Morgunblaðið - 24.02.1993, Page 30

Morgunblaðið - 24.02.1993, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993 Minning Guðmundur Jóns- son frá Hafrafelli Fæddur 2. júlí 1917 Dáinn 2. febrúar 1993 Kær vinur og frændi minn, Guð- mundur Jónsson frá Hafrafelli í Skutulsfirði, er fallinn frá. Hann andaðist á heimili sínu í Vallar- gerði 39 í Kópavogi hinn 2. febrúar sl. Guðmundur var elstur þriggja bama hjónanna Jóns Guðmunds- sonar og Kristínar Guðmundsdótt- ur, að þeim stóðu merkar vestfírsk- ar ættir. Systkini Guðmundar voru: Haukur, lögfræðingur, er lést fyrir aldur fram, og Kristín, læknir, sem er ennþá að störfum hér í borg. Kristín og Guðmundur voru ein- staklega samrýnd systkini. Muggur, eins og við vinir og skólafélagar kölluðum Guðmund, var góður drengur, ósérhlífínn og ráðhollur, úrræðagóður er vanda bar að höndum, prýðilega verki farinn og mikill stjórnandi. Þetta er sett fram af kunnugleika því að náin vinátta okkar spannar meir en 60 ár. Tryggari og hjálpsamari vin var varla hægt að hugsa sér. Ungur að ámm fór Muggur að starfa að búi foreldra sinna og rétta þeim hjálparhönd. Fyrst sem mjólkur- póstur er flutti mjólkina á mjólkur- kerru, hlaðna þungum brúsum 5-6 km leið til ísafjarðar á lélegum vegi. Að vetri til í vondum veðrum mátti þetta kallast þrekvirki af unglingi! Löngu seinna, er Muggur fór til náms í Gagnfræðaskóla Isafjarðar, deildum við saman herbergi á heim- ili foreldra minna í Hafnarstræti 1 á ísaflrði. Hann var kærkominn á heimili mitt, öllu heimilisfólki þótti vænt um hann. Síðar lá leið okkar saman í Verslunarskóla íslands og vorum við þar sessunautar. í vor eru 55 ár liðin frá útskrift og við leiðarlok minnumst við eftirlifandi skólasystkini hans með þakklátum huga. Vilhjálmur Þ. Gíslason skóla- stjóri gaf Muggi eftirfarandi með- iwarrsWM Myndasögur Moggans koma út á miðvikudögum. Myndasögumar gleðja yngri kynslóðina sem fær blað fullt af skemmtilegu efni sem þeir fullorðnu hafa einnig gaman af. Einnig er að finna í blaðinu gátur, þrautir og aðra dægradvöl auk fallegra mynda sem bömin hafa sjálf teiknað og sent Morgunblaðinu. kjarni málsins! mæli að loknu námi: „Guðmundur lauk burtfararprófi með mjög góðri einkunn. Hann reyndist hér ágætur námsmaður og ötull verkmaður. Hann var nákvæmur, skylduræk- inn og áreiðanlegur og prúðmenni í framkomu, líklegur til þess að verða góður og sjálfstæður starfs- maður. Hann hlaut verðlaun skól- ans við burtfararprófið." Muggur kom víða við á lífsleið- inni. Fyrst fór hann til Húsavíkur og starfaði þar um eins árs skeið hjá Einari Guðjohnsen. Þá bauðst honum starf hjá hinum merka út- gerðarmanni Haraldi Böðvarssyni á Akranesi. Hjá fyrirtæki hans starfaði Muggur í 4 ár við góðan orðstír. Þeir urðu mestu mátar Haraldur og Muggur, enda voru meðmæli Haraldar með honum þau bestu sem ég hefi séð. Um árabil vann Muggur hjá fyrirtækinu Þor- geiri & Ellert hf. á Akranesi og reyndist þar sem annars staðar drjúgur starfskraftur. Hinn 1. september 1953 kvænt- ist Muggur eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Pálsdóttur íþrótta- kennara. Þau bjuggu að Ásfelli, Innri-Akraneshreppi, og eignuðust 3 börn: Ólöfu, Kristínu og Guð- mund. Öll mannvænleg og vel gerð. Þau hafa öll stofnað sín heimili og nú eru barnabörnin orðin fimm. Frá Ásfelli fluttist fjölskyldan suð- ur á bóginn, eins og svo margir á þeim árum. Stórt og myndarlegt hús reis af grunni í Vallargerði 39, í Kópavogi, er varð heimil þeirra. Um 10 ára skeið starfaði Mugg- ur sem skrifstofustjóri hjá Hrafn- istu DAS í Reykjavík. Síðar gerðist hann starfsmaður hjá Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar um árabil, en síðustu æviárin var hann skrifstofumaður hjá mági sínum, Pálma Pálssyni, í útgerðarfélaginu Nes hf. í Reykjavík. Starfsárin urðu því mörg, enda starfsþrek Muggs í besta lagi, þar til erfið veikindi fóru að gera vart við sig. Hann fékk krabbamein í nýra, sem var fjarlægt árið 1986, en náði sér all vel eftir þá aðgerð. Árið 1990 veikist hann aftur og árið 1991 var fjarlægt æxli við heilann. Það tókst, en við það missti hann mátt vinstra megin í líkaman- um. En Muggur lét ekki deigan síga og var næstum búinn að ná sér á strik, er síðasta áfallið kom og krabbameinið tók sig upp á ný og varð honum að aldurtila. Aldrei heyrði ég Mugg kvarta, heldur tók hann veikindum sínum með stóískri ró, og lét ekki bugast þá er syrti í álinn. Tíu dögum fyrir andlátið ræddum við saman um daginn og veginn og væntum meiri bjartsýni hjá þjóðinni. Minningar hrannast upp frá löngu liðnum æskudögum heima á ísafirði í faðmi fjalla blárra. Ógleymanlegar samverustundir uppi um fjöll og fírnindi í glæstum hamrasal við fossanið lýsa manni fram á leið. Muggur hafði heillandi bassa- rödd og var um tíma starfandi með Karlakór Fóstbræðra, einnig söng hann með Kirkjukór Kópavogs um árabil og hafði unun af. Kristín studdi bróður sinn alla tíð með ráðum og dáð í veikinda- stríði hans og með frábærri hjálp frá heimastoð krabbameinsdeildar Landspítalans gat Sigríður eigin- kona hans annast um hann heima uns yfír lauk; því að heima vildi hann vera. I frístundum sínum fékkst Muggur mikið við allskonar vélar, það var hans líf og yndi og ekki laust við að mér undirrituðum þætti nóg um, er ég heimsótti hann í vélasalinn. í sjúkralegu á Land- spítalanum eitt árið þýddi Muggur enska bók, sem hann gaf heitið „Á norðurmörkum mannabyggða" og pikkaði hana svo á tölvuna sína með einum fíngri og lauk fagmann- lega við. Að lokum sendum við Denna Sigríði, börnunum og Kristínu, systur Muggs, og öðrum ættingjum einlægar samúðarkveðjur. Góður vinur er horfínn, en minningarnar lifa og Muggur mun líka finna hamingjuna hinum megin. Lifðu heill á ljóssins vegi, við hin fylgjum eftir á okkar burtfarardegi. Sveinn Elíasson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.