Morgunblaðið - 07.02.1993, Page 27

Morgunblaðið - 07.02.1993, Page 27
MOKGUNBLAÐIÐ SAMSAFNiÐ 'SUNNUDAGUR 7.'FEBRÚAR 1993 ~E 27 Fjallhaukur gangsettur á Þingvallavatni. Fyrsta íslenska einkaflugvélin af gerðinni Irwin, séð framanfrá. Vænghafið var 6,05 metrar. Fyrsta íslenska einkaflugvélin varð síðar fyrsti íslenski vélsleðinn, og raunar fyrsta farartæki þeirrar tegundar í heiminum að því er við best vitum. Hér er Pétur Símonarson í Vatnskoti við þetta einstæða farartæki. SÍMTALID... ER VIÐ GRÍM BJARNDAL SKÓLASTJÓRA ÖKUSKÓLANS í MJÓDD ------ Betri bílstjórar 670300 Ökukennarafélag íslands. - Góðan dag, þetta er á Morgunblaðinu, Kristín Maija Baldursdóttir, gæti ég fengið að tala við skólastjórann Grím Bjamd- al? Þetta er hann. - Jú, komdu sæll. Þið eruð núna með meiraprófsnámskeið í gangi, hveijir eru það nú yfírleitt sem sækja slík námskeið? Það em helst þeir sem ætla að auka atvinnumöguleika sína. - Ég hélt nú að atvinnuleysið mundi draga úr aðsókn? Við héldum það líka fyrst, en svo virðist sem stór hópur reyni að nýta tíma sinn og bæta við sig þekkingu þegar lítið er að gera í atvinnulífinu. En það má segja að viðhorf hafí breyst mjög síðustu árin hvað varðar kennslu á öku- tæki, einkum þegar um er að ræða bílstjóra sem stjóma atvinnubif- reiðum. í nýrri námsskrá er lögð áhersla á að atvinnubílstjórar séu betur í stakk búnir til að selja þjón- ustu sína, að þeir séu meðvitaðari um umferðarmenninguna. Áður var meira um það til dæmis að atvinnubílstjórar gætu gert við bif- reiðir sína. - Á hvaða hátt eiga þeir að vera meðvitaðir? Jú, þeir ættu að fá innsýn og skiln- ing á hættum og erfiðleikum þeim sem fylgja al- mennt starfí at- vinnubílstjórans. Einnig er líka til fag sem heitir ferða- og farþega- fræði þar sem komið er inn á þetta. Meðal ann- ars að vera kurteis og snyrtilegur og að hafa ökutækið í lagi. - Já, þegar ég tók bílpróf lærði ég að aka og svaraði síðan munnlega ijölda spurninga og þar með var þvi lokið. Nú em komnir fínir ökuskólar og langt nám en ég get ekki séð að umferðin hafí batnað? Ég segi alltaf að umferðin muni batna hægt og rólega, því að fólk- ið sem er að koma í umferðina núna er sér meðvitað um þau meginmarkmið að sýna öðrum til- ^ litssemi í umferðinni, þó svo að það séu ekki allir sem fara eftir því. Þegar okkar kynslóð hverfur hægt og hljótt af sjónarsviðunu, verður umferðin líklega betri. - Já, þú heldur það. Já, ég vil meina að ökuskólar séu af hinu góða og að það verði að stuðla aðþví að þeir séu til stað- ar hvarvetna á landinu. Við hjá Ökukennarafélaginu ætlum að styðja við bakið á félögum okkar úti á landi og halda námskeið í tengslum við Ökukennarafélagið, sem á og rekur sinn eigin ökuskóla. - Þeir hætta þá líklega að fara í taugamar á manni vörubíl- stjóramir? Það ætti að vera, þeir verða nefnilega mjög jákvæðir og skiln- ingsríkir. — En hvers konar fólk er á meiraprófsnám- skeiðinu, þetta eru auðvitað eintómir karlar? Já, við emm með stóran flokk karla og eina bráðmynd- arlega konu, sem við strákamir ger-______ um náttúrulega allt fyrir. - Er það, já? Maður fer nú bráð- um að fá áhuga á meiraprófí. En ég þakka þér fyrir spjallið og upplýs- ingamar. Grimur Bjarndal Vetur getur orðið harður á Akureyri. Ijósmynd/Hallgríraur Einarsson ÞJÓÐSKÁLDIÐ Matthías Joc- humsson orti marga sálma og kvæði um ísland m.a. „Ó, Guð vors lands.“. I Ljóðmælum 3. heildarútgáfu, mikiðaukin, er birtur ljóöabálkur undir fyrir- sögninni, „Níðkvæði um ísland“. Kvæði þetta kom fyrst fyrir al- menningssjónir í Winnipeg árið 1888. Þessum ljóðuin hefur síður verið haldið á loft, heldur en ýmsum öðrum kveðskap skálds- ins. Atjánda júlí 1888 birtist í tímariti Vestur-íslendinga Lögbergi útgefnu í Winnipeg, „Kvæði frá Islandi." Ritstjórinn Einar Hjörleifsson Kvaran sagði m.a. í aðfararorðum: „Þetta stóy- kostlega og prýðisvel orta kvæði, sem hjer fer á eftir var os_s sent með síðustu póstferð frá íslandi af höfundi þess, einum af hinum ágætustu gáfumönnum íslands. Vjer prentum það í blaði voru, ekki af því að oss virðist það sönn lýs- ing af íslandi; kvæðið er hörmung- ar- og gremjuandvarp, en engin lýsing. En vjer prentum það, af því að kvæðið sýnir svo sorglega vel, næstum því áþreifanlega, í hveiju rauna-skapi bræður vorir og systur á Norðurlandi eru um þessar mund- Volaða land, horsælu hjervistar slóðir, húsgangsins trúfasta móðir, volaða land! Tröllriðna land, spjallað og sprungið af eldi, spjeskorið Ránar af veldi, tröllriðna land! ™Í’3SIJÓS FORTÍD Horsæbi hérvistar slóðir Umdeilt ættjarðar- ljóð 1888 Hraunelda land, hrákasmíð hrynjandi skánar, hordregið örverpi Ránar, hraunelda land! Hafísa land, ískrandi illviðrum marið, eilífum hðrmungum barið, hafísa land! Stórslysa land, fóstrað af feiknum og raunum, fóðrað með logandi kaunum, stórslysa land! Blóðrisa land, mðlvað af knútum og köglum, klórað af hrímþursa nöglum, blóðrisa land! Vandræða land, skakt eins og skothendu kvæði. Skapaði Guð þig í bræði? vandræða land! Drepandi land, búið með kjark vom og kjama, kúgandi merg þinna bama, drepandi land! Drepandi land, hver það helzt, sem þú safnar? Sult vom og örbirgð þú jafnar, drepandi land! Vesæla land! Setið er nú meðan sætt er, senn er nú jetið hvað ætt er, vesæla land! Hrafnfundna land, munt þú ei hentugast hröfnum? Hjeðan er bent voram stöfnum, hrafnfundna land! Höfundur þessa kvæðis var sr. Matthías Jochumson þá búsettur á Akureyri. Það kemur fram í 3. heildarútgáfu Ljóðmæla skáldsins útgefnum 1936, að Einar H. Kvar- an lét prenta þetta kvæði án leyfís höfundar. Matthías Jochumsson. Kvæðið vakti nokkra athygli hér á landi og var endurbirt 29. ágúst í Isafoldu sem Bjöm Jónsson bind- indisfrömuður og síðar ráðherra ritstýrði. ísafoldjhafði fyrirsögnina „Níðkvæði um ísland.“ Og blaðið sagði m.a. í eftirmáli: „Eigi þessi forsmán að vera gaman, er það æði grátt gaman, og það fengið f hendur „málgagni" sem hefír að ætlunarverki að reyna að gera hjer landauðn, ef auðið væri. En sje að alvara, þá lýsir það frámunalegri vesalmennsku ... „leiðir verða lang- þurfamenn", og mannskepnur með þeim hugsunarhætti, er lýsir sjer í níði þessu, þrifast hvergi.“ Kvæðið birtist einnig 13. september í Þjóð- viljanum á Isafírði sem Skúli Thor- oddsen sýslumaður stóð að. Þjóð- viljinn sagði m.a: „Fyr má nú þægj- ast Canadastjóm fyrir ofurlítinn blaðaútgáfustyrk, en að timbra saman öðru eins kvæði." Blaðið birti einnig í næsta tölublaði les- endabréf þar sem gefið var í skyn að kvæðið væri samið vestan hafs. Lögberg vísaði ásökunum Þjóð- viljans á bug 21. nóvember; Lög- berg fengi ekki styrk frá Kanada- stjóm og ljóðið væri að sönnu ort á íslandi. Og ísafoldu var svarað nokkru 28. s.m. Þá var m.a. sagt: „Ofstækismönnum heima á íslandi virðist renna heldur illa niður kvæði það frá íslandi sem prentað var í 27. nr. blaðs vors.“ Einnig: „Það er í sjálfu sjer engin furða þó að íslendingum bregði í brún, eptir öll þau pöntuðu lofkvæði, sem þeir hafa verið vanir að syngja og lesa um ísland, þegar íslenzkt skáld fer að yrkja um það, alveg ótilkvatt Það er ekkert undarlegt, þó að menn vakni við vondan draum, þegar þeir fá jafn ónotanlegan hristing ijett ofan í lofdýrðar- draumórana á Þingvöllum." Nú rúmri öld seinna en þessi orð vora skrifuð verður að árétta að „Nfðkvæði um ísland" endurspegl- uðu ekki fullkomlega tilfínningar þjóðskáldsins til ættjarðarinnar. Sama ár orti hann undir sama bragarhætti kvæði sem átti að syngja á Þingvallafundi, upphafs- orð þess era: „Lifi vort land, ætt- leifðin ástkæra góða ..." En ekki varð að flutningi þess kvæðis þar eð það kom of seint. Og í öðram ljóðabálki, „Ættjörðin mín“ segir skáldið m.a: Þeir segja ég hafi hrópað fár og heift yfir þínar slóðir, - en brenni mín sál um eilíf ár, ef ann ég þér ekki móðir!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.