Morgunblaðið - 24.02.1993, Page 44
0r0ijiwMijM§>
Gæfan fylgi þér
í umferðinni
SJOVAODMMENNAR
MOKGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 KEYKJAVÍK
SlMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1556 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRUAR 1993
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Davíð Sch. Thorsteinsson
Vatnssala
vestanhafs
brugðist
DAVÍÐ Scheving Thorsteins-
son, stjórnarformaður íslensks
bergvatns hf. og varaformaður
stjórnar Great Icelandic Water
Corporation, segir að sala á ís-
lensku vatni í Bandaríkjunum
hafi brugðist og nú sé verið að
vinna að endurskipulagningu
dreifingarfyrirtækisins. Ef það
gangi eftir muni nýir aðilar
koma inn í fyrirtækið.
Að sögn Davíðs lítur út fyrir að
Vestur-íslendingurinn Gunnar H.
rw—Helgason, einn eigenda Great Iee-
iandic Waters, sem hefur verið
framkvæmdastjóri þess, muni láta
af störfum í kjölfar endurskipu-
lagningarinnar.
Kunnáttuna vantaði
Great Icelandic Water Corp. er
samstarfsaðili íslensks bergvatns
hf. en fyrirtækin reka sameigin-
lega innflutningsfyrirtækið Ice-
landia Water Corporation sem
stofnað var á síðasta ári. 'Great
*'—ícelandic Water hefur hins vegar
annast dreifinguna og hefur hún
mistekist að sögn Davíðs, einkum
vegna kunnáttuleysis.
Islenskt bergvatn flutti út alls
fjórar milljónir lítra á síðasta ári.
Þar af var tæplega ein milljón lítra
seld til Bandaríkjanna.
Davíð sagði að salan hefði geng-
ið vel á öðrum mörkuðum, einkum
í Bretlandi, en mjög lítið hefði selst
í Bandaríkjunum. Sala hlutabréfa
í Great Icelandic Waters hefði
gengið vel á síðasta ári en hins
vegar hefði kunnáttuna til að selja
vöruna vantað. „Til þess að selja
þurfa menn að fara út og hitta
viðskiptavininn að minnsta kosti
Túnu sinni í viku. Ef þeir ekki gera
það er eins gott að hætta þessu,“
sagði Davíð.
Hann sagði miklar vonir bundn-
ar við endurskipulagninguna og
að áformað væri að auka útflutn-
ing í átta milljónir lítra að henni
lokinni.
Vilja fækka
starfsmönn-
um um 900
ATVINNUREKENDUR í at-
vinnukönnun sem Þjóðhags-
stofnun gerði í síðasta mánuði
sögðust vilja fækka starfsmönn-
um um 900 á landinu öllu. Hef-
ur dregið nokkuð úr fækkunar-
þörf fyrirtækja frá síðustu
könnun sem gerð var í septem-
ber á síðasta ári en þá sögðust
atvinnurekendur vilja fækka
um 1.200 manns.
í frétt frá Þjóðhagsstofnun
kemur fram að atvinnurekendur
vildu fækka starfsmönnum í öllum
atvinnugreinum nema í rekstri
sjúkrahúsa. Mest í iðnaði eða um
2,7%, í byggingastarfsemi um tæp
2% og í verslun og veitingastarf-
semi um 1,7%.
Bættar atvinnuhorfur
skólafólks
Atvinnurekendur voru einnig
beðnir að meta þörf fyrir afleys-
ingafólk næsta sumar og töldu
þeir hana meiri en í fyrra. Um
7.900 störf verða laus á höfuð-
borgarsvæðinu, en 4.900 á lands-
byggðinni. Betur ætti því að horfa
um vinnu skólafólks á þessu ári.
Sjá blaðsíðu 18: Vilja
fækka ...
Ábataskíptakerfi á leikskólum borgarinnar
Rýmum fjölgar sem
nemur 4 leikskólum
SAMNINGUR hefur verið gerður milli Reykjavíkurborgar og
fóstra á leikskólum borgarinnar um framhald á ábataskiptakerfi
á leikskólum. Samningurinn hefur í för með sér fjölgun um 200
rými á leikskólum borgarinnar og 48 rými á skóladagheimilum.
Hefur rýmum á leikskólum verið fjölgað um samtals 400 með
þessu kerfi eða sem nemur fjórum leikskólum.
Að sögn Markúsar Amar Ant-
onssonar borgarstjóra, er hér um
viðbót að ræða við þau 150 rými
sem samið var um í júní í fyrra.
„Með ábótaskiptakerfinu hefur
rýmum verið fjölgað um 400 í
heild,“ sagði borgarstjóri. „Með
þessu kerfi sparast því stofnkostn-
aður við fjögur heimili með þessu
kerfi en hvert heimili tekur um
100 börn. Þetta hefur skipt okkur
miklu máli og ánægjulegt að tek-
ist hefur samkomulag við Fóstru-
félag íslands sem hefur haft for-
,
Morgunblaðið/RAX
Frost áfram næstu daga
í GÆR snöggfrysti í Reykjavík eftir rigningu og slydduél um morgun-
inn og þurftu margir bíleigendur nánast að mylja klakabrynjuna
utan af bílum sínum. Veðurstofan spáir áframhaldandi frosti fram
á laugardag um allt land og að það nái 9 til 11 stigum á morgun.
É1 verða víða um land og útlit fyrir að enn þurfi að skafa af bílrúðum.
Atkvæðagreiðsla um verkfall hafin hjá Kennarasambandi Islands
Fimm af stærstu félögum
BSEB með atkvæðagreiðslu
FIMM af stærstu aðildarfélögum Banda-
lags starfsmanna ríkis og bæja hafa sam-
þykkt að láta fara fram atkvæðagreiðslu
um verkfall sem hefjast á 22. mars næst-
komandi. Þá hófst atkvæðagreiðsla um
verkfall hjá Kennarasambandi íslands í
gær og verður fram haldið á morgun. Á
-fundum Samninganefndar ríkisins með
Kennarasambandinu annars vegar og
BSRB hins vegar í gær var ákveðið að
haft yrði samband í dag hvað varðaði
skipulag á framhaldi á viðræðum.
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar,
Starfsmannafélag Akureyrar og Fóstrufélag
íslands samþykktu í gær að láta fara fram
atkvæðagreiðslu um verkfall, en áður höfðu
Morgunblaðið/Kristinn
Atkvæði í umslag
KENNARAR í KÍ hófu að greiða atkvæði
um verkfall í gær.
Félag íslenskra símamanna á mánudag og
Starfsmannafélag ríkisstofnana fyrir helgi
ákveðið atkvæðagreiðslu. Til að verkfallsboðun
sé samþykkt þarf helmingur atkvæðisbærra
félagsmanna að taka þátt í atkvæðagreiðsl-
unni og meirihluti þeirra að samþykkja hana.
Ef hún er samþykkt ber að tilkynna verkfalls-
boðun með 15 daga fyrirvara.
Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasam-
bands íslands, segir að á fundinum í gær
hafi verið tekinn upp þráðurinn þar sem frá
hafi verið horfið, en ekkert nýtt hafi komið
fram. Indriði H. Þorláksson, varaformaður
Samninganefndar ríkisins, sagði að á fund-
inum hefðu orðið mjög gagnlegar viðræður,
þó það væri ljóst að mikil vinna væri eftir.
Sjá bls. 23: Atkvæðagreiðsla ákveðin ...
göngu um samnmgana í samvinnu
við borgina." Samkomulagið nær
til allra starfsmanna heimilanna,
sagði Markús Örn Antonsson
borgarstjóri.
Ihuga upp-
boðsmark-
að með heil-
frystanfísk
STJÓRNENDUR Tollvöru-
geymslunnar eru nú að kanna
möguleika á því að starfrækja
geymslu fyrir heilfrystan fisk á
frísvæði við Reykjavíkurhöfn.
Hugmyndin byggist á því að
kaupa heilfrystan fisk af erlend-
um fiskiskipum, geyma hann á
frísvæði og bjóða síðan til sölu á
uppboðsmarkaði.
Gylfí Sigfússon, fjármála- og
markaðsstjóri hjá Tollvörugeymsl-
unni, segir að með því að kaupa
mikið magn í einu, ætti að vera
hægt að fá fiskinn á hagstæðara
verði, en þegar einstaka fiskvinnslu-
fyrirtæki eru að kaupa lítið magn í
einu. Sé nægilegt magn til, verði
hægt að bjóða upp eitthvað af fryst-
um fiski á hveijum degi meðan birgð-
ir endist.
Gylfi segir að hráefnisskortur hafi
háð íslenzku frystihúsunum nokkuð
lengi og hafi það kostað fiskvinnsl-
una mikla fjármuni. Þrátt fyrir að
engin aðflutningsgjöld séu á físki,
þurfi að greiða virðisaukaskatt strax
við innflutning. Því sé mikilvægt að
geyma fískinn á frísvæði. Möguleiki
opnist einnig fyrir smærri vinnsluað-
ila að kaupa lítið magn af físki í einu.
Þá sé einnig mögulegt að selja físk
til annarra landa, svo sem Færeyja,
Grænlands og Kanada og þá skipti
einnig miklu að fískurinn sé geymdur
á frísvæði. _
Sjá nánar Úr verinu bls. Bl: Kanna
stofnun alþjóðlegs...
Undirmönn-
um sagt upp
á Herjólfi
ÖLLUM undirmönnum sem
starfað hafa um borð í feij-
unni Heijólfi var sagt upp í
gær með samningsbundnum
uppsagnarfresti sem er allt
frá einum mánuði. Þetta var
ákveðið á fundi sljórnar Her-
jólfs í gær.
Um er að ræða fimm háseta
og sjö þernur og eiga þau öll
félagsaðild að sjómannafélag-
inu Jötni í Vestmannaeyjum,
en það hefur hafnað aðild að
heildarkjarasamningi þeirra
starfshópa sem starfa um borð.
Verkfall stýrimanna um borð
hefur staðið frá 3. febrúar eða
í þijár vikur.
i