Morgunblaðið - 07.03.1993, Side 4

Morgunblaðið - 07.03.1993, Side 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993 ERLEIMT INNLENT Ekkert verður af verkfalli BOÐUN verkfalls í 23 aðildarfélög- um sem taka þátt í samflotinu inn- an BSRB var felld í atkvæða- greiðslu í 16 félögum, sem eru með 10.984 félagsmenn, en samþykkt í sjö félögum með 1.675 félags- menn. Samþykkt var að félögin stæðu áfram sameiginlega að við- ræðum við viðsemjendur sína og að þau félög sem samþykktu verk- fall myndu ekki boða til verkfalls 22. mars. 2 ára fangelsi Donald M. Feeney var í Héraðs- dómi Reykjavíkur dæmdur I 2 ára fangelsi og James Brian Grayson í 12 mánaða fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundið, fyrir að nema á brott dætur Emu Eyjólfs- dóttur, þar á meðal dóttur Gray- sons. Þeir hafa báðir áfrýjað dómn- um til Hæstaréttar. Bjargað út um glugga Tíu manns var bjargað út um glugga þegar eldur kom upp að Bræðraborgarstíg 7 í Reykjavík. Eldur kom upp á jarðhæð hússins um miðnætti aðfaranótt þriðjudags og urðu nokkrar skemmdir af. Grunur leikur á að andlega van- heil kona hafi kveikt í ýmsu dóti í anddyri hússins. Versnandi lánskjör Þess hefur gætt að undanförnu að íslenskir lántakendur á alþjóð- legum lánamarkaði njóti nú lakari lánskjara en áður tíðkaðist. Þeir sem taka lán með ríkisábyrgð fá þó ennþá betri kjör en þeir sem taka erlend lán án ríkisábyrgðar. Þá búa íslenskir lántakendur á al- þjóðlegum lánamörkuðum við mun betri en lq'ör þau sem helstu bönk- um í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi bjóðast um þessar mundir. Unglingar fremja skemmdarverk Hópur unglinga vann mikil skemmdarverk í sumarbústöðum í Meðalfellslandi. í kjölfar þess spunnust miklar umræður um hvemig taka eigi á vanda síbrota- unglinga. Breytingar á landbúnaði Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra sagði í ræðu á Búnaðar- þingi, að bændur yrðu að búa sig undir miklar breytingar í landbún- aði. Þar bæri hæst að alþjóðleg viðskipti með landbúnaðarafurðir yrðu frjálsari og innlendir framleið- endur yrðu að gera ráð fyrir því að þurfa að keppa við innfluttar landbúnaðarafurðir. Þá sagði hann að ótti manna við fákeppni með matvörur færi vaxandi og bændur hlytu að íhuga, hvort ekki sé tími til kominn að þeir taki afurðastöðv- amar í sínar hendur. ERLENT Handtaka vegiia sprensju- tilræðis EGYPSKUR 26 ára karlmaður, Salama Mohammed, var handtek- inn og ákærður á fimmtudag fyrir aðild að sprengjutilræðinu í World Trade Centre í New York fyrra föstudag. Var hann handtekinn er hann kom á bílaleigu og krafðist þess að fá endurgreidda trygging- ampphæð sem hann hafði borgað er hann leigði sendibíl sem notaður var til þess að keyra sprengju inn í bygginguna. Hélt hann því fram að bifreiðinni hefði verið stolið en við húsleit eftir handtökuna fund- ust tæki og tól til sprengjugerðar á heimili hans. Mohammed býr í New Jersey og tengist rótttækum samtökum múslima. Fimm manns fórust og rúmlega þúsund særðust í sprengingunni. Talið er að starf- semi hefjist ekki í skýjakljúfnum fyrr en eftir um mánuð. Skilorðsdómar í spillingarmálum ÍTALSKA stjómin lagði í fyrradag fyrir þingið og hyggst knýja í gegn umdeildar lagabreytingar sem miða að því að gefa þeim, sem sakaðir eru um spillingu, upp sakir að nokkru leyti. A þannig að reyna að takmarka áhrif mútu- og hneykslismálanna, sem koma upp á ný og ný á hveijum degi og eru farin að ógna pólitíska valdakerfínu á Ítalíu. Neyðargögnum varpað úr flugvélum BANDARÍSKAR herflugvélar hófu í byijun vikunnar að varpa neyðar- gögnum yfír byggðir múslima í austurhluta Bosníu sem Serbar höfðu setið um mánuðum saman. Samkvæmt fregnum sem bárust fyrir milligöngu radíóáhugamanna komst ekki nema lítill hluti send- inganna til hinna þjáðu. Skoraði herinn á Jeltsín? ÞINGMENN á rússneska þinginu lýstu á fimmtudag áhyggjum yfir fréttum um að yfirmenn heraflans hefðu á miðvikudag skorað á Borís Jeltsín Rússlands- forseta að grípa til ákveðinna aðgerða og binda enda á deilumar við þingið. Óttuðust *, þing- mennimir að herinn hefði snúist á sveif með Jeltsín sem sagðist á þriðjudag vera reiðubúinn að grípa til rót- tækra aðgerða ef þingið stæði í vegi fyrir umbótastefnu hans. Verðsamráð í Danmörku DANSKIR neytendur greiða hærra verð fyrir ýmsar algengar vörur á borð við skófatnað, lyf, olíu og byggingarefni en tíðkast annars staðar í Evrópubandalaginu, að því er danskir fjölmiðlar skýrðu frá á fimmtudag. Vitnuðu þeir í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar- innar (OECD) en í henni er komist að þeirri niðurstöðu að leynilegt samráð um verðlag og einokunart- ilburðir nokkurra stórfyrirtækja standi heilbrigðri samkeppni fyrir þrifum í Danmörku. Jesús bíður fyrirmæla frá Guði . HUNDRUÐ lögreglumanna um- kringdu sl. sunnudag höfuðstöðvar sértrúarsafnaðar skammt fyrir ut- an borgina Waco í Texas og stóð umsátríð enn sl. föstudag. Safnað- arleiðtoginn David Koresh hefur skirrst við áskorunum um að gef- ast upp fyrir lögreglu. Hann telur sig vera Jesús og sagðist bíða fyrir- mæla frá Guði um hvað gera skyldi. Óttuðust fyrrum safnaðarmeðlimir að frekar myndu Koressh og fylgis- menn hans fremja sjálfsmorð en gefast upp. Eru þeir vel vopnum búnir. Er lögreglan hugðist taka húsið með áhlaupi mætti hún mót- spymu og féllu sjö manns í vopna- viðskiptum sem þá áttu sér stað. Jeltsín á útleið? í svipaðri aðstöðu og Gorbatsjov áður en hann hrökklaðist frá Keppinautarnir Borís Jeltsín, forseti Rússlands, og Rúslan Khasbúlatov, forseti þingsins. BORÍS Jeltsín forseti hefur var- að við þvi að valdabarátta sín og forseta rússneska þingsins, Rúslans Kasbúlatovs, geti haft borgarastríð í för með sér. Dregið hefur verið úr völdum hans, þótt hann hafi komið til móts við andstæðinga umbóta- stefnunnar, og einstök héruð hafa tilskipanir hans að engu, þar sem þau vilja draga úr mið- stýringu frá Moskvu. Jeltsín virðist því að ýmsu leyti standa í svipuðum sporum og Míkhaíl Gorbatsjov síðustu mánuðina áður en hann hrökklaðist frá völdum fyrir tveimur árum. Kasbúlatov þingforseta hefur orðið svo vel ágengt í baráttu sinni fyrir auknum völdum þingsins að samstarfsmenn Jeltsíns telja að með sama áframhaldi verði hann þjóðhöfðingi með sama sem engin völd. Jeltsín stendur að því leyti betur að vígi en Gorbatsjov að hann er þjóðkjörinn, en samdrátt- ur hefur aukizt, lífskjörin hafa rýmað og almenningur hefur misst allan áhuga á stjómmálum. Fréttaritari Daily Telegraph í Moskvu segir að þar sé um fátt annað rætt en hvað taka muni við þegar Jeltsín láti af völdum. „Tímabil hans er senn á enda,“ segi margir — ekki aðeins harð- línumenn held- ur lýðræðis- sinnar og ein- dregnir stuðn- ingsmenn um- bótastefnunn-. ar. „Jeltsín hefur gert það sem í hans valdi stendur," heyrist sagt í Moskvu. „Sögulegu hlutverki hans er lokið.“ Að sögn fréttarit- arans er sagt sem svo að þingið sé í þann veginn að fara með sig- ur af hólmi í valdabaráttunni við Jeltsín. Hann verði að velja á milli þess að beijast fyrir því að halda völdunum eða að sætta sig að stjóma aðeins að nafninu tíl. Hann geti aðeins fylgzt með úr fjarska þegar harðlínumenn geri umbæt- ur hans að engu. Sjálfur gefur Jeltsín í skyn að hann kunni að grípa til þess „ör- þrifaráðs" að virða stjómarskrána að vettugi og ijúfa þing, ef komið verði í veg fyrir að umbætur hans nái fram að ganga. Hótun hans um að taka sér aukin völd veitir honum þó enga tryggingu fyrir því að þjóðinn, herinn og lögreglan muni standa einhuga að baki hon- um og völd hans em dregin í efa. „Hvað getur hann gert?“ spyr vestrænn stjómarerindreki, sem segir að Jeltsín sýni alltaf „leik- ráen tilþrif þegar að honum sé kreppt að sögn Reuters. „Hann gekk næstum því eins langt í des- ember, en beið ósigur að lokum. Hann grefur undan pólitískum trúverðugleika sínum." Jeltsín hyggst bera undir þjóðaratkvæði 11. apríl „hver eigi að stjóma Rússlandi: þingið eða forsetinn?“ og vonar að úrslitin muni binda enda á valdabarátt- una. Hann viðurkennir að fulltrúa- þingið kunni að reyna að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðið fari fram þegar það kemur saman, væntanlega nú í vikunni, en virð- ist ekki telja sig bundinn af af- stöðu þess. Jafnvel þótt þjóðarat- kvæði yrði leyft væri óvíst að það mundi leysa vanda hans Kasbúlatov vill nota þjóðarat- kvæðið til þess að bæta við spum- ingum á kjörseðilinn og ef þeim verður svarað eins og hann ætlast til munu völd hans aukast. Þannig hyggst hann fara að dæmi Jeltsíns sjálfs, sem notaði tækifærið þegar Gorbatsjov efndi til þjóðaratkvæð- is um framtíðarskipulag Sovét- ríkjanna í marz 1991 tii þess að spyija íbúa Rússlands hvort þeir vildu eigin forseta. Stuðningur sá sem hann fékk gerði honum kleift að efna til forsetakosninga, sem tryggðu honum umboð frá þjóð- inni. Líkt og Gorbatsjov hefur Jeltsín orðið að grípa til örþrifaráða til að halda völdunum. Hann hefur vikið Jegor Gaidar úr starfí for- sætisráðherra og rekið fleiri sam- starfsmenn til þess að róa and- stæðinga sína, en þó hefur Kasbúlatov og þinginu tekizt að skerða völd hans. Á svip- aðan hátt og Gorbatsjov hefur Jeltsín einnig reynt að halda völdunum með því að sækjast eftir stuðningi lýð- velda, sem hafa gengið stöðugt lengra í kröfum sínum, en orðið að sætta sig við að dregið hefur verið úr þeim. „Núverandi ástand minnir um margt á dagana fyrir valdaránstil- raunina 1991," segir fréttaskýr- andinn Jegveníj Kíseljov að sögn Reuters. Jeltsín leiti eftir stuðn- ingi kommúnista og fleiri fyrrver- andi óvina og standi einnig and- spænis hættu á valdaráni. „Hvaða trygging er fyrir þvi, eins og nú er ástatt, að öfl, sem vilja ekkert samkomulag og tengd eru fortíð- inni, muni ekki aftur láta til skar- ar skríða?" spyr hann. Með því að hóta að taka sér sérstök völd kann einnig að vaka fyrir Jeltsín að vekja ótta og sam- úð á Vesturlöndum, stefnu sinni til framdráttar. Einn helzti and- stæðingur hans, Sergei Baburín, sakar hann um að reyna að „búa til hættuástand“ og segir að þrátt fyrir óljós ákvæði í stjómar- skránni séu engin ágreiningsatriði óleysanleg. Hann segir að hann muni líta á það sem valdarán, ef þing verði rofíð og Jeltsín stjórni með tílskipunum. „Hvemig getur hann leyst upp þingið, ef þing- menn halda áfram að koma sam- an?“ spurði hann fréttaritara Re- uters.„Hann hefur engan stuðning til að gera stjórnarbyltingu — hvorki í heraflanum, lögreglunni né KGB.“ Æðstu yfírmenn rússneska hersins hafa átt fund með Jeltsín og hvatt hann til að binda enda á stjórnmálakreppuna með „markvissum aðgerðum.“ Svo mikil ringulreið ríkir í hemum að sögn þingmanns, sem sérhæfír sig í hermálum, að „enginn getur treyst honum fyllilega eins og sakir standa — hvorki forsetinn né þingið." Öryggisráðuneytið, sem áður hét KGB, lætur lítið á sér bera, en hefur gagnrýnt spill- ingu og auknar njósnir vestrænna ríkja, sem færi sér veikleika Rússa í nyt. Jeltsín getur huggað sig við að allt er með kyrrum kjörum í Rúss- landi þrátt fyrir þrengingar af völdum markaðsumbóta. Almenn- ingur er orðinn þreyttur á póli- tísku rifrildi og samdrætti, en fáir fara út á götumar til að mót- mæla. Aðeins 20.000 tóku þátt í mótmælum kommúnista og þjóð- emissinna gegn Jeltsín í Moskvu nýlega. Verkalýðsfélög virðast einnig styðja Jeltsín í baráttu hans gegn þinginu og Kasbúlatov, þótt kolanámumenn í Kúban-héraði hóti verkfalli til að knýja fram launahækkanir. „Verður alger .upplausn í Rúss- landi, ef Jeltsín fer frá?“ spyr fréttaritari Daily Telegraph. „Verður borgarastyijöld, ef hann heldur áfram að beijast við þingið og Kasbúlatov? Skoðanir eru skiptar. Sumir telja að Rússland verði annað Tyrkland eða önnur Rúmenía í risastórri mynd, að markaðsfrelsi og lýðræði verði af skornum skammti og heiðarleiki í opinberu lífí á borð við það sem gengur og gerist á Ítalíu. Bölsýn- ismenn sjá fyrir sér her eða ein- stök herfylki búin kjarnaoddum reyna að halda uppi lögum og reglu, einkum í afskekktum hér- uðum, sem krefjast aukinnar sjálf- stjómar." Þó telur fréttaritarinn að erfítt verði að snúa við þeirri þróun sem hófst fyrir tveimur' áram. Uggur um að brottvikning Gaidars mundi stöðva umbætumar hafi ekki orð- ið að veraleika. Eftirmaður hans, Viktor, hafí farið að ráðum starfs- manna Gaidars, sem flestir hafí haldið stöðum sínum. Fái þingið hins vegar vilja sínum framgengt og banni þjóðaratkvæði Jeltsíns mun það síðan leggja til atlögu við ríkisstjórnina. Auðvelt sé að kynda undir óánægju fólks og ekki sé víst að Jeltsín haldi yfír- ráðum sínum yfir sjónvarpinu. Enginn einn maður stendur á bak við tilraunirnar til að steypa Jeltsín að sögn Daily Telegraph. Augljósasti arftakinn er Alexand- er Rútskoj varaforseti, sem er ein- dreginn andstæðingur markaðs- stefnunnar. Endurreistur flokkur kommúnista mun gegna takmörk- uðu hlutverki að sögn blaðsins, en ef öll þessi öfl sameinist undir merki þjóðemishyggju, eins og reynt sé að koma til leiðar, verði möguleikar þeirra geysimiklir. Að sögn blaðsins telja Rússar að vestræn ríki sýni ekki nógu mikinn skilning á greiðsluerfíð- leikum þeirra. Margir Rússar telji að þau sjái sér hag í að þeir nái sér ekki aftur á strik, einkum Bandaríkin. Öll sund séu þó ekki lokuð, þótt Jeltsín verði sviptur völdum. Ekki er ástæða til að ætla annað en að stjóm undir for- sæti Rútskojs eða einhvers annars muni viðurkenna harðar stað- reyndir á sama hátt og Tsjerno- myrdin þegar bent verði á þær. BAItSVIÐ eftir Gubmund Halldórsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.