Morgunblaðið - 24.02.1993, Page 17

Morgunblaðið - 24.02.1993, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993 17 Atvinnumálin efst á baugi á Búnaðarþingi BÚNAÐARÞING verður sett næstkomandi mánudag, 1. mars. Jón Helgason formaður stjórnar Búnaðarfélags íslands setur þing- ið klukkan 10. Þá mun Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra og Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda ávarpa þingfulltrúa. Jón Helgason sagðist í samtali við Morgunblaðið búast við að atvinnu- málin yrðu efst á baugi á þessu Búnaðarþingi. Hann sagði að frá því síðasti búvörusamningur var gerður hafi orðið gjörbreyting í atvinnumál- um í landinu. Það sagði hann að snerti bændur bæði beint og óbeint. Þeir yrðu fyrir miklum tekjumissi vegna niðurskurðar framleiðsluheim- ilda og gætu að takmörkuðu leyti bætt sér það upp með annarri vinnu. Þá takmarkaði atvinnuástandið einn- ig möguleika bænda til að hætta búskap til þess að stunda aðra vinnu frá bæjum sínum eða leita fyrir sér annars staðar með því að flytja. Búnaðarþing starfar venjulega í tíu daga. SAS Lukkupotturinn er fullur af ævintýrum! minnihlutahópa í landinu, nægir þar að nefna aðstoð við flóttafólk, aðstoð við útigangsmenn og aðstoð við al- næmissmitaða. í Húsinu, neyðarat- hvarfi fyrir unglinga, er ungu fólki í vanda boðin hjálp og síðast en ekki síst hefur Rauði kross íslands nýlega opnað athvarf fyrir geðsjúka, sem ekki þurfa sjúkrahúsvist, við Hverfisgötu í Reykjavík. Athvarfið hefur hlotið nafnið Vin. Þá hafa fé- lagar í Ungmennahreyfingu RKÍ komið á fót svokallaðri Vinalínu, þar sem fólki stendur til boða að ræða vandamál sín í síma við sérþjálfaða sjálfboðaliða, ungmennin hafa einn- ig aðstoðað ungt fólk í vanda í mið- borg Reykjavíkur um helgar, þau sinna börnum í Kvennaathvarfinu o.fl. Virðum hvert annað - mannleg reisn er réttur allra. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauðu kross íslands. Virðum hvert annað Mannleg reisn eftir Hannes Hauksson Mannkynið er fimm milljarðar. Arlega fjölgar því um hundrað millj- ónir. Alltof stór hluti mannkyns býr við kjör sem ekki eru mannsæm- andi. Fimmtungur kann hvorki að lesa né skrifa og tæpur þriðjungur barna býr við næringarskort. Dag hvern farast milli 40 og 50 þúsund úr hungri. Þijátíu milljónir barna eru heimilislausar og njóta ekki kærleika foreldra eða ástvina. Göturnar, þar sem ofbeldi og glæpir eru daglegt brauð, eru náttstaður þeirra. Við getum lengi bætt við þessa ljótu en sönnu mynd. Fimmtungur jarðarbúa býr við vatnsskort. Dag- lega eru unnin umhverflsspjöll sem ógna heilsu komandi kynslóða. Ár- lega hrekjast milljónir á flótta vegna stríðs, hungurs og náttúruhamfara. Fjöldi fólks býr við kúgun, er látinn dúsa í fangelsum án dóms og þarf að sæta pyndingum, sem skilja eftir varanleg sár á sál og líkama og leiða stundum til dauða. Af þessari upptalningu er ljóst að í heiminum vantar mikið á að fólk sýni hvert öðru næga virðingu. Þetta virðingarleysi ríkir ekki aðeins í svo- kölluðum þróunarlöndum. í ríkari löndum heims, jafnvel hér í okkar litla samfélagi, stækkar sá hópur sem býr við kjör sem vart geta tal- ist mannsæmandi. Atvinnuleysi eykst með fylgifiskum eins og eitur- lyfja- og áfengisneyslu, almennri svartsýni, öryggisleysi og óvissri framtíð ungs fólks. Æ fleiri, ungir og gamlir, gefast upp í miskunnar- lausri lífsbaráttu neyslusamfélags- ins. Gjáin milli ríkra þjóða og fátækra dýpkar og dýpkar. Samtímis breikk- ar líka bilið milli ríkra og fátækra í iðnríkjum Vesturlanda - hópar fólks virðast sitja eftir bjargarlausir. Rauðakrosshreyfingin um allan heim vill beijast gegn þessu hrópandi óréttlæti. Hún vill virkja sjálfboðal- iða innan sinna vébanda til að rétta þurfandi fólki hjálparhönd og með því stuðla að því að fleiri geti lifað með reisn og hefur þess vegna valið sér kjörorðin „Virðum hvert annað“ á yfirstandandi ári. Öskudagur er hefðbundinn fjár- öflunardagur RKÍ. Á hverju ári síðan 1925 hafa börn og unglingar um land allt langt hönd á plóginn. Fénu sem safnast er varið til margvíslegs mannúðarstarfs á svæði viðkomandi deilda, en einstaka deildir kjósa að leggja fé í hjálparstarf í þriðja heim- inum. í þetta sinn má segja að verið sé að bijóta blað því hingað til hafa verið seld merki á öskudaginn en núna var ákveðið að selja penna með er réttur allra áletruninni „Virðum hvert annað“. Eg vil hvetja fólk til að taka sölu- börnum vel og styðja þannig við bakið á hjálparstarfí Rauða krossins. Neyð fólks er af ólíkum toga. Þess vegna hafa landsfélög Rauða krossins, sem starfa í 170 löndum, tileinkað sér mismunandi starfsað- ferðir. Þær aðferðir mótast fyrst og fremst af þörfinni í' viðkomandi landi. Rauði kross íslands kemur víða við í mannúðarstarfi heima og erlendis. Á vegum deilda RKÍ er rekinn fullkominn sjúkrabílafloti, deildir sinna öldrunarmálum, þær styðja heilbrigðiskerfið í landinu með því að gefa tæki og tól og hafa for- SAS býður upp á ótrúlega lág far- gjöld til borga um alla Evrópu á verði sem er um 40% lægra en á venjulegum fargjöldum. Börn og unglingar frá 2ja til 18 ára aldurs fá þar að auki 50% afslátt. Til að spila í SAS Lukkupottinum þarf að kaupa farmiðann 7-14 dögum fyrir brottför og dvelja a.m.k. aðfararnótt sunnudags í því landi sem ferðast er til. Hámarksdvöl er einn mánuður. Þegar ferðast er til borga utan Norðurlandanna er hægt að stoppa í Kaupmannahöfn á báðum leiðum. SAS LUKKUFARGJÖLD Verö miðað við einstakling: 30.160 34.520 41.550 46.720 52.930 58.110 61.210 Kaupmannah. Helsinki Berlín Amsterdam* Brussel* Aþena Bilbao* Stokkhólmur Turku Hamborg* Dusseldorf Budapest Kiev Oporto* Osló Tampere Hannover Frankfurt* Munchen* Mílanó Palma* Bergen Vaasa Stuttgart París* Lissabon Valencia* Stavanger Kristiansand Váxjö Vásterás Gautaborg Malmö Kalmar Jönköping Norrköping Örebro Leipzig Ríga Vín* Vilníus Zúrich* Barcelona Genf* Prag Madrid Malaga Róm Feneyjar Alicante* Istanbúl Nice Tallinn „Dag hvern farast milli 40 og 50 þúsund úr hungri. Þrjátíu milljón- ir barna eru heimilis- lausar og njóta ekki kærleika foreldra eða ástvina. Göturnar, þar sem ofbeldi og glæpir eru daglegt brauð, eru náttstaður þeirra.“ 1250 kr. ísl. flugvallarskattur er ekki innifalinn í uppgefnu verði. SAS flýgur frá íslandi til Kaupmannahafnar mánudaga, miðvikudaga og laugardaga. Flug til íslands er á sunnudags-, þriöjudags- og föstudagskvöldum. *Til eru ódýrari gjöld en þá má ekki stoppa í Kaupmannahöfn og bamaafsláttur er fyrir börn yngri en 12 ára. Kynntu þér SAS Lukkupottinn á söluskrifstofu SAS eða á ferðaskrifstofunni þinni og fljúgðu á vit ævintýranna í Evrópu! SAS á íslandi - valfrelsi í fiugi! Laugavegi 172 Síml 62 22 11 ystu í skyndihjálparkennslu, svo að- eins fátt sé talið. Undanfarin ár hefur RKÍ í ríkari mæli reynt að koma til móts við Hannes Hauksson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.