Morgunblaðið - 07.02.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.02.1993, Blaðsíða 12
12 ífT~ B TT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRUAR 1993 Wr'7l''AlJRH[!Í4 V RlIUAUlJ/il i.id/jH/u.jJTnrr str IBIO Fjórar íslenskar bíó- myndir komust á meðfyigjandi lista yfir vin- sælustu bíómyndir á ís- landi 1992. Það eru Vegg- fóður - erótísk ástarsaga, Sódóma Reykjavík, Svo á jörðu sem á himni og Karlakórinn Hekia, sem 15.000 manns sáu ásíð- asta ári en myndin er enn í gangi og hafa yfir 30.000 manns séð hana. íslenskar bíómyndir þurfa þannig ekki að hafa áhyggjur af samkeppninni að utan, sem sífellt er að aukast, og er ánægjulegt til þess að vita hversu vel þær í raun standa sig. Tvær þeirra eru í þriðja og ljórða sæti listans og verma þar efstu sætin með vinsæl- ustu myndum ársins. Árið 1992 var sérstak- lega fijósamt ár fyrir ís- lenska kvikmyndagerð og það hefur ekki síst sýnt sig f miðasölunni. 40.000 SÉÐ ALEINAN HEIMA 2 Alls hafa nú um 40.000 manns séð bandarísku gamanmyndina Aleinan heima 2 í Sambíóunum, að sögn Árna Samúelssonar bíóeiganda. Þá hafa um 28.000 séð rómantísku spennumyndina Lífvörðinn, 10.000 hafa séð spennumyndina Farþega 57, 36.000-hafa séð Systragervi með Whoopi Goldberg, 10.000 hafa séð Eilífðar- drykkinn í Sambíóunum en hún er einnig sýnd í Laugar- ásbíói og 5.000 manns sáu spennumyndina Háskaleg kynni með Kevin Kline fyrstu sýningarhelgina. Næstu myndir Sambíó- anna eru Casablanca með Bogie og Bergman, spennu- myndin „Under Siege“ með Steven Seagal, Kólumbus- armynd Ridley Scotts, 1492, „Singles“ með Matt Dillon, gamanmyndin „Distinguish- ed Gentleman" með Eddie Murphy og loks Disney- myndin Elskan, ég stækkaði barnið eða „Honey, I Blew Up the Kid“. Sýnd á næstunni; Dillon í „Singles". 1. OGNAREÐLI 2. Tveir á toppnum 3. Veggfóður - erótísk ástarsaga 4. Sódóma Reykjavík 5. Víghöfði 6. Systragervi 7. Flugásar 8. Veröld Waynes 50.000 j 44.000 38.500 J 36.500 135.000 134.500* 34.300 T t 9. Beethoven 10. Aleinn heima II 11. Síðasti skátinn 12. Höndin sem vöggunni ruggar 13. Steiktir grænir tómatar 14. Háskaleikir Tveir f Tangó; Noiret og Lhermitte. PHILIPPE NOIRET LEIKUR í TANGÓ Franski leikstjórinn Patrice Leconte gerði fyrir nokkrum árum sakamálamyndina Gluggagæginn eða „Monsieur Hire“, sem vakti hrifningu um allan heim, m.a. hér á landi þegar hún var sýnd á síð- ustu kvikmyndahátíð Listahátíðar. Leconte vinnur nú við nýja mynd sem heitir Tangó. Með aðalhlutverkin í henni fara þrír frægir franskir leikarar, þeirra þekktastur er Philippe Noiret, eftirminnilegastur á seinni árum fyrir leik sinn í Paradísarbíóinu. Hinir eru Thierry Lher- mitte, sem leikur á móti Noiret í Ripoux gegn Ripoux, sem nú er sýnd f Regnboganum, og Ric- hard Bohringer, kokkur- inn í Kokknum, þjófnum, konunni hans og elskhuga hennar. Tangó er gaman- spennumynd og segir af vináttu þriggja manna og kvennamálum þeirra, en það er niðurstaða mynd- arinnar „að menn og kon- ur geti ekki iifað saman“, segir Leconte heldur nei- kvæður. Vestur í Hollywood er unnið að bandariskri end- urgerð „Monsieur Hire“ en Leconte afþakkaði að leikstýra henni. Lífið er of stutt, segir hann, til að gera sömu myndina tvisvar auk þess sem hann hefur þegar gert „Monsie- ur Hire“ eins og hann vill hafa hana. Þar fyrir utan minnir hann á að frönsk- um kvikmyndagerðar- mönnum hafi ekki gengið neitt of vel vestra. Þeim sé greinilega best að halda sig heimavið. ■ Svikráð eftir Quentin Tarantino er ofbeldisfull í meira lagi og ekki fyrir við- kvæmar sálir. Jafnvel sjóuð- um hrollvekjuhöfundi, sem kallar ekki allt ömmu sína, ofbauð og gekk út af mynd- inni. Þetta var Wes Craven, frægur fyrir myndir eins og Martröðin á Almstræti og Fólkið undir stiganum. ■ Leikstjórinn gríski Costa Gavras, sem frægastur er fyrir myndirnar Z og „Miss- ing“, hefur að undanförnu gert myndir í Bandaríkjun- um en er nú að vinna að nýrri mynd í Frakklandi. Hún heitir „La petite apoc- alypse“ eða Litli heimsend- irinn og byggir lauslega á sögu eftir Tadeusz Konwicki um útlægan Pól- veija í París. ■ / Frakkiandi er Colin Serreau einnig að vinna að nýrri mynd en hún gerði áður gamanmyndina Þrír menn og karfa, sem var endurgerð undir heitinu Þrír menn og bam í Bandaríkj- unum. Nýja myndin heitir „La crise“ eða Krísan og á að fjalla um hversdagsleg- ustu vandamál í Frakklandi á síðasta áratug aldarinnar. ■ Gamanmyndir National Lampoons (Sumarfríið, Evrópufríið, Jólafríið) eru dálítið sérstakar og það verður líka án efa nýjasta Lampoon-myndin sem heitir „National Lampoon’s Lo- aded Weapon 1“. Hún er gerð í anda Beint á ská- myndanna og er með Emilio Estevez, Samuel L. Jack- son, Whoopi Goldberg og William Shatner í aðalhlut- verkum. I 24.500 | 23.500 i 23.000 15. Switch 16. Lygakvendið 17. Krókur fT: Ognareðli jrt vinsælust ' QoLamalamimrlm Arrnot<n<ilí n/Vi Dopln Intdi’tint'1 mn/l KVIKMYNDIR /Hvaba myndir voru mest sóttar 1992f X 20 500 Leðurblökumaðurinn I ' snýr aftur 19-21. Hvítir geta ekki troðið 19-21. Svikráð 19-21. Svo á jörðu sem á himni T Sakamálamyndin Ógnareðli eða„Basic Instinct“ með Michael Douglas og Sharon Stone undir Ieikstjórn Pauls Verhoevens var vinsælasta bíómyndin á íslandi árið 1992. Hana sáu samtals 60.000 manns í Reykjavík og kvikmyndahúsum úti á landi. 22. Addams-fjölskyldan 18.700* 18.000* Bilun í 23-25. Faðir brúðarinnar útsendlngu 18.000 18.000 $ 17.000 26-27. Kaliforníumaðurinn 16.000 VK 16 000 Minningar ósýni leg? manns i>v 15.000 15.000 r Jólamynd 1991 sýnd frameftir árinu 1992 Landinn var greinilega afar móttækilegur fyrir ógnarkroppi Sharon Stone og flykktist á myndina sem var reyndar gölluð að mörgu leyti þótt hún héldi mönnum mjög við efnið. Næst vin- sælasta myndin 1992 var Tveir á toppnum 3, þriðja myndin um sprengidúettinn Mel Gib- son og Danny Glover í hrein- um og ómenguðum löggu- hasar. Hana sáu 50.000 manns. Tvær íslenskar myndir komu næstar og er það nokkurt gleðiefni. I þriðja sæti var Veggfóður - erótísk ástarsaga í Sambíó- eftir Arnald Indrlðoson unum, en þessa fyrstu mynd Júlíusar Kemps sáu 44.000 manns á öllu landinu á síð- asta ári og í fjórða sæti var gamanmynd Oskars Jónas- sonar, Sódóma Reykjavík. Hana sáu 38.500 manns á öllu landinu, en hún var sýnd í þremur kvikmyndahúsum í Reykjavík, Regnboganum, Stjörnubíói og Háskólabíói. Aðrar íslenskar myndir sem náðu á listann voru Svo á jörðu sem á himni, en hana höfðu rétt tæplega 20.000 manns séð um áramótin, og gamanmyndin Karlakórinn Hekla sem 15.000 manns höfðu séð um áramótin, en hún mun nú vera komin yfir 30.000 manns í aðsókn. í fimmta sæti var Martin Scorsese með spennumynd- ina Víghöfða, en hún var sýnd samtímis í Sambíóun- Sek um vinsældir; Stone setur sig í stelling- ar í Ógnareðli. um og Laugarásbíói og sáu hana 36.500 manns þegar aðsóknin úti á landi er tekin með. Hefur Scorsese varla verið vinsælli hér á landi, enda ætlaði hann sér að gera aðsóknarmynd. í sjötta sæti lenti gamanmyndin Systra- gervi með Whoopi Goldberg, sem kannski sýnir fyrst og fremst hversu vinsæl gam- anleikkona Whoopi er og vel metin hér á landi. í sjöunda sæti er Flugásar, sem var jólamynd Sambíóanna 1991, en hana sáu samtals 34.500 manns. Önnur gamanmynd, Veröld Waynes, sem gerði út á hreina heimsku, var í áttunda sæti (34.300 manns) og gamanmynd- ir voru einnig í níunda og tíunda sæti; Beethoven sáu 33.600 manns en hún var sýnd samtímis í Laugarásbíói og Sambíó- unum og loks jólamyndin Aleinn heima 2, sem 31.000 manns sáu fyrir áramót- in. Aleinn heima 1 var metsölumyndin 1991 ásamt Dansar við úlfa og númer tvö er á góðri leið með að verða metsölumynd líka því hana hafa samtals 40.000 manns séð það sem af er. Listinn er unninn eftir upplýsingum um aðsókn frá hveiju kvikmyndahúsi í Reykjavík fyrir sig og er sú aðsókn sem myndirnar hafa fengið úti á landi tekin með. Á honum eru allar myndir sem fóru yfir 15.000 manns í aðsókn og eru innifaldar myndir sem byijuðu um jólin 1991 og gengu fram eftir árinu 1992. Þæreru merktar sérstaklega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.