Morgunblaðið - 07.03.1993, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993
„Erfiðast tannst mér að mega ekki gera
við hvert myndefnr segir Per Hejne
sigurvegari í Ijósmyndamaraiioni sem
Stúdentaráð, Morgunblaðið og Hans Petersen
stóðu fyrir í fyrri hluta febrúar. Tæplega
hundrað stúdentar við Háskóla íslands tóku
bátt í maraboninu.
eppendur höfðu hálfan sólarhring til
að taka tólf myndir af tólf viðfangs-
efnum. Þeir höfðu aðeins eitt tæki-
færi til að ná hverri mynd þar sem
filman sem þeim var aflient var að-
eins tólf mynda. Keppt var í tólf
flokkum; Get ég þetta, Kona, Mann-
líf, Hraði, Andstæður, Nám, Ég,
Stress, Tól, Með allt á hreinu, Morg-
unblaðið og Þrándur í Götu. Einnig
voru veittar viðurkenningar fyrir
bestu heildarlausnina.og bestu mynd-
ina. Hlaut Per Henje þau bæði, fyrir
mynd sína „Get ég þetta“ sem tekin
er af stökkbretti í Sundhöll Reykja-
víkur, og jafnbestu myndröðina.
„Hugmyndin fæddist fljótlega, þetta
var fyrsta myndin sem ég tók. Ég
var hins vegar ekki viss um árangur-
inn, því það var erfitt að stilla vegna
þess að stökkbrettið hristist tölu-
vert,“ segir Per. Honum gekk hins
vegar ekki eins vel með öll verkefnin,
segir „Mannlíf' og „Stress" hafa
vafíst fyrir sér. „Það var ekki erfítt
að fá hugmyndir, vandinn var að
upphugsa eitthvað frumlegt. Mér
gekk ekkert sérlega vel framan af,
þegar tíminn var hálfnaður hafði ég
aðeins tekið þijár myndir en svo fór
ég í gang og kláraði fílmuna fyrir
tilskilinn tíma.“
í verðlaun hlaut Per tvær Canon-
myndavélar en hann átti eina fyrir.
Segist hann enn ekki hafa gert upp
við sig hvað hann geri við verðlauna-
gripina. Per er 21 árs nemi á öðru ári
í viðskiptafræði. Ljósmyndun hefur
verið hans aðaláhugamál um margra
ára skeið og síðustu ár hefur góður
matur bæst á listann. Hefði Per
mátt óska sér verkefnis í keppninni
hefði það því án efa snúist um mat!
Dómnefhdina skipuðu Karl Pétur
Jónsson frá Stúdentaráði, Júlíus Sig-
uijónsson og Kristinn Ingvarsson fyr-
ir Morgunblaðið og Gunnar Finn-
bjömsson frá Hans Petersen. Eina
verðlaunamyndina vantar, „Konu“ en
hún er eftir Huldu Gestsdóttur, fé-
lagsvísindadeild.
BESIJ MVHDIU: CET É6 ÞEITJ
Per Hejne, viðskiptadeild.
r' 1
i ■ il l
;;;
Verðlaunamyndir úr Ijósmyndamaraþoni
Stúdentaróös, Morgunblaðsins
og Hans Petersen