði að birta efnið um Meciar fyrir þingkosningarnar í Tékkóslóvakíu í sumar. Hann fór fram á að „Kontra“ yrði prentað í 650.000 eintökum. Prentsmiðju- stjórinn sagði að honum hefði verið skipað að láta lögregluna vita ef Fuchs léti sjá sig og bað um fyrir- framgreiðslu ef ske kynni að blöðin yrðu gerð upptæk. Fuchs reyndi að komast yfir peninga, rúma milljón ísl. kr., til að borga fyrirfram en tveimur dögum seinna stöðvuðu lög- reglumenn hann á götu úti þegar hann var á leið heim úr búð árla morguns og sögðu honum að fylgja sér til saksóknara. Fuchs bað um að sjá handtökuvottorð en þeir höfðu það ekki. Hann sagðist ætla með vörurnar heim og koma til saksókn- arans á eftir. En hann ók þess í stað til Bratislava á fund Pitners þ.v. innanríkisráðherra og bað um ráð. Hann sagði að Fuchs þyrfti ekki að fara til saksóknara nema skriflegt handtökuvottorð lægi fyrir. Seinna sama dag ætlaði Fuchs með börnum sínum til Trencin. Dótt- ir hans gleymdi einhveiju og fór inn að sækja það. „Pabbi, mennirnir eru komnir að sækja þig,“ sagði hún þegar hún steig aftur inn í bílinn. Fuchs ók á fullum hraða í burtu og sendi kæru í innanríkisráðuneytið. Hann hætti við að gefa „Kontra" út fyrir kosningamar í júní af hræðslu við lögregluna. Honum yrði rutt úr vegi Hann fór aftur á fund lögreglu- mannsins í Trencin sem hafði veitt honum upplýsingarnar um Meciar. Hann sagði að Fuchs yrði handtek- inn eða látinn hverfa ef hann héldi áfram að skrifa. Það yrði sagt opin- berlega að hann hefði horfið og hans væri leitað. Tveir ókunnir náungar heimsóttu vinkonu Fuchs í byijun desember. Þeir sátu yfir henni í fimm klukkustundir og ráðlögðu henni að slíta sambandinu við Fuchs. Það myndi ekki fara vel fyrir honum. Það væri bara beðið eftir tækifæri til að losna við hann. Fuchs hætti við að gefa „Kontra" út fyrir jólin. Hann ákvað að flýja til Sviss, enda var honum nóg boðið. Svisslendingar hafa veitt tveimur lögreglumönnum frá Tékkóslóvakíu, Alexej Zak og Leonard Cimo, póli- tískt hæli á síðustu tveimur árum. Zak stjórnaði rannsókn á starfsemi Slusovice sem er voldugt landbúnað- arfyrirtæki sem stundar alls kyns viðskipti, þar á meðal vopnavið- skipti. Zak vissi of mikið og óttaðist um líf sitt. Slusovice hefur nú flutt höfuðstöðvar sínar frá Mæri til SIóv- akíu og Fuchs segir að það hafí styrkt HZDS, flokk Meciars, í kosn- ingabaráttunni. Cimo flúði eftir sig- ur HZDS i þingkosningunum. Hann hafði sagt frá því að Meciar sendi hann til Trencin að sækja skjöl ör- yggislögreglunnar þegar hann var innanríkisráðherra. Vinir Cimos hjá lögreglunni vöruðu hann við að það ætti að handtaka hann eftir að Mec- iar varð forsætisráðherra. Fuchs vonar að Svisslendingar sjái einnig aumur á honum og veiti honum pólitískt hæli. Höldum áfram okkar vinsælu ÚTSÖLU Fallegu, frönsku fötin komin. Mjöggott verð Barnafataverslunin Bimbó, Háaleitisbraut 58-60, sími 38260. Opiðfrá kl. 10-18 Erum umboðsaðilar fyrir framköllunarfyrirtækið Myndsýn. J V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.