Morgunblaðið - 07.02.1993, Síða 8

Morgunblaðið - 07.02.1993, Síða 8
- MÖRSUNHbTOIET MANNLÍFSSTRAUMKRI 7. 'FEBRÖAKigÖS UMHVERriSMÁL//Ví//að beita vísindum við skógrœkt? Rannsóknastöðin að Mógilsá SKÓGRÆKT telst vísindagrein eins og aðrir þættir er lúta að ræktun lands. Grundvöllurinn er því byggður á visindalegum rannsóknum þar sem sérmenntað starfsfólk heldur um stjórnvölinn. Þetta gildir ekki síður hér á íslandi en í öðrum löndum og því fremur að skógrækt í víðtækustu merkingu er tiltölulega ný grein hér á landi. Upphaf is- lenskrar skógræktar telst um síðustu aldamót þegar fyrst voru sett lög um skógrækt. Þótt margt megi læra um þau mál af nágrannaþjóðum okkar og jafnvel líka þjóðum sem fjarlægari eru, þá eru aðstæður svo sérstakar hér að þær eiga varla nokkurn sinn líka. Oft er það því svo að gera þarf ýtarlegar og tímafrekar rannsóknir á því hvemig tegundum og kvæmum farnast við íslensk skilyrði svo tryggja megi ömggan árang- ur. Það er sama regla og gildir gagnvart allri skógrækt hvar sem er í heiminum. Rannsóknarstöð skógræktar á íslandi er að Mógilsá í Kolla- firði og er að stofni til gjöf frá frænd- þjóð okkar í Noregi. Þangað leitar fagfólk og almenningur eftir upplýs- ingum og leiðbein- ingum, þar eru tek- in fyrir langtíma- verkefni, þar er nýjungum komið á framfæri og þróun fylgt eftir. Þegar skógrækt á íslandi vex fiskur um hrygg, eins og allt eftir Huldu Valtýsdóttur bendir til að muni gerast á næstu árum og áratugum, mun sú grein skógrækt- ar sem telst nytjaskóg- rækt skjóta stoðum undir íslenskt efna- hagslíf rétt eins og ger- ist hjá nágrannaþjóðum okkar. En landgræðslu- skógur mun bæta ásjónu landsins, hefta gróðureyðingu, vera til skjóls og prýði um leið og hann ber vott um umhyggju íslendinga fyrir landi sínu. Rannsóknarstöðin að Mógilsá gegnir mikil- vægu hlutverki á þeim vettvangi. Innra starf vegur þar að sjálfsögðu þyngst. En tengsl stöðvarinnar út í þjóðfélagið eru ekki síður mikilvæg. Nýlega barst hér inn á borð bækling- ur með upplýsingum um verkefni rannsóknarstöðvarinnar árið 1992. Þar kemur í ljós að starfsemin er afar fjölþætt og vel skipulögð og ber starfsfólki gott vitni. Sömuleiðis gætir vaxandi skilnings stjómvalda á mikilvægi slíks rannsóknarstarfs á flölmörgum sviðum skógræktar. Ef til vill er erfitt fyrir ókunnuga að gera sér grein fyrir í hveiju þessi fjölbreytni felst en þessi litii bækl- ingur gefur þó allgott yfirlit og skiln- ing á því starfi sem þarna fer fram. Það er freistandi að gefa hér smá sýnishom af nokkrum þáttum með upptalningu á kaflaheitum: Fræ og fræöflun, kvæma og tegundarann- sóknir (11 verkefni), trjákynbætur (6 verkefni), verkefni sem tengjast tijátegundum frá Alaska (5 verk- efni), tijásöfn (arboreta), Síberíu- efniviður, vaxtamælingar, meindýr í skógum, rannsóknir á ræktunarað- ferðum, viðjuakrar og skjólbelti, birki og landgræðsluskógar, svepp- arætur og erfðafræði. Þessir þættir era síðan skilgreindir, gerð grein fyrir markmiðum, hvað framkvæmd- um líði, fjármögnun o.fl. Auk hinna séríslensku verkefna hefur stöðin á Mógilsá samstarf við rannsóknaraðila á sama sviði á Norðurlöndum og víðar, t.d. í Kanada. Vegna landgræðsluskógaverkefn- isins sem hófst hér árið 1990 og mun standa að minnsta kosti til alda- móta, era rannsóknaratriði á vegum Mógilsár í 5 liðum. Þar er t.d. íjallað um fræframleiðslu og frædreifingu birkis, undirbúning fyrir gróðursetn- ingu í lítið gróinn mel, eftirlit með gróðursetningu, frosthreyfingar og áhrif þeirra á afkomu plantna. I sérstakri úttekt er gerð grein fyrir skipulögðum rannsóknum á hagnýt- ingu sjálfgræðslu landgræðslu- skóga, en komið hefur í ljós að út- breiðsla birkis á gróðursnauðu landi getur margfaldast á örfáum áratug- um með sjálfgræðslu, þannig að draga má mjög úr kostnaði og mögu- legt verður að klæða mun stærra svæði birkiskógi en ella. Rannsóknir á þessu sviði standa nú yfir. Þá kem- ur og í Ijós að birki er að vinna sér sess sem landgræðslutegund, sem getur numið land á gróðurlitlum svæðum en víðitegundir, lerki og elri virðast sömuleiðis heppilegar tegundir til uppgræðslu. Rannsóknarstöðin hefur einnig tekið upp samstarf við rannsóknar- stofnanir í Noregi, Danmörku og á Bretlandi um rannsóknir á sitkalús sem er skæðasta meindýrið í ís- lenskum skógum. A Mógilsá eru hættusvæði könn- uð að því er varðar þessa lús, kannað er hvemig eigi að beita náttúraleg- um óvinum hennar og tilraunir eru gerðar með rækt- un lúsfælinna kvæma. Hér era aðeins nefnd rannsóknar- verkefni sem era á dagskrá stöðvar- innar nú. Þá eru auðvitað ótaldar þær rannsóknir sem þegar hafa bor- ið góðan árangur og eflt íslenska skógrækt, enda sjást þess merki víða land. Þótt hljótt sé yfírleitt um það merka starf sem að baki liggur, er ekki úr vegi að minna á hið fom- kveðna: Vísindin efla alla dáð — þar með talinn grandvöllurinn: vísinda- legar rannsóknir. Efni annarrar stjörnu hrapar inn að svartholi, en er jafnframt á hring- ferð. Rauði liturinn er aðeins til að gefa hugmynd um geislunina. TÆKNlÆr tilvera svartholanna endanlega staðfest? SVARTHOL Tilvera svartholanna í himingeimnum hefur verið skoðunarefni í nokkra áratugi. Svarthol er upphaflega efni sem hefur orðið svo samþjappað, að eiginleiki þess til að fylla út í rúmið verður að engu. Það fyllir út í nákvæmlega ekki neitt. Rúmmál þess er sem punkts í stærðfræðinni. Það er núll ms. Þó er það rými sem þess gætir miklu stærra. Eftir massanum sem hvarf inn í það fer stærð þess rúms sem það hefur al- ræðisvald á, og hleypir engu út úr, hvorki ljósi né venjulegu efni. Þá mætti halda að ógerlegt sé að ganga úr skugga um tilveru svartholanna. Ekki er þó svo. Aðeins er um að ræða nokkurra kílómetra vegalengd, sem alræðisvaldið nær til. Utan þessarar ijarlægðar er aflið sterkt, en ekki svo að ljós komist ekki frá því. Efni sem hrapar ofan í þetta ginnungagap get- ur komið frá sér boðum á leiðinni. Einmitt vegna hrapsins sendir það frá sér boð, þ.e. geislun. Rafagnir eftir Egil Egilsson sem herða á sér senda frá sér geisl- un. Efni sem fellur inn að ósýndar- mörkum hefur einnig hitnað svo mikið, að það verður til röntgengeisl- un frá því. Eru þau til? Afstæðiskenning Einsteins sagði fyrir um þau að nokkra leyti. Svart- holin hafa komið upp á fleiri en einn veg í hinum ýmsu alheimslíkönum sem hafa verið í þróun fram eftir öldinni, líkaninu um stóra spreng- inguna o.fl. Alllangur tími hefur lið- ið þannig að menn hafa verið vera- lega sannfærðir um það eftir fræði- legum leiðum, að þau fyrirfinndust, SIÐFRÆDI///vab erNarkissos? SJALFSAST eftir Gunnor Hersvein Narkissos er nafn á hátíðarlilju. Narkissos er hugtak í sálfræði Sigmunds Freuds yfir sjálfsást. Englendingar nota nafnið sem orð yfir menn, fulla aðdáunar á sjálfum sér. Og sú skoðun er meðal siðfræðinga að öll mann- leg hegðun mótist af sjálfselsku. Æði mörg hugtakanöfn vest- rænna fræða eru sótt í brunn goðsagna, oftast grískra eða rómverskra. Narkissos eða sjálfs- elskuhugtakið á einmitt rætur að rekja til goðsagn- ar. Ég hreifst af sögunni í bók Ed- ith Hamilton „Mythology" (Litle, Brown and Company, Boston, USA 1942) og lét undan freisting- unni að þýða hana á íslensku. Mun hún vera eftir róm- verska ljóðskáldið Óvíd (43 f.Kr. - 17. e.Kr.). Ég birti nú þýðinguna og ætla að gera tilraun í næsta pistli til að kryfja sjáflsástarhugtak- ið. Siðfræðiglíman verður við eftir- farandi fullyrðingu: „Allir menn eru sjálfselskir í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur." Narkissos og Ekkó Fegurð hins unga sveins, Nark- issosar, var svo heillandi að allar stúlkur sem litu hann augum fyllt- ust djúpri þrá til að gefast honum. Hið grátlega var, að hann girntist enga þeirra. Árangurslaust freist- uðu þær að grípa athygli hans en kaldbijósta slapp hann ætíð úr brennandi atlotum augna þeirra. Dísir, harmþrungnar af ást, vörð- uðu hann engu. Jafnvel yndisþokki Ekkóar hrærði ekki við honum. Ekkó var eftirlæti Artemisar, gyðju veiðiskapar, skóga, villidýra og mánans, en örlög hennar vora ráðin hjá Heru, konu æðsta guðsins Seifs. Hera var þráfaldlega að grennslast fyrir um bónda sinn. Hún hafði hann sterklega grunaðan um að leggja ást á einhveija dísina. Hún sótti þær heim til að finna hina seku. Ekkó lék á als oddi og fljótiega gleymdi Hera erindi sínu. Hugfangin hlustaði hún á glaðlega rödd hinnar geislandi dísar. Aðrar dísir notuðu tækifærið á meðan og létu sig hverfa. Þegar Hera uppgötvaði að þær vora orðnar tvær einar gat hún ekki komist að neinni annarri niður- stöðu en að Seifur hefði dálæti á Ekkó. Reiði hennar gaus upp og dómurinn féll: Dísin mátti aldrei framar beita tungu sinni nema til að endurtaka það sem sagt var við hana. „Ekkert áræði munt þú hafa til að hefja samræður, en ávallt geta mælt síðustu orðin.“ Þetta var harður dómur og áhrifamáttur hans kom allur fram þegar Ekkó slóst í hóp dísanna sem þjáðust af ást til Narkissosar. Hún gat fylgst með honum úr viðunandi fjarlægð en hvernig átti hún að geta náð ástum hins unga sveins sem virti enga stúlku viðlits? Einn góðan veðurdag mátti þó ætla að tími hennar væri upprunn- inn. Narkissos var í skóginum og kallaði: „Er einhver héma?“ Ekkó stóð hulin bak við tré og kallaði á móti: „Héma! Hérna" Hann svar- aði: „Komdu!" Einmitt orðið sem Ekkó langaði til að segja. Glöð í hjarta kallaði hún: „Komdu!“ og steig fram milli tijánna með opinn faðminn. En Narkissos sneri sér einþykkur undan og sagði: „Nei, ég mun deyja, áður en ég gef þér 3. februar Honnun i havegum... FAXAFENI 7 108 REYKJAVIK SIMI 91 687733

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.