Morgunblaðið - 07.03.1993, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993
Lækníngamáttur
Bláa lónsíns stað-
festur með rannsókn
Grindavík.
BLÁALÓNSNEFNDIN kynnti á miðvikudag niðurstöður á
rannsókn sem var framkvæmd í Bláa lóninu síðastliðið
sumar á lækningarmætti lónsins á húðsjúkdóminn psorias-
is. Bláalónsnefndin stóð að kynningarfundinum ásamt
Heilsufélaginu um Bláa lónið.
Hópur sjúklinga frá Þýskalandi
dvaldi við lónið um þriggja vikna
skeið í ágúst og september. Dr.
Jón Hjaltalín Olafsson húðsjúk-
dómasérfræðingur stýrði rann-
sókninni og kynnti niðurstöðurnar.
í máli Jóns kom frafn að sjúkl-
ingamir voru skoðaðir áður en
böðun hófst og síðan vikulega
þangað til meðferð lauk. Útbrot
voru skráð eftir reglum sem eru
viðurkenndar eru þegar psoriasis
á í hlut.
Tíminn sem var valinn var talinn
heppilegur þar sem utanaðkom-
andi áhrif væru minnst að hausti
til svo sem sólarljós sem hefur
heppileg áhrif á sjúkdóminn. Jón
sagði að niðurstöður rannsóknar
bendi til þess að regluleg böðun
hafí áhrif á sjúkdóminn. Mest áhrif
Morgnnblaðið/Frímann Ólafsson
Dr. Jón Hjaltalín Ólafsson stjórnaði rannsóknum á lækningamætti
Bláa lónsins.
nýjum bílum bjóðum við
allt að 200.000 kr.
verðlækkun á notuðum
bílum,-'uppítökubílum'
'A
Greiðslukjör eru allt til
þriggja ára og jafnvel
engin útborgun
Veitum ábyrgð á
mörgum Nissan og
Subaru bíIum
Komið og sjáið
allt úrvalið
OPIÐ
LAUGARDAG
ORUGG
BÍLASALA
W
A
GÓÐUM
STAÐ !
FRA 10 - 17
rýmin g ahs ala
hefur böðunin á afhreistrun út-
brota sem gengur hratt fyrir sig
og hvarf hreistrið sem fylgir psor-
iasis að mestu á einni viku en
aðrir þættir eins og þykkt útbrota
ganga hægar til baka og heildaryf-
irborð útbrota minnkaði lítilshátt-
ar.
Vantrú á lyfjum
Jón sagði að niðurstöðumar
bendi til að böðun í lóninu ein sér
nægi ekki til meðhöndlunar á
psoriasis-sjúklingum og bendir á
að nota megi böðun í lóninu með
ljósameðferð því ljós nái ekki niður
í dýpri lög húðarinnar nema
hreistrið sé fjarlægt.
„Svokölluð B-geislameðferðir
eru algengasta aðferðin við
psoriasis í dag en einnig er notaður
áburður og sýrar. Sjúklingar í dag
hafa margir hveijir vantrú á
lyfjum og lyijameðferð. Hér í Bláa
lóninu er því hægt að segja að
meðferðin sé „náttúrlegri" en slík
meðferð," sagði Jón.
Fyrirhugað er að gera
framhaldsrannsókn á þessu ári á
tveimur hópum sjúklinga þar sem
annar hópurinn stundar böð í Bláa
lóninu ásamt ljósaböðum en hinn
eingöngu með ljósaböðum og þeir
bornir saman.
Ingimar Sigurðsson formaður
Bláalónsnefndarinnar sagði að
rannsóknin hefði notið dyggs
stuðnings Hitaveitu Suðurnesja og
íslenska heilsufélagsins ásamt
fleiri samtökum og kostnaðurinn
við hana næmi milli 13 og 14
milljónum króna. Hann sagði að
til þess að framtíðarskipulag gerði
ráð fyrir að lónið yrði á nýjum
stað og til þess að hljóta
viðurkenningu á lækningamætti
þess yrðu allar rannsóknir að
byggja á vísindalegum
niðurstöðum.
Lifríki lónsins einstakt
Að lokum kynnti Jakob Krist-
jánsson verkefni sem unnið var
af Iðntæknistofnun íslands á líf-
ríki Bláa lónsins. í niðurstöðum
rannsókna kemur í ljós að í lóninu
er einstakt náttúralegt lífríki sem
einkennist af fáum tegundum ör-
vera. Blágrænir þörangar era al-
gengastir en engir sveppir, dýr eða
plöntur fundust í lóninu og það
sem er jafnvel athyglisverðast er
að utanaðkomandi mengunarbakt-
eríur þrífast ekki í lóninu og það
hreinsar sig sjálft. Það virðist sem
svo að nákvæmlega eins fyrirbæri
og Bláa lónið fínnist ekki í veröld-
inni.
FÓ
(
i
(
í
(
í
€
í
í
(
(
(
(
(
í