Morgunblaðið - 07.03.1993, Page 23

Morgunblaðið - 07.03.1993, Page 23
að fómarlambið hafí verið valið af handahófi. Miklir áverkar voru á líki hins myrta sem stunginn hafði verið margsinnis á hol. Þeir sem komu blaðamönnum Bergens Tidende í samband við „greifann“ segjast hafa heyrt Gris- hnack lýsa morðinu nákvæmlega og eru þeir sannfærðir um að upp- lýsingar hans séu réttar. Að því er þeir segja var morðið fómarat- höfn sem framin var af einum manni en hópur djöfladýrkenda heyrði ekki um ódæðið fyrr en að því afstöðnu. Ofsóknir „greifans" í Svíþjóð Sá orðrómur kom upp síðla árs 1992 í hópi Black Metal-áhang- enda í Svíþjóð að greifinn frá Berg- en stæði á bak við fjölda kirkju- bmna í Noregi. Margir óttuðust drenginn en fáir höfðu þó jafn ríka ástæðu til þess og sænsk fjölskylda sem búsett er í um 30 kílómetra fjarlægð frá Stokkhólmi. Tildrögin vom þau að einn fjöl- skyldumeðlimurinn var í hljómsveit sem kölluð var Therion og spilaði Death Metal-tónlist (sem er mild- ara form tónlistar en Black Met- al). Pjölluðu textar þeirra gjaman um náttúmvemd sem fór fyrir bijóstið á „greifanum". Hann ásamt Black Metal-hljómsveitinni Mayhem frá Ósló gagnrýndu text- ana harkalega opinberlega og hvöttu Therion til að bæta ráð sitt. Krafðist „greifinn" þess að þeir gerðu dauða og hörmungar að yrk- isefni ef þeir ætluðu að vera virkir í Death Metal-tónlistinni. Ekki breytti hljómsveitin um vinnubrögð og tóku þá morðhótanir að berast inn á heimilið. Enginn í fjölskyld- unni skynjaði alvörana að baki skrifunum fyrr en 26. júlí 1992, er sterk reykjarlykt barst frá úti- dymm timburhússins. Hafði verið lagður eldur að húsinu, en fjöl- skyldan náði að slökkva hann. Á hurðinni hékk hljómplata, útgefm af Burzum (hljómsveit „greifans"). Húsmóðirin hafði samband við lögregluna sem tók hótanimar ekki alvarlega. Eftir stutta rannsókn málsins komst lögreglan að þeirri niðurstöðu að þetta væri bara að- ferð til að vekja athygli á þessari tegund tónlistar sem samin væri af bijáluðum Norðmanni. Það var ekki fyrr en útvarpsstöð í Stokk- hólmi tók að fjalla um málið að ítarlegri rannsókn var fram- kvæmd. Leiddi rannsóknin til þess að 19 ára gömul sænsk stúlka var yfír- heyrð og játaði hún á sig íkveikjut- ilraunina. Sagðist hún hafa verið þess fullviss að fólk væri innan dyra. Gerði hún þetta að yfírlögðu ráði kærasta síns, Greifans frá Bergen. í yfírheyrslum segist hún eiga sér það markmið að „útbreiða illsku og djöfulskap, enda tilbiðji i hún djöfulinn". Staða málsins í dag t „Greifínn" situr nú í gæsluvarð- haldi á meðan rannsókn málsins fer fram. Við yfirheyrslur hefur I hann lýst því yfír að sér fínnist allt í lagi þó að menn kveiki í kirkju- byggingum en hann neitar að hafa verið þátttakandi í slíku. Hann stendur þó á sinni meiningu um að hann vilji útbreiða illsku og djöf- ulskap í samfélaginu. Þó svo að ekki sé neinum áþreifanlegum sönnunum fyrir að fara sem tengja „greifann“ beint við verknaðina þykir rannsóknaraðilum þekking hans á staðháttum og vitneskja um framkvæmd bmnanna benda til þess að hann sé hinn seki eða þá að hann þekki hinn seka. Að sögn veijanda drengsins heldur Grishnack því fram að lýsingar þær I sem hann hafi látið Bergens Tidene í té um kirkjubrunana séu hreint hugarfóstur sitt. Það sem styrkir i trú rannsóknarmanna á sekt „greifans“ er sú staðreynd að löngu áður en hann var handtekinn hafði lögreglunni borist fjöldi nafn- lausra ábendinga um að hann væri brennuvargurinn. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993 ------------------------f----------,---í-—--------------- Dregið í samnorræna Víkingalottóinu 17. marz Fyrsti vinningur gæti orðið Ósló. Frá Ólafi Þ. Stephcnscn, blaðamanni Morgunblaðsins. FORSVARSMENN lottófyrirtækjanna á Norðurlöndum kynntu nýja, samnorræna „Víkingalottóið“ á blaðamannafundi í Osló á miðvikudag. Um 23 milljónir manna á Norðurlöndunum fimm munu eiga þess kost að spila í Víkingalottóinu og reiknað er með að fyrsti vinningur verði að meðaltali 30 milljónir króna. Fyrsti dráttur í Víkingalottóinu verður miðvikudaginn 17. marz en sala lottómiða hefst 11. marz. Víkingalottóinu svipar til hefð- bundins lottós. Úr 48 tölum eru dregnar sex aðaltölur og þijár bón- ustölur á hveiju miðvikudagskvöldi. Lottókerfí allra Norðurlandanna verða tengd saman og verða sölu- kassar á íslandi því tengdir, við kerfí þúsunda sölukassa um öll Norðurlönd. Lottó 5/38 verður áfram við lýði og dregið í því á laug- ardagskvöldum eins og verið hefur. Drætti sjónvarpað beint Norska lottóið sér um að draga í Víkingalottóinu, og verður drættinum sjónvarpað frá Hamar í Noregi beint til hinna Norðurland- anna um gervihnött. Stöð 2 og Rík- issjónvarpið munu sjónvarpa drætt- inum á sama tíma. Fyrir hönd íslenzkrar getspár vom á blaðamannafundinum þeir Vilhjálmur B. Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri, Sigurbjöm Gunnars- son, fulltrúi Ungmennafélags ís- lands í stjórn fyrirtækisins, og Þór- ir Þorvarðarson, fulltrúi Öryrkja- bandalagsins. Stór eining Vilhjálmur sagði á fundinum að á íslandi, þar sem íbúafjöldi væri aðeins 260.000, væri útilokað að lottóvinningar gætu orðið stórir, 23 80 millj. miðað við vinninga sem tíðkuðust hjá milljónaþjóðum. „Aukið fijáls- ræði í viðskiptaháttum ásamt auk- inni tækni gerir það að verkum að stórir vinningar verða enn stærri hjá stærri þjóðum og ljóst er að ágóðinn fer til þess aðila sem selur miðana," sagði Vilhjálmur. „Af þessu leiðir að fámennar þjóðir þurfa að taka þessa sömu tækni í sína þjónustu og sameinast um rekstur eins og Víkingalottó og reyna með því að byggja upp stóra einingu og veijast þannig þessari samkeppni, sem ekki verður umflú- in.“ Axis húsgögn hf. Smiðjuvegi 9, Brúnás Innréttingar Ármúla 17a, Casa Borgartúni 29, epal hf. Faxafeni 7, Exó Suðurlandsbraut 54, Folda hf. hjá epal Faxafeni 7, GKS Bíró hf. Smiðjuvegi 2, Ingvar og synir hf. Grensásvegi 3, Júnik Mörkin I, Lúmex hjá júnik Mörkin I, Penninn Hallarmúla 2, Sess hf. Faxafeni 9 Opið hús u m h e I g i n a

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.