Morgunblaðið - 07.02.1993, Side 26

Morgunblaðið - 07.02.1993, Side 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 7. FBBRÚAR 1993 ÆSKUMYNDIN... ER AF SÉRA KARLI SIGURBJÖRNSSYNI SÓKNARPRESTI í HALL GRÍMSKIRKJU Stóreygö- ur spyrill LÍFSGÁTAN mikla var Karli Sigurbjörnssyni hugleikin löngu áður en hann fór að prédika, því aðeins þriggja ára gamall velti hann fyrir sér leyndardómum mannjegs lífs eins og þeim, að eignast og að fæðast. Átta ára gamall bjó hann til glæsileg kirkjulíkön, og grunnur Hall- grímskirkju var stórbrotið sögusvið þar sem hann og leikfélagi hans drýgðu hetjudáðir miklar og björguðu mönnum í nauðum. Karl Sigurbjömsson fæddist í Reylq'avík 5. febrúar 1947 og bjó til 12 ára aldurs á Freyjugötu 17, en flutti þá vestur á Tómasar- haga sem honum mun hafa þótt mjög langt í þá daga. Foreidrar hans eru frú Magnea Þorkelsdóttir og herra Sigurbjörn Einarsson biskup og systkini hans em: Gíslrún handavinnukennari, Rannveig hjúkrunarfræðingur, Þor- kell tónskáld, Ámi Bergur prestur, Einar prófessor, Bjöm prestur og Gunnar stjómunarfræðingur. Karl er sjötti í röðinni og féll það í hlut Rannveigar systur hans að gæta hans sem bams. Rannveig seg- ist þó lítið hafa haft fyrir þeirri bamapössun, því Karl hafi verið það ljúfasta bam sem hún hafí kynnst fyrr og síðar. „Hann íhugaði mikið og var kyrr- látt bam, óvenju elskulegur og ljúf- ur. Hann dundaði mikið, var mjög snemma farinn að teikna og búa til eitt og annað. Líklega hefur hann verið átta ára gamall þegar hann bjó til ótrúlega falleg kirkjulíkön úr skó- kössum. Hann skar út gluggana og notaði litaðan pappír í þá, og innan- dyra vora kirkjubekkir, altari og prédikunarstóll. Eiginlega ætlaði Kalli að verða arkitekt, hann sagði það, og ég man að hann var óskap- lega fljótur að læra.“ Rannveig segir að hann hafi einn- ig verið mjög spurall og hún sjái hann fyrir sér sem bam, síspyijandi og með þessi stóra augu. Faðir hans fékk tíðum að sitja fyrir svörum. „Kalli hafði heyrt um Blóðbankann Karl Sigurbjörnsson á þeim árum þegar götur voru stórfljót og bjarga þurfti mönnum í nauðum. og spurði þá pabba hvemig þetta væri með þann banka, hvort menn settu þá annað blóð í aðra menn og annað blóð í aðra menn? Þá var hann mjög lítill, kannski þriggja ára. Á sama aldri spurði hann eitt sinn pabba, sem þá var að raka sig: Pabbi, hvað er að eignast? Svaraði þá pabbi, að ef hann fengi einhvem hlut sem væri eign hans upp frá því, hefði hann eignast hann. Þá spurði Kalli: En að fæða? Sagði pabbi þá að þegar mamma hans hefði fætt hann, hefði hún líka eignast hann. En þá spurði sá stutti: Fæddir þú J)á rakvélina þína?“ Á Freyjugötu 16 bjó leikfélagi hans og vinur til þessa dags, Jóhann Þ. Bjamason, nú bóndi á Auðólfs- stöðum í Langadal. Leiksvæði þeirra var meðal annars Landspítalinn sem þá var í byggingu að hluta og grann- ur Hallgrímskirkju. „Kalli prédikaði nú ekki á þessum áram, þótt við væram miklir KFUM-menn. Og ég held bara að við höfum báðir verið laglausir. En við spunnum upp ævin- týri og sögur og lékum persónumar. Gjaman hasarævintýri þar sem menn vora í nauðum. Það var mikil saga í leiknum, götur vora stórfljót sem þurfti að synda eftir, þannig að þetta var ekki einfalt mál. Ef slettist upp á vinskapinn og ég barði hann, þá hótaði hann mér alltaf með Þorkeli bróður sínum. Ég var lengi vel smeykur við Totta. En Kalli var ákaf- lega léttlyndur og hafði í sjálfu sér gaman af að fíflast." Einhver fíflagangur mun hafa ver- ið á þeim félögum þegar þeir lokuð- ust inni í herbergi heima hjá Jó- hanni. „Afi var fenginn til að dýrka upp lásinn," segir Rannveig systir Karls. „Ég man hvemig þeir komu út, Jóhann öskureiður og organdi, Kalli skælbrosandi." ÚR MYNDASAFNINV ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Fyrsta einkaflugvélin varÖ fyrsti vélskðinn Hinn 13. júní árið 1930 birtist frétt í Morgunblaðinu svo- hljóðandi: „Með síðustu skipum kom hingað til bæjarins flugvél, er Albert Jó- hannesson bifreiðastjóri á Yífilsstöðum hefir keypt. Er flugvélin kom- in til Vífilsstaða og er verið að setja hana þar saman í dag. Albert hef- ir keypt flugvél þessa frá Kaliforníu. Er það ein- menningsvél með 20 hestafla mót- or. Er hún svo létt, að til þess að hefja sig til flugs, þarf hún ekki nema 50 metra færi. Albert mun fyrst og fremst ætla sér með flug- vélinni að fara í smáferðalög um landið. Hefir hann notið einhverrar tilsagnar í flugfræði og verið við- staddur flugæfingar í Englandi. Þó mun hann hafa fengið í lið með sér íslenska flugmanninn Sigurð Jónsson, til þess að reyna flugvél- ina, og verður hún reynd einhvern næstu daga.“ — Svo mörg voru þau orð, en 23 árum síðar tók Albert einkaflugpróf og var þá tekin mynd af honum í vélinni sem hér birtist. Örlög vélar- innar urðu svo þau að Pétur Símonarson í Vatnskoti við Þingvallavatn bjó til fyrsta vélsleðann á íslandi, og lík- lega í heiminum, úr vélinni nokkr- um árum síðar og eru hér myndir af þeim sögulega atburði er vél- sleðinn „Fjallhaukur" var gang- settur í fyrsta sinn, en um þetta fjallaði Pétur m.a. í viðtali við Morgunblaðið ekki alls fyrir löngu. Myndin er tekin daginn sem Albert Jóhannesson tók einkaflugmanns- prófið, í júní 1953. Hann situr sjálfur í vélinni en með honum eru Sigurður Jónsson, (t.v.) fyrsti íslenski flugmaðurinn, og Bragi K. Norðdal flugsljóri og flugkennari. ÉG HEITI______ HERTHA MATTHILDUR ÞORSTEINSDÓTTIR „MÓÐURFÓLKI mínu í Þýska- landi þykir allaf jafn sérkenni- legt að svona ung kona heiti jafn gamaldags nafni. Islend- ingar eiga hins vegar ákaflega erfitt með að átta sig á nafn- inu, hvá jafnan þegar ég kynni mig, segir Hertha Matthildur Þorsteinsdóttir. Móðir hennar er þýsk og heitir Hertha eftir móðurömmu sinni. Þrátt fyrir að hún eigi á annan tug nafna hérlendis, sem ýmist rita nafn sitt Herta eða Hertha, segir hún fólk hreint ekki alltaf leggja við hlustir þegar hún nefni nafn sitt og það getur verið býsna þreytandi, þar sem Hertha starfar við innkaup hjá Miklagarði og er sífellt að hitta nýtt fólk. Upphaflega virðist Hertu- nafnið hafa orðið til við mislestur. í Germaníu Tacitusar er á einum stað minnst á fijósem- isgyðjuna Nerthus en í einu handrita Germaníu er nafnið rit- að Herthus og úr varð kven- mannsnafnið Hertha. Og misskilnings virðist gæta víðar, því Hertha þarf iðulega að kynna sig í tvígang og er kölluð ýmsum sérkennilegum út- gáfum af nafninu, þeirra á meðal Herfa. „Ekki var það betra þegar ég var krakki, þú getur rétt ímyndað þér hvað rímar við Hert- ha. Krakkamir tóku nýjum orðum á borð við „terta“ fegins hendi. En ég hef ekki tekið þetta Morgunblaðið/Sverrir Hertha Matthildur Þorsteins- dóttir. nærri mér,“ segir Hertha. Hún heitir miklu nafni, sann- kölluðu valkyijuheiti, og eins og margir þeir sem eiga sér fáa nafna, finnst Herthu hún hafa nokkurs konar einkarétt á nafn- inu. „Það er gaman að heita nafni sem fáir bera og það var því óneitanlega sérkennilegt þeg- ar ég sá nöfnu mína í fyrsta skipti. Ég var stödd í verslun og þegar kallað var til mín, sneri önnur kona í búðinni sér einnig við. Það er of mikið sagt að mér hafí þótt það óþægilegt að ein- hver önnur deildi með mér nafn- inu, miklu frekar skrýtið.“ ÞANNIG... VARÐ BRÚÐARMARSINN TIL Undir óperulagi í hjóna- bandið VOLDUGIR orgeltónarnir fylla kirkjuna, brúðgumi, vitundar- vottur hans og brúðkaupsgestir rísa úr sætum þegar tíguleg brúðurinn er leidd inn kirkju- gólfið undir dynjandi brúðar- marsinum. Uppruni þessa virðu- lega tónverks er annar en ætla mætti, þegar þessi mynd er höfð í huga. Marsinn er úr óperunni um svanariddarann Lohengrin eftir Richard Wagner. Kórinn hef- ur upp raust sína og syngur þenn- an hluta óperunnar þegar sögu- hetjan Lohengrin gengur ásamt brúði sinni Elsu til geysistórrar hjónasængur. Meðan söngurinn hljómar í flutningi kórsins hjálpa þjónar nývígðu hjónunum að af- klæðast og búa sig undir brúð- kaupsnóttina. Ýmsir hafa þóst sjá kynferðislegar tilvísanir í þessu atriði og því eru þess dæmi að sið- samir trúflokkar hafi lagst gegn notkun brúðarmarsins við kirkju- legar hjónavígslur. Richard Wagner samdi óperuna Lohengrin árið 1848, en hún var Richard Wagner ekki flutt fyrr en Franz Liszt setti hana upp í Weimar 1850. Höfund- urinn Wagner var ekki viðstaddur fimm klukkustunda langa frum- sýninguna. Um þessar mundir bjó hann utan Þýskalands og þorði ekki að stíga inn fyrir landamæri þess af ótta við að vera handtekinn fyrir samúð með byltingarmönn- um. Wagner leit óperuna Lohengrin fyrst á sviði í París 1861. Þá hafði brúðarmarsinn þegar verið fluttur við konunglegt brúð- kaup Viktoríu prinsessu, dóttur Viktoríu drottn- ingar, og Friðriks Vil- hjálms Prússaprins árið 1858. Þaðan í frá þótti þetta tónverk nær ómissandi við hjóna- vígslur hárra sem lágra. Sagan um svanaridd- arann Lohengrin er byggð á miðaldarsögn- um af Artúri konungi og köppum hans. Hetjan Lohengrín kemur til Antwerpen á báti sem dreginn er af svani. Þar kemur hann mærinni Elsu til hjálpar og vinnur hana sér til kvonfangs, en lætur hana sverja að spyija sig aldrei að réttu nafni né uppruna. Á sjálfa brúðkaupsnóttina brýtur hún eiðinn og spyr Lohengrin þess sem aldrei skyldi spurt. Vegna eiða sem hann hafði áður svarið við Bikar Krists verður Lo- hengrin að yfirgefa brúði sína á rúmbrík brúðarsængurinnar. Það er því ekki um það að ræða að þau Lohengrin og Elsa búi saman „þar til dauðinn aðskilur“ heldur verður skilnaður þeirra bráður. Gagnrýnendur hafa sumir hveij- ir haldið því fram að Brúðarmars- inn sé veikasti hlekkur þessarar mögnuðu óperu. Engu að síður er hann líklega sá hluti sem flestir þekkja og geta raulað fyrir munni sér.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.