Morgunblaðið - 07.02.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.02.1993, Blaðsíða 19
MOTrawu yum SUNNUBAQtm -7- ■ FBBRÚAR 1&»8~ -MOROHN-afaA-&iB- Magnús Hallgrímsson og Hlíf Ólafsdóttir. HJÁLPARSTARF TILBOD ÓSKAST ílsuzuTrooperll4W/D,árgerð ’89 (ekinn 38 þús. mílur), Chevrolet Blazer4x4, árgerð ’85, Dodge Caravan LE, árgerð '84 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 9. febrúar kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA Sárt að geta ekki hjálpað Magnús Hallgrímsson verkfræð- ingur, hjálparsveitarmaður hér og erlendis með meiru, og^Hlíf kona hans, skruppu lieim frá Isra- el, þar sem þau búa rétt sunnan við landamæri Líbanons. Tilefnið að Yerkfræðingafélag íslands hugðist heiðra Magnús á árshátíð félagsins á'Hótel Sögu. Veitti hon- um gullmerki félagsins, ásamt tveimur öðrum verkfræðingum, þeim Páli Siguijónssyni og Agli Skúla Ingibergssyni. í meðfylgjandi heiðurskjali segir að Magnús Hall- grímsson byggingarverkfræðingur sé kunnur fyrir björgunar- og hjálp- arstörf. Hann kynnti sér fyrstur íslenskra verkfræðinga nútíma snjóflóðavarnir á námskeiðum er- lendis og hagnýtti þekkingu sína við hamfaravarnir á Islandi. Magn- ús hefur með óvenjulegri atorku, ósérhlífni og hæfni tekist að sam- eina áhuga sinn á og reynslu við björgunarstörf annars vegar og verkfræðilegt hugvit og þekkingu hins vegar til hjálpar og líknar- starfa við frumstæð skilyrði á hörm- ungarsvæðum víða um heim með farsælum árangri. Magnús var sem kunnugt er, m.a. af grein í Mbl. í haust, ráðinn til UNIFIL, friðargæslusveitar SÞ, í Líbanon, til eins árs sem yfirverk- fræðingur, en hefur nú verið beðinn um að vera a.m.k. ár í viðbót þegar þeim ráðningartíma lýkur. Hlíf, sem er í launalausu ársleyfi frá Sauð- fjárveikivörnum, kvaðst vonast til að geta verið áfram með honum þar. Magnús ekur til vinnu sinnar daglega yfir landamærin til höfuð- stöðvanna í Naqoura á strönd Mið- jarðarhafsins, en friðargæslusvæði Sameinuðu þjóðanna liggur þaðan þvert yfir landið meðfram landa- mærum ísraels. Þama er það ein- mitt sem Palestinumennirnir 400, sem ísraelsmenn ráku út landi, hafast við í tjöldum á berangri. Magnús sagði að strax eftir að þeir voru hraktir þangað, hafi komið beiðni frá Rauða krossinum og var hann búinn að taka til vatnstanka, kaðla og önnur hjálpargögn til að fara á staðinn. Þá ákvað friðar- gæsla SÞ að mönnunum yrði sinnt frá NORBATT, norsku friðarsveit- inni, sem er vestast og næst þeim. En rétt á eftir lokuðu bæði líbönsk og ísraelsk stjómvöld staðnum al- veg. Svo háttar til að Palestínu- mennimir era á svæði sem friðar- gæslan hefur ekki aðgang að. En eftirlitssvæðið er krókótt og ósam- fellt og mennirnir voru einmitt reknir á vik sem er inn í friðar- gæslusvæðið. Sagði Magnús að sér þætti afar sárt að geta ekki komið til hjálpar þessum mönnum í neyð. En hann sagði að það versta væri yfirstaðið hjá þeim, því nú væri farið að hlýna þarna suðurfrá. Þau Magnús og Hlíf kváðust una hag sínum vel á þessum stað. Þau héldu jól með sonum sínum, Hall- grími og Herði, sem komu í heim- sókn. Hlíf þurfti að fara í bakupp- skurð í ísrael, sem tókst svo vel að nú ætla þau bráðum að fara á skíði í Hermonsfjalli efst í Gólan- hæðum, þar sem er ágætt skíða- svæði. Og hlakka til þess. Listskreytingasjóður ríkisins Listskreytingasjóður ríkisins starfar samkvæmt lög- um nr. 71/1990 og hefur það markmið að fegra opinberar byggingar og umhverfi þeirra með lista- verkum og stuðla þannig að listsköpun í landinu. Verksvið sjóðsins tekur fyrst og fremst til bygginga sem ríkissjóður fjármagnar að nokkru leyti. Með list- skreytingu er átt við hvers konar fasta og lausa list- muni, svo sem veggskreytingar innan húss og utan, höggmyndir, málverk, veggábreiður og hvers konar listræna fegrun. Þegar ákveðið hefur verið að reisa mannvirki, sem lögin um Listskreytingasjóð ríkisins taka til, skulu arkitekt mannvirkis og bygginganefnd, sem hlut á að máli, hafa samband við stjórn Listskreytinga- sjóðs, þannig að byggingin verði frá öndverðu hönn- uð með þær listskreytingar í huga sem ráðlegar telj- ast. Heimilt er einnig að verja fé úr sjóðnum til skreytinga bygginga, sem þegar eru fullbyggðar. Umsóknum um framlög úr Listskreytingasjóði, eða óskum um faglega ráðgjöf stjórnar, skal beint til Listskreytingasjóðs ríkisins, skrifstofu Sambands íslenskra myndlistarmanna, Þórsgötu 24, 101 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást. Æskilegt er að umsóknir vegna fyrri úthlutana 1993 berist sem fyrst og ekki síðar en 1. maí nk. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Sambands íslenskra myndlistar- manna frá kl. 10.00 til 14.00 alla virka daga, sími 11346. Reykjavík, 4. febrúar 1993. Stjórn Listskreytingasjóðs ríkisins. Magnús við störf í Nagoura í Líbanon. Morgunblaðið/Elín Pálmadðttir BIKARURSLITALEIKUR HSI VISA-BIKARINN VALUR SELFOSS Pú slærö á þnáð -Bakan kemurí bráð í kvöld kl. 20.00 í Laugardalshöll Mætum öll og styðjum okkar menn rafgeymar, Einholti 6, s. 618401 Olíufélagið hf fiisiÁI Nýbýlavegi 18, s. 641988

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.