Morgunblaðið - 07.03.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.03.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993 11 öðru lagi að fleiri seljendur myndu tryggja samkeppni um verð og þjón- ustu. Verðsamkeppnin myndi koma fram í lausasölulyfjunum, sem eru um 10% af lyfjamarkaðnum, og í afsláttum frá hámarksverði lyfseðils- lyfjanna. Þeir fullyrtu að hér ríkti umboðsmannakerfi sem keypti inn lyf á hæsta verði í Evrópu. Með EES yrðu breytingar í milliríkjaverslun sem opnuðu leið fram hjá umboðs- mönnunum í Danmörku. Þeir sögðu að eftir því sem fleiri apótek væru í virkri samkeppni á markaðnum ykist þrýstingurinn á hagkvæmari innkaup. Sögðu þeir að sú takmark- aða samkeppni sem tekist hefði að koma á í lyfjadreifíngu hér á landi að undanfömu hefði leitt til verulegs spamaðar. Einar sagði að hingað til hefði það ekki verið litið hým auga ef apótek gæfu afslátt og hugsanlegt væri að apótekin myndu taka sig saman um að halda uppi verðinu en á því yrði þá að taka samkvæmt samkeppnislögum. Í áliti nefndar heilbrigðisráðherra sem undirbjó samningu lyfsölufrum- varpsins kemur fram að hún telur ráðlegast að koma fyrst á hlutfalls- greiðslum fyrir lyf ef stjórnvöld vilji koma á frelsi í lyfjadreifingu. Fýrst þegar breyttu endurgreiðslukerfi hafi verið komið á sé tímabært að rýmka reglur um lyfsöluleyfi þannig að frelsi til að stofna apótek aukist. Meðan verið sé að komast að því hvort samkeppni muni eiga sér stað geti verið ráðlegt að hafa hámarks- verð á lyfjum, þannig að fyrirtæki hafí tækifæri til að keppa innan þess ramma sem hámarksverðið veitir. Verði sú raunin að samkeppni verði næg til að halda niðri lyfjaverðinu opnist möguleikar til að létta opin- berum afskiptum af smásöluverði lyrfja, hvort sem það væri með því að afnema hámarksverðið eða með því að heimila lyfsölum að ákveða afgreiðslugjald upp á eigin spýtur fyrir hveija lyfjaávísun. Því kerfi hefur nú verið komið á að sjúklingar greiða hlutfall lyfja- verðsins en á greiðslum þeirra er bæði lágmark og hámark. Hentar lyfjamarkaðurinn fyrir samkeppni? Apótekarar leggja áherslu á sér- stöðu lyfjamarkaðarins í málflutningi sínum. Segja að hann fylgi ekki þeim lögmálum, sem gilda í hefðbundinni rekstrarhagfræði um samspil neyt- enda og markaðar. Eru þeir með þessu meðal annars að vísa til þess að læknirinn ákveði hvaða lyf skuli keypt og ríkið borgi mestan hluta kostnaðarins en neytandinn hafi þama lítil áhrif á. Formaður apótekarafélagsins sagði að það væri skilyrði fyrir sam- keppni í smásölu lyfja að sjúklingur- inn vissi hvað lyfín kostuðu og því þyrfti að koma því á að sjúklingarn- ir greiddu ákveðið hlutfall af lyfja- verðinu áður en opnað yrði fyrir aukna samkeppni. Þá fullyrti hann að ekki hefði tekist að sýna fram á það að samkeppni lækkaði lyfjaverð. I'járfestingar í nýjum apótekum myndu fremur auka dreifíngarkostn- aðinn en minnka hann. Jón Sæmundur sagði að flárfest- ingar í fyrirtækjum hefðu ekki endi- lega áhrif á verð vörunnar, ekki hækkaði verð á vörum þó alltaf væri verið að opna nýjar verslanir. Ráðu- neytismennirnir viðurkenndu að hver vömmarkaður hefði sín sérstöku lög- mál, lyfjamarkaðurinn ekki síður en aðrir. Bentu þeir á að sérstaða hans fælist einkum í því að salan í lyfseð- ilsskyldum lyfjum réðist af fjölda sjúklinga en ekki fjölda apóteka. Hins vegar giltu markaðslögmálin í lausasölulyfjunum. Þeir sögðu þó að þetta gerði markaðinn ekki svo sér- stakan að að það útilokaði hagnýt- ingu kosta samkeppninnar á honum. Þeir sögðust viðurkenna að ekki væri verið að gefa lyfsöluna fijálsa, ýmsar takmarkanir yrðu þar á, með- al annars um verðlagningu og aug- lýsingu vömnnar. Hins vegar væri verið að auka fijálsræðið til mikilla muna. Þeir sögðu einnig að ýmsir mögu- leikar væm á því að auka vitund sjúklingsins um það hvaða lyf ætti að kaupa. í sumum tegundum lyíja væru valmöguleikar og þar væri markaðurinn svipaður öðrum vöm- markaði. Þá bentu þeir á að sjúkling- MT Lyfsölur á Islandi Siglufjörður Suðureyri Músavik Vopnafjórður Hólmavik Biönduós Sauðár- krókur Seýðisfjórður (í eigu Lyfsólusjóðs) Egilsstaðir« • ' — _ Neskaup- y Eskifjörður— ®staður Akureyri (Stjörnuapótek er í eigu KEA) Hvamms- tangi Stykkishólmur- Ólafsvik Faskrúðsfjörður j , ^ Laugarás ★ Selfóss (í eigu KÁ) •Hella Kirkjubæjar- klaustur •keflavík Grirtdavik Höfuðborgarsvæðið •••••★ • •••• • •••• • •••• Tuttugu lyfsölur apótekara eru á höfuðborgarsvæðinu og ein að auki i eigu Háskóla íslands ^Stöðvar- - fjörður Vestmannaeyjar Lyfsalan er í eigu: • -Apótekara ■ Læknis ▲ Sveitarfélags ★ Annarra Fjárstreymi vegna lyfja á smásöluverði 1991 „Gríslía reynslan “ SMÁSALA lyfja er hvergi fijáls í Evrópu, segir í minnispunktum Apó- tekarafélagsins. „Víðast hvar eru ákvæði um fólksfjölda að baki hverri lyfjabúð, fjarlægð milli þeirra, sama verð innan sama ríkis o.s.frv." Ipunktunum er meðal annars tekið dæmi af Grikklandi en þar hafi ríkt einmitt það kerfl sem lagt er til að tekið verði upp hér á landi: „í Grikklandi vom til skamms tíma reglur, sem heimiiuðu öllum lyfjafræð- ingum þar í landi að setja á stofn apótek. Afleiðingamar urðu þær að apó- tekunum fjölgaði á 25 árum úr 1.400 í 7.500. Þetta olli miklum vandræðum í lyfsölumálum Grikkja og nú hafa þeir sett lög þar sem eru ákvæði um lágmarksfjölda íbúa að baki hveiju apóteki, og einnig reglur um fjarlægð milli þeirra. Vegna þessarar stöðu fékk Grikkland, eitt landa EB, aðlögunar- frest til ársins 1997, hvað varðar heimildir lyfjafræðinga frá öðmm EB-lönd- um til að setja upp apótek í Grikklandi." arnir greiddu verulegan hlut í lyfja- verðinu. í umsögn fjárlagaskrifstofu fjár- málaráðuneytisins um lyfjafrum- varpið kemur fram það álit að ætla megi að aukin samkeppni í lyfjasölu skili sér í lægra lyfjaverði og minni kostnaði neytenda við að nálgast lyf. Á móti komi að aukið aðgengi að lyfjum muni að líkindum auka lyfja- neyslu. Telur skrifstofan að frum- varpið muni að líkindum lækka lyíja- kostnað ríkisins og telur helst að vænta árangurs í innflutningsverði og innkaupum sjúkrastofnana. Ymsir hafa ritað um hugmyndir um aukið frelsi í lyfjasölu. Meðal þeirra er Brynjólfur I. Sigurðsson, prófessor í viðskiptafræði og formað- ur nefndarinnar sem undirbjó samn- ingu frumvarpsins. Nemandi hans, Hrannar Erlingsson, tók smásölu á lyfum á íslandi fyrir í lokaritgerð sinni við yiðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands síðastliðið vor. Hans niðurstaða var ótvíræð en önnur en prófessorsins. Aukið frelsi í smásölu lyfja væri við núverandi aðstæður afar óæskilegt. Því til rökstuðnings nefndi hann ýmsa þætti, eins og til dæmis aukinn kostnað, hættu á auk- inni lyfjaneyslu og mismunun milli landsbyggðarfólks og höfuðborg- arbúa. Sótt í læknamiðstöðvar Apótekarar sjá þróunina þannig fyrir sér, komist breytingarnar til framkvæmda, að apótekum á höfuð- borgarsvæðinu fjölgi mjög og þar verði apótek „á hveiju homi“ en að þeim fækki á sama tíma á lands- byggðinni. Nú eru 43 apótek í land- inu auk þess sem nokkrir læknar hafa lyfsöluleyfi, þar af er 21 apótek á höfuðborgarsvæðinu. Allir eru Shipliu skoóanir iytjairæóinga SKIPTAR skoðanir eru meðal lyíjafræðinga um efni lyfjafrumvarpsins. Apótekarafélagið er á móti því, Stéttarfélag lyfjafræðinga hefur haft samvinnu við ráðuneytið um samningu þess en Lyfjafræðingafélag Isíands, sem er blandað félag, hefur ekki mótað afstöðu til þess. Innan beggja síðarnefndu félaganna eru skoðanir nokkuð skipt- ar um ágæti frumvarpsins. Að sögn Hjörleifs Þórarinssonar, formanns Stéttar- félags lyfjafræðinga, hafa ekki verið greidd at- kvæði um frumvarpið í félaginu. Forysta félagsins gekk hins vegar til samstarfs við heilbrigðisráðherra um breytingarnar. Hjörleifur sagðiat ekki viija skera úr um það hvort það fyrirkomulag sem frumvarpið gerði ráð fyrir væri það besta sem völ væri á enda hefðu félagsmenn mismunandi skoðanir á því. Hann sagði þó að tekið væri tillit til megin sjónarmiða félags- ins í frumvarpinu, það er að lyfjafræðingar geti valið sér starfsvettvang, hvort heldur er sem atvinnurekend- ur eða launþegar. Þá væri það gert að skiiyrði fyrir rekstri lyíjabúðar að lyfjafræðingur væri þar starfandi. Finnbogi Rútur Hálfdanarson, formaður LjóQafræð- ingafélags íslands, sagði að félagið hefði ekki tekið afstöðu til frumvarps heilbrigðisráðherra og vitað væri um skiptar skoðanir innan þess. Aðspurður um eigin afstöðu sagðist Finnbogi geta tekið undir ýmis gagnrýnisatriði, meðal annars um opnun apóteka á spítölunum á meðan verið væri að leggja LjTjaverslun ríkisins niður. Þá sagði hann að sér litist illa á frelsi til að stofna apótek. Sagðist ekki sjá að rekstrarkostn- aður lækkaði við fjölgun apóteka, hann fremur ykist. Kostnaður myndi aukast við birgðahald og aðstöðu en um leið mætti búast við því að menn þyrftu að spara í launaútgjöldum sem þýddi annaðhvort færri störf eða lægri laun nema bæði kæmi til. Þá sagði hann að búast mætti við verri þjónustu. Erlendar apótekarakeðjur Nokkrir lyfjafræðingur eru nú atvinnulausir og er búist við að atvinnuleysi aukist verulega næstu tvö ár þegar fjöldi nýútskrifaðra lyfjafræðinga kemur á vinnumarkaðinn. Finnbogi sagðist ekki sjá að atvinnu- tækifærum Qölgaði við skipulagsbreytinguna eins og sumir lyfjafræðingar vonuðu. Hann sagðist telja það falsvonir því störfum myndi fækka í núverandi apótek- um á móti Og víða mætti búast við að apótekararnir yrðu einir við störf. Loks sagði hann að opnuð væri heimild fyrir aðra en lyfjafræðinga til að eiga lyfjabúð- ir. Finnbogi Rútur sagði að vegna aðildar íslands að Evrópska efnahagssvæðinu opnuðust möguleikar fyrir erlendar apótekakeðjur og lyfjafræðinga að stofna hér apótek. Sagði hann að þegar hefði borist fyrirspum frá eriendum lyfjafræðingi um vinnu eða möguieika á stofnun apóteks hér á landi. Ekki hefur farið fram könnun á hug félagsmanna f lyfjafræðingafélögunum til lyfjafrumvarpsins. Kunngur maður segir að nýútskrifaðir lyfjafræðingar og lyfjafræðingar í þjónustu ríkisins séu margir hlynnt- ir frumvarpinu en þeir sem ynnu í apótekunum væru frekar á móti því. sammála um að apótekunum fjölgi á höfuðborgarsvæðinu ef frumvarp heilbrigðisráðherra nær fram að ganga og að þeim fjölgi ekki á lands- byggðinni nema á allra stærstu stöð- unum. Ráðuneytismenn nefnamögu- leika á tvöföldun á fjölda apóteka á höfuðborgarsvæðinu en apótekarar tala um tvö- til þreföldun og að hér gætu orðið 60 apótek. Þá spá apótek- ararnir því að apótekum fækki á landsbyggðinni. Það fer einnig í taugarnar á þeim að Lyfsölusjóður verður áfram við lýði og þeir látnir borga í hann, til þess að fjármagna keppinautana, eins og einn þeirra komst að orði. Búist er við að nýju apótekin verði í nágrenni við læknamiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Ráðuneytis- mennimir sögðust telja að þjónustan færðist nær læknamiðstöðvunum. Menn settu upp nýja þjónustu þar sem markaðurinn vildi hafa hana, rétt eins og í annarri verslun. Þá búast menn við að stórmarkaðirnir muni sjá sér hag í að setja upp apó- tek i tengslum við verslanir sínar. Apótekararnir eru uggandi um sinn hag fari þessi þróun af stað. „Okkar var gert að kaupa apótekin þar sem þau eru og gerðar hafa verið miklar kröfur til aðstöðunnar. Við erum ekki endilega á bestu stöðunum. Ef samkeppni hefst yrði hún ójöfn vegna staðsetningar apótekanna og mögu- leika nýrra aðila til að ráða sjálfir stærð eininganna," sagði Jón Björns- son. Nefnt var dæmi um að lyfja- fræðingur hefði haft húsnæði á leigu í læknamiðstöð í heilt ár til þess að geta opnað þar apótek þegar það verður leyft og fleiri dæmi voru nefnd um ásókn ungra lyfjafræðinga í hús- næði hjá_ læknum. Jón Ásbergsson, framkvæmda- stjóri Hagkaups, sagði að stjómend- ur fyrirtækisins hefðu ekki kynnt sér nýja lyfjafrumvarpið og biðu rólegir eftir afdrifum þess. „Við höfum þó fullan hug á að selja lausasölulyf hér í búðunum, á svipaðan hátt og þekk- ist í Bandaríkjunum og Bretlandi, ef það verður leyft. Hvort við munum reka fullkomið apótek ef það yrði gert að skilyrði er óákveðið. Ef sett verða skilyrði um að hafa lyfjafræð- ing í hverri búð myndi þessi starf- semi einskorðast við stærri búðim- ar,“ sagði Jón. Apótekararnir nefna líka mögu- leikaná á að stórir lyfjainnflytjendur og læknar stofni apótek. Einar Magnússon sagði að ekkert í lögun- um bannaði félögum lækna að stofna apótek, fullnægi það skilyrðum lag- anna, en taldi að siðareglur lækna takmörkuðu það. Hann sagði að bú- ast mætti við því að þróunin snerist við, apótekin fæm til læknanna en læknarnir hættu að hópast í kringum apótekin, eins og nú væri áberandi. Hins vegar sagði Einar að samkvæmt reglum EES mættu lyíjaheildsalar ekki reka smásölu. Vekur það upp spumingar um það hvort breytingar þurfa að verða á skipulagi eða eign- araðild stærstu lyfjasamsteypu landsins. Þar hefur eigandi stórs apóteks átt stóran hlut í stærstu inn- flutnings- og framleiðslufyrirtækjum lyfja, Pharmaco hf. og Delta hf., og verið stjómarformaður þeirra, að minnsta kosti til skamms tíma. Lyfsöluieyfi hafa ekki eingöngu verið bundin við nafn lyfjafræðinga. Þannig eiga kaupfélögin á Akureyri og Seifossi hvort sitt apótekið, Há- skóli íslands á Reykjavíkurapótek, sex sveitarfélög reka lyfsölur og Lyfsölusjóður á apótekið á Seyðis- firði. Áukin lyfjaneysla? Spurningar vakna um það hvort aukið aðgengi að lyfjum auki lyfja- neyslu. I nefndarálitinu sem lögin eru byggð á og umsögn fjárlagaskrif- stofunnar kemur fram það álit að ætla verði að auknu frelsi í lyfjasölu fylgi greiðari aðgangur að lyfjum, sem að öðru jöfnu leiði til meiri neyslu og hærri heildarkostnaðar. „Ef apótek er á hveiju homl verður aðgengið meira og neysla eykst. Starfsfólk apótekanna er alið upp við það að vera aðhaldssamt og mönnum em alltaf boðnar minnstu pakkningar þegar seld em lausasölu- lyf. Hætt er við að þetta geti breyst," sagði Jón Björnsson apótekari. Einar Magnússon sagðist ekki vera viss SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.