Morgunblaðið - 07.02.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.02.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1993 B 5 ------------------- . ■ -j---------:-----------------------------------— ■ ■■ — Fyrirbænir á 1. sunnudegi í níuviknaföstu FYRSTI sunnudagur í níuviknaföstu er nk. sunnudag 7. febrúar. Bisk- up Islands, herra Ólafur Skúlason, hefur ritað prestum landsins bréf og óskað eftir því að fórnarlamba styrjalda og náttúruhamfara verði minnst í messum og guðsþjónustum á þessum degi og beðið verði fyrir friði og líkn til handa þeim fjölda saklausra sem þjást og líða, segir í tilkynningu frá Biskupsstofu. Sú umræða hefur líka verið til langs tíma að kreppan í leikhúsi okkar tíma eigi sér rót í því að engin al- vöru leikskáld hafi komið fram í einhveija áratugi. Því hafí menn á borð við Pinter, Schaeffer, Stopp- ard og Shephard verið slegnir til riddara og markaðssettir sem ein- hver stórkostleg leikskáld, full af dramatík og nýjum hugmyndum. Ég, fyrir mína parta, verð að segja að hver og einn þessara höfunda á í fórum sínum árans góð verk, en þeir eiga líka ákaflega vond verk. Auðvitað eru allir mistækir, en því miður er hungrið í ný leikhúsverk svo mikið að þessir (og fleiri) höf- undar hafa ekki leyfí til að vera það. Það er nánast allt lofað í há- stert sem þeir gera og framleitt jafnt og þétt fyrir leiksvið og kvik- myndir um allan hinn vestræna heim. Hins vegar er það mín skoðun að fjársvelti til leikhússins sé for- senda listrænnar kreppu. Þegar leikhúsið þarf fyrst og fremst að selja sig til að halda lífi þarf það að tileinka sér markaðssetning- araðferðir viðskiptalífsins, þar sem aðalatriðið er að selja — þegar eðli leikhússins er að gefa. Þegar selja á leikhús, þarf að búa til slagorð, fínna yfírborðslega framsetningu á því sem er falt; svo yfírborðslega að viðtakandinn þurfí ekki og geti ekki fengið svigrúm til að hugsa. Þá er leikhúsinu nauðsynlegt að fínna einhvem leikritahöfund til að markaðssetja. Uppslátturinn verð- ur að vera sterkur og það má aldr- ei hleypa að gagnrýnisrödd á það sem verið er að gera. Ef höfundur hefur átt eitt til tvö sölustykki verð- ur að halda áfram að hygla honum og gera hann að stjörnu til að leyna því að verkin eru innantóm og lé- leg. Við höfum svo nærtækt dæmi hér á landi, þar sem Sigrún Ástrós og Ríta gengur menntaveginn eftir Willy Russell eru mjög vel skrifuð verk með góðri persónusköpun, en svo bregst höfundinum bogalistin all hrapallega í Blóðbræðrum. Willy Russell hefur hins vegar skapað sér nafn sem góður höfundur og því andar varla nokkur maður á hann. Hann er óhagganleg stærð, sem fólk vogar sér ekki að efast um. Enda er það svo að þegar verið er að auglýsa leiksýningar í bresk- um blöðum er ekki nokkur leið að komast að því um hvað verkin eru. Uppslátturinn í auglýsingunum snýst allur um yfírlýsingar gagn- rýnenda, hvaða verðlaun verkin eða sýningarnar hafí fengið, einmitt nú á tímum þegar kannski er verið að verðlauna það sem er skást af þvi sem verið er að skrifa, en ekki endilega vegna þess að það sé ein- hvers virði. Pjárframlög til leikhússins í Bretlandi hafa verið stórlega skert frá því snemma á valdatíð Thatc- her. Þróunin verður stöðugt meira áberandi í átt frá listrænum kröfum og leikhúsið líkist alltaf meira og meira afþreyingarefni í sjónvarpi. Mörg leikhús í London í dag reyna að setja upp sýningar sem hægt er að selja ferðamönnum, sem halda að leikhús í London sé það sem það var á dögum Oliviers og hans félaga, en gera sig þó sæla með afþreyingarstykki sem þeir þurfa ekkert að hugsa um eftir að tjaldið fellur. Þegar við svo hér á íslandi förum að hlaupa á eftir þessari örvænting- arframleiðslu erum við að eltast við og tileinka okkur kreppu sem við þurfum ekkert á að halda. Hún er bresk. Við höfum nóg með okk- ar. Við höfum ekki ferðamenn sem við þurfum að nauðga leikhúsinu upp á og ættum að leyfa okkur að vera fullkomlega gagnrýnin á upp- slætti, auglýsingar og skrum sem fjármagnar rekstur breskra leik- húsa. Islenskt leikhús getur bara verið fyrir íslenska áhorfendur og við ættum að njóta þeirra forrétt- inda og leggja fyrst og fremst list- rænt mat á það sem við veljum erlendis frá. Það er ekki nóg að einhveijum öðrum hafi tekist að selja fullkomlega vonda hugmynd. Þar segir einnig: „Biskup nefnir sérstaklega sem íhugunar- og fyrir- bænaefni hörmungar fólks í lýðveld- um fyrrum Júgóslavíu, hlutskipti palentísku útlaganna sem brottrekn- ir hafa verið frá ísrael, þjáningar íbúa Sómalíu, sem eru í senn fórn- arlömb hungursneyðar og vargaldar. Fórnarlömb stríðsins sem hófst fyrir liðlega tveimur árum við Persaflóa eru einnig sérstakt fyrirbænaefni, allt það fólk sem líður saklaust vegna afleiðinga ófriðarins og býr enn við skort, sjúkdóma, kúgun og harð- stjóm. Sameinust í bæn og íhugun í kirkj- um landsins nk. sunnudag og biðjum að Guð vitji hinna fátæku, smáðu og réttlausu og gefi þeim huggun og frið. Þá kynnti biskup prestum erindi Vinnueftirlits ríkisins vegna yfír- standandi vinnuvemdarárs, þar sem óskað er eftir stuðningi kirkjunnar við vinnuvernd og umfjöllun um málefni atvinnulausra." if v /P; t-'íOWn Uffyfj ii\j lKJ' rf !> ssá 1 r i v «-v <f r.. i. i w Lf.ófyp' Zfeg SVO\v ~ 'rk^Jc ^Vy./N i WM | \ £< L)16S-V u februar Frestur til að skila skattframtali rennur út 10. febrúar Síðasti skiladagur skattframtals vegna tekna og eigna á árinu 1992 nálgast nú óðum. ítarlegur leiðbein- ingabæklingur hefur verið sendur til framteljenda sem kemur að góðum notum við útfyllingu framtalsins. Fylgiblöð með skattframtali liggja frammi hjá skattstjórum sem jafn- framt veita frekari upplýsingar ef óskað er. Mikilvægt er að framteljendur varð- veiti launaseðla áfram eftir að fram- talinu hefur verið skilað. Ef þörf krefur eiga launaseðlarnir að sanna að staðgreiðsla hefur verið dregin af launum. Skattframtalinu á að skila til skatt- stjóra í viðkomandi umdæmi. Forðist álag vegna síðbúinna skila! RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.