Morgunblaðið - 24.02.1993, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 24.02.1993, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993 21 Verðlækkun á fiski á mörkuðum í Evrópu Viðbrög’ð í samræmi við starfsreglur EB Lágmarksverð hefði takmörkuð áhrif á íslenskar afurðir Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins (EB) tekur að öllum líkind- um ákvörðun um lágmarksverð á innfluttar sjávarafurðir um næstu helgi. Sljórnin er undir miklum þrýstingi frá aðildarþjóðunum, aðal- lega Frökkum, um að grípa nú þegar til aðgerða til að draga úr inn- flutningi á sjávarafurðum til EB. Franskir sjómenn og starfsbræður þeirra, m.a. í Danmörku og á Bretlandi, telja að ódýr innflutningur frá íslandi, Noregi og Rússlandi sé að rústa lífsafkomu þeirra. Ljóst er að lágmarksverð á inn- ákvörðunin er hins vegar á færi fluttum sjávarafurðum mun hafa takmörkuð áhrif á íslenskar afurðir sem þegar eru að mestu háðar lág- marksverði innan EB í samræmi við ákvæði bókunar sex við fríverslunar- samning íslands og bandalagsins. Samkvæmt henni skuldbinda íslend- ingar sig til að selja ekki afurðir sem njóta tollfríðinda eða afsláttar undir viðmiðunarverði EB. Sama gildir um alla innflutningskvóta til bandalags- ins sem heimilaðir eru með tollaaf- slætti og þessi regla mun og gilda um ívilnanir samkvæmt bókun níu við Evrópska efnahagssvæðið (EES). Viðmiðunarverð á sjávaraf- urðum innan EB er ákveðið á grund- velli markaðsverðs og gildir sem viðmiðun gagnvart innflutningi til bandalagsins. Fylgst með verðþróun Ef verð á innflutningi fer niður fyrir viðmiðunarverð og útlit er fyrir röskun á mörkuðum af þeim orsök- um ber framkvæmdastjórninni að gera ráðstafanir til að breyta viðmið- unarverðinu í lágmarksverð. Til þess þarf hún að hafa samráð við sér- fræðinga frá aðildarríkjunum en framkvæmdastjórnarinnar einnar. Undanfarnar tvær vikur hafa emb- ættismenn EB fylgst grannt með verðþróun á fiskmörkuðum í banda- laginu vegna vísbendinga um lækk- un á mikilvægum tegundum. Tilþrif franskra sjómanna á fisk- mörkuðunm og bryggjusporðum síð- ustu daga hafa þess vegna haft tak- mörkuð áhrif á þær aðgerðir sem verið er að taka afstöðu til í Brussel þessa dagana. Þar í borg líta marg- ir svo á að yfirvofandi kosningar í Frakklandi eigi mun ríkari þátt í ástandinu en meint undirboð ís- lenskra, norskra og rússneskra sjó- manna. Vandi fransks sjávarútvegs sé fyrst og fremst pólitískur og verði ekki leystur með innflutningsbanni. Þá benda menn á hátt gengi franska frankans og að síversnandi efnahag- ur fólks hafi dregið mjög úr fisk- neyslu en fískverð hefur verið mjög hátt í Evrópu undanfarin ár. EB íhugar að koma á álkvótum Rússar hóta að selja álið til hernaðarnota Brussel. Reuter. VÉGNA þrýstings frá álframleiðendum í EB, einkum í Frakklandi, hefur framkvæmdastjórn EB til athugunar að selja kvóta á álinnflutn- ing. Pavel Smírnov í sendinefnd Rússa hjá EB, varar bandalagið við. „Ef innflutningurinn verður tak- markaður munu margir telja ástæðulaust að standa við aðra samninga, sem við höfum gert. Inn- an hersins munu menn segja sem svo: „Ef við getum ekki selt álið til friðsamlegra nota, skulum við bara snúa okkur annað.“ Við getum rétt ímyndað okkur hvað þá gæti gerst,“ sagði Smírnov. Hann fullyrðir auk þess að mikið af álinu komi frá öðr- um fyrrverandi Sovétlýðveldum, þ.e. Úkraínu, Hvíta-Rússlandi og Eystrasaltslöndunum. FÉLAC ÍSLENSKRA STÓRKAUPMANNA ' mrm 1928*1993 3. 4. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráóherra. AÐALFUNDUR Aðalfundur Félags íslenskra stórkaupmanna verður haldinn miðvikudaginn 24. febrúar 1993 á Hótel Holiday Inn kl. 14:00. Dagskrá skv. félagslögum: 1. Fundarsetning. 2. Kjör fundarstjóra og úrskurður um lögmæti fundar. Ræða formanns, Birgis R. Jónssonar. Ræða: Jón Baldvin Hanni- balsson, utanríkisráðherra. Kaffihlé. Skýrsla stjórnar. Ársreikningur 1992. Fjárhagsáætlun FÍS 1993. Yfírlit um starfsemi sjóða. ÍSLENSK VERSLUN - skýrsla varaformanns. Kjör formanns. Kjör þriggja stjórnarmanna. Kjör tveggja endurskoðenda og tveggja til vara. 11. ÍSLENSK VERSLUN - Kjör íjögurra stjórnar- manna og fjögurra varamanna. Lagabreytingar. Kosið í fastanefndir. Ályktanir. Önnur mál. Fundarslit. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á skrifstofu félagsins í síma 678910. 6. 7. 8. 9. 10. 12. 13. 14. 15. 16. Birgir R. Jónsson, formaður FÍS. AÐILDARFELAGAR Munið 28. febrúar! HAGSTÆÐUSTU SUMARLEYFISFARGJÖLD . SEM í BOÐI ERU. Þann 28. febrúar munu hagstæðustu sumarleyfisfargjöld sem í boði eru hækka. Samt sem áður halda þau áfram að vera þau hagstæðustu til 3. maí en þá lýkur sölunni í þau 5000 sæti sem upphaflega stóðu aðildarfélögum okkartil boða. Miðar gilda frá einni viku, upp í einn mánuð á tímabilinu maí til september. Allar nánari upplýsingar fást hjá viðkomandi stéttarfélögum og á söluskrifstofum Samvinnuferða - Landsýnar. Félagar í eftirtöldum aðildarfélögum njóta þessara einstöku kjara: Alþýðusambandi íslands, BHMR, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Farmanna- og fiskimannasambandi íslands, Hjúkrunarfélagi íslands, Kennarasambandi íslands, Sambandi íslenskra bankamanna og Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. Aðildarfélagar, verslið við ferðaskrifstofu ykkar! Dæmi um staðgreiðsluverð fyrir fullorðinn: KAUPMANNAHOFN 17.900 kr. til 28. febrúar. 21.800 kr. frá 1. mars til 3. maí. Einnig frábært verð til eftirtalinna borga: • AMSTERDAM • BALTIMORE • GAUTABORG • GLASGOW • KAUPMANNAHÖFN • LONDON • LUXEMBORG • OSLO • PARIS • STOKKHÓLMUR • VÍNARBORG Opið ú laugordog! Skrifstofan Austurstræti 12, verður opin á laugardaginn frá kl. 10 til 15. UÍ£ySu£. & vc&i ■jflýÚA'joipl Smniniiulei’úirLmulsi/ii ReykjavíK: Austurstræt) 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Slmbrél 91 - 2 77 96 / 69 Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Slmbréf 91 - 62 24 60 Akureyrl: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27 200 • Keflavik: Hafnargötu 35 • S. 92 -13 400 • Slmbréf 92 - 1 34 90 10 95 • Telex 2241 Símbréf 96 -1 10 35

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.