Morgunblaðið - 24.02.1993, Side 33

Morgunblaðið - 24.02.1993, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993 33 Örn var elstur af fjórum börnum hjónanna Magnúsínu Guðmunds- dóttur og Agnars Sigurðssonar f.v. flugumferðarstjóra. Systkini Adda eru Anna, gift undirrituðum, Helgi, giftur Hrefnu Guðmundsdóttur og Erna gift Bjarna Ingólfssyni. Addi nam rennismíði í Vélsmiðj- unni Héðni sem ungur maður og tók í framhaldi vélstjóraréttindi. Eftir að námi lauk fór hann til sjós og starfaði á olíuskipinu Þyrli. Árið 1963 fór Addi sem vélgæslumaður að sækja Guðrúnu GK 37, sem var þá nýtt og glæsilegt skip, í flota Hafnarfjarðar og var þar um borð sem vélstjóri í nokkur ár. Hann rak vélsmiðju um skeið með Þorleifi Óla Jónssyni, en gerðist svo langferða- bílstjóri hjá Vestfjarðaleið og þar fékk náttúrubarnið sem í honum bjó að njóta sín í ótal ferðum í Þórs- mörk og um hálendið, sem heiilaði hann allar götur síðan. Árið 1981 keypti Addi sinn fyrsta vörubíl og hóf störf á Vörubílastöð Hafnar- fjarðar. Þar voru Adda falin trúnað- arstörf og var hann um tíma formað- ur félags þeirra. Árið 1991 varð Addi fyrir slysi við störf sín sem gerði hann óvinnufæran í eitt ár. Var hann nýkominn til starfa aftur þegar hann kenndi sér þess meins sem nú hefur lagt hann að velli. Örn og Agla gengu í hjónaband og hófu sinn búskap í Hafnarfirði árið 1962. Þeirra fyrsta heimili var í Gunnarssundi 6. Þau byggðu sér raðhús á Miðvangi 99 og fluttust í það árið 1972. Þar hefur verið heim- ili þeirra síðan. Nú þegar félagi minn og mágur er allur sest að mér söknuður og tómleiki, því að betri félaga var vart hægt að eignast. Hann var gæddur svo einstökum eiginleikum, kunni manna best að gleðjast og sá ávallt broslegu hliðarnar á tilverunni. Hvar sem hann kom eða vann kyntnist hann alltaf sérstökum persónuleik- um. Hann var sögumaður í sér- flokki, þó ekki ýkinn, vildi hafa það sem sannara reyndist. Heill og trúr í öllum verkum sínum, var ávallt boðinn og búinn að rétta hjálpar- hönd, enda svo laghentur að það var sama hvað að honum var rétt. Hlut- ir sem oft var búið að dæma ónýta af fagmönnum, t.d. klukkur og raf- magnstæki, hvers konar viðgerðir og smíðar, allt lék í höndum hans, hann var sannkallaður völundur og svo úrræðagóður að engan hef ég þekkt slíkan. Að nenna ekki, eða þetta er ekki hægt var ekki til í kokkabókum Adda. Ég hef ekki hitt marga af þessari kynslóð sem kunnu að nýta eins og hann, því að fátt var það fáfengilegt að ekki væri geymt, að hann sæi ekki notagildi í því að eiga sem vara- stykki hvort heldur fyrir sjálfan sig eða aðra þá þurfti hann aðeins heim í skúr og hann átti það sem vantaði. Ég get ekki annað en minnst vísnavinarins Adda því að hann kunni firnin öll af hnyttnum vísum, Káinn og Örn Arnarson voru hans menn og vitnaði hann oft í þeirra kveðskap. Elsku Agla, þú sem staðið hefur eins og klettur við hlið Adda í veik- indastríði hans, drengimir ykkar, tengdadæturnar og barnabörnin Qögur, mikill er missir ykkar, en öll eigum við svo góðar og lærdómsrík- ar minningar sem eru ómetanlegar um fágætan mann. Erfidrykkjur Ola-sileg kiffi- likiðborð líillegir salir og mjög gt>ð þjónusta. lípplýsingar ísuna22322 FLUGLEIDIR iítil urutim Alfreð Frið- geirss on - Minning Fæddur 14. júní 1908 Dáinn 27. janúar 1993 Elsku afi minn. Nú ertu kominn til ömmu og kemur aldrei hingað aftur. Mig langar til að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þú hefðir ekki getað gert meira. Ég sakna þín. Guðrún Magnea. t Móðir okkar, KRISTBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Tjörnum, lést á Droplaugarstöðum 22. febrúar. Fyrir mína hönd, systkina minna og annarra vandamanna, Þuríður Einarsdóttir. t Frænka okkar, ELÍN ODDLEIFSDÓTTIR frá Langholtskoti, andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, 13. febrúar sl. Jarðsett verður frá nýju kapellunni í Fossvogi föstudaginn 26. febrúar kl. 13.30. Systkinabörn. t Astkær eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN ÁRSÆLL GUÐJÓNSSON útgerðarmaður, Austurbraut 4, Höfn, Hornafirði, andaðist í Landakotsspítalanum þriðju- daginn 23. febrúar. Jónína Brunnan og synir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÁKON SVANUR MAGNÚSSON, Stífluseli 6, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. febrúar kl. 10.30. Svanhildur Guðbjörg Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Faðir minn, afi og langafi, JÚLÍUS HELGI LÁRUSSON frá Kirkjubæjarklaustri, Hrauntungu 20, Kópavogi, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þann 18. febrúar síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Unnur Júlíusdóttir, Eiríkur Tómasson og barnabarnabörn. + Maðurinn minn, faðir okkar, sonur og bróðir, JÓN AGNAR EGGERTSSON formaður Verkalýðsfélags Borgarness, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju fimmtudaginn 25. febrúar kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á krabbameinsfélögin. Sætaferð verður frá Alþýðusambandi islands, Grensásvegi. Ragnheiður Jóhannsdóttir, Eggert Sólberg Jónsson, Magnús Elvar Jónsson, Aðalheiður Lilja Jónsdóttir Kristín Eggertsdóttir, Guðmundur Eggertsson, Jóna Eggertsdóttir, Guðrún Eggertsdóttir. + Elskuleg eiginkona mfn, móðir, tengamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, Bollakoti, Fljótshlíö, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, verður jarðsungin frá Hlíðarendakirkju, Fljótshlíð, laugardaginn 27. febrúar kl. 14.00. Ragnar Jónsson, Vilmunda Guðbjartsdóttir, Árni Ólafsson, Ólafur Þorri Gunnarsson, Sigrún Þórarinsdóttir, Ragnar Björn Egilsson og barnabörn. + Innilegar þakkir færi ég þeim, er auösýndu mér samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns míns, STEFÁNS SIGURÐSSONAR héraðsdómslögmanns, Vesturgötu 23, Akranesi. Erla Gísladóttir. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, LAUFEYJAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Dalbraut 20. Þorsteinn Hörður Björnsson, Arnheiður Einarsdóttir, Þórir Einarsson, Renate Einarsson, Sigriður Erna Einarsdóttir. + Þökkum af alhug samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SNJÓLAUGAR ÓLAFSDÓTTUR, Stórholti 7, Akureyri. Jón S. Árnason, Jóna Snorradóttir, Ólafur Birgir Arnason, Helga Björg Yngvadóttir, Anna G. Arnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, VILBORGAR ÁRNADÓTTUR frá Bergsstöðum. Alúðarþakkir flytjum við starfsfólki Sjúkrahússins á Hvammstanga. Páll V. Danielsson, Guðrún Jónsdóttir, Ingibjörg Daníelsdóttir, Pálmi Jónsson, Ólöf H. Pétursdóttir, Ðaníel B. Pétursson, Sigríður Eðvaldsdóttir, Vilborg Pétursdóttir, Guðni Steingrímsson, Pétur B. Ólason, Svava Guðjónsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hlíð 1, ísafirði. Samúel Jóhann Elíasson, Guðjón Andersen, Sigrún Þórey Ágústsdóttir, Ragnheiður Samúelsdóttir, Sigmundur Freyr Garðarsson, Sigurvin Samúelsson, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Magnús Samúelsson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug vegna fráfalls STEFÁNS ÁSGEIRSSONAR frá Gautsstöðum, Tjarnarlundi 16c, Akureyri. ída Þórarinsdóttir, Erla Stefánsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Sigurður Kristinsson, Svandís Stefánsdóttir, Einar Malmquist, Elsa Stefánsdóttir, Jóhann Friðgeirsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.