Morgunblaðið - 07.02.1993, Side 13

Morgunblaðið - 07.02.1993, Side 13
iíJAíí .V HU0AGUViHU8 UiGAuci/1 JUJriOlvl cx ■— - MORGUNHLAÐIÐ 'SUNMUDAGUK 7J VEHkOAK 1993 .. ' ~ B T3 Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Hamslaus Flosi kveður Ham. HAMSKIPTI MANNASKIPTI hafa orðið í rokksveitinni hugljúfu Ham, sem hyggur á strandhögg vestan hafs með vorinu. Flosi er hættur, en í hans stað kemur Jóhann G. Jóhannsson. Jóhann G. hefur reyndar leikið með Ham undan- farið og þá á hljómborð. Hann er þó kunnur sem gítarleikari, en hann leiddi á sínum tíma hljómsveitina ágætu Daisy Hill Puppy Farm. Heimildir herma að Flosi hyggist leggja hljóð- færið á hilluna í bili, en hann hætti meðal annars vegna fyrirhugaðrar utan- farar Ham í vor. Þá hyggj- ast Hamar fara til Banda- ríkjanna í tónleikaför fyrir þrábeiðni umboðskvenna sinna þar í landi og frammámanna útgáfufyr- irtækja sem þyrstir í að gera við sveitina útgáfu- samning. Af hundabúgarðinum Jó- hann G. Jóhansson. DÆGURTÓNLIST Er daubarokkiö dauttf ■Á ÞESSU ári verður starfsemi Smekkleysu líf- leg, því í burðarliðnum eru ýmsar útgáfur. Þar ber hæst að Smekkleysa hyggst gefa út verk Purrks Pillnikks á tveim- ur geisladiskum. Á fyrri disknum, sem væntanleg- ur er með vorinu, verða Ekki enn og Tilf, en á seinni disknum, sem væntanlega kemur út síðar á árinu verða Googooplex og No Time to Think og valdir bútar af Mask- ínunni. Fleiri plötur eru í burðarliðnum, en talsmenn Smekk- leysu veijast allra frétta. ■ TÍMARITIÐ NúlI- ið hóf göngu sína seint á síðasta ári og gekk vel. Með næsta tölu- blaði, sem koma á út í vor, mun fylgja safndiskur sem Núllið gefur út í sam- vinnu við Smekkleysu. Á disknum verða ný lög með ýmsum reif- og rokksveit- um, alls 18 sveitum, þar á meðal Rut +, Kolrössu krókríðandi, Funk- stra&e, Stilluppsteypu, Rotþró, Sagtmóðigi, Hún andar, Púff, Júpíters, tslenskum tónum, Mind in Motion og Reptilicus. MS/H Draumur er með helstu sveitum rokksög- unnar, en upptökur með sveitinni hafa ekki verið fáanlegar lengi. Nú hefur rofað til og sérfræðingar Erðanúmúsíkur leggja nótt við dag til að ljúka við safndisk Draumsins, sem koma á út á næstu mánuðum. Á disknum verða öll lög af plötum S/H Draums, Bensínskrímslið skríður, Goð, Drap mann með skóflu og Bless, og 3 aukalög, samtals 76 mín- útur af tónlist. Með diskn- um fylgir ítarleg úttekt á ferli hljómsveitarinnar. ■ SUNNLENSKAR rokk- sveitir hafa ekki verið ýkja áberandi síðan Mánar iiðu, en á því verður gerð bragar- bót á næstunni, því þá er fyrirhugað að út komi safndiskur sunnlenskra sveita. Á disknum, sem heit- ir Suðurlandsskjálftinn, verða sextán lög níu sveita, Forgarðs helvítis, Skrýtn- um, Loðbítlum, Poppins flýgur, Hor, Bacchus, Munkum í meirihluta, Pir- ana og Túrbó. Hljómsveit- irnar gefa sjálfar diskinn út. Rokkveishi framundan MÚSÍKTILRAUNIR Tónabæjar, sem er árleg keppni bUskúrssveita hvaðanæva af landinu eru framund- an. Ekki ber á öðru en sprettan sé góð í bílskúrun- um, því þegar hafa fimmtíu og þijár rokksveitir skráð sig til keppni, sem er met þátttaka, og enn er tekið við. Það gefur augaleið að ekki er hægt með góðu móti að koma ríflega fimmtíu sveitum fýrir í Músíktilraunum, en ýmsar wmmmm—^^m breyting- ar eru fyrirhug- aðar á til- högun til- raunanna að eftir Áma Matthíasson til koma fleiri sveitum að. Þegar hefur verið ákveðið að fjölga tilrauna- kvöldunum í fjögur, og einnig velta menn því fyrir sér að fækka lögunum sem hver hljómsveit flytur og ná þannig að kreista enn inn einhvetjar sveitir til við- bótar. Undan- farin ár hafa rokk- sveitir af höfuðborgarsvæðinu verið áberandi á tilraun- unum, sem vonlegt er, en að þessu sinni eru þær í minnihluta, í það minnsta af þeim hljómsveitum sem skráð hafa sig til leiks. Áthygli vekur að hljómsveitirnar eru víðar að en áður, til að mynda frá Patreks- firði, ísafírði, Hrísey og Neskaupstað, en þaðan skráðu þijár sveitir sig til keppni. Rokkið er jafnan áberandi í Mús- íktilraunum og síðustu ár hefur far- ið lítið fyrir vinsældapoppi og sum- arsmellum. Eftirminnilegt er að á síðasta ári lék þorri sveit- anna dauðarokk, en að þessu sinni kennir ekki nema fimmtungur sig við dauða- Ljósmyndir/Björg Sveinsdóttir rokk, sem bendir til þess að dauðarokkið sé út af að deyja. I þess stað hefur komið sýrurokk eða grun- gerokk. Verðlaun í Músíktilraun- um eru jafnan hljóðverstím- ar og gefur Skífan fyrstu verðlaun, 25 tíma í Sýr- landi, Gijótnáman gefur 26 tíma í önnur verðlaun, Hljóðriti 20 tíma í þriðju verðlaun, Hljóðhamar 20 tíma í fjórðu verðlaun. Steini Jhyggst gefa besta gítar- leikara til- raunanna gítar og einnig gefa Rín, Paul Bem- burg, Samspil og Japís verðlaun. Það er því meira í boði en áður, ekki síður en fleiri sveitir bítast um verðlaunin. Fyrsta tilrauna- kvöldið verður 18. mars, annað 25. mars, þriðja 26. mars og fjórða 1. apríl, en úrslitakvöldið verður svo 2. apríl. GCDÍHUÓÐVER ÞAÐ vakti mikla athygli þegar Bubbi Morthens lýsti samstarfsslitum sínum við Steina hf. en Steinamenn voru ekki á því að hann gæti hætt að svo komnu. Ekki hefur Bubbi enn gert samning við annan útgef- anda og segist ekki hyggja á slíkt fyrr en með vorinu. Hann hefur þó nóg fyrir stafni, því GCD, sem er skip- uð honum meðal annarra, leggur nú drög að upptökum á annarri breiðskífu sinni sem Skífan gefur út. GCD gerði samning við Skífuna fyrir skemmstu og þegar og sá var í höfn fóm aðalsprautur sveitarinnar, Bubbi og Rún- ar Júlíusson, til Amsterdam að semja lög á plötuna. Af- raksturinn var sextán lög, en að sögn Bubba hyggjast þeir félagar taka upp tólf bestu lögin. Hann segir að lagasmíðar hafi gengið gríð- arvel og að lögin séu öllu lagrænni en áður, þó grunn- urinn verði hrár. Upptökur hefjast 1. mars, en æfingar nú í vikunni. Eins og áður sagði hefur Bubbi ekki samið við neinn enn sem komið er, enda hyggur hann ekki á sóló- skífu á árinu, þó hann sé þegar farinn að semja á næstu plötu. Hann sagðist enn vera að velta fyrir sér ýmsum möguleikum, en lík- lega myndi hann semja við Skífuna, því hann hefði það- an tilboð sem erfitt væri að hafna. Upptökur GCD í Kaplakrika sumarið 1991. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.