Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 56. tbl. 81.árg. ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Clinton hafnar tillögn Ghalis Washington, Sar^jevo, Brussel. Reuter. BILL Clinton, forseti Banda- ríkjanna, hafnaði í gær til- lögu frá Boutros Boutros- Ghali, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, þess efnis að aðildarríki samtak- anna sendu hermenn gegn serbneskum hersveitum í Bosníu ef Serbar semdu ekki um frið. Boutros-Ghali sagði á sunnudag að hann vildi að reynt yrði að semja við Serba um að þeir flyttu hersveit- ir sínar á brott af svæðum sem þeir hafa náð á sitt vald í Bosníu. Ef það tækist ekki væri óhjákvæmilegt að beita hervaldi. George Stephanopou- los, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði aðspurður um þetta að af hálfu Bandaríkjastjórnar kæmi ekki til greina að senda hermenn til Bosníu nema til að framfylgja friðarsam- komulagi allra fylkinganna í stríðinu. „Fómar eigin mönnum fyrir eldd neitt“ Sefir Halilovic, yfirmaður hers múslima í Bosníu, sagði að „þúsund- ir kvenna, bama og aldraðra, særðra og örmagna manna“ væru í lífshættu eftir eftir tíu daga árásir serbneska hersins í austurhluta landsins. Hann fyrirskipaði hersveitum sínum að hefja gagnsókn gegn Serbum en yfir- maður serbneska hersins, Ratko Mladic, sagði útilokað að sóknin bæri árangur. „Halilovic er að fóma eigin mönnum fyrir ekki neitt.“ Talsmaður friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í Sarejevo sagði að þrátt fyrir bardagana hefðu Serb- ar samþykkt að heimila flutninga á nauðstöddum múslimum frá tveimur umsetnum bæjum, Konjevic Polje og Srebrenica, síðar í vikunni. Reuter Fátækt mótmælt á kvennadeginum UM 1.000 rússneskir kommúnistar efndu til mótmæla í miðborg Moskvu í gær í tilefni af Alþjóðlega kvennadeginum og kröfðust þess að ríkisstjórnin og Borís Jeltsín forseti segðu af sér. Tugir kvenna, flest- ar aldraðar, héldu á tómum pottum og börðu í þá með skeiðum til að mótmæla fátækt í landinu sem þær sögðu að umbótastefna stjómarinnar hefði skapað. Á myndinni er ein þeirra með pott á höfðinu. Áfall fyr- ir Major London. Reuter. JOHN Major forsætisráð- herra Breta varð fyrir áfalli í gær er neðri málstofa þingsins samþykkti breyting- artillögu Verkamanna- flokksins við frumvarpið um Maastricht-samkomulagið. Breytingartillagan sem slík skiptir litlu máli nema hvað talið er að hún geti tafið lokaafgreiðslu um nokkrar vikur. Breytingartillagan var samþykkt með 314 atkvæðum gegn 292. Er þetta í fyrsta sinn frá árinu 1986 sem stjórnarandstaðan vinnur slík- an sigur í atkvæðagreiðslu á þingi. Fyrirfram var litið svo á að at- kvæðagreiðslan myndi leiða í ljós hver væri styrkur andstæðinga Maastricht-samkomulagsins í Ihaldsflokknum. Major reyndi ákaft að tala um fyrir þeim en gerði jafn- framt lýðum ljóst að hann myndi ekki segja af sér þótt breytingartil- lagan yrði samþykkt. Stjómmála- skýrendur segja að niðurstaðan í gær sé til þess fallin að grafa und- an Major. Spánveijar tengja gildis- töku EES við Maastricht Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir yfir furðu sinni Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SPÁNVERJAR telja sig ekki geta staðfest samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) fyrr en að loknum þing- kosningum í október í haust og hafa lýst yfir því að samn- ingurinn tengist Maastricht-samkomulagi Evrópubanda- lagsins. í yfírlýsingu Spánverja sem dreift var á frétta- mannafundi í Brussel í gær er bent á að það fyrirheit að staðfesta EES-samninginn fyrir 1. júlí sé pólitískt. Það sé hins vegar ekki raunhæft. Gaza-svæðið opnað á nýjan leik Atök landnema og Palestínumanna Ere/. við Gaza-svæðið. Reuter. PALESTÍNUMAÐUR var skotinn til bana á Gaza-svæðinu í gær. Grunur leikur að morðingjarnir hafi verið að hefna þess að gyðingur sem býr á Gaza var rekinn á hol í gær- morgun. í gær var Palestínumönnum sem búa á Gaza-svæðinu heimilað að fara yfir til ísraels í fyrsta sinn i sex daga. Kom til nokkurra óeirða við Erez-eftirlitsstöðina við mörk Gaza-svæðisins. Einn Palestínu- maður var skotinn. Sjónarvottar sögðu að landnemar sem voru við- staddir útför gyðingsins Uris Magi- dish hefðu verið þar að verki. Magi- dish var stunginn til bana í gær- morgun og er hann fjórði gyðingur- inn sem Palestínumenn á Gaza- svæðinu drepa á einni viku. Heim- ildarmenn innan Israelshers sögðu að banamenn Magidish hefðu verið starfsmenn hans. Palestínumenn segja að Fatah-haukarnir svoköll- uðu, sem tengjast meginhreyfing- unni innan Frelsissamtaka Palest- ínu, hafí lýst ábyrgð á hendur sér. Landnemar á Gaza kröfðust þess í gær að svæðinu yrði lokað í eina til tvær vikur á meðan gengið yrði milli bols og höfuðs á Palestínu- mönnum sem réðust á gyðinga. Reuter Á leið frá Gaza PALESTÍNUMÖNNUM á Gaza- svæðinu var í gær heimilað á ný að fara yfir til Israels. Svæðinu hafði verið lokað í tæpa viku eftir að Palestínumaður þaðan myrti tvo Israela í Tel Aviv. Viðbótarbókun við EES-samn- inginn var samþykkt á fundi utan- ríkisráðherra EB í Brussel í gær og ráðherrarnir ítrekuðu að sögn Niels Helvegs Petersens, utanríkis- ráðherra Danmerkur, þann ásetning aðildarríkjanna að fullgilda samn- inginn fyrir 1. júlí. Petersen kvaðst aðspurður ekki kannast við fyrr- greinda afstöðu Spánveija til gildis- töku samningsins. Utanríkisráðherra Spánar, Javier Solana, kvaðst á fréttamannafundi eftir ráðherrafundinn telja að ekki gæfíst svigrúm til að leggja EES- samninginn fyrir það þing sem nú situr á Spáni, þess vegna hlyti stað- festingin að bíða þar til að loknum kosningum sem verða í október í haust. Solana sagði að tilboð aðildar- ríkja Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) um innflutningsívilnanir á landbúnaðarafurðum m.a. frá Spáni væri allsendis ófullnægjandi. Sþán- veijar legðu áherslu á að fram- kvæmdastjóm Evrópubandalagsins tryggði betri kjör að þessu leyti a.m.k. gagnvart þeim aðildarríkjum EFTA sem sótt hafa um aðild að EB. í yfírlýsingu Spánveija kemur fram að samningurinn 'um EES verði ekki afgreiddur nema í tengsl- um við samning EB frá Maastricht þar sem samningarnir séu í óijúfan- legu samhengi í framtíðaruppbygg- ingu evrópskrar samvinnu. Þeir fundarmanna sem tjáðu sig um stöðu EES eftir fundinn gerðu lítið úr afstöðu Spánverja og sögðu að dagsetningin 1. júlí væri í fullu gildi. Jacques Poos, utanríkisráð- herra Lúxemborgar, sagði að lögð yrði áhersla á það þar að samn- ingurinn gæti tekið gildi 1. júlí og kvaðst telja að önnur aðildarríki EB væru sama sinnis. Óvenjulegt að kynnast svona framkomu „Það kemur mér mjög á óvart að Spánveijar skuli enn halda í fyrirvara sína,“ sagði Bjöm Bjarna- son, formaður utanríkismálanefnd- ar Alþingis, í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Það er undarlegt að utanríkisráðherra Spánar skuli standa að ákvörðun með öðrum ráð- herrum EB sem miðar að því að samningurinn taki gildi 1. júlí en koma svo út af þeim fundi og segja að það markmið sé óraunhæft. Það stendur í viðbótarbókuninni að hún eigi að taka gildi 1. júlí 1993 og með því eru menn að binda sig póli- tískt en auðvitað hafa allir þann fyrirvara að þeir ráða ekki yfir gangi mála á sínum þingum. Það er jafnvel enn furðulegra að tengja þetta við Maastricht-samkomulagið. Slíkt hefur aldrei verið orðað í við- ræðum EFTA-ríkjanna við EB. Um framkomu Spánveija er það að segja að það er mjög óvenjulegt að kynnast því í fjölþjóðlegu samstarfi að menn skuli á fundum komast að einni niðurstöðu en lýsa því svo yfir að þeim loknum að sú niðurstaða sé marklaus."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.