Morgunblaðið - 24.02.1993, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993
Rætt um að flýta framkvæmdum við Borgarbraut og Dalsbraut SSSÓl held-
Akstur úr hverf-
um í miðbæ stytt-
ist um nær 30%
FRAM hafa komið hugmyndir um að flýta framkvæmdum við
gerð Borgarbrautar frá Hlíðarbraut og niður eftir ánni að
gatnamótum Gierárgötu og Tryggvabrautar. Gerð þessa vegar
mun gerbreyta aðstöðu fólks sem býr í nyrstu hlutum bæjar-
ins og tengja þá betur miðbænum.
Sigurður J. Sigurðsson formaður
bæjarráðs segir að vissulega sé um
fjárfreka framkvæmd að ræða og
hún væri ekki inni í fjárhagsáætlun
fyrir þetta ár, en umræðan hefði
komið upp og þætti mönnum brýnt
að tengja nyrstu hverfi bæjarins
betur við miðbæinn. „Það hefur
verið horft til þess að ljúka upp-
byggingu í þessum bæjarhluta og
gera hann meira aðlaðandi fyrir
íbúana með betri tengingu við aðra
bæjarhluta í stað þess að rjúka til
inn á ný byggingarsvæði," sagði
Sigurður.
Gunnar Jóhannesson verkfræð-
ingur hjá Akureyrarbæ sagði að
gerðar hafi verið frumathuganir á
vegastæði Borgarbrautar og þá
hefði verið gerð áætlun varðandi
umferð, en samkvæmt henni væri
reiknað með að umferð um götuna
yrði á bilinu 5 til 6 þúsund bílar á
sólarhring í framtíðinni.
Léttari umferð
Sagði Gunnar að með tilkomu
Borgarbrautar myndi mjög létta á
Atkvæði
greidd um
verkfall
Á FUNDI stjórnar, fulltrúaráðs
og samninganefndar Starfs-
mannafélags Akureyrar.STAK,
sem haldinn var á mánudag var
samþykkt að efna til atkvæða-
greiðslu dagana 3. til 4. mars
næstkomandi um boðun verk-
falls, sem hæfist þann 22. mars.
Þá hvetur stjóm Starfsmannafé-
lags Akureyrarbæjar félagsmenn
sína til að mæta á fund með Ög-
mundi Jónassyni formanni Banda-
lags starfsmanna ríkis og bæja
sem haldinn verður í Alþýðuhús-
inu, Skipagötu 14 í dag, miðviku-
dag, en hann hefst kl. 17.30.
Auglýsing
Landbúnaðarráðherra boðar til opins kynning-
ar- og fræðslufundar um stöðu og framtíð ís-
lenskrar mjólkurframleiðslu á Hótel KEA mið-
vikudaginn 24. febrúar 1993 ki. 13.00-17.00.
Markmið fundarins er að kynna fjölmiðlum,
starfsfólki landbúnaðarins og öllu áhugafólki
stöðu og framtíðarsýn íslenskra mjólkurframleið-
enda, afurðastöðva og markaðsmálum búgrein-
arinnar.
Fundarstjóri: Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðar-
maður landbúnaðarráðherra.
13.00 Avarp landbúnoðarróðherra
Halldórs Blöndal.
13.15 Ahrif alþjóðasamninga ó íslenska mjólkurframleiðslu.
Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri.
13.45 Umræður og fyrirspurnir.
14.00 Áhrif innflutnings mjólkurafurða ó islenska framleiðslu.
Oskar H. Gunnarsson, formaður Samtaka afurðastöðvo i mjólkuriðnaði.
14.15 Fjölbreytni og gæði íslenskra mjólkurafurða samanborin við erlenda
fromleiðslu.
Jóhannes Gunnersson, formoður Neytendasamtakanna.
14.30 Umræður og fyrirspurnir.
14.50 Breytingar ð verðlagningu mjólkurafurða.
Þórarinn Sveinsson, mjólkurbússtjóri Mjólkursamlags KEA.
15.05 Búvörusamningarnir og viðskipti með mjólkurkvóta.
Guðmundur Lórusson, formaður Landssambands kúabænda.
15.20 Umræður og fyrirspurnir.
15.40 Kaffihlé.
16.00 Staða mjólkuriðnaðarins - horft tif framtíðar.
Vilhelm Andersen, fjórmólastjóri Mjólkursamsölunnar.
16.15 Semeinlng og samstarf mjólkurbúa fró sjónarhóli minni ofurðastöðvanna.
Pðll Svavarsson, mjólkurbússtjóri Mjólkursamlags S.A.H., Blönduósi.
16.30 Umræður og fyrirspurnir.
16.50 Sameiginlegt markoðsstarf íslensks landbúnaðar.
Níels Arni Lund, formaður Markaðsnefndar landbúnaðorins.
17.00 Fundarslit.
Halldór Blöndal, landbúnaðarróðherro.
Allir velkomnir.
Landbúnaðarráðuneytið.
ur fimm
tónleika
norðan heiða
Á kortínu sést vegurinn, Borgarbraut og Dalsbraut meðfram Glerá,
en þessi tenging mun stytta vegalengd íbúa nyrstu hverfanna í miðbæ-
inn um 20-30% miðað við þær leiðir sem nú eru i boði.
umferð um annars vegar Hlíðar-
braut/Þingvallastræti og hins vegar
um Hlíðarhraut og Hörgárbraut.
Þá nefndi hann að akstursvega-
lengd íbúa á svæðinu, Giljahverfi
og hluti Síðuhverfis, myndi með til-
komu þessarar nýju tengingar
styttast um 20-30% auk þess sem
vegurinn yrði á margan hátt greið-
færari en þær leiðir sem nú er um
að velja.
Árni Ólafsson skipulagsstjóri
sagði að þessi framkvæmd myndi
breyta miklu fyrir íbúa í Gilja- og
Síðuhverfí og jafnvel einnig í Hlíð-
arhverfi og með tilkomu hennar
væri tenging íbúanna í umræddum
hverfum jafnvel enn betri en búast
mætti við að yrði á þeim nýju bygg-
ingarsvæðum sem horft væri til á
suðurbrekkunni. „Borgarbrautin
mun gerbreyta aðstöðu fólks í þess-
um hverfum hvað varðar sókn í
miðbæinn og eins mun í kjölfarið
létta mjög á umferð um Gilið,“ sagði
Árni.
HLJÓMSVEITIN SSSóI, sem áð-
ur hét Síðan skein sól er nú á
tónleikaferðalagi um Norður-
land, en alls verða haldnir fimm
tónleikar á svæðinu.
Fyrstu tónleikarnir voru haldnir
á Akureyri í gærkvöld, þá verða
haldnir tónleikar á Húsavík í kvöld
og á skemmtistaðnum 1929 á Akur-
eyri annað kvöld, fímmtudagskvöld-
ið 25. febrúar. Á föstudag, 26. febr-
úar, verður hljómsveitin í Víkurröst
á Dalvík og á laugardag í Miðgarði
í Skagafirði.
Á öllum þessum tónleikum mun
SSSól spila gömul og ný sólarlög,
m.a. lög sem verða á plötu sem
væntanleg er með hljómsveitinni á
Bretlandsmarkaði, auk laga af plötu
sem fer á markað hér á landi með
rísandi sól.
Á tónleikunum í 1929 verður frítt
inn fyrir tónleikagesti og þar verður
sérstaklega mikið lagt í ljósabúnað
og aðra tæknilega þætti, en með
þessum tónleikum verður gefínn
forsmekkurinn af því sem koma
skal í sumar, þegar hljómsveitin
ferðast um landið með meiri tækni-
búnað í farteskinu en áður hefur
þekkst hér á landi.
(Fréttatilkynning)
Lyftukort lækka í verði
vegna lítillar aðsóknar
Forstöðumaður Hiíðarfjalls segir að fólk sé blankt
STJÓRNENDUR í Hlíðarfjalli hafa gripið til þess ráðs að Iækka verð
á hálfsdags lyftukortum og gildir þetta tílboð í einn mánuð. Þá er
lyftum nú lokað fyrr en áður á kvöldin. Þetta er gert til að reyna
að auka aðsókn, en hún hefur verið fremur dræm nú í febrúarmánuði.
ívar Sigmundsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli sagði að ákveðið
hefði verið að bjóða hálfsdags lyftukort á 500 krónur í stað 700
króna og yrði þetta verð í gildi fram í marsmánuð.
Rysjótt tíð
Taldi ívar að einkum lægju þijár
ástæður að baki lélegri aðsókn á
skíðasvæðið upp á síðkastið. Veðr-
áttan hefði verið afar rysjótt upp á
síðkastið, þá hefðu síðustu vetur
verið snjóléttir og margir skíðamenn
ekki búnir að rífa sig í gang aftur
og eins væri almennur samdráttur
í þjóðfélaginu, sem hefði sitt að
segja.
„Ég held að almenn blankheit
manna hafí mest að segja, það sýndi
sig að minnsta kosti að aðsóknin var
mjög góð þegar við buðum fólki að
fara endurgjaldslaust í lyfturnar. Þá
kom hér fjöldinn allur af fólki á
skíði,“ sagði ívar.
Lokað þrisvar sama daginn
Veðrið í þessum febrúarmánuði
hefur ekki verið skíðafólki hagstætt
og sagði ívar að fyrir hefði komi
að loka hefði þurft lyftum allt upp
í þrisvar sinnum sama daginn vegna
umhleypinganna. Janúarmánuður
var heppilegri veðurfarslega fyrir
skíðafólk, en samt var aðsókn ekki
eins góð og menn bjuggust við, að
sögn ívars. „Ég held að það sanni
þá kenningu að fólk sé blankt og
leyfi sér ekki af þeim sökum að
stunda skíðaíþróttina. Við ætlum að
reyna að bregðast við þessu með því
að lækka verðið,“ sagði ívar.
Þá er skíðasvæðið ekki lengur
opið fram undir 21 á kvöldin, eins
og var og er nú lokað öll kvöld kl.
18.45._Nægur snjór er í fjallinu og
sagði ívar að ef til kæmi 20 til 30
sentímetra lag af nýjum snjó yrði
færið eins og best yrði á kosið.
Sóttn lamb
í Hrútey
Björk, Mývatnssveit.
UM SÍÐUSTU helgi fannst úti-
gengið lamb á eyju í Mývatni.
Árni Halldórsson bóndi í Garði
hafði síðastliðið sumar nokkrar kind-
ur í Hrútey í Mývatni. Þegar hann
flutti fé sitt í Iand síðastliðið haust
vantaði hann tvö lömb. Annað lamb-
ið fannst dautt, en ekkert varð vart
við hitt lambið þrátt fyrir nokkra
. leit. Taldi Árni líklegra að það myndi
líka hafa drepist og varð því ekkert
af frekari leit.
Á sunnudag sást lambið frá Geit-
eyjarströnd í Hrútey. Fljótt var
brugðið við og lambið sótt af eiganda
þess, Áma bónda í Garði. Það er
talið líta mjög vel út og jafnvel séu
á því hornahlaup, sem bendir til að
næg jörð hafí verið í eyjunni í vetur,
þó veðrið hafi oft verið rysjótt og
víða mikill snjór.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Verslað með notuð barnaföt
SÓLVEIG Bragadóttir opnaði nýlega verslunina Krílið við Kaupvangs-
stræti, í portinu neðan við Sporthúsið. í versluninni eru seld í umboðs-
sölu notuð barnaföt á börn á aldrinum 0-6 ára og einnig sagðist Sólveig
taka við varningi ýmiss konar, s.s. barnavögnum og stólum ef óskað
væri. „Það eru margir forvitnir og hafa komið og skoðað hjá okkur þann-
ig að ég hef trú á að þetta geti vel gengið,“ sagði Sólveig. Verslunin er
opin alla daga frá kl. 13 til 18.
/