Morgunblaðið - 07.03.1993, Page 32

Morgunblaðið - 07.03.1993, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993 — Fyrir 150 árum var Alþingi íslendinga endurreist í Reykjavík og merkum áfanga náð í þjóðfrelsisbaráttu íslendinga Þjóðfundurinn 1851. Málverk eftir Gunnlaug Blöndal. Jón Sigurðsson (standandi til að fyrirmælum. Fyrir miðju við borðið situr fundarstjórinn Páll Melsted amtmaður, hægri) varð þjóðardýrlingur, J.D. Trampe stiftamtmaður (til vinstri) galt þess að fara sem hlaut ávítur þótt hann hefði bjargað Jóni inn á þjóðfundinn. eftir Elínu Pólmodóttur/ myndir úr bókinni „Endurreisn Alþingis og Þjóðfundurinn" Á MORGUN, 8. mars, eru liðin 150 ár frá því að lög voru gefin út um að endur- reisa Alþingi, eftir að það hafði legið niðri í 43 ár. Var þá merkum áfanga náð í þjóðfrelsisbaráttu íslend- inga. Fyrstu kosningarnar fóru fram 1844, en þing kom fyrst saman 1. júlí 1845. Þessara tímamóta er nú minnst með ýmsu móti. Þess verður minnst á AI- þingi, opnuð hefur verið sýning í Jónshúsi í Kaup- mannahöfn, helguð Jóni Sigurðssyni og Ingibjörgu konu hans, og Sögufélagið gefur út mikið verk eftir dr. Aðalgeir Kristjánsson skjalavörð, er nefnist End- urreisn Alþingis og Þjóð- fundurinn. Fyrri hlutinn fjallar um það sem gerðist fram til 1848 en síðari hlut- inn um þjóðfundinn 1851 og afleiðingar hans. Þetta er 460 blaðsíðna bók, prýdd litmyndum, gefin út af Sögufélaginu með styrk frá Alþingi. Hefur Aðalgeir verið að vinna að þessu verki á undanförnum árum. Kristján VIII Danakonungur var ólíkur fyrir- rennurum sínum og bar af þeim. Jón Sigurðsson varð á þjóðfundinum ókrýndur foringi í sjálfstæðisbaráttunni. Reylgavík um 1855. Handan Tjamarinnar blasir við Lærði skólinn, þar sem þingið sat og þjóðfundurinn var haldinn. Vatnslitaður tréskurður eftir Carl Baagoe. Ha^^inghaldi á Þingvöllum við Öxará lauk 1798, en hafði verið þar óslitið frá því að Alþingi var stofnað 930. Lögréttu- húsið var í niðumíðslu og næstu tvö ár kom Lögrétta saman í Hólavallar- skóla í Reykjavík. En sumarið 1800 hætti það alfarið störfum með tilskip- un konungs. í stað Alþingis kom landsyfírréttur, æðsti dómstóll lands- ins, og sat í Reykjavík. I samtali við blaðamann Mbl. telur Aðalgeir að landsyfírrétturinn hafí verið til bóta fyrir dómskerfi lands- ins. Engu að síður söknuðu margir þingsins. Magnús Stephensen hafði verið helsti hvatamaður þess að leggja það niður og meðan hann var helsti valdamaður á íslandi var ekki mikið um þetta rætt. En eftir júlíbylt- inguna í Frakklandi verða uppi há- værar kröfur um að komið verði á stéttarþingum í Danmörku. Friðrik 6. þijóskaðist við en áleit samt rétt að verða við þessum kröfum með því að efna til fjögurra þinga í ríkinu. Islendingar sóttu þing í Hróarskeldu. Það kom brátt á daginn að þátttaka íslands í stéttaþinginu í Hróarskeldu var bæði kostnaðarsöm og árangur- slítil. Því gerðist það sumarið 1837 að samin var bænarskrá til konungs um að stofna til sérstaks þings í land- inu sjálfu. Frumkvöðlar að henni voru Páll Melsteð síðar amtmaður, Þórður Sveinbjömsson dómstjóri og Bjami Thorarensen amtmaður, sem var öflugur liðsmaður þeirra. Ekki vildu stjómvöld stíga það skref að stofna til þings á íslandi eins og um var beðið. í stað þess var sú ákvörð- un tekin að kalla saman fund þar til kjörinna embættismanna til að vera til ráðuneytis um íslensk þjóðmál. Þessir fundir urðu aldrei nema tveir, 1839 og 1841. Um aðdraganda og gang málsins, sem leiddi til endurreisnar Alþingis, segir Aðalgeir m.a.: „Friðrik VI Danakonungur andaðist 3. desember 1839. Við fráfall hans losnuðu úr læðingi öfl í þjóðfélaginu, sem væntu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.