Morgunblaðið - 07.02.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.02.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRUAR 1993 B 7 Stjórn Nemendafélags Verzlunarskóla íslands. Efsta röð: Pétur ÓIi Gíslason ritstjóri Viljans, Sigrún Sigurðardóttir ritstjóri Verzlunarskólablaðsins, Sigurður Kári Krist- jánsson forseti NFVI, og Eva Margrét Ævarsdóttir formaður Listafélagsins. Miðröð: Halldór Jónsson formaður íþróttafélagsins, Þorsteinn Jónsson féhirðir, Rúnar Freyr Gíslason formaður Nemendamótsnefndar. Neðasta röð: Hrannar Pétursson formaður skemmtinefndar og Ólafur Teitur Guðnason formaður Málfundafélagsins. bekkingar, þ.e. þeir sem eru að ljúka verslunarprófi, sem fá að taka þátt í þessum degi. Dömumar klæða sig upp í peysuföt eða upphlut og herramir í kjólföt. Gleðin byrjar eldsnemma um morg- uninn og er haldið áfram fram á rauða nótt. Eldri nemendur horfa jafnan öf- undaraugum á þessar litlu peysufatakerlingar og karla skemmta sér og hugsa með söknuði til þessa ógleyman- lega dags. Ein fjölmennasta hátíð sem haldin er í Verzló fyrir utan nemendamótið er Verzlóvæl, söngkeppni Verzlinga. Á hana mæta að jafnaði um 800 manns. Á síðasta Verzlóvæli sigruðu hinir óviðjafnanlegu Bee Ge- es-bræður í annað sinn. Að undanförnu hefur rignt yfír þá tilboðum um að koma fram á hinum ýmsu skemmt- unum, s.s. á Hótel íslandi og í Tunglinu. Það má því svo sannarlega segja að Verzlingar hafi á að skipa miklu hæfíleikafólki. Fyrir utan það að eiga marga góða söngvara og skemmtikrafta eru í Verzló margir góðir leikarar og á hverju ári setur listanefnd upp leikrit á lista- hátíð, sem haldin er í nóvem- ber. Leikrit þessi hafa oftar en ekki tekst mjög vel og hlotið gífurlega aðsókn. Á listahátíð er margt að- hafst til að svala listafíkn nemenda. Ýmsar uppákomur þar sem nemendur sýna snilli sína eru haldnar en hápunkt- ur hátíðarinnar er, auk frum- sýningar á leikritinu, svo- nefnt fríkball. Á það mæta nemendur undantekningar- laust í furðufötum ýmiss konar eða grímubúningum. Mörg góð skáld eru í skólanum og hafa verið gefnar út tvær bækur sem bera nafnið Ljóðdrekar 1 og 2 og hafa að geyma ljóð eftir skóla- skáldin okkar. Verzlingar eiga einnig marga ræðusnillinga og hefur Verzló sigrað MORFÍS, mælsku- og rök- ræðukeppni framhaldsskólanna, undanfarin tvö ár. Mælskulist hefur ávallt átt miklum vinsældum að fagna í Verzló enda stendur málfundafélagið á gömlum og traustum grunni. Það er innan verkahrings þess að halda málfundi og nú fyrir stuttu stóð það fyrir fundi þar sem fulltrúar frá Krossinum, Veginum og Vottum Jehóva mættu og kynntu sínar skoðanir. Mættu margir Verzlingar á þennan fund og sýndi það sig svo sannarlega að þeir eru ekki síður miklir áhugamenn um andleg málefni en veraldleg. í síðustu viku hófust útsendingar frá Útvarpi Verzló á fm 94,2 og stóðu þær yfir síðustu þijá sólarhringana fyrir nemendamót og einnig á sjálfan nemendamótsmorguninn. Voru Verzlingar mjög ákafir í að komast í útvarpið og má segja að lög úr söngleiknum Tommy, ásamt öðrum góðum lögum sem Verzlingar kunna að meta, hafi hljómað stanslaust þessa þrjá sólarhringa, jafnt á nóttu sem degi. Auk þessara atburða sem hér hafa verið taldir upp eru að jafnaði einn til tveir atburðir í viku, svo sem skemmtikvöld, samkvæmisdansa- námskeið, stefnumótaball, íþróttahá- tíð, leiklistarnámskeið, kvikmynda- kvöld, tónleikar og svo mætti lengi telja. Iþróttakeppnir eru fjölmargar og auk hefðbundinna greina er keppt í ýmsum íþróttum sem þykja nýstár- legar hér á íslandi, t.d. „soft-bail“ og „street-ball“, sem er einstaklega skemmtilegt afbrigði af körfubolta. Hafa þessar nýju íþróttagreinar vak- ið mikla lukku meðal nemenda og því sem næst allir bekkir í skólanum hafa sent lið til keppni. Þegar mikill heimatærdómur er farinn að gera Verzlinga þunga í skapi eru þeir vanir að lyfta sér upp með því að fara í ferðalög ýmiss konar. Á þessu skólaári verða í allt famar að minnsta kosti sex ferðir út á land. Það er því greinilegt að kennarar hafa verið harðir við nemendur í vetur og sett þeim mikið fyrir. Hagnýtt nám Svo við víkjum aðeins að kennsl- unni í Verzló er rétt að benda á að það kemst enginn í gegnum skólann án þess að opna bók. Félagslífíð er vissulega tímafrekt og bitnar oft á náminu. Aðalvandamálið er að sam- ræma þetta tvennt, skólalærdóminn og félagslífíð, án þess að það bitni of mikið hvort á öðru. Of lítið félags- líf er ekki síður skaðlegt fýr- ir andlega heilsu nemenda en of mikið félagslíf. Vanda- málið er að fínna meðalveg- inn. Fyrstu tvö árin í Verzló reynast flestum erfíðust námslega séð. Mikil áhersla er lögð á verslunargreinar, s.s. hagfræði, bókfærslu og ritvinnslu. Að þessum tveim ámm loknum taka nemendur verslunarpróf og geta þá valið um fjórar brautir: hag- fræðideild, stærðfræðideild, máladeild og verslunardeild, en ólíkt hinum þremur braut- unum útskrifast nemendur úr verslunarmenntunardeild ekki með stúdentspróf heldur með nám að baki sem undir- býr þá enn frekar fyrir at- vinnulífíð og nám á við- skiptasviði í erlendum há- skólum. Margir hafa talið sér trú um að einu fögin sem Verzl- ingar geti farið í að loknu stúdentsprófí séu viðskipta- fræði, hagfræði og lögfræði. Þetta er alls ekki rétt. Eftir að Verzló opnaði nemendum sínum víðtækari möguleika með auknu valfrelsi á tveim síðustu námsámm standa nú allar deildir háskólans Verzl- ingum opnar. Til að mynda vom 11 af þeim 36 nýnemum sem hófu nám í eðlisfræði við HÍ Verzlingar. Þessir nemendur eru að sjálfsögðu útskrifaðir af stærðfræði- deild en flestum reynist sú deild vera hvað erfíðust. Auðvitað er það einstaklings- bundið og stærðfræðideildar- nemendur hafa ekki síður verið virkir í félagslífínu en aðrir. Verzlunarskólinn hefur lengi verið þekktur fyrir sitt óviðjafnanlega félagslíf. Margir þeir sem hafa verið hvað mest áberandi í félagslífnu í Verzló hafa náð langt í þjóðfélaginu, hvort sem er í viðskiptalífínu, á stjómmála- sviðinu eða einhveiju öðm. Þó að margt nytsamlegt og skemmtilegt sé kennt í Verzló er ekki hægt að kenna stjómun, skipulagningu, við- skipti og mannleg samskipti til hlítar í kennslustundum og því er sá lær- dómur sem maður hlýtur í þessum málum með þátttöku í félagslífinu mjög nytsamlegur. Það má segja að félagslífíð sé verklegt nám í þessum efnum. Verzlingar gera sér grein fyrir því að það er ekki aðeins ánægja og félagsskapur sem fæst út úr félags- lífínu. Þess vegna era þeir staðráðn- ir í að gera sitt besta tit að félagslífíð í Verzló verði áfram það mesta og besta sem um getur. Höfundur er nemandi í VÍ. Á 61. NEMENDAMÓTI VERZLUNARSKÓLA ÍSLANDS Tommy, sem Hrannar Pétursson leikur, á milli móður sinnar og stjúp- föður sem leikin eru af Birnu Hafstein og Vilhjálmi Alvari Halldórssyni. Dansararnir setja skemmtilegan svip á sýninguna. Hvers vegna Verzló? Eg fór í Verzló vegna þess að ég hafði áhuga á að læra það sem þar er kennt og eins vegna þess að ég vissi að það er gott félagslíf í skólanum. Fé- lagslífíð í vet- ur er búið að vera frábært og skemmti- legast þótti mér að taka þátt í nem- endamótinu. Það sem kom mér mest á óvart var hversu góður andi var í skólanum. í Verzló safnast saman krakkar alls staðar að af landinu og þess vegna er minni hætta á klíkuskap þar en í hverfís- skólunum þar sem sömu krakkarnir hafa haldið hópinn í gegnum gmnn- skóla gera það áfram. Mestu viðbrigðin við að koma úr grunnskóla í Verzló var að heima- lærdómurinn jókst til muna. Annars er ég mjög ánægð með kennsluna og hef verið heppin með kennara. A-<g fór aðallega í Verzló vegna þess að ég þekkti marga krakka þar sem vom mjög ánægð með skólann og félagslífið. Menntunin sem hægt er að fá í Verzló höfðaði einnig til mín og því lá beinast við að fara þang- að. Strax Og ég Þórunn Ema byijaði í 3. Clausen, 4. bekk. bekk fannst mér áberandi hvað vel var tekið á móti nýnemum. Það má segja að það séu allir svo góðir vinir í Verzló. Með því að taka þátt í félagslíf- inu kynnist maður fullt af nýju fólki og eins lærir maður heilmikið á því að vera í félagslífínu. XLg hafði mikinn áhuga á að læra viðskiptagreinar og eins vildi ég vera í skóla sem gæti boð- ið upp á góða tölvukennslu og því lá bein- ast við að fara í Verzló. Félagslífið í Verzló er einn- ig mjög öflugt og það freist- aði mín þegar ég valdi mér framhalds- skóla. Þegar margir taka þátt í félagslífinu kynn- ist fóik vel og það verður meiri samheldni meðal nemenda. Björgvin Sigurðsson, 5. bekk. Óskar Axelsson, 6. bekk. 5að kom aldrei til greina hjá mér að fara í einhvern annan skóla en Verzló. Öll systkini mín höfðu verið þar og sagt mér frá frábæm félags- lífínu og í raun má segja að í mínu tilfelli hafði Verzló haft alla kosti fram yfír aðra skóla. Þegar ég bytjaði í skólanum bjóst ég við að ég þyrfti að leggja harðar að mér við lærdóminn en raun ber vitni. Ég hef haft miklu meiri tíma fyrir félagslífíð og annað en ég átti von á. Það skemmtilegasta við félagslíf- ið er hvað það er fjölbreytt og það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.