Morgunblaðið - 07.03.1993, Page 12

Morgunblaðið - 07.03.1993, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993 SYNDUGUR MESSIAS A HEIMSENDA eftir Pál Þórhallsson SÉRTRÚARHÓPURINN sem hefur verið umset- inn í víggirtum bækistöðvum sínum við bæinn Waco í Texas um vikuskeið á sér tæpra sextíu ára sögu. Hann hefur aldrei verið fjölmennur, nú eru um hundrað manns í honum, og er talinn til öfgahópa, þar sem einn leiðtogi krefst skilyrð- islausrar undirgefni safnaðarmanna. Hópar af þessu tagi eru um allan heim. Talið er að það séu tuttugu til þijátíu söfnuðir af þessu tagi í Bandaríkjunum og Kanada með samtals um 30.000 félögum. Þótt margir fyrrverandi aðvent- istar hafi verið í flokknum gegnum tíðina hefur kirkja Sjöunda dags aðventista í Bandarikjunum svarið af sér öll tengsl við hann enda virðist fátt sameiginlegt með þeim. Flokkurinn sem hér um ræðir hefur nokkrum sinnum klofnað og skipt um nafn og hart hefur verið tekist á um leiðtogahlutverkið. Það er trú safnaðarins að hann sé hinn rétti erfingi konungdæmis Davíðs. Bandarískir löggæslumenn sitja um trúflokk í Texas Fjöidi manns í valnum eftir misheppnaöa atlögu Áfengis-, tóbaks- og skotvopnaeftirlitsins Leiötoginn ungi sakaöur um kynferóislegt ofríki TOGA8T A VM APÓTEKIA um að þetta breyttist, „hafa apótek- in í dag ekki hag af sem mesti sölu?“ spurði hann. Apótekarar nefna einnig aukna hættu á misferli við skipulagsbreyt- ingamar. Meira öryggi sé í kerfi sem byggi á fjárhagslega sjálfstæðum apótekurum og augljós sé hættan af lyfsala í kröggum. Þá verði meiri möguleikar fyrir fíkniefnaneytendur að ná sér í lyf eftir því sem útsölu- stöðum fjölgaði og öryggið minnk- aði. Ráðuneytismenn segja aldrei hægt að útiloka misferli. Hins vegar yrði ekki slakað á klónni í eftirlitinu og Lyfjaeftirlitið yrði sterkt eins og verið hefði. Ríkisrekstur apóteka Heimildir í frumvarpinu fyrir sjúkrahús að opna apótek fyrir al- menning og heim- ildir þeirra til inn- flutnings lytja eru mjög gagnrýndar. Mörgum sem blaðamaður ræddi við fannst það skjóta skökku við að ríkið væri að hefja rekstur apó- teka á sama tíma og unnið væri að einkavæðingu Lyfjaverslunar ríkisins. Formaður Apótekarafélags- ins sagði að það hlyti að verða óeðlileg sam- keppni og hann sagðist ekki sjá hvernig spítalarnir ætluðu að fara að skilja á milli apó- teks og annarrar lyfjaumsýslu. Jón Sæmundur svaraði þessari gagnrýni á þá leið að heimildir sjúkrahúsanna til eigin innflutnings lyfja væru fyrst og fremst til þess að styrkja stöðu þeirra gagnvart innflytjendum og opna möguleika þeirra til að taka þátt í hagkvæm- um sameiginleg- um innkaupum spítala, til dæmis á Norðurlöndun- um. Bentu ráðu- neytismennimir á að einkavæðing Lyfjaverslunar ríkisins væri ekki á vegum heil- brigðisráðuneytis- ins, einkavæðing- amefndin réði ferðinni í því efni. Loks bentu þeir á þau ákvæði lag- anna og nýrra samkeppnislaga að apótek sjúkra- húsanna yrðu að standa fjárhags- lega sjálfstæð og ríkið mætti ekki niðurgreiða rekstur þeirra. Þeir fullyrtu að spítalamir ætluðu sér ekki í samkeppni við apótekin á markaðnum en þau þyrftu að geta veitt göngudeildarsjúklingum sjálf- sagða og eðlilega þjónustu og ekki væri óeðlilegt að ríkið fengi tekjum- ar af þessari þjónustu. Varðandi heimildir heilsugæslustöðva og minni sjúkrahúsa úti á landi til að opna apótek sögðu þeir að þar væri verið að opna möguleika til nauðvamar ef enginn lyQafræðingur vildi starfa sjálfstætt í byggðarlaginu. Ef ein- hver lyfjafræðingur vildi taka yfir reksturinn myndi ríkið draga sig í hlé. Mismunandi lyfjaverð milli landshluta Ráðuneytismenn og apótekarar eru sammála um að líkur séu á að lyfjaverð verði mismunandi milli landsvæða. Meiri möguleikar séu á afsláttum frá hámarksverði á stærri markaði. Verður þróunin þá eitthvað í líkingu við það sem gerst hefur á matvöramarkaðnum á undanfömum áram. Ráðuneytismenn leggja á það áherslu að samkeppnin leiði til lækk- unar á öllu lyfjaverði í landinu, einn- ig á landsbyggðinni, og vísa til mat- vöramarkaðarins í því sambandi þar sem stórmarkaðimir í Reykjavík hafi þrýst matvöraverði niður um allt land. Apótek veita mikilvæga þjónustu og er hugsanleg fækkun þeirra og mismunandi verð eftir landshlutum viðkvæmt pólitískt mál, eins og fram hefur komið í umræðum í þingflokki sjálfstæðismanna að undanfömu. Landsbyggðin aldrei samkeppnisfær Hjálmar A. Jóelsson, apótekari á Egilsstöðum, sagðist ekki átta sig á þvi hvemig samkeppninni væri ætlað að virka. Sagðist hann eiga von á því að hámarks- verðið yrði ákveðið lágt og því varla við því að búast að menn treystu sér til að fara mikið niður fyrir það. „En ef það gengur eftir að einhver bjóði lægra verður landsbyggðin aldrei samkeppn- isfær. Þetta verð- ur eins og í mat- vöranni, sumir landsmenn þurfa að búa við allt annað matarverð en aðrir,“ sagði Hjálmar. Hann sagði að mismunandi lyfjaverð myndi væntanlega leiða til þess að fólk keypti lyfin frek- ar í stærri apó- tekunum og það drægi úr viðskip- um apóteka á landsbyggðinni og gerði rekstr- argrandvöll þeirra enn verri en nú er. Um 3.000 manns era í læknishéraði Egilsstaða. Hjálmar sagðist ekki gera sér grein fyrir því hvort samkeppn- in næði þangað. Hann sagðist ekki sjá neinn grundvöll fyrir því að þetta svæði eða önnur svipuð stæðu undir því að greiða tveimur lyfjafræðingum laun. Hann sagði hugsanlegt að sterkustu kaup- félög landsins teldu sig hafa siíkan grundvöll og sæju sér hag í því að koma þannig til móts við þá viðskipta- vini sína sem væru í reikningi. Nú væri atvinnuleysi hjá lyfjafræðingum og hugsaniegt að lyfjafræðingar færu í hlutastarf í apótekum kaupfé- laganna og tækju jafnframt að sér önnur störf hjá þeim. „Ég veit ekki hver framtíðin yrði hjá okkur sem fyrir erum ef markaðurinn skiptist. Við myndum sjálfsagt þrauka með því að segja upp fólki og draga sam- an segiin. En það myndi ekki leiða til betri þjónustu og lægra vöra- verðs,“ sagði Hjálmar. „Þetta getur leitt til glundroða í lyfsölumálum dreifbýlisins," sagði Hjálmar einnig. Hann sagði að talað væri um að þessum breytingum væri ekki beint gegn dreifbýlinu en ef eitt- hver meining væri í því þyrfti að setja í lögin ákvæði um lágmarks- Ijöída íbúa þar sem leyft yrði að stofnsetja ný apótek. Sérfræðingar í trúar- lífsfræðum velta því nú fyrir sér hvernig friðsæll en einangr- aður flokkur gat breyst í vopnaða sveit manna sem lýtur ægivaldi kynóðs gít- arleikara. Marc Galanter, prófess- or í geðlækningum við New York University Medical Center, segir kynferðislega afbrigðilega hegðun ekki fátíða hjá trúarhópum sem loka sig af frá umheiminum. Eftir því sem einangrunin aukist slakni á siðferðishömlunum. Hópar af þessu tagi kunni að grípa til of- beldis þegar þeim finnist að sér vegið. Ottast menn mjög að söfn- uðurinn kunni að taka upp á voða- verkum á borð við fjöldasjálfsmorð Jims Jones og 900 fylgismanna hans í Guyana árið 1978. David Koresh, 33 ára gamall, hefur verið leiðtogi sértrúarhóps- ins um nokkurra ára skeið. Upp- runalegt nafn hans er Vernon Wayne Howell, en því nafni breytti hann fyrir þremur árum. Yfirvöld- um í Los Angeles gaf hann þá skýringu á umsókn sinni um nafn- breytingu að hann væri skemmti- kraftur og tiigangurinn væri að auðvelda sér frama á tónlistar- brautinni. Móðir Koresh var ekki nema fimmtán ára gömul þegar hann kom í heiminn. Fyrstu árin ólst Koresh upp hjá afa sínum og ömmu en móðir hans tók hann að sér fimm ára gamlan. Hann flutt- ist með móður sinni og stjúpa til Dallas í Texas þar sem hann gekk í aðventistaskóla. Hann var snemma trúhneigður og baðst fyr- ir klukkustundum saman á hveij- um degi og grét í bæn sinni eftir því sem amma hans segir. Hann átti í erfiðleikum í skóla en til þess var tekið að hann lagði á sig að læra heilu kaflana úr Nýja testamentinu utan að. Seytján ára gamall gekk Koresh í Davíðsætt- arsöfnuðinn en móðir hans var einnig félagi um tíma. Koresh náði yfirráðum í söfnuð- inum eftir hatramma baráttu við mann að nafni George Roden sem lyktaði með fullum sigri hins fyrr- nefnda, hann slapp við dóm fyrir morðtilraun en Roden endaði á geðsjúkrahúsi. Fram til ársins 1988 var landar- eign safnaðarins, Karmelbúgarð- urinn eins og hún var nefnd, í hálfgerðri niðurníðslu. En þá hófst mikið uppbyggingarstarf undir forystu Koresh. Reistar voru nýjar ATAKASAGA 1918 Victor Houteff, innflytj- andi frá Búlgaríu, gengur í söfnuð Sjöunda dags aðventista í Iilinois. Flytur síðar til Los Angeles. 1934 Eftir deilur um túlkun Biblíunnar klýfur Houteff sig frá aðventistum og stofnar eig- in söfnuð. 1935 Houreff flytur til Texas og stofnar Karmelfjalls-mið- stöðina í bænum Waco í Texas. 1942 Nafni safnaðarins er breytt og hann kenndur við Davíð konung. 1955 Houteff deyr og ekkja hans Florence tekur við stjóm- velinum. 1957 Waco-bær kaupir land- areign safnaðarins fyrir 700.000 dali og hann flyst um fimmtán km út fyrir bæinn. 1959 Söfnuðirinn klofnar eft- ir að spádómur Florence um heimsendi rætist ekki. Flestir fylgja Ben Roden að málum og hann stofnar Söfnuð Davíðs- ættar (Branch Davidians). 1978 Roden deyr og ekkja hans Lois tekur við. 1984 Enn klofna Davíðs- menn, að þessu sinni vegna ágreinings milli George Rodens, sonar Lois, og Vernons How- ells. 1985 Deilurnar hafa magnast svo mjög að Howell og stuðn- ingsmenn hans eru hraktir á brott með vopnavaldi. 1987 Eftir skotbardaga era Howell og fleiri handteknir á búgarðinum sakaðir um tilraun til að myrða George Roden. 1988 Sjö vitorðsmenn How- ells sýknaðir en hann sjálfur sleppur vegna þess að atkvæði falla jafnt í kviðdómi. 1989 George Roden ákærður fyrir morð á 56 ára gömlum manni frá Odessa. 1990 Roden sýknaður vegna geðveiki og hann fluttur á ríkis- sjúkrahúsið í Vernon. 1993 28. febrúar ráðast liðs- menn Áfengis-, tóbaks- og vopnaeftirlits Bandaríkjanna til atlögu við Söfnuð Davíðsættar. víggirtar höfuðstöðvar umluktar gaddavír og trónir varðturn í miðj- unni. Yfír safnaðarstarfinu var leyndarblær enda samneytið við bæjarbúa í Waco lítið þótt sumir sæktu þangað vinnu. Trúfélagið lifði á launum sem þannig var aflað auk þess sem nýliðar af- hentu Koresh allar eigur sínar og jafnvel ijölskyldna sinna. Bæj- arbúar horfðu til víggirts óðalsins með óttablandinni forvitni. Menn hættu sér ekki of nærri því „þá átti maður á hættu að verða skot- inn“ eins og einn bæjarbúa orðar það. Fyrrverandi safnaðarmenn hafa gefið greinargóða lýsingu á því sem fram fer innandyra. Koresh virðist líta á sjálfan sig sem Jesú Krist. Strangar reglur gilda um sambúðina innandyra. Safnaðar- menn, sem eru af ýmsu þjóðerni, lifa á jurtafæði en Koresh má einn neyta áfengis. Ekki er leyfð nein sundurgerð í klæðaburði, flest föt- in eru heimasaumuð. Að sögn tek- ur bænahald dijúgan tíma safnað- armanna, stendur það allt að fimmtán tíma samfleytt. Prestur í Waco sem heimsótti söfnuðinn fyrir þremur mánuðum segir að þá hafi allt virst eðlilegt innan- dyra. Koresh telur sig hafa yfímátt- úrulega heimild til að taka sér konur annarra manna og hann hefur stært sig af því að eiga nítj- án konur sem alið hafi honum mörg börn. Jafnframt bannar hann öðrum körlum í söfnuðinum holdlegt samneyti við konur, segir að þeirra bíði fagrar meyjar í himnaríki. Undirbúningur fyrir dómsdag setur mark sitt á samfé- lagið. Koresh á að hafa breytt nafni byggingarinnar í Heimsenda og sagt er að hann haldi því fram að börn sín eigi að ná yfirráðum á jörðu eftir að trúleysingjarnir hafi drepist. Ennfremur er talið að hópurinn eigi mikið vopnabúr sem Koresh hafi safnað til að und- irbúa stríðið mikla þegar heims- endir nálgast. Það er kaldhæðnis- legt að árið 1988 var yfirvöldum í Texas gert að skila Koresh aftur vopnum sem gerð voru upptæk við rannsókn fyrrnefnds morð- máls. Talið er að hann geti með Bótakröfiir apótekara niilljarónr Ríkið hafnar bótaábyrgð BÓTAKRÖFUR lyfsala á hendur rikinu gætu numið allt að einum milljarði kr. ef lyf- salan verður gefin fijáls, sam- kvæmt upplýsingum frá þeim. Kröfur þeirra myndu byggj- ast á því að í leyfisbréfum þeirra voru kvaðir um kaup á húsnæði, áhöldum og birgðum fráfarandi lyfsala og að þeir hafi staðið undir þessari kaup- skyldu í trausti þess að losna við eignirnar við starfslok. Þessar kvaðir falla niður, samkvæmt frumvarpinu. Heil- brigðisráðuneytið hafnar því að apótekarar geti átt bóta- rétt á hendur ríkinu og vísar til álitsgerðar sem Hákon Árnason hrl. hefur unnið fyrir ráðuneytið. Fram kemur meðal annars þjá Hákoni Ámasyni að hann telur að fyrirhugaðar breytingar svipti lyfsalana á engan hátt atvinnuréttindum þeirra, né eignar- og nýtingar- rétti á lyfjabúðum þeirra og öðr- um rekstrartengdum eignum. Hann telur að hugsanleg lækkun á verði eignanna af völdum breytinganna sé alls óvís og geti ekki talist þungbær. Þá vill hann líta svo á að hér sé um að ræða almennar reglur um atvinnurétt- indi og rýmkun atvinnufrelsis á sviði lyfsölumáia, sem byggist á vissum jafnréttis- og réttlætis- mælikvarða, auk þjóðfélagslegra hagkvæmnissjónarmiða, og kemst að þeirri niðurstöðu að breytingarnar valdi ekki bóta- skyldu fyrir ríkissjóð. Hann kemst að sömu niður- stöðu um hugsanlega bótaskyldu vegna brottfalls kaupskyldu á eignum lyfsala við starfslok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.