Morgunblaðið - 07.03.1993, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993
'fylgi meðal hindúa og tekst það. BJP
hafði vonast til að ná landspildunni
þar sem moskan stóð í skjóli lag-
anna, en þeir misstu stjórn á ofsatrú-
armönnum innan síns flokks með
þeim hörmulegu afleiðingum, sem
við höfum lesið um í fréttum.
Indverjar
skiptast
svo eftir
trúar-
brögðum
Hindúar 81,0%
Múslimar 13,9%
Kristnir 2,0%
Sikhar 1,7%
Búddatrúar 0,7%
Aðrir 0,7%
flokkinn (BJP) og það í þjóðfélagi,
sem hefur friðsamlega sambúð
ólíkra trúarbragða og lífsforma að
einu aðalmarkmiði? BJP var smá-
flokkur, sem hafði einungis tvö sæti
á þingi fyrir kosningarnar 1984, en
í kosningunum 1991 vann flokkurinn
119 þingsæti. Hvernig gat þetta
gerst?
Síðustu tíu árin hafa síkhar (fylgj-
endur trúarbragða sem byggð eru á
hindúisma og islam) verið mjög
herskáir í Punjab og múslimar í
Kashmír hafa verið í opinni andstöðu
við stjórnina í Nýju Delhí. Átökin í
báðum þessum landshlutum hafa
kostað mörg þúsund mannslíf bæði
hindúa og múslima og hrakið tugi
þúsunda hindúa frá heimkynnum
sínum. Frá Kashmír hafa að minnsta
kosti 200 þúsund hindúar flúið og
musteri þeirra verið eyðilögð. Frá
sjónarmiði margra hindúa eru þessir
atburðir eins og endurtekning sög-
unnar þar sem hindúar voru í hlut-
verki áhorfandans á meðan þeir voru
rændir af innrásarherjum múha-
meðstrúarmanna. Þar sem BJP skír-
skotar til sögunnar og líkir atburð-
unum nú við fyrri atburði í sögu
hindúa hefur boðskapur flokksins
fallið í gljúpan jarðveg hjá mörgum
hindúum. Moskan, sem var tilefni
óeirðanna í byrjun desember var
byggð á 16. öld af mógúlnum Babar
í borginni Ayodhya, sem einnig er
helgistaður hindúa, því staðurinn er
einnig fæðingarstaður goðsins Ram,
sem er endurholdgun guðsins Vis-
hnú. Þar sem moskan stóð var áður
hof hindúa. Deilan um þessa land-
spildu fór fyrir rétt 1949 og dagaði
þar uppi. 40 árum seinna, árið 1989,
notar BJP þetta mál til að ná fjölda-
eftir Sudha Gunnarsson
Óeirðirnar á Indlandi undanfarið hafa ógnað lýð-
ræðisþróun og öryggi íbúanna í landinu. Lýðræði
á Indlandi hefur vissulega lent áður í kröppum
dansi allt frá því að það var sett á stofn fyrir um
45 árum, en stjórninni í Nýju Delhí hefur að jafn-
aði tekist að koma á einhvers konar samkomulagi
milli stríðandi fylkinga og varðveita friðinn í land-
inu. Þjóðfélagsólgan nú er erfiðari viðfangs en
oftast áður, því hún á sér djúpstæðar sögulegar
og trúarlegar rætur og getur hæglega skaðað nú-
verandi sljórnarfar á Indlandi.
Kveikjan að óeirðunum var
eyðilegging bænahúss
múhameðstrúarmanna í
Ayodhya 6. desember
1 1992. Þá réðist æstur
múgur hindúa á einn mesta helgistað
múhameðstrúarmanna á Indlandi,
vanvirti hann og jafnaði moskuna
við jörðu. Þessi atburður leiddi til
óeirða og uppþota um allt land og
fórust í þeim um 1.200 manns, að
stærstum hluta múhameðstrúar-
menn. Vegna þessara atburða hafa
menn spurt sig hvort þeir séu merki
um vaknandi þjóðernishyggju
hindúa og til hvers þessi þróun gæti
leitt, ef ekki verður komið böndum
á í tíma.
Hvað er hindúi?
Orðið „hindúi" átti í upphafi við
fólk sem bjó við fljótið Indus, sem
rennur um 3.000 kílómetra leið frá
Tíbet í gegnum Kashmír og Pakistan
út í Arabíuflóa. Hugtakið „hindú-
ismi“ er ekki bara trúarlegs eðlis
eins og margir vilja halda, heldur
er þar miklu fremur átt við ákveðið
menningarsamfélag, sem felur í sér
tengsl einstaklingsins við þjóðfélag-
ið, fjölskylduna og aimættið. Hindú-
ismi byggist ekki á trúarlegum pír-
amíða eins og mörg trúarbrögð og
vitringar hindúa leggja ekki niður
boð og reglur fyrir aðra til að fylgja.
Af meiði hindúisma hafa sprottið
trúarbrögð á við sikhisma, jainisma
og búddisma. Þó hindúismi sé talinn
vera ein elstu „trúarbrögð“ í veröld-
inni, hafa fylgjendur hindúisma aidr-
ei stundað trúboð í sama skilningi
og áhangendur margra annarra
trúarbragða og í menningarsamfé-
lagi hindúa hafa öll önnur trúar:
brögð fengið að dafna að vild. í
þessu ljósi er óhæfuverkið í Ayodhya
næsta ótrúlegt.
Morgunblaðið/Sverrir
Sudha Gunnarsson
Rætur deilunnar
uðástæða þess að Pakistan sagði sig
úr lögum við Indland árið 1947. I
átökunum, sem fylgdu aðskilnaðin-
um, létu meira en hálf milljón hindúa
lífið og meira en sex milljónir manna
beggja vegna landamæranna neydd-
ust að flytja búferlum. Pakistan varð
þannig að múhameðsku ríki en Ind-
landi að ríki þar sem öll trúarbrögð
nutu sama réttar.
Upphaf BJP-flokksins
Hvaða kringumstæður leiddu til
fjöldafylgis við herskáan stjórnmála-
flokk á borð við Bhaiitiya Janata-
Hnignun á veldi hindúa hófst á
elleftu öld, þegar múhameðstrúar-
menn réðust inn í norðurhluta Ind-
lands. Innrásarherirnir hnepptu íbú-
ana í þrældóm og eyðilögðu þúsund-
ir hofa. Allt fram til þess tíma að
Indland varð nýlenda Breta á 18.
öld höfðu múslimar stærsta hluta
landsins á valdi sínu, og þrátt fyrir
hve átrúnaður hindúa og múslima
er ólíkur þá var þetta tímabil í sögu
Indlands tiltölulega friðsamt. í þessu
samhengi má nefna að í Sepoy-upp-
reisninni 1857, gegn yfirráðum
Breta, börðust hindúar og múslimar
hlið við hlið og ætlunin var að gera
einn úr röðum múslima að keisara
yfir Indlandi eftir að Bretar höfðu
verið hraktir á brott.
Bretum tókst aftur á móti að
kæfa niður uppreisnina og til þess
að koma í veg fyrir að slíkt endur-
tæki sig, tóku þeir upp þá stefnu
að spilla sem mest fyrir samstöðu
hindúa og múslima. Ein aðferð Breta
til að tryggja þetta var að sam-
þykkja lög þar sem múslimar voru
aðskildir sem kjósendahópur frá öðr-
um íbúum landsins. Það leiddi til
þess að Bandalag múhameðstrúar-
manna (The Muslim League) var
stofnað um síðustu aldamót og var
það flokkur einungis fyrir múslima
og ólíkur að þessu leytinu Indverska
þjóðþingsflokknum (The Indian Nat-
ional Congress), sem hafði fylgi
bæði meðal hindúa og múslima.
Þessi stefna Breta varð seinna höf-
BURMA
Bombey
KERALA
500 km
Hlutfall múslima
f Indlandi
KINA
Indland á krossgötum
Uppgangur BJP er merki um
hnignun í stjórnmálum Indlands.
Kongressflokkurinn, sem hefur
stjórnað landinu svo til óslitið frá
því 1947, hefur á Iöngum stjórnar-
ferli tapað niður hugsjónum sínum
og spillingin, sem hefur dafnað í
skjóli Kongressflokksins, teygir
anga sína um allt stjórnkerfí lands-
ins. Á Indlandi eru að minnsta kosti
8 fjöldatrúarbrögð og stjómarskráin
tryggir jafnan rétt þeirra allra auk
annarra trúarbragða, sem er að
finna á Indlandi. Stjórnmálamenn
hafa aftur á móti freistast til að
notfæra sér sérhagsmuni trúarhópa
á atkvæðaveiðum sínum. Kongress-
flokkurinn, einkanlega á valdatíma-
bili Rajivs Gandhis, höfðaði til músl-
ima og sem dæmi má nefna, gerði
Gandhi undanþágu fyrir múslima,
þegar þeir, samkvæmt einkamála-
rétti, áttu að greiða framfærslufé
eftir skilnað. Til þess að höfða betur
til múslima lét Gandhi setja sérlögg-
jöf fyrir múslima þar sem þeir gátu
farið eftir lögum islam í þessu efni.
Með því að biðla á þennan hátt til
bókstafstrúarmanna múslima gekk
Gandhi gróflega á rétt múslimskra
kvenna.
í flokkaflóru Indlands hafa alltaf
verið flokkar, sem barist hafa fyrir
sérhagsmunum einhverra trúar-
bragða, en þessir flokkar hafa alltaf
verið litlir og í útjaðri valdataflsins.
Kongressflokkurinn hafði alltaf haft
lag á að höfða til þessara litlu flokka
á einn eða annan hátt og fengið þá
til fylgis við sig. Núna hefur BJP
tekist það sem Kongressflokknum
tókst áður. Óhæfuverkið, sem unnið
var, þegar moskan í Ayodhya var
jöfnuð við jörðu, var gert í óþökk
meiri hluta hindúa, því það stríðir á
móti ríkjandi lífsviðhorfum þeirra.
Þessa þróun, sem BJP hefur komið
af stað, verður að stöðva. Stefna
flokksins, að afla sér fjöldafylgis
með því að ala á ríg milli trúara-
bragða, hefur hvorki hljómgrunn í
Suður-Indlandi, þar sem fáir mú-
slimar búa, né í Bengal, sem að
mestu leyti lýtur stjórn vinstri
manna. Mikill meirihluti indverskra
menntamanna, jafnt úr röðum músl-
ima sem hindúa, varar við hætt-
unni, sem stafar af stefnu BJP. Við
bætist að það getur reynst erfitt
fyrir BJP að halda fjöldafylgi sínu
yfir lengri tíma, þar sem hindúar
tala ólík tungumál og skiptast í
margar stéttir. Ólík tunga og mikil
stéttaskipting meðal hindúa gerir
það nær óhugsanlegt, að þeir sjái
hagsmunum sínum best borgið með
því að setja á stofn sérstakt ríki
hindúa. Indland hefur aldrei verið
þjóðríki. Indversk menning byggist
á samruna margra menningaráhrifa,
sem borist hafa til landsins með öll-
um þeim fjölda ólíkra innrásarherja,
sem komið hafa til landsins í ald-
anna rás.
Indland nútímans hefur staðið af
sér margan storminn og það mun
sennilega einnig komast í gegnum
þessa erfiðleika, en það mun reyna
rrýög á umburðarlyndið; eitt af
helstu einkennum indversks samfé-
lags.
Höfundur er frá Nýju Delhí,
búsett & íslandi og hefur
meistaragráðu í
alþjóðasamskiptum.
i
6
í.
t
I
I
I
»
I
I
I
I
i