Morgunblaðið - 07.03.1993, Side 24

Morgunblaðið - 07.03.1993, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993 KVIKMYNPIR/Sambíóin hófu í gær sýningu á kvikmyndinni Lorenzo’s Oil sem byggir á sannsögulegum atburðum og Qallar um örvæntingarfulla leit foreldra að lækningu fyrir fímm ára gamlan son þeirra sem haldinn er banvænum sjúkdómi. Leitað að lyfi í kappi við tímann SAMBÍÓIN frumsýndu í gær í Bíóhöllinni kvik- myndina Lorenzo’s Oil, eða Olía Lorenzos, en í henni er á dramatískan hátt greint frá raunveru- legum atburðum sem gerðust fyrir nokkrum árum. Um er að ræða baráttusögu hjónanna Augusto og Michaela Odone, en þau eru foreldr- ar Lorenzos sem árið 1984 greindist með ALD, ákaflega sjaldgæft afbrigði taugasjúkdóms sem þá var ólæknandi og leiddi ætíð til dauða sjúkl- ingsins. Myndin fjallar um örvæntingarfulla leit foreldranna að Iækningu fyrir einkason sinn og baráttu þeirra við læknaveldið í Bandaríkjunum. Reynist leit þeirra bæði löng og ströng, en hins vegar mjög árangursrík þegar upp er staðið. Með hlutverk hjónanna fara þau Nick Nolte og Susan Sarandon, sem hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn I myndinni, en Peter Ustinov fer með hlutverk læknis sem er þeim innan handar í leitinni að lækningu. Leik- stjóri myndarinnar er Astralíumaðurinn George Miller, og skrifaði hann handritið ásamt Nick Enright, en þeir hafa verið tilnefndir til Óskars- verðlauna fyrir besta frumsamda handritið. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum í janúar og hefur hún hvarvetna þar sem hún hefur ver- ið sýnd hlotið mjög lofsamlega dóma, og t.d. fékk hún fjórar stjörnur í tímaritinu Empire. Sem fyrr segir var myndin frumsýnd í Bíóhöll- inni í gær, og rann allur ágóði af sýningunni til söfnunar fyrir börn með krabbamein. Það var í apríl 1984 sem lækn- ir tilkynnti Ódone-hjónunum að hinn fimm ára gamli sonur þeirra væri haldinn ólæknandi sjúkdómi. Þrátt fyrir þekkingarskort þeirra á sviði vísinda og læknisfræði neita þau að trúa þessu og byija að afla sér allrar þeirrar þekking- ar sem þau geta komist yfír varð- andi hinn dularfulla sjúkdóm. ALD, eða adrenoleukodystrop- hy, er arfgengur sjúkdómur og berst hann frá móður til sonar með litningagalla er hefur í för með sér uppsöfnun líkamsfitu sem eyðileggur mýelíntaugaslíður. Heyrnarleysi, blinda, andleg hrörnun og lömun segja til um stig sjúkdómsins, en hann hefur yfírleitt dauða í för með sér innan tveggja ára frá því hann gerir vart við sig. Þetta er sú lýsing á sjúkdómnum sem foreldrum Lor- enzos er gefín þegar hann veik- ist, en þetta eru batahorfur sem þau geta alls ekki sætt sig við. Þau fínkemba því allar uppslátt- arbækur á sviði læknisfræði sem þau koma höndum yfír, en árang- urinn af því er sáralítill og ákveða þau því að hjálpa syni sínum sjálf. Fjallar kvikmyndin um leit þeirra að lækningu og -er hún á köflum eins og hálfgerð leynilögreglu- saga, en þau hafa meðal annars upp á nokkrum læknum sem sér- hæft hafa sig í þessum sjúkdómi og vinna að rannsóknum á honum. Þeir reynast hins vegar fram að þessu ekki hafa haft neitt sam- band sín á milli til að skiptast á skoðunum, og grípa Odone-hjónin því til eigin ráða og efna til fyrstu heimsráðstefnu þessara sérfræð- inga. Hundruðum lífa bjargað Augusto Odone, sem Nick Nolte leikur, er hagfræðingur sem fæddur er á Ítalíu en starfar í Bandaríkjunum hjá Alþjóðabank- anum, en Michaela kona hans (Susan Sarandon) er bandarískur mál- vísindamaður af írsku bergi brotinn. Þegar sonur þeirra greinist með hinn tiltölulega óþekkta og ólæknandi sjúkdóm var hann þegar farinn að missa bæði mál og heyrn, en síðar lamaðist hann að öllu leyti. Þá höfðu Odone-hjónin hins vegar hafið hina einstæðu leit þeirra að lækningu. Það sem þau á endanum uppgötvuðu var olía sem eyðir hinni eyði- leggjandi fitu í líkama sjúklinganna, og með henni tókst þeim að bjarga lífi sonar síns og hundruðum annarra drengja sem fengið hafa sjúkdóminn. Olían sem um ræðir er blanda af olíusýru, sem einkum er notuð í Stanslaus leit að þekkingu f ÁKAFRI leit sinni að þekkingu á sjúkdómi þeim sem sonur Odone-hjónanna er haldinn leita þau með- al annars ráða hjá sérfræðingnum Dr. Gus Nikolais, en hann er leikinn af Peter Ustinov í kvikmyndinni. Sigur að leikslokum NICK Nolte og Sus- an Sarandon leika hjónin Augusto og Michaela Odone sem börðust við tíma og læknaveldi til að bjarga lífi sonar þeirra sem leikinn er af Zack O’Malley Green- burg í kvikmynd- inni Olía Lorenzos. sápur og snyrtivörur, og olíu sem unnin er úr repjufræjum, og hófst framleiðsla á henni árið 1988. Odone-hjónin afsöluðu sér hins vegar öllum rétti til að hagnast fjárhagslega á þessari uppgötvun sinni, og það eina sem þau fóru fram á var að olían yrði kölluð eftir syni þeirra, og heitir hún þess vegna Olía Lorenzos. Vanir menn og árangurinn eftir því ÞEGAR George Miller leikstjóri Olíu Lorenzo las árið 1990 frásögn í tímariti um hjón sem fundið hefðu „töfralyf" við ALD, sjaldgæfum og banvænum taugasjúkdómi, fannst honum sem lækni að þetta væri stórfengleg saga, en hann hafði hins vegar ekki trú á að þann- ig gengju hlutirnir fyrir sig í raunveruleikanum. Þessi frásögn náði samt tökum á Miller, sem hafði lagt stund á lækningar um skeið við St. Vincent’s-sjúkrahúsið í Sydney í Ástralíu áður en hann sneri sér alfarið að því að leikstýra myndum fyrir sjónvarp og hvíta tjaldið, og hann fylltist löngun til þess að gera kvikmynd um þetta óvenjulega „venjulega fólk“, sem hafði stöðvað framgang sjúk- dómsins í syni sínum og unnið kraftaverk fyrir unga drengi haldna ALD. Þegar hann fór þess á leit við Odone-hjónin féllust þau á að hann leikstýrði kvikmyndinni, og þá ekki síst vegna þekkingar hans á læknisfræði. George Miller sem er 47 ára gamall er kannski þekktastur fyrir að hafa gert myndirnar um Mad Max, sem á sínum tíma gerðu leik- arann Mel Gibson frægan; Hann rekur kvikmyndagerð í Ástralíu sem talin er vera ein sú traustasta þar í landi hvað varðar gerð fram- haldsmynda fyrir sjónvarp og gerð kvikmynda. Reyndar hefur hann sjálfur ekki leikstýrt mynd fyrir hvíta tjaldið síðan hann leikstýrði Nornunum frá Eastwick, sem Jack Nicholson lék aðalhlutverkið í ásamt þeim Susan Sarandon, Mich- elle Pfeiffer og Cher. Gerð þeirrar myndar reyndist honum að eigin sögn nokkuð erfið bæði vegna truflunar af hálfu Warner Brot- hers, sem sá um dreifingu myndar- innar, og einnig vegna mótmæla sem rigndi yfír hann frá nomahóp- um hvaðanæva að úr Bandaríkjun- um eftir að sýningar á myndinni hófust. Það reyndust hins vegar ekki vera nein Ijón á veginum við gerð myndarinnar um Odone-hjón- in, og gekk vel að fjármagna gerð hennar þrátt fyrir dapurlegt eðli sögunnar sem um er ijallað í mynd- inni. Stórleikarar í aðalhlutverkum Bæði Nick Nolte og Susan Sar- andon hafa fengið geysilega góða dóma fyrir túlkun sína á Odone- hjónunum, og hefur hún reyndar verið tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni, en bæði hafa þau fengið slíkar tiinefningar áður. Nick Nolte fæddist í Omaha í Nebraska og var hann í ruðningsl- iðum nokkurra háskóla áður en áhugi hans á leiklist kviknaði árið 1961. Hann tók þá að læra leiklist og lék síðan með leikfélögum víðs vegar um Bandaríkin og á íjórtán árum fór hann með hlutverk í rúm- lega 150 leikritum. Leið hans lá þó að lokum til Hollywood, þar sem hann lék um skeið í litlu leikhúsi, en ekki leið á löngu þar til hann Snilldarleikur Þau Nick Nolte og Susan Saran- don hafa hlotið mikið lof fyrir leik sinn í Olíu Lorenzo, og hefur hún verið tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki. Alltíöllu var „uppgötvaður" og boðið hlut- verk í sjónvarpsseríunni Rich Man, Poor Man. Leikur hans í henni vakti feiknalega góð viðbrögð áhorfenda og fékk hann að vörmu spori sitt fyrsta hlutverk í kvik- mynd, en það var í myndinni Djúp- ið, þar sem hann fór með aðalh!ut: verk ásamt Jacqueline Bisset. í kjölfarið fylgdu síðan allmargar kvikmyndir sem héldu nafni hans GEORGE Miller er leik- stjóri, framleiðandi og ann- ar höfunda handritsins að OIíu Lorenzo. á lofti, en langvinsælust þeirra varð 48HRS, sem hann lék í á móti Eddie Murphy. Þegar hann lék í Olíu Lorenzo hafði hann leikið í tveimur kvikmyndum sem nutu mikilla vinsælda, en það eru mynd- irnar Víghöfði, þar sem hann lék á móti Robert DeNiro, og The Prince of Tide, sem hann var til- nefndur til Óskarsveðlauna fyrir sem besti leikari í aðalhlutverki og færði honum einnig Gullna hnött- inn, sem Félag erlendra blaða- manna í Hollywood veitir árlega. Susan Sarandon hefur tvívegis á ferli sínum verið tilnefnd til Ósk- arsverðlauna fyrir leik sinn, en það var í myndunum Atlantic City og Thelmu og Louise. Hún fæddist í borginni Metuchen í New Jersey, og þegar hún var við háskólanám giftist hún leiklistarnema. Hún fór eitt sinn ásamt honum í prufu hjá umboðsmanni leikara, og skráði hann hana einnig. Aðeins fimm dögum síðar hafði hún fengið fyrsta hlutverk sitt í kvikmynd, en það var í Joe, sem John Avildsen leikstýrði. Þar með var ferill henn- ar hafinn, og lék hún í fjölda kvik- mynda á komandi árum, en einnig lék hún á sviði um nokkurt skeið. Hún hóf síðan kvikmyndaleik að nýju þegar hún lék í Nornunum frá Eastwick, og í kjölfar hennar lék hún m.a. á móti Kevin Kostner í Bill Durham, Don Johnson í Sweet Heart’s Dance og Kevin Kline í The January Man. I White Palace lék hún miðaldra gengilbeinu sem verður ástfangin af ekkli sem er 14 árum yngri en hún, og fyrir það hlutverk varð hún að bæta á sig 10 kílóum, en þau losaði hún sig snarlega við þegar hún lék í Thelmu og Louise, sem hvarvetna hlaut mikið lof.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.