Morgunblaðið - 07.02.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.02.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRUAR 1993 í . V' /VJ TiA (JUV7Á'J' TfmnrnHrmi7. “hUgarTiT"Ijon(ISirkom ég 191 öktó- ~ ber 1945. Jakob bróðir minn var með mér en við fórum saman í framhalds- nám í The Royal Academy. Fjölskyld- umar urðu hins vegar eftir heima, en rétt eftir stríðið var erlendum fjöl- skyldum ekki hleypt inn í landið vegna skorts á nauðsynjum. Borgin var víða í rústum og ömurleg til að sjá og húsnæðisvandræði mikil. Fyrst í stað var maður hálf- eða næstum því mállaus. Ég hafði lært afar takmarkaða ensku og hafði litla sem enga þjálfun í að tala hana. Þegar leið að jólum var ég farinn að geta bjargað mér þokkalega með enskuna og farinn að kynnast fólki og rata sæmilega um borgina. Ég man hvað mér fannst sjóndeild- arhringurinn allur víðari í London heldur en í Reykjavík; ekki ólíkt því og þegar ég fór úr sveitinni til Reykjavíkur. London var eftir stríðið alheimsborg í tónlist, hvergi voru haldnir fleiri konsertar en þar, hvergi fleiri hljómsveitir starfandi. Þetta verkaði eins og vítamínsprauta á mig í tónlistarlegum skilningi. Fram að jólum fór ég á konsert næstum því hvem einasta dag, en svo fór nú að grynnka í pyngjunni. Þegar fram á veturinn kom sá ég fram á að eitt ár væri ekki nóg til að læra eitthvað að gagni, sérstak- lega þar sem ég var ókunnugur og hálfmállaus í byijun. Þá datt mér í hug að reyna að fá leyfí fyrir fjöl- skylduna að koma og vera lengur. Þá voru börnin orðin þrjú, Þórunn, Tryggvi og Sólveig, en innanríkisráðuneytið breska setti enn mjög strang- ar skorður við því að hleypa fjölskyldum inn í landið. Ég fór nokkrar ferðir þangað. Þeir tóku mér ávallt kurteis- lega en svarið var alltaf þvert nei.“ Hvenær fékkstu þá fjöl- skylduna til þín? „Mér flaug í hug að ef Þómnn dóttir mín fengi inni í Royal Academy myndi kannski greiðast úr þessu og þá fengi hún einnig betra færi á að þroska hæfileika sína, sem vom óvenjulegir, vægast sagt. Já, hún var nokkurs konar undrabam. Þetta var óneitanlega dálítið sérstakt en þess virði að reyna það. Þómnn var þá búin að læra talsvert, ég kenndi henni fyrst og Róbert Abraham á meðan ég var úti. Næst þegar ég lagði leið mína í innanríkisráðuneytið skýrði ég þeim frá því að ég ætti dóttur á íslandi, sem að vísu væri ekki nema sex ára gömul en mig langaði að fá hana tekna í The Royal Academy of Music í Lond- on. Þeir litu á mig eins og þeir héldu að ég væri orðinn vitlaus. Sex ára barn, í Royal Academy?! Gat ekki staðist. En ég gafst ekki upp og fór aftur og náði þá að útskýra sæmi- lega fyrir þeim að barnið hefði óvenjulega hæfíleika. Líklega hafa þeir verið orðnir þreyttir á mér því þeir sögðu nú að ef ég gæti sýnt þeim fram á, svart á hvítu, að þessi unga stúlka yrði tekin í Royal Aca- demy, þá skyldu þeir veita leyfíð til að hleypa fjölskyldunni inn í landið. Ég beið þvi ekki boðanna og tal- aði næst við skólastjórann. Hann sagði, sem vonlegt var, að hann yrði að hafa í höndunum einhveijar frek- ari upplýsingar sem réttlættu að taka Þómnni inn í skólann, sérstaklega þar sem um bam væri að ræða. Okkur bræðrunum hafði báðum gengið prýðilega, að því leyti naut ég velvilja, en það var ekki nóg. Þá mundi ég eftir því að Þómnn hafði spilað inn á plötu hjá útvarpinu á Islandi þegar hún var fimm ára göm- ul, sumarið áður en ég fór utan. Hún spilaði sónötu eftir Beethoven, opus 49, nr. 2, eina af þeim auðveldari. Ég skrifaði Klöm, konu minni, og bað hana að senda mér plötuna. Þegar hún barst mér í hendur fékk ég hana endurgerða, því efnið í slík- um plötum þá var lint og þær þoldu ekki að vera spilaðar mjög oft. Síðan fór ég með afritið til skólastjórans í Royal Academy og fékk skriflegt samþykki við inntökubeiðninni strax daginn eftir. Ég beið ekki boðanna en dreif mig niður í innanríkisráðu- neyti og sýndi þeim plaggið. Og þeir stóðu við orð sín. Ekki löngu síðar grfðartegan átiugnrá nðei hjól á þessum árum en faðir minn hafði ekki efni á að gefa mér það svo ég varð að safna mér fyrir því sjálfur. Það tók óratíma, að mér fannst. Eftir að ég eignaðist hjólið fór ég á þessum farskjóta mínum til Dalvíkur til að spila á píanó undir þöglum myndum í bíóinu þar gegn nokkurri greiðslu. Þessar bíósýning- ar hófust um 1933 ef ég man rétt. Það var dálítið sérkennilegt að spila undir þessar myndir. Ég varð eftir bestu getu að reyna að breyta um hraða eftir efninu. Myndimar voru ýmist enskar eða danskar og erlendi textinn birtist á tjaldinu. Málakunn- átta mín var nú heldur bágborin í þá daga, svo ég býst við því að ég hafi stundum ruglast í ríminu, hvort ég átti heldur að spila sorgarlag eða gleðimars. En sumar myndimar vom sýndar það oft að maður lærði á þær. Á fyrstu sýningunni vissi ég ekki hvern fjandann ég átti að gera.“ En hvenær fórstu fyrst til náms í tónhstinni? „Árið 1935, þegar ég var 19 ára gamall, fór ég suður til Reykjavíkur á námskeið fyrir organista hjá Páli Isólfssyni. Það stóð í u.þ.b. sex vikur og þessi námskeið Páls voru ókeypis fyrir organista utan af landi. Það vom vitaskuld mikil viðbrigði að koma til Reykjavíkur því það lengsta sem ég hafði komist fram að þessu var til Akureyrar. Þetta var eina formlega menntun mín í tónlist fram til þess tíma, ef frá eru taldar þessar þijár vikur hjá Jakobi bróður mínum sem ég minntist á áðan. Þekking Páls kom mér að miklum notum og við Páll urðum góðir vinir.“ Réð námskeiðið hjá Páli kannski úrslitum um framtíð þína? „Eftir að ég kom af því vildi ég ekki starfa við neitt annað en tón- list. Úr því varð mikil togstreita, því foreldrar mínir bjuggust fastlega við því að ég myndi taka við jörðinni á Hvarfí eftir þeirra dag. Þau hvöttu mig sannarlega ekki áfram á þessari braut, sem kannski var ekki von — lífsbaráttan sat í fyrirrúmi. Samt höfðu þau bæði yndi af söng og því sem ég gerði, en það átti bara að vera tómstundagaman. Tónlistariðkun mín á yngri árum þótti ekki alltaf fara vel saman með búmennsku. Þegar matarhlé var sett- ist ég t.a.m. alltaf við hljóðfærið, og foreldrum mínum fannst mér iðulega dveljast fulllengi við að spila á það, ekki koma nógu fljótt út til vinnu og það jafnvel í brakandi þerri. Foreldrar mínir ætluðust hreinlega til þess að ég tæki við búinu. Því voru það með erfíðustu stundum lífs míns þegar pabbi fylgdi mér á hest- vagninum niður á Dalvík haustið 1936 og ég flutti alfarinn að heim- an. Það var fátt sagt, andrúmsloftið þungt. Þó skildi pabbi ákvörðun mína; móðir mín átti hins vegar erfíð- ara með að sætta sig við þessa þróun mála. Ólafur, yngsti bróðir minn, tók síðar við jörðinni og nú býr þar Jó- hann sonur hans. Þeir feðgar hafa báðir lagt fyrir sig kirkjuorgelleik í Svarfaðardal. Það er rétt og skylt að taka það fram hér að þá ákvörðun að gera tónlistina að ævistarfi mínu tók ég ekki einn og óstuddur. Jakob bróðir minn hvatti mig áfram og aðstoðaði mig fjárhagslega. Hjá hon- um bjó ég fyrst eftir að ég kom suð- ur til Reykjavíkur. Hann vann þá á Skattstofunni, en nokkru síðar varð hann organisti á Akureyri. Án hans hefði brautin orðið talsvert grýttari. Kannski hefði ég guggnað á að fara að heiman, og ég veit ekki hvað ég hefði þá gert. Eg fann þörfína og viljann til að læra og ekkert annað komst að. Ég innritaðist í Tónlistarskólann í Reykjavík haustið 1936, þá tvítug- ur. Þar var ég í fjögur ár.“ Voru þá draumar þínir að rætast? „Þeir voru nú sumir uppi í skýjun- um en ég komst brátt niður á jörð- ina. Ég var náttúrulega orðinn full- gamall til að hefja nám, og draumur minn að verða t.d. konsertpíanisti gat ekki ræst. En það voru ýmsir möguleikar aðrir. Ég hafði stjórnac kórum fyrir norðan, ég gat lært það, einnig kennt, en fyrst og fremst lang- aði mig til að læra meira í tónlist og að spila betur. Kennari minn á píanó var Árni Kristjánsson og hon- um leist nú ekki beint vel á mína stirðu fingur í upphafi; ég hafði unn- ið erfiðisvinnu allt sumarið. &5S égU framt í sérkennaradeild Kennara- skólans og tók söngkennarapróf. Haustið 1938 fékk ég vinnu sem söngkennari við Austurbæjarskól- ann, svo að síðari tvö árin mín í Tónlistarskólanum var ég bæði nem- andi og kennari." Hafðir þú þá fyrir fjölskyldu að sjá? „Ég gifti mig 1938, konan mín heitir Klara Símonsen, norsk í föður- ætt, og í júlí 1939 fæddist fýrsta bamið okkar af sex, Þórunn. Þetta voru kreppuár. Við bjuggum fyrst á Bergþómgötu 59 og maðurinn sem við leigðum hjá var atvinnulaus. Ég byijaði fljótlega á því eftir að ég kom suður að reyna að afla tekna. Kenndi í einkatímum og spilaði á böllum á kvöldin. Ég spilaði t.d. í Gúttó í mörg og ár og sumarið 1940 stofn- aði ég þriggja manna hljómsveit með þeim Kjartani Runólfssyni og Óskari Cortes. Ég spilaði á píanó, Kjartan á trommur og trompet og Óskar á saxafón og fíðlu. Við spiluðum þetta sumar á Hótel Akureyri." En aðalstarf þitt var þó kennsla? „Ég kenndi í Austurbæjarskólan- um á vetuma alveg þangað til ég fór utan 1945. Ég byijaði á því strax á fyrsta árinu að stofna skólakór, telpnakór aðallega. Ég var með þenn- an kór í sjö ár og hann söng oft opinberlega, bæði á skemmtunum í skólanum og eins í útvarpinu, t.a.m. á jólatrésskemmtun í útvarpssal. /L’.lJ/If m SamkóTimr halda tónleika fyrir Tónlistarfélagið til ágóða fyrir væntanlega tónlistar- höll sem átti að rísa nálægt þar sem nú em gatnamót Snorrabrautar og Hringbrautar. Hugmyndin að slíku húsi kom frá Tónlistarfélaginu. Mér skilst að það sé enn ekki búið að byggja þessa höll. Ég vona að þessi fjáröflun okkar verði ekki unnin fyr- ir gýg-“ En svo fórstu til frekara náms? „Já, undir lok stríðsins fór að koma í mig fíðringur að fara til útlanda að læra meira í tónlist. Því lyktaði með því að ég fékk eins árs frí frá Austurbæjarskólanum á launum til þess að læra hljómsveitarstjórn. Ég hafði þá stjómað lúðrasveitinni Svan- inum um alllangt skeið, tók við af Karli Runólfssyni sem síðar tók raun- ar við henni aftur. Senn leið að því að Þjóðleikhúsið tæki 'til starfa og ég gerði mér vonir um að þar kynni kannski að vera um framtíðarstarf að ræða við að stjórna hljómsveit hússins. Ég hafði stjómað talsvert í leikhúsi fyrir dr. Victor Urbancic þegar hann var of önnum kaf- inn. Dr. Urbancic var mjög elskuleg- ur maður og gott að vinna með hon- um. Við unnum t.a.m. saman við sýningar á Gullna hliðinu og óperett- unni Nitouche í Iðnó, ég æfði kórinn og stjómaði honum á bak við tjöldin. Svo var það einn sunnudagsmorgun, snemma, að dr. Urbancic kemur til mín vestur á Víðimel, þar sem ég Jóhann og Klara ásamt börnum sínum í London 1948. Lengst til vinstri er Stefán, þá Sólveig, Tryggvi og Þórunn. Á þessum árum tók ég að mér að stjórna karlakór sem nefndist Ernir, í honum vom starfsmenn Strætis- vagna Reykjavíkur, lítill kór og ekki mjög burðugur og við sungum ekk- ert opinberlega. Á sama tíma uxu krakkamir í Austurbæjarskólanum úr grasi og þá fór ég að hugsa til þess að stofna blandaðan kór. Um þetta leyti tók ég líka við Góðtempl- arakórnum af Jakobi bróður mínum þegar hann fluttist til Akureyrar, en ég var ekki sérlega ánægður með að starfa með honum, kórinn lítill og dræmur áhugi á að syngja annað en stúkusöngva. Mig langaði til að fá eitthvað meira út úr þessu. Ég hætti því og réðst í það að stofna Samkór Reykjavíkur, árið 1942 að mig minnir, og stúlkurnar í honum voru aðallega nemendur úr Austur- bæjarskólanum og svo voru það strætisvagnastarfsmennirnir. Klara, konan mín, var í Samkórnum, hafði fyrst verið í templarakórnum, og þar kynntumst við. Við héldum fyrsta konsertinn í Gamla bíói árið 1944, á afmælisdag- inn minn, 20. janúar. Síðan héldum við fjölmarga tónleika. Fyrst reyndi ég að sníða okkur stakk eftir vexti og verkefnavalið var frekar takmark- að, en svo óx okkur smám saman fiskur um hrygg og tekist var á við kóra úr passíum og óperum. Þessi kór var orðinn mjög sæmilegur þegar ég fór utan. Róbert Abraham Ottós- son tók þá við Samkómum og stjórn- aði honum nokkurn tíma, en svo leystist hann upp. Á þeim árum sem ég dvaldi í Reykjavík var Tónlistarfélagið aðal- driffjöðrin í tónlistarlífí bæjarins, fyrir utan karlakórana, Karlakór Reykjavíkur og Fóstbræður. Eitt af bjó þá, og segir við mig: „Heyrðu, Jóhann, heldurðu að þú getir ekki stjórnað fyrir mig hljómsveitinni í dag?“ Ég horfði á hann stórum spumaraugum, hvemig ætti ég að gera það, ég hafði aldrei gert slíkt áður. „Jú, þú getur, þú getur alveg gert það,“ sagði Urbancic, og pataði mikið eins og hann gerði ef honum var mikið niðri fyrir. Þannig stóð á að sýning á Nitouch rakst að hluta til á við boðaða æfíngu hjá honum undir tónleika hjá Tónlistarfélag- skórnum. Annaðhvort var þetta óvart eða með ráðum gert, að ég tæki við á meðan hann væri að æfa. Hann vissi að ég kunni verkið af því ég var búinn að vinna svo lengi við uppfærsluna með honum. Nú, á end- anum féllst ég á þetta, og það gekk allt saman stórslysalaust. Það var lítil hljómsveit, kölluð Hljómsveit Reykjavíkur, sem spilaði á þessum sýningum. Svo þegar dr. Urbancic kom af æfíngunni var sýningin u.þ.b. hálfnuð og þá tók karl við svo lítið bar á en ég fór bakatil að gera það sem ég var vanur. Eftir þetta stjórn- aði ég oft fyrir hann þegar hann þurfti þess með. Mér fannst þetta töluvert spennandi og dr. Urbancic gaf mér ýmsar leiðbeiningar í sam- bandi við taktslátt. Ég var raunar búinn að vera að stjóma í mörg ár, en aðferðirnar voru að mestu heima- smíðaðar. Þetta varð til þess að ég fór að hugsa um nám og að leggja fyrir mig hljómsveitarstjórn." Þú fórst til London? „Ég velti því talsvert fyrir mér hvort heldur ég ætti að fara til Ameríku eða Englands, en hvort tveggja stóð til boða. Royal Academy í London varð fyrir valinu og fyrst í stað hafði ég einungis eitt ár í ——---------------------S-M sámeináðist Ijolskyldan á hý”f Lond- on.“ Hvað varstu lengi í Royal Aca- demy? „Ég var fjögur ár og fékk prýðis menntun þar. En ekki var síður mikil- væg sú reynsla sem fékkst af því að hafa augun opin fyrir umhverfinu og kynnast kennurum og öðmm nemendum og sjónarmiðum þeirra." Hvernig gekk þér að kljúfa þetta fjárhagslega? „Þó ég kenndi nokkuð með skólan- um, í einkatímum, var talsvert erfítt að standa straum af kostnaði við námið og framfærslu stórrar fjöl- skyldu. Sérstaklega var fyrsta árið eftir að konan og bömin komu erfítt því styrkurinn sem ég fékk að heim- an var einungis til eins árs. Það hjálp- aði verulega upp á sakirnar, sérstak- lega meðan ég var enn í námi, að við Þómnn dóttir mín fórum til ís- lands á hveiju sumri í 11 ár og héld- um tónleika hér heima. Fyrstu tón- leikamir voru 1947 með gamla kórn- um mínum, Samkómum. Kórinn söng tvö alllöng lög en Þórunn spil- aði sitt „prógram" í tveim hlutum. Á næstu ámm ferðuðumst við þó nokk- uð um landið og héldum tónleika. Aðsókn var mjög góð og skýringin var náttúmlega að hluta til sú að Þómnn þótti undrabarn, sem hún óneitanlega var.“ Hvað starfaðirðu að námi loknu? „Þegar skólanum lauk fór ég að kenna tónlist í London. Ástæðan fyr- ir því að ég fór ekki heim að námi loknu var sú að þá átti Þómnn dótt- ir mín talsvert eftir af námi í Royal Academy og ég vildi gefa henni færi á að ljúka því. Nú, svo fór að ég ílent- ist í London og bý þar enn. Við átt- um þijú börn áður en við fluttumst þangað, eins og ég drap á áðan. í Englandi fæddust þijú til viðbótar, Stefán, Sigrún og Koíbrún. Nú orðið eigum við hjónin 24 barnabörn og 3 bamabarnabörn. Tvö af bömum okk- ar, Tryggvi og Kolbrún, búa í Eng- landi. Sólveig og Þómnn í Sviss. Stefán í Dubai við Persaflóa og Sig- rún í Reykjavík. Fyrst eftir að ég lauk námi kenndi ég við einkaskóla í hverfínu Goiders Green, King Alfred’s School heitir hann, og ég kenndi þar í 15 ár, krökkum á aldrinum 10-16 ára. Þetta var ekki full kennsla en ég kenndi jafnframt í einkatímum og geri raunar enn. Einnig sá ég um hljóðfæráflokk við nokkurs konar kvöldskóla á þessum árum og síðar bættist við lítill kór sem hluti af sama kvöldskóla. Árið 1964 tók ég að kenna við Enfíeld College of Techno- logy, tvo daga í viku, sem fyrirlesari í tónlist. Þegar ég byijaði í Enfield var þar lítill stúdentakór, og ég sam- einaði þessa tvo kóra 1965 í flutn- ingi á verkinu Lobgesang eftir Mend- elssohn. Eftir það fluttum við meiri háttar verk á hveiju ári, svo sem Árstíðirnar eftir Haydn, Messías eft- ir Hándel, Sálumessu Mozarts og Messu í C-dúr eftir Beethoven. Hljóð- færaflokkurinn sem á var minnst var þá orðinn að allstórri hljómsveit, The Jóhann Tryggvason Orchestra. Ég hafði stjórnað mörgum hljómleikum með hljómsveitinni, bæði í London og utan, oft fyrir einhveija góðgerð- arstarfsemi. Frá 1965 unnu kórarnir og hljómsveitin saman að uppfærslu áðurnefndra verka. I einkatímum hef ég mest kennt á píanó, en einnig lítils háttar á önn- ur hljóðfæri, klarinett, fiðlu og svo söng. Þessi kennsla hefur orðið mér mikil ánægjuuppspretta og ég hef haft marga prýðisnemendur." Það er liðið að lokum þessa sam- tals okkar Jóhanns Tryggvasonar. Skammdegismyrkrið er aftur tekið að grúfa yfir, en í fjarlægð, út um gluggann, glittir í hvítan krossinn efst í Hallgrímskirkju og minnir á þann sem er ljós heimsins og jólahá- tíðina sem í vændum er. Ég segi við Jóhann að nú sé komið veglegt orgel í þessa mikilfenglegu kirkju, hvort við ættum ekki að fara að skoða það fljótlega. Það bregður strax bliki fyrir í augum þessa fjörlega manns sem hóf tónlistarferil sinn sem org- anisti í sveitakirkjum norður í landi, menntunarlaus og rétt liðlega fermd- ur. „Já, það skulum við endilega gera.“ Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.