Morgunblaðið - 07.02.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.02.1993, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1993 U --------11) iIOM Stafli af bókum Astrid Lindgren liggur alltaf við hliðina á baðkarinu hennar Synnnve Sne. Synnnve Sne segir að það hafí verið kraftaverk að hún hafi Iokið við nýjustu bókina sína „Orm & Ar“. HEIÐURSMERKI Flugstjórinn frækni Danski flugstjórinn Stefan Rasmussen mætti til hall- ar Svíakonungs í Stokkhólmi 28. janúar sl. og tók við Kon- ungsorðunni úr hendi Karls Gústafs 16. konungs. Orðuveit- ingin er viðurkenning fyrir hetjulegá frammistöðu er Stef- an Rasmussen nauðlenti giftu- samlega farþegaþotu með 129 manns innanborðs. Þessi at- burður varð nálægt Arlanda- flugvelli, rétt fyrir jólin 1991 og er oft kallaður „jólakrafta- verkið“. Öll áhöfn flugvélarinn- ar SK 751 hlaut heiðursmerki frá Svíakonungi af þessu tilefni auk flugmanns sem var farþegi með flugvélinni en lagðist á eitt með áhöfninni við að undirbúa nauðlendinguna. DANMÖRK Synnove Sne fer í bað þrisvar á dag og les Línu langsokk Rithöfundurinn og sjónvarps- stjaman Synneve Soe er dóttir foreldra af ’68 kynslóðinni. Hún segir í viðtali við danska blaðið Alt for damerne að hún hafi aldrei kom- ist yfír sársaukann sem hún hafí orðið fyrir vegna þess að foreldrar hennar gátu ekki sinnt henni sem skyldi. Sársaukinn upphófst aftur þegar Synnove gifst manni, sem vildi ekki heldur viðurkenna hana, að því er hún segir. Blaðamaðurinn segir að erfítt sé að gera sér í hugarlund hvemig manneskja Synnove sé. Skilaboðin frá henni séu svo mótsagnakennd. Hún segir þó að níu atriði skipti Synnove miklu máli, baðið, Astrid Lindgren, vinirnir, ró og skipulag, fjölskyldan, ástin, nærfötin, þján- ingin við að skrifa og dauðinn. Það sem skiptir hana máli Synnove fer helst í bað þrisvar á dag, því það gefur henni öryggistil- finningu að finna vatnið umvefja sig. Astrid Lindgren er átrúnaðargoð hennar og bækur hennar les Synnove gjarnan í baðinu. Uppá- haldsbókin er Lína langsokkur, einkum kaflinn úr sælgætisbúðinni. Flestir vinir hennar em gagnkyn- hneigðir og hafa reynt flest í lífínu, en geta gert grín að öllu saman. Synnove segist í mörg ár hafa forðast að verða fullorðin, en nú sé hún orðin varkárari og sé farin að hugsa áður en hún tali. Þá segist hún kunna best við að hafa frið og ró í kringum sig og röð og reglu á hlutunum. Móðir hennar og systir em farnar að hafa samband við hana aftur, en þær hættu að tala við hana eftir að bókin „Fars“ kom út. Hún segir að það gangi ekki upp að eiga kærasta, hún vilji ekki leng- ur neina rómantík. Hún hafí hins vegar búið til lista yfír það fólk sem hún vilji knúsa. Varðandi nærföt segist hún vera hrifnust af blúndunærfötum. Þau gleðji hana. Auk þess hafi þau þann kost að fæla karlmenn í burtu, en að vísu þann ókost að þá giftist hún auðvitað aldrei. Synnove segist ekki hafa haldið lífí nema vegna þess að hún hafí skrifað. Það hafí hins veg- ar verið kraftaverk að hún hafi lok- ið við síðustu bók sína „Orm & Ar“, því hún hafi verið svo hrædd um að deyja áður en bókinni væri lokið. Að iokum segist hún trúa á end- urholdgun. Fyrst tók Stef- an flugstjóri við riddarakrossi frá Margréti Danadrottn- ingu og nú hlaut hann Konungsorðu Karls Gústafs Svíakonungs. TOPPSKORINN Veltusundi - sími 21212 ATH: VERSLUNIN VERÐUR LOKUÐ MÁNUDAGINN 8. FEBRÚAR ÚTSALAN HEFST ÞRIÐJUDAGINN 9. FEBRÚAR KL. 8.00 Skyhningafélag Reykjavíkur auglýsip; a Óskum eftir hugrökku hæfileikafólki til skylmingaiðkunar. Kennsla fyrir byrjendur hefst á næstu dögum, bæði barna- og fullorðinshópar. Kennari verður búlgarski skylmingameistarinn meistro Nikolay Mateev. Mateev hefur undanfarin ár verið meðal fremstu skylmingamanna heims. Þetta er því einstakt tækifæri til að læra þessa fögru íþrótt. Upplýsingar gefa: Örn Leifsson sími 622349 Nikolay Mateev sími 33296 Hildigunnur Sverrisdóttir sími 12240. SAFNGRIPIR Klukkan tífar Einar J. Gíslason predikari og fyrmm forstöðumaður Hvítasunnusafnaðar- Morgunblaðið/Sigurgeir F.v.: Einar J. Gíslason, Jóhann Friðfínnsson forstöðumaður ^yggðasafnsins, Sigurður Ein- arsson forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, Guðjón Hjör- leifsson bæjarsljóri, Arni John- sen alþingismaður og Signrður Ingólfsson útgerðarmaður. ins hélt upp á 70 ára afmæli sitt í Vest- mannaeyjum 30. janúar sl. Veislan var hald- in í Hvítasunnukirkjunni Betel og var það við hæfi því afmælisbarnið er þekkt í Eyjum sem „Einar í Betel“. Fjöldi fólks samfagn- aði Einari, margir tóku til máls og mikið var sungið eins og vænta mátti. I tilefni af afmælinu færði Einar Byggða- safni Vestmannaeyja 130 ára gamla stand- klukku, til mibningar um Gísla Jónsson og Guðnýju Einarsdóttur frá Amarhóli í Vest- mannaeyjum, frá afkomendum þeirra. Afí Einars og nafni, Einar Þorsteinsson frá Amarhóli f Vestur-Landeyjum, keypti klukkuna á uppboði árið 1907 og flutti með hana í heimili dóttur sinnar að Amarhóli í Vestmannaeyjum. Klukkan var smíðuð 1862 og flutt til landsins af Lefoliverslun á Eyrarbakka. Einar og klukkan eiga því sam- tals 200 ára afmæli á árinu. Gangverkið er upprunalegt, utan eitt tannhjól sem þurfti að endursmíða. Klukkan er gangfær og slær hvellum hljómi á stundarfresti. Nýr kassi var smíðaður utan um verkið fyrir mörgum ámm og listilega viðarmálaður af Engilbert Gíslasyni málarameistara og listmálara í Vestmannaeyjum. Einar útskýrði leyndardóm gangverks gömlu klukkunnar fyrir konu sinni Sigurlínu Jóhannsdóttur, Jóhanni Friðf- innssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.