Morgunblaðið - 24.02.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRUAR 1993
35
FYRIRSÆTU STÖRF
Þroskaðir karl-
menn á óskalista
HUÐFLUR
Ekki komið nóg
Þroskaðir karlmenn eru vinsælar
fyrirsætur um þessar mundir,
en þeir eru jafnframt ekki á hveiju
strái, að sögn Lindu Pétursdóttur.
sem opnaði Módelskrifstofuna Wild
fyrir nokkru ásamt kærasta sínum
Les Robertson.
í mars hyggjast þau standa fyrir
fyrirsætunámskeiði ásamt nýstár-
legu ljósmyndanámskeiði og fá til
liðs við sig bæði innlenda og er-
lenda aðila. Meðal þeirra eru Heiðar
Jónsson snyrtir, Max Bradley tísku-
ljósmyndari, Sigríður Stefánsdóttir
starfandi fyrirsæta í Tókíó og Par-
ís, Tim Frisby stílisti, Sissa ljós-
myndari, förðunarfólk frá Yves St.
Laur'ent og Kelly MeDonald, sem
kemur frá Bandaríkjunum og upp-
lýsir fólk um líkamann og fæði.
„Við reiknum með að einhveijir
þeirra sem taka þátt í námskeiðinu
geti komist á skrá hjá okkur og við
komið þeim á framfæri innanlands
Bretinn Mark Baudains lét fyrst
húðflúra sig þegar hann var 18
ára. Nú er hann 26 ára og hefur
ekki enn fengið sig fullsaddan.
sem erlendis," sagði Linda og bætti
við að aldur fólks skipti ekki máli.
„Hjá okkur eru konur upp í fertugt
á skrá og unglingar niður í 13 ára.“
Aðspurð um hvaða kröfur Linda
gerði til fyrirsætanna sagðist hún
ekki vilja gefa út neina staðlaða
ímynd. „Mér finnst skipta meira
máli hvemig fyrirsæturnar koma
út á m}mdun og hvernig þær sam-
svara sér.“
Linda segist frékar vilja hafa
fátt fólk og gott á skrá til þess að
geta frekar útvegað þeim vinnu, en
mikið hefur verið að gera hjá fyrir-
sætunum undanfamar vikur. Þá
segist hún reikna með að tvær til
þijár fyrirsætur verði sendar utan
í sumar til starfa. „Flestir krakk-
anna em í skóla á veturna og geta
ekki unnið erlendis nema í sumarfrí-
inu, en ég held þeir hafi góða mögu-
leika.“
Linda Pétursdóttir og sambýlismaður hennar, Les Robertson, opn-
uðu módelskrifstofuna Wild fyrir nokkru og ætla nú að standa fyr-
ir tveimur námskeiðum.
Engin rós er án þyrna og engin
list án sársauka, eða það getur
Mark Baudain 26 ára Breti að
minnsta kosti staðfest. í apríl síðast-
liðnum hélt hann til Portsmouth, þar
sem húðflúrarinn Darren Stares vann
að „listaverki“ í andliti hans í heila
viku. Allt upp undir sjö klukkustund-
ir á dag þjáðist Mark, því það er
ekki sársaukalaust að láta húðflúra
sig. Hann segist hafa þurft að raka
af sér augnabrúnirnar, en sársaukinn
hafi verið einna mestur þegar nefið
var húðflúrað.
Þrátt fyrir að Mark hafi eytt ríf-
lega 300.000 krónum í húðflúr frá
því hann var 18 ára hefur hann ekki
fengið nóg. Hann segist eiga eftir
að láta húðflúra það sem eftir er af
höfðinu, fótunum, tánum og víðar.
Unnusta Marks og móðir 2ja ‘ára
sonar hans er hreint ekki hrifin af
uppátækinu, en fær litlu ráðið. Hún
segir að þau vekji óneitanlega at-
hygli þegar þau gangi um götumar.
ROL -hárrúllur eru í tísku !
Hártískan í dag gerir ráö fyrir notkun hárrútla. Clairol tók viö af gömlu Carmen-
verksmiöjunni og endurhannaöi rúllurnar þannig aö þær virka mun betur.
Clairol Classic Setter CS-20 er hár-
rúllusett meö 20 rúllum í hitaraboxi.
Verð aðeins 3.440,- kr. eða
Clairol Curl Control R-20 er hárrúllusett
með 20 rúllum með betra gripi í hitaraboxi.
Verð aðeins 4.310,- kr. eða
I.C^TC,-
stgr.
Creibslukjör viö allra hæfi:
1 CDCSEiæ Umbobsmenn um allt land!
SKIPHOLTI 19
SÍMI 29800
Aðalfundur NEMA
Aðalfundur NEMA, Nemendasambands Menntaskólans
á Akureyri, verður haldinn miðvikudaginn 3. mars kl. 17.00
í Búmannsklukkunni.Torfunni.
Allir MA stúdentar eru hvattir til að mæta.
Stjórnin.
EINELTI
Fimmtudaginn 25. febrúar verður fyrirlestur
á vegum Foreldrasamtakanna. Guðjón
Ólafsson, sérkennari, fjallar um einelti með-
al barna og unglinga. Fyrirlesturinn verður
í Hinu húsinu (áður Þórskaffi), Brautarholti
20, 3. hæð, og hefst kl. 20.30.
Allir velkomnir.