Morgunblaðið - 24.02.1993, Page 2

Morgunblaðið - 24.02.1993, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993 Styrkurtil atvinnu- lausra unglinga BORGARRÁÐ hefur samþykkl 950 þús. króna styrk til nám- skeiðahalds og ráðgjafar á veg- um íþrótta- og tómstundaráðs í þágu atvinnulausra unglinga á aldrinum 16 til 20 ára. í erindi framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs til at- vinnumálanefndar kemur fram, að fyrirhugað er að bjóða ýmis nám- skeið í Hinu húsinu og að ráða sér- hæfða leiðbeinendur til starfa. Með- al annars verður boðið upp á nám- skeið í islensku, myndbandagerð, leiklist, framsögn, útvarpsþátta- gerð, tónlist, myndlist og fleira. Ekki er gert ráð fyrir að þátttak- endur greiði þátttökugjald. Reykjavíkurborg vill kaupa land Olíufélagsins Skeljungs í Skerjafirði Verði grænt svæði á komandi árum BORGARRÁÐ hefur samþykkt viljayfirlýsingu um að sam- ið verði við Olíufélagið Skeljung hf., um kaup á eign- arlandi fyrirtækisins í Skeijafirði á næsta ári. Að sögn Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra, er gert ráð fyrir að þarna verði grænt svæði í framtíðinni. Flutt á fimm árum GERT er ráð fyrir að félagið flytji rekstur sinn á fimm árum og að borginni verði þegar heimilað að reisa dælustöð fyrir Fossvogsræsið, sem næst fjörunni í landi félagsins. Fjallað var um samning við Olíufélagið Skeljung hf., um kaup á eignarlandi í Skerjafirði á fundi borgarráðs í gær. Félagið hefur haft þar aðsetur um margra ára skeið en borgarstjóri sagði, að áform væru uppi um að flytja alla starfsemina þaðan. Þegar hefur hluti hennar verið fluttur í Örfirisey og er ætlunin að flytja vörulager í Skútuvog og gasbirgðastöðina í Straums- vík. „Þessi starfsemi hefur verið í Skerjafirði frá fyrri árum en nú hefur tekist samkomulag um að á næsta ári verði gengið til endanlegra samninga við Skelj- ung um kaup borgarinnar á landi og eignum,“ sagði Markús. Leiknisvölliir upphitaður og flóðlýstur BORGARRÁÐ __ hefur sam- þykkt umsögn Ómars Einars- sonar framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs, um að fyrirhugaður gervi- grasvöllur íþróttafélagsins Leiknis við Austurberg verði flóðlýstur og upphitaður. Áætlaður heildarkostnaður við jarðvinnu, búnað, gervigras, hönnun, flóðlýsingu og hitalögn er 89,1 milljón króna. Tap íslandsbanka 176 millj. í fyrra TAP á rekstri íslandsbanka nam 176 milljónum króna á síð- asta ári en árið áður varð 61 miiyónar króna hagnaður af rekstrinum. Valur Valsson bankastjóri íslandsbanka sagði, að þessi niðurstaða ylli að sjálfsögðu vonbrigðum en hana hefði mátt sjá fyrir að verulegu leyti upp úr miðju síðasta ári þar sem tap eftir 8 mánuði hefði numið 80 milljónum króna. í frétt frá íslandsbanka segir, efnahagsumhverfi þjóðarinnar. að afkoma bankans hafi markast Mikill fjöldi fyrirtækja sé rekinn öðru fremur, af fjárhagslegum erf- með tapi, verðlag á atvinnuhúsnæði iðleikum heimila og fyrirtækja og og tækjum hafí farið lækkandi og Lagafrumvörp sem ríkisstjómin hyggst leggja fram á næstunni Sala á tóbald einkavædd og sérstakt gjald lagt á RÍKISSTJÓRNIN leggur fram á næstunni frumvarp um að tóbakseinkasala ríkisins verði afnumin og umboðsaðilum feng- in sala tóbaks í hendur. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ríkissjóður haldi óskertum tekjum af tóbakssölunni með tób- aksgjaldi, sem lagt verður á eftir þunga reyktóbaks en tóbaks- gjaldið verður 5,90 kr. fyrir hvern vindling. Þá verður lagt fram frumvarp um að Lyfjaverslun ríkisins verði hlutafélag. Samkvæmt frumvarpinu verður þingi. Hugsanlegt er talið að um- lögum um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins breytt í þá veru að ákvæði um einkarétt ÁTVR til innflutnings og heildsöludreifingar á tóbaki verð- ur afnumið. Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður fjármálaráðherra kvaðst reikna með að neftóbaks- framleiðsla og sala yrði áfram á hendi ÁTVR. Taki gildi l.júlí Gert er ráð fyrir að þessi breyting komi til framkvæmda 1. júlí nk. ef frumvarpið hlýtur samþykki á Al- boðsaðilar tóbaks vilji hagnýta sér þjónustu ÁTVR meðan gengur á birgðir. Steingrímur Ari kvaðst eiga von á einhveijum samdrætti í rekstri ÁTVR í kjölfar þessa, en þó væri tóbakssalan óverulegur hluti í starf- seminni, því birgðahald væri tiltölu- lega auðvelt. Hluti af hagnaði ríkisins af tób- akssölu rann í Jöfnunarsjóð sveitar- félaga í formi landsútsvars. Hagnað- ur ATVR mun líklega minnka með þessu fyrirkomulagi. Því er í frum- varpinu gert ráð fyrir að ákveðinn hluti tóbaksgjaldsins, 3% eða um 75 milljónir kr. á ári, renni beint til Jöfnunarsjóðsins. Samkeppnissjónarmið Þá hyggst ríkisstjómin leggja fram frumvarp um að Lyfjaverslun ríksins verði breytt í hlutafélag og að heimilað verði að selja hlut ríkis- ins. Salan er ekki tímasett, að sögn Steingríms Ara, en gert er ráð fyrir að formbreytingin eigi sér stað 1. júlí. Lögð er áhersla á að tekið verði tillit til samkeppnissjónarmiða við einkavæðingu Lyfjaverslunarinnar, á þann veg að enginn einn aðili verði ráðandi á lyfjamarkaðnum vegna sölu Lyfjaverslunarinnar. Velta Lyfjaverslunarinnar var í fyrra um 800 milljónir kr. og þar vinna 60 starfsmenn. Starfsemin er fólgin í lyflaframleiðslu og lyfjainnflutningi auk innflutnings á hjúkrunarvörum. horfur í efnahags- og atvinnumál- um séu ekki bjartar. Valur Valsson vildi ekki upplýsa hve mikið íslandsbanki hefði lagt á afskriftarreikning til að mæta töp- uðum útlánum á síðasta ári. Upp- lýsingar um það myndu ekki liggja fyrir fyrr en á aðalfundi bankans sem haldinn verður í lok mars. En framlag bankans í afskriftarreikn- ing nam tæpum milljarði króna fyrstu átta mánuði .síðasta árs og var þá talið nauðsynlegt að hækka framlagið hlutfallslega það sem eft- ir var ársins. Minni rekstrarkostnaður Rekstrarkostnaður íslandsbanka lækkaði um tæplega 230 milljónir króna á síðasta ári og nemur sá samdráttur um 6% af heildarrekstr- arkostnaði, að sögn Vals Valsson- ar. Stefnt er að því að lækka rekstr- arkostnað enn frekar á þessu ári. Útlán íslandsbanka voru 42,6 milljarðar króna í fyrra sem var 3,7% aukningfrá árinu 1991. Heild- arinnlán að meðtöldum bankabréf- um námu tæpum 40 milljörðum króna sem var 3% aukning, að sögn Vals Valssonar. Aðspurður sagði hann að bankinn hefði dregið úr útgáfu bankabréfa á síðasta ári en haldið sínum hlut af innlánum. Eigið fé bankans var 5.175 millj- ónir króna í árslok 1992 og minnk- -aði um 216 milljónir króna frá fyrra ári vegna hallareksturs og arð- greiðslna til hluthafa á síðasta ári. Eiginfjárhlutfall bankans er 10% en lögbundið lágmark er 8%. Aðalfundur íslandsbanka verður haldinn 29. mars. Ágætæfing! íslendingar sigruðu Pólveija í landsleik í handknattleik í gær- kvöldi, en þurftu að hafa mun meira fyrir sigrinum en í fyrra- kvöld. Urslit leiksins urðu 28:24 eftir að jafnt hafði verið í hálf- leik, 17:17. Bjarki Sigurðsson gerði fjögur mörk fyrir ísland í leiknum og hér er eitt þeirra í uppsiglingu, en Sigurður Sveins- son var markahæstur með níu mörk. Sjá ennfremur bls. 43. í dag Lestrarkeppni Efnt verður til keppni ílestri íöll- um grunnskólum landsins 8. til 18. marsnk. 19 Eignarnámsbætur Björn á Löngumýri vildi 5,4 millj. en fær 240.000 kr. 22-23 Kosið i Stúdentaráð____________ Lánamál og nemendafyrirtæki eru meðal baráttumálanna 18 Leiðari_________________________ Eiga skattgreiðendur að kosta starfsstéttaþing 22 úrVERINU UM 8JAVMÚTVM Úr verínu ► Kanna stofnun alþjóðlegs fisk- markaðar í Reykjavík - Flugleiðir gætu aukið fískflutning mikið - 11 íslenzk fyrirtæki sýna í Boston - Rússafiskur veldur óróa Myndosögur ► Drátthagi blýanturinn - Fiðr- ildi - Löggan ogþjófurinn - Pennavinir - Spjókarl - Mynda- sögur - Könnunarleiðangur - Myndir ungra listamanna Framsóknarflokkur fær 23,9% fylgi, þá kemur Alþýðubandalagið með 21,2% og þá Kvennalistinn með 13,1% fylgi í könnuninni. Stjórnarandstæðingum fjölgar Félagsvísindastofnun spurði einnig um fylgi við ríkisstjómina. Tæpur fjórðungur svarenda, eða 24,6%, sagðist henni fylgjandi en andstæðingarnir voru 54,6%. Hlut- föHin hafa breytzt lítillega frá síð- ustu könnun, stjórnarandstæðing- um í hag. Þá fengu þeir 51,5% en stuðningsmenn stjórnarinnar 29,5%. Sjá bls. 7: „Sjálfstæðisflokkur- inn...“ Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Sjálfstæðisfiokkur fengi 33,3% fylgi SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi mest fylgi, 33,3% at- kvæða, ef gengið væri til þingkosninga nú, samkvæmt nið- urstöðum skoðanakönnunar, sem Félagsvísindastofnun Há- skólans gerði fyrir Morgunblaðið í síðustu viku. Flokkurinn fékk 38,6% í kosningnum 1991. Alþýðuflokkurinn yrði hins vegar minnsti flokkurinn og fengi 6,8%, en fékk 15,5% í þing- kosningunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.