Morgunblaðið - 07.02.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.02.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1993 B 15 Morgunblaðið/Sverrir svona púrítanskt milljarða- mæringaandrúmsloft; mið- stöð trúmála og olíugróðans. Að öðru leyti er dálítil diskó- menning þar eins og hér. Og ég heyri núna að leikhús- ið þar sé að dala, listrænt. Annars þótti það gott í eina tíð. En þetta er líka eina leikhúsið á stóru svæði; það er 6-8 tíma ferðalag í næstu leikhús. Svo maður sá aldrei neitt annað en það sem maður var að fást við sjálf- ur.“ - Hvað ferðu að gera þegar þú kemur aftur út? Eg veit það ekki fyrir víst. Ég er með heimild frá Halldóri Laxness til að láta flytja leiklestur upp úr verkum hans, von- andi með íslenskri tónlist. Ég var lengi að velta fyr- ir mér hvemig ég ætti að hefja slíka dagskrá. Loks hugkvæmdist mér að nota upphafið á í túninu heima, frásögn hans af því þegar vinnukonan missti hann ný- fæddan út um glugga á Laugaveginum. En þetta kunni samstarfsfólkið ekki að meta; annað eins_ gerði ein vinnukona ekki. Ég var eitthvað að reyna að veija minn mann, segja að hann hefði þó orðið nóbelskáld; höfuðhöggið hefði að minnsta kosti ekki orðið til skaða. En svo hugsaði ég: Jæja, ég er að fara héðan, ég kem hugmyndinni frekar í verk suðrí Osló, þar sem fólk er öðruvísi þenkjandi, svolítið nær heimsmenning- unni. En þetta rekur maður sig á í Noregi: Þeir eru alltaf að bíða eftir því hvað bisk- upinn segi. Og þeir taka það nærri sér ef hann er reiður. Það er ekki bara ég sem segi þetta; m.a. nokkrir leik- húsmenn hafa haft orð á því. Gallinn við marga Norð- menn er sá að þeir em feimnir við menningarhug- takið. Maður á að trúa en ekki fræðast og grúska. Til að mynda stóð til að sýna í Stafangri feikisterkt leikrit eftir Heinrich Böll, Konur í flæðarmáli (Frauen in Flusslandschaft), um það hvernig nasismi og tilhneig- ingar honum skyldar birtast í þremur kynslóðum allt til Svo má nefna menn eins og Simon dalaskáld og Gvend dúllara. Og þeirra sam- skipti, þar sem Símon samdi við Guðmund um að ganga ávallt tíu skrefum á eftir sér, svo ekki færi á milli mála hvor væri fyrir hvorum. Símon er maður sem er leikhús- legur íháttalagi. vorra daga. En skyndilega í miðjum klíðum tilkynnti leikstjórinn að þetta verk væri ekki vel séð, myndi ekki falla í góðan jarðveg. Og þar með var það búið. Mér finnst útlendingahat- ur líka farið að vera áber- andi í Noregi, og það tekur á sig ansi ljótar myndir. Það hefur aftur þau áhrif á mig að mig langar að kynna mér menningu þessa fólks sem verið er að agnúast út í. Ég hef til dæmis verið að lesa trílógíuna miklu eftir Elias Canetti, endurminn- ingar hans. Oh, þetta er svo gott! Og bemskuminningar Miloszar þess pólska, sem er yndislegt ljóðskáld sem söðlar svo um og fer að skrifa dýrlegan prósa. Það er ekkert sjálfgefið að slíkt lánist. En þessir menn hafa líka frá svo miklu að segja, og kunna að vinsa úr það sem hefur haft mest áhrif á þá. Þeir hafa sínar skoðanir á hlutunum og standa og falla með þeim. Það þýðir ekkert að múta þeim; gjörðu svo vel, hér er milljón, hættu þessu. Þetta er spurningin um að fá að vera maður sjálfur. Sú spurning er naumast á dagskrá hér. Hér ríkir meira þessi innkaupa- stíll, að láta verðbréfamark- aðinn móta skoðanirnar." - Þú hefur alltaf lesið mikið. Maður hefur helst séð til þín í fombókaverslunum hér heima? Fornbókasalar hafa alls staðar verið mínir bestu vinir. Þeir lifa í þessari diskólausu veröld, þeir eru. Ég er kannski ekki svo góð- ur viðskiptavinur þeirra í seinni tíð, ég rápa meira en ég kaupi. Eg var duglegri fram eftir aldri. Fyrir svo sem 20 árum. En það er satt, að íslensk- ar bókmenntir búa yfir ýms- um mannlýsingum sem gaman væri að sjá líkamn- ast á sviði og í mynd. Ég gæti sjálfur hugsað mér að fást við alvarlega dramatík frá fyrri öldum. Forvitnilegt efni em til að mynda^ skáldsögur Jóns Mýrdals. Ég las þær fyrir mörgum áram; þar er skemmtilegur stíll. Um leið og ný persóna kemur til sögunnar, þá er tveimur, þremur síðum varið í að út- lista allt hennar háttalag. Ef við lítum á þetta efni frá kímilegu hliðinni, þá gæti t.a.m. Mannamunur Jóns verið mjög skemmtilegt leik- húsverk. Svo má nefna menn eins og Símon dalaskáld og Gvend dúllara. Og þeirra samskipti, þar sem Símon samdi við Guðmund um að ganga ávallt tíu skrefum á eftir sér, svo ekki færi á milli mála hvor væri fyrir hvorum. Símon er maður sem er leikhúslegur í hátta- lagi. Hann er existensíalisti eins og Dunganon. Við eram svo voðalega staðreyndaglöð. Okkur vantar að hugsa skakkt. Heimspekilegur leikur á ekki upp á pallborðið hjá okkur. Hér er líka orðið svo fátt um beitta, hnyttna og vel formaða gagnrýni, hvassa penna eins og gat að líta fyrir ekki mörgum áram, þegar maður hlakkaði til að lesa blaðagreinar. í staðinn era komnar mein- lausar vangaveltur. Mann langar oft að strika út 90 prósent af textanum til að fá þó ekki sé nema einn gullmola til að njóta. Og sá gullmoli þarf alls ekki að vera eitthvað rökrétt. Við eigum góð skáld, líka meðal þeirra yngri, eins og Gyrði, en mér finnst ugg- vænlega mikið um hitt, að menn séu fastir í þeirri kröfu að vera frumlegir í hveiju orði, og vera að streða við að skapa nýjan stíl. Ég vil að menn hafi eitthvað að segja mér. Og þá má stíllinn mín vegna vera í formi síma- skrár.“ - Nú hefurðu búið í Sví- þjóð, Danmörku og Noregi undanfarin ár. Er eðlilegt menningarlegt andrúmsloft á milli þessara norrænu þjóða og okkar? „Nei. Við eram svo voða- lega hrædd hvert við annað menningarlega, Norður- landabúar. En við gleypum hratið úr mygluðum kana- kúltúr gagnrýnislaust. Ég þarf ekki að nefna Svíagrýl- una. En margt leikhúsfólk hér hrekkur til að mynda í kút ef maður nefnir August Strindberg. Og hann er af- greiddur sem kvenhatari. Þó er þetta stórkostlegt skáld, mörg ljóðin hans era gull, og hann er líka fullur af húmor. Lestu bara Föður- inn! Nú eram við búin að vera með þennan norræna kúltúr í Vatnsmýrinni í rúm tuttugu ár. En þeir aðilar sem maður hefði haldið að vildu sinna honum, þeir hafa einhvern veginn ekki gert það nægilega. „Grátlegast af öllu er, hvað samfélagið hér líkist alltaf meir og meir tískubúð. Þar ríkir vor- og vetrartísk- an. Líka í bókmenntunum; mörg gullkom týnast vegna þess að þau era ekki gefín út 25. nóvember klukkan kortér yfir tólf. Þau birtast á röngu kortéri. Þessu er ekki svona farið í Danmörku til dæmis. Þar er gróska í bókaútgáfunni allt árið; maður getur alltaf átt von á einhveiju bitastæðu jafnt og Jrétt. Ég ætla samt að vona að fólk taki nú við sér og kaupi bókina hans Þorsteins frá Hamri, þótt kominn sé febr- úar. Hann var mjög vel að verðlaununum kominn." Höfundur er textasmiður í Iausamennsku og hefur skrifað greinar fyrir Morgunblaðið. Okkar landsfræga útsala hefst á morcyun kl. 9. Allur vetrarfatnaóur, íþróttagallar, íþróttaskór, skíói, skíóaskór o.fl. o.fl. 20-50% afsláttur »hummel é SPORTBÚÐI N ÁRMÚLA 40 • SÍMAR 81B555, 813655.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.