Morgunblaðið - 07.03.1993, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993
Vemdarenglar
stað að ræða þar sem ríkir góður
og skemmtilegur samstarfsandi
með starfsfólki. Líklega hafa
hjúkrunarfræðingar hvergi eins
mikla möguleika á að láta að sér
kveða í starfi og á geðdeildum og
sennilega er hvergi eins mikið jafn-
ræði með læknum og hjúkrunar-
fræðingum og þar. Það virðist vera
útbreidd skoðun meðal hjúkrunar-
nema nú að það sé nauðsynleg
reynsla að fara á svokallaða al-
menna deild eða handlæknisdeild,
það er beinlínis í tísku núna. Við
sem störfum á geðdeildum erum
hins vegar þeirrar skoðunar að
geðhjúkrun sé heppilegri undir-
staða. Auk mikillar fræðslu sem
starfsfólki stendur til boða þroskar
það, með samskiptum við sjúkl-
inga, fyrr en ella með sér það inn-
sæi sem er svo nauðsynlegt í
mannlegum samskiptum, hvort
sem er í starfi eða einkalífi. Það
skerpir líka skilning fólks á eigin
sálarlífi að kynnast og starfa með
geðveiku fólki. Af því má ýmislegt
læra. Mér fínnst margt geðveikt
fólk sýna mikinn dugnað í baráttu
sinni við sjúkdóm sinn. Ég dáist
að því fólki, í mínum huga er það
hetjur.“
Þegar ég kem aftur niður á hina
gamalkunnu kaffistofu situr þar
Helga Júlíusdóttir sjúkraliði. Ég
tek hana tali og spyr hve lengi hún
hafi unnið þama. „Ég kom hingað
nýútskrifaður sjúkraliði fyrir 18
ámm og er nú að hætta störfum
um næstu helgi.“ Varstu hrædd
þegar þú byijaðir? spyr ég. „Nei,
en á seinni árum hafa komið upp
tilvik þar sem ég hef haft ástæðu
til að vera það, þótt ekkert hafi
gerst. Það breyttist hér margt eft-
ir að farið var að taka við fólki inn
á bráðavakt og læsa deildinni. í
kjölfar þeirra breytinga komu karl-
menn til starfa á deildinni. Mér
hefur gengið vel að skipta við
sjúklingana. Við sjúkraliðar hjálp-
um m.a. þeim sjúklingum að þrífa
sig og matast sem ekki geta það
sjálfir og sinnum annarri aðhlynn-
ingu. Þolinmæði og hlýja hafa
reynst mér best í samskiptum við
sjúklingana. Sama fólkið kemur
hér oft aftur og aftur, maður þekk-
ir það orðið og veit hvað passar
fyrir hvern og einn. Hér hefur lengi
starfað sama fólkið og við höfum
haft frábæra deildarstjóra. Það
hefur einnig nýst okkur vel í starfi
sú beina fræðsla sem við höfum
fengið og einnig að hlusta á þegar
sjúklingar segja sögu sína og lækn-
ir og hjúkrunarfræðingar meta
horfur þeirra og meðhöndlun.
Persónulega hafa fullorðnar
konur verið þeir sjúklingar sem
mest hafa höfðað til mín. Ég hef
haft gaman af að hjálpa þeim. Þær
sýna manni meira traust en unga
fólkið, nema það af því sem er í
móðurleit, ef svo má segja. Maður
venst öllu hér en ég hef aldrei tek-
ið neitt af því sem gerist hér með
mér heim í huganum. Ég er búin
að sinna hér mörgum sjúklingum
og hitti þá stundum niðri í bæ.
Ég heilsa þeim þó aldrei af fyrra
bragði, þeir heilsa mér ef þeir vilja.
Það eru ekki allir sem vilja láta
minna sig á þeir hafí verið á geð-
deild.
Mér finnst geðsjúklingar vera
hreint eins og annað fólk sem
maður kynnist í lífinu. Þeir eru
bara tímabundið veikir og það er
kraftaverki líkast að sjá svo mörg-
um batna bæði fljótt og vel. Eg
hef haft mikla gleði af starfmu hér
og mér finnst það hafa gert mig
að betri manneskju. Ég hef sjaldan
verið lúin öll þessi ár og alltaf
hlakkað til að koma í vinnuna. Það
hefur aldrei flökrað að mér að
skipta um vinnustað."
Deildarstjórarnir tveir, Soffía
Snorradóttir og Guðbjörg Gunn-
Guðný Anna Arnþórsdóttir
Þcað er hlutverk
þeirra sem
meóhðndla
geósjúkling aó fá
hann til að horfa
inn á við og
takast á við sitt
eigið sálarlíf
_______ ♦
arsdóttir eru líka á þeirri skoðun
að starfíð á geðdeildinni færi þeim
margvíslega ánægju, þótt oft sé
það erfitt. „Ég hef unnið hér í ell-
efu ár og líkar það vel, starfs-
andinn er góður hér, segir Guð-
ríður. „Ég ætlaði bara að vera hér
í tvö ár en nú eru þau orðin hátt
í íjögur," segir Soffía. Þeim stöll-
um ber saman um að á geðdeild-
inni sé mikið um að vera. „Hug-
myndir sem við komum með hafa
hlotið góðar undirtektir hjá yfir-
mönnum," segja þær. „Hópvinna
er áberandi og við höfum einnig
verið að þreifa okkur áfram með
að láta sjúklinga dvelja utan spítal-
ans. Draumur okkar er að geta
fyrir alvöru farið út til slíkra sjúkl-
inga og sinnt þeim í sínu um-
hverfi. Þetta myndi spara talsverða
peninga og gæti stuðlað að félags-
legri aðlögun fólks sem ella væri
stofnanamatur eins og sagt er.
Einnig finnst okkur mjög spenn-
andi að starfa í svokölluðum teym-
ishóp. Þá starfa saman læknir,
hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur,
félagsráðgjafi, sjúkraliði og starfs-
maður. Milli þessa fólks er yfirleitt
góð samvinna.
Sjúklingar dvelja hér yfirleitt í
4 til 6 vikur og kynnast oft vel.
Sumir halda sambandi eftir að út
í lífið er komið á nýjan leik. Við
reynum að stuðla að því að fólk
aðlagist samfélaginu með þvl að
fara á kaffihús, í leikhús og bíó og
í göngur og sundlaugar, svo eitt-
hvað sé nefnt. Starfsmenn fara
með sjúklingum í slíkar ferðir.
Fyrir kemur að rómantíkin
blómstri hér á milli sjúklinga. Fólk
hefur kynnst hér, orðið ástfangið
og jafnvel gengið í hjónaband. Slíkt
er þó undantekning. Flestir sem
leggjast hér inn eiga við^alvarlega
geðsjúkdóma að stríða. Áður var
algengt að alkohólistar væru lagð-
ir inn á geðdeild. Nú eru þeir sem
eru háðir vímuefnum fremur lagðir
inn hjá SÁÁ eða déild 33A sem
er deild á Landspítalanum fyrir
alkohólista. Þar eigum við hér allt-
af víst eitt pláss.
Fólk sem er veikt á sálinni er
ekki eins ofbeldissinnað og margir
halda. Þetta er yfirleitt gott fólk
og þótt það virðist vera ógnandi
er það oft lítið í sér. Við hræð-
umst ekki þessa sjúklinga og förum
óhikað einar inn til þeirra til þess
að sprauta þá. Þeir sem lagðir eru
hér inn eiga stundum erfitt með
að slíta sig lausa frá okkur, það
er svo mikill heimilisbragur á deild-
inni. Það er eins og að slíta nafla-
strenginn að fara héðan. Við lokum
ekki á fólk og fáum oft heimsókn-
ir og hringingar frá fyrrverandi
sjúklingum, það er okkur sannar-
lega gleðiefni þegar þeir segja
okkur góð tíðindi.“
í kaffístofunni glóir enn hið
rauða auga kaffikönnunnar. En
nú eru fleiri orðnir rauðeygir, ég
er orðin þreytt eftir viðburðaríkan
dag. „Eru þið ekki þreyttar?" spyr
ég Soffíu og Guðbjörgu. „Þetta
venst fljótt. Maður þarf stundum
að vera lengur hér en þetta, þegar
erfitt er að manna vaktir. Þá er
gott að hafa kaffið,“ svara þær
og ljúka úr bollum sínum. Við
göngum-fram á ganginn. Þar sitja
sjúklingarnir. í hópi þeirra er eldri
kona sem ég þekki Iauslega og hef
þegar kastað kveðju á. Nú kemur
hún til mín með útréttá hönd og
segir: „Vertu blessuð og ég þakka
þér fyrir að heilsa mér á þessum
stað.“ Ég yfirgef hana og geðdeild-
ina með spurn í huga. Hvers vegna
er þessi launung og skömm ennþá
I kringum geðveiki. Tímar hinnar
opnu umræðu virðast varla hafa
náð inn á þetta svið. Mér finnst
sem ég hverfi úr einum heimi yfir
í annan þegar dymar lokast að
baki mér og milli þeirra heima er
mikið djúp staðfest. Það djúp er
starfsfólk geðdeildarinnar að reyna
að byggja brú yfir, sem hinn sjúki
geti fetað sig eftir út í lífið á ný.
Við íslendingar höfum brúað öll
þau vatnsföll á landinu sem áður
héldu mönnum í meiri eða minni
einangrun. Nú þurfum við að sam-
einast um reisa annarskonar brýr
sem losa fólk úr þeirri einangrun
sem geðveiki hefur fram að þessu
verið.
KAUPMANNAHAFNARBRÉF
Ofbeldi og uppeldi
UM SÍÐUSTU helgi var ungur maður
sparkaður niður í úthverfl Kaupmanna-
hafnar. Hann var fluttur meðvitundar-
laus á spítala. Daginn eftir ákvað fjöl-
skyldan að slökkt yrði á öndunarvélinni
sem hélt í honum lífi. Heilinn starfaði
ekki. Lát unga mannsins hefur orsakað
mikla umræðu um vaxandi ofbeldi og
aðbúnað og ungs fólks, líkt og gerðist
í Bretlandi eftir barnsmorð fyrir
skömmu. Spurningin er hvað sé að ger-
ast í þjóðfélaginu og af hveiju.
Ungi maðurinn kom að tveimur mönnum
í deilum við þann þriðja og ætlaði að tala
á milli þeirra. Tvímenningamir tóku það
óstinnt upp, hentu honum niður og spörk-
uðu í hann með fyrrgreinum afleiðingum.
1 fyrstu var álitið að hann hefði verið spark-
aður niður með karatesparki, en svo virðist
þó ekki vera.
Fyrirfram var ekkert sem benti til að
slíkt gæti gerst. Ungi pilturinn var verslun-
arskólanemi og enginn vandræðamaður.
Diskótekið, þar sem árásin átti sér stað,
hefur aldrei dregið að sér athygli lögregl-
unnar, sem segir staðinn rólegan. Drápið
er bara enn eitt dæmið um tilviljanakennt
ofbeldi, sem beinist ekki að neinum sérstök-
um, heldur stafar af fantaskap og tilfinn-
ingaleysi þess eða þeirra, sem verknaðinn
fremja. Ofbeldi af þessu tagi hlýtur yfir-
leitt mikla athygli fjölmiðla og gæti því
gefið þá hugmynd að það væri algengt.
Svo er þó ekki. Ofbeldi af hendi ókunnugra
,er miklb-sjaldgæfera en ofbeldi f fjölskyld-
•. .. uro.eSajnilfi kunnugra. í sunigm fjölskyld-
1 úm eða kunningjahópum liggja löðrungarn-
t ir í loftinu.
Orsakir og afleiðingar
Rannsóknir hér hafa sýnt að böm, ung-
lingar og ungt fólk er almennt löghlýðið
og jafnvel löghlýðnara en eldra fólk. Það
breytir þó ekki því að meðal ungs fólks em
hópar, sem hika ekki við að bíta saman
tönnum og sýna ótrúlegan fantaskap af
fullkomnu tilfinningaleysi. Um daginn réðst
14 ára stúlka með hníf að jafnöldru sinni
vegna afbrýðisemi út af strák. í ákveðnum
hverfum er ofbeldi meðal unglinga til vand-
ræða í skólum. Það er þetta sem vekur ugg.
Ýmislegt er tínt til sem hugsanlegar
orsakir, svo sem bardagaíþróttir og ofbeld-
ismyndir. Austurlenskar bardagaíþróttir
eins og karate, taekwondo og skyldar
íþróttir njóta vinsælda hér eins og víðar.
Forsvarsmenn íþróttaklúbbanna segja þær
ekki auka ofbeldi, heldur gefí þær fólki og
ekki síst unglingum, tækifæri til að fá út-
rás fyrir reiði og innilokaðar tilfinningar
óg stunda heilbrigt tómstundagaman. Þær
dýrki ekki ofbeldi, heldur kenni fólki að
hreyfa sig og aga. En eins og alls staðar
er misjafn sauður í mörgu fé og innan um
eru alltaf einhveijir sem ekki taka þjálfun
eða skilja ekki á milli leiks og alvöru. Einn
þjálfarinn hafði reyndar á orði að ef ofbeld-
ishvötin byggi með fólki, þá stöðvaði það
ekki ofbeldi að kenna því ekki bardaga-
íþróttir. Það gripi þá bara brotna flösku í
staðinn.
Umræðan hefur líka beinst að ofbeldis-
myndum eins og oft áður «g hér hefur
verið talað um að setja á meira eftirlit með
myndböndum. Stjórnmálamenn eru ekki
sammála um hvemig eftirlitið .eigi að vera,
hvað eigi að banna og' hvernig' og hvort
eigi að- refsa fyrir brót En það er ehfitt
að gera eitthvað þe’gaf kvikmyndir og
myndbönd eru annars* vegar. Um árabil
hefur verið talað um slæm áhríf þessara
miðla, en hvernig í ósköpunum á að sanna
bein áhrif? í einstökum tilvikum hefur of-
beldi verði beitt á líkan hátt og í einstökum
kvikmyndum, en hvemig á að taka á slíku?
Boð og bönn em hæpin til árangurs og
erfið í framkvæmd. Eina raunhæfa en um
leið seinfarin leið er að beina áhuga unga
fólksins frá ofbeldi inn á uppbyggilegri
brautir og þá þýðir ekki að mæna á skól-
ann eða ríkið sem bjargvætt. Meginþorri
þeirra sem horfír á ofbeldismyndir er að
öllum líkindum ekki móttækilegur fyrir
þær, þannig að þeir fara út og píni og plagi
fólk eins og gert er í myndunum. Annað
mál er vanhirtir unglingar, sem hafa farið
á mis við allt sem við á í uppvextinum.
Þar er að öllum líkindum gróðrarstía ofbeld-
isins og á þessi börn geta ofbeldismyndir
haft áhrif til hins verra. Ef hugur þeirra
er ekki mótaður af ást og aga foreldra,
getur hann mótast af brengluðum gildum
myndanna. Myndirnar eru þá ekki orsök
oftieldisins, heldur eru eins og olía á eld-
inn, sem logar af öðrum orsökum.
Börn gera ekki það sem foreldrarnir
segja heldur það sem þeir gera
Kennarar og aðrir sem hafa með börn
að gera hafa margir á orði að þeim finnist
böm núorðið oft fljót að grípa til ofbeldis
eins og ekkert sé eðlilegra. Fljótlegra sé
að gera út um málin með hnefaafli en
mætti orðsins. Eitthvað er þessi hegðun
misjöfn eftir hverfum. Munur milli hverfa
hér er hrikalegur. Hér eins og víðar hafa
verið byggð hverfi, þar sem fleiri þúsundir
af þeim verst stæðu búa saman. Ekki beint
fátækrahyecfí, því í . velferðarríkinu hafe
allir nokkum veginn til hnífs og skeiðar,
heldur hverfi þar' sem umhverfið er ljótt
og vanhirt, íbúarnir flestir atvinnulausir
eða utan vinnumarkaðarins og andleg fá-
tækt heijar. Ekki svo að skilja að andleg
fátækt sé bundin við hverfi, hún getur alls
staðar stungið upp kollinum.
Foreldrar hafa tilhneigingu til að einblína
um of á skólann. Hann mótar börnin vissu-
lega, en elur þau tæplega upp. Og þeir
hugsa kannski sem svo að þeir segi bömun-
um eitt og annað, en börn em næm og
skilja hnífskarpt milli þess sem foreldrarn-
ir segja og gera. Þau gera ekki það sem
þeir segja, heldur hegða sér eftir því sem
foreldrarnir gera. Með öðrum orðum þá eru
foreldrarnir fyrirmynd barnanna. Það þýðir
ekki að segja eitt og gera annað. Og með-
an foreldrar neita að líta í eigin barm og
hugleiða hvort orð þeirra og gerðir fari
saman, þá er varla von á góðu.
Þeir sem hafa með mál vandræðaungl-
inga að gera, allt frá kennurum til lög-
reglu, segja að vandinn sé oft að ná til
foreldranna. í skólunum mæta þeir ekki í
viðtöl og sinna ekki beiðni kennaranna að
koma, ef eitthvað fer úrskeiðis með börnin.
Sömu sögu er að segja hjá félagsmálastofn-
unum og lögreglunni. Böm og unglingar
sem komast I kast við þessa aðila mæta
iðulega ein. Enginn fylgir þeim að heiman
eða vill kannast við að bera ábyrgð á þeim.
Nú er rætt um að gana harðar eftir að
foreldrarnir standi við hlið barna sinna,
horfíst í augu við vandann og axli ábyrgð-
ina sem fylgir því að vera uppalandi. Þetta
gæti hugsanlega knúið foreldrana til um-
hugsunar um sjálfa sig og fjölskylduna og
fengið þá til að horfast í augu við raunvem-
leikanr^
Böm þurfa ekki aðeins uppeldi heldur
þarf að rækta þau. Foreldrar sem eru sjálf-
ir ófærir um að lifa lífínu í sátt við sjálfa
sig og aðra, lifa í lífslygi og blekkingu,
geta vart veitt börnum sínum ástúð og
aga, stutt þau og leitt, ræktað þau eins
og þarf. Einu sinni voru þessir foreldrar
börn, sem knnnski fengu heldur ekki gott
vegamesi. Hin illa vél malar áfram, en
slæm reynsla getur líka verið uppspretta
vislcu og lærdóme.
Það er svo auðvelt að skamma börnin
og úthöða’þelm, en ,þaö læra bömin, sem
fyrir þeim er haft. „Ræktaðu garðinn þinn“
sagði franskur heimspekingur forðum, „og
börnin þín svo í honum“, mætti bæta við.
Sigrún
Davíðsdóttir