Morgunblaðið - 07.03.1993, Side 52
varða i
Ijf Landsbanki
Sk íslands
ÆMJS Banki allra landsi
Banki allra landsmanna
FORGANGSPÓSTUR
UPPLÝSINGASÍMI 63 71 90
MORGUNBLAÐIÐ, ABALSTRÆTJ 0, 101 REYKJA V<K
SÍMl 091100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1005 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
ÚT AF SNÆFELLSNESI
Þingflokkur sjálfstæðismamia samþykkir ekki lyfjafmmvarp í óbreyttri mynd
Ottast að með nýjnm lögnm
minnki þjónusta í dreifbýli
Apótekarar telja sig eiga eins milljarðs kröfu á ríkið verði frumvarpið að lögum
LJÓST er að þingflokkur Sjálf-
stæðisflokksins fellst ekki á frum-
varp að nýjum lyfjalögnm í núver-
andi mynd þess. Landsbyggðar-
þingmenn óttast að með nýju fyr-
irkomulagi í lyfjasölu minnki
þjónusta við fólk í hinum dreifðu
byggðum og sumir þingmenn ef-
ast um að breytingin hafi þann
sparnað í för með sér, sem stefnt
er að.
í frumvarpinu er meðal annars
gert ráð fyrir að öllum lyfjafræðing-
um verði veitt leyfi til að opna apó-
tek, fullnægi þeir almennum skilyrð-
um. Tillögurnar eru m.a. byggðar á
áliti nefndar heilbrigðisráðherra frá
því í apríl í fyrra. Nefndin benti á
nokkrar leiðir, en grundvöllur frum-
varpsins er sú stefna ríkisstjómar-
innar að auka fijálsræði í atvinnu-
starfsemi og draga úr opinberum
kostnaði vegna lyfjadreifingar.
Alþýðuflokksmenn hafa gefið
grænt ljós á frumvarpið og Sjálf-
stæðismenn eru að fjalla um það
þessa dagana, en ljóst er að þeir
fallast ekki á það óbreytt. Geir H.
Haarde, formaður þingflokksins,
sagði að hann teldi ekki langt að
bíða afgreiðslu þingflokksins á frum-
„^pirpinu.
Sturla Böðvarsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
hann hefði miklar efasemdir um
frumvarpið og kvaðst vera hræddur
um að ef sjúkrahúsum og heilsu-
gæslustöðvum yrði leyft að opna
apótek myndu apótekin víða eiga
effitt uppdráttar.
Ráðuneytismenn segja að bæði
séu fjárhagsleg og skipulagsleg rök
fyrir breytingunum, ríkið þurfi að
spara og ekki sé í takt við tíðarand-
ann að afhenda ákveðnum mönnum
þau sérréttindi, sem lyfsöluleyfi
veita.
Apótekarar með eins milljarðs
bótakröfu á ríkið?
Apótekarar beijast gegn frum-
varpinu af hörku. Þeir telja breyting-
amar ekki hafa spamað hafa í för
með sér, heldur muni tvö- eða þre-
földun apótekanna auka dreifingar-
kostnaðinn og hækka verð lyfjanna.
Þeir segjast ætla að fara fram á
bætur, verði frumvarpið að lögum,
og segja þær geta numið allt að ein-
um milljarði króna. Það byggja þeir
á því, að í leyfisbréfum þeirra séu
kvaðir um kaup á húsnæði, áhöldum
og birgðum fráfarandi lyfsala og
þeir hafi staðið undir þessari kaup-
skyldu í trausti þess að losna við
eignirnar við starfslok. Heilbrigðis-
ráðuneytið hafnar því að apótekarar
geti átt bótarétt á hendur ríkinu og
vísar þar í lögfræðiálit.
Sjá bls. 10-12: „Togast á um
apótekin".
Ríkislögmaður
Gagnrýni
á úrskurð
ríkisskatta-
nefndar
LÖGMENN málsaðila í kvótamál-
inu sem fjármálaráðherra ákvað
að vísa til dómstóla á síðasta ári
hafa lagt inn greinargerðir í
Héraðsdóm Reykjavíkur. I grein-
argerð Gunnlaugs Claessens
rikislögmanns kemur fram hörð
gagnrýni á úrskurð ríkisskatta-
nefndar í þessu máli en nefndin
komst að þeirri niðurstöðu að
það bryti í bága við lög að eign-
færa keyptan langtímakvóta í
bókhaldi fyrirtækja eins og ríkis-
skattstjóri vill að þau geri. Máls-
höfðun fjármálaráðherra er til
þess ætluð að fá úrskurð dóm-
stóla um hvemig meðhöndla eigi
kvótakaup skattalega.
í umfjöllun ríkislögmanns um
úrskurð ríkisskattanefndar, nú yfír-
skattanefndar, segir m.a. að hann
sé byggður á óskiljanlegri rök-
semdafærslu og röngum lagasjón-
armiðum.
LÍÚ hefur tekið við rekstri máls-
ins fyrir hönd útgerðaraðilans en
Helgi V. Jónsson hrl. og endurskoð-
andi er lögmaður þeirra í málinu.
í greinargerð hans kemur m.a. fram
að ef telja beri keyptan langtíma-
kvóta til eignarskattsstofns and-
stætt úthlutuðum kvóta, það er ef
eignarskattsfijáls úthlutaður kvóti
verður að skattskyldri eign við sölu
hans, sé slíkt brot á jafnræðisreglu
stjórnsýsluréttar.
Sjá bls. 6: „Ríkisskattanefnd
gagnrýnd“.
--------------
Handteknir
með fíkniefni
LÖGREGLAN gerði upptæk fíkni-
efni í húsi í Reykjavík aðfaranótt
laugardagsins og voru §órir menn
handteknir og færðir til yfir-
heyrslu vegna notkunar og með-
ferðar fíkniefnanna. Að því loknu
voru þrír settir í fangageymslur
vegna málsins en rannsókn stend-
ur nú yfír.
Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður þróunarnefndar HÍ
Rætt um að taka upp þriggja
ára grunnnám í Háskólanum
BIRGIR ísleifur Gunnarsson, seðlabanka-
stjóri og formaður þróunarnefndar Háskóla
ísland, sagði í framsöguerindi á málþingi
um stefnu og framtíð III í gær að Háskólinn
þyrfti að huga nyög vel að endurskipulagn-
ingu námsins og rætt hefði verið um að í
flestum deildum verði tekið upp þriggja ára
grunnnám á svipaðan hátt og er í Bandaríkj-
unum. Síðan verði gefinn kostur á framhalds-
námi í um tvö ár til meistaraprófa og að
lokum komi svo þriggja ára doktorsnám fyr-
ir þá sem vijja og geta. Birgir sagði að menn
hlytu einnig að hugleiða hvort taka eigi inn
í Iláskólann fleiri námsgreinar eins og t.d.
húsagerðarlist, veðurfræði og dýrafræði.
í máli Birgis koma fram að þróunamefnd
Háskólans væri nú í óða önn að vinna að sínum
verkefnum en hefði ekki tekið efnislega afstöðu
til margra álitaefna.
Utanaðkomandi mat
í setningarávarpi Ólafs G. Einarssonar
menntamálaráðherra sagðist hann vilja stefna
að auknu sjálfstæði háskóia og að hann virti
akademískt frelsi í hvívetna. „Hins vegar er
nauðsynlegt að utanaðkomandi mat komi til í
ríkara mæli en nú er, ekki síst í ljósi þess að
Háskóli íslands hefur ekki haft stuðning af
eðlilegri samkeppni þar sem hann er ennþá
eini háskólinn sem veitir fjölbreytilega akadem-
íska menntun," sagði ráðherra.
Birgir ísleifur sagði ekki ólíklegt að aðrir
skólar myndu í vaxandi mæli bjóða upp á tiltölu-
lega stuttar námsbrautir sem veiti nám til und-
irbúnings ákveðinna starfa í þjóðfélaginu en
HÍ muni hins vegar bjóða upp á lengra fræði-
legra nám og stunda rannsóknir. Því vakni sú
spurning hvort Háskólinn ætti hreinlega að
koma af sér styttri atvinnutengdum námsbraut-
um til annarra skóla. Einnig þyrfti að huga
vandlega að samþættingu náms úr fleiri deild-
um og nefndi Birgir t.d. viðskiptanám fyrir
verkfræðinga og raunvísindamenn og tækni-
nám fyrir viðskiptafræðinga, hagfræðinga og
lögfræðinga.