Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 Láttu af að styggja fogla með ópum þínum Um þrek og aðgerðir gegn atvinnuleysi eftirÁrna Johnsen 1. grein Það er sannkallaður íslenskur gálgahúmor, gamanslegin alvara hjá Friðrik Sophussyni fjármálaráð- herra, að vitna í Innansveitarkroniku Halldórs Laxness í upplýsingabréfi sem ráðherrann hefur sent frá sér um aðgerðir ríkisstjómarinnar og hvað hefði gerst ef ekki hefði verið gripið til þeirra. Þá er bent á nokkur batamerki sem hafa orðið í þjóðarbú- skapnum að undanfömu og útskýrt hvers vegna aukins viðnáms sé þörf í ríkisfjármálum. Undirritaður hefur skrifað þriggja syrpu greinaflokk um bréf fjármálaráðherra og fer fyrsta lotan hér. Að hafa vaðinn fyrir neðan sig í fyrrgreindu bréfi ráðherra vitn- ar hann í Halldór Laxness: „Því hefur verið haldið fram að íslending- ar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, en þó enn síður fyrir rökum trúarinn- ar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðhengilshátt og deila um tittlingaskít, sem ekki kemur málinu við, en verði skelfingu lostn- ir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna málsins.“ í stuttu máli, við sigmmst ekki á erfiðleikum með því að trúa á töfralausnir eða loka augunum fyrir staðreyndum. Við verðum að taka á vandanum þótt það kosti svita og tár um sinn. Það segir margt um ísiendingseðl- ið í Gerplu Halldórs þar sem þeir Þorgeir og Þormóður, hvað nafn- kunnastir kappar Vestfírðinga, voru að heyja sér hvannir í standbjörgum ysta hafs. Á kröppum syllum og rýrum brast fótstig undan Þorgeiri og féll hann fyrir björg, en í hrapinu náði hann haldi á graðhvannanjóla sem óx fram úr grunnri tó í berg- Árni Johnsen „Ugglaust hefði Þor- geiri hentað betur að hafa vaðinn fyrir neðan sig eins og bjargmanna er siður, vera sjálf- bjarga til athafna í bjarginu út úr vandan- um. Við Islendingar eigum að tryggja vað- inn fyrir neðan okkur í hverju máli.“ glufu. Undir var tírætt bjarg en hvorki var táfesta möguleg fyrir Þorgeir né færi á að hefja sig upp líftaugina, graðhvannanjólann og þar sem það var kunn skoðun þeirra bræðra að hvorugur skyldi til hins leita eftir aðstoð þessa lífs megin þá hékk Þorgeir einfaldlega í grað- hvönninni án þess að kalla orði til Þormóðs sem var við hvannskurð í hjalla steinsnar frá. Svefn seig á Þormóð að loknu verki og hvarf hann í draumheima af jarmi bjarg- fugla. Svaf Þormóður lengi dags, en Þorgeir hékk í njólanum og aldrei þvarr stoltið og óvanur maðurinn að biðja sér ténaðar. Um síðir vaknar Þormóður, undr- ast um fóstbróður sinn og tekur að kalla til hans. Eigi svarar Þorgeir í stolti sínu fyrr en margoft var hróp- að og svarar þá um síðir að neðan: Láttu af að styggja fogla með ópum þínum. Ekki nefndi Þorgeir neitt um vandræði sín og svaraði út í hött spurningum Þormóðs hvar hann væri unz Þormóður spyr hvort hann hafi eigi tekið nógar hvannir að Þorgeir svarar gulli: Ég ætla að ég hafí þá nógar, að þessi er uppi er ég held um. Þormóð grunaði nú að ekki myndi allt með felldu og endaði Iota þessi að hann, óbeðinn, dró fóst- bróður sinn upp, en fékk engar þakk- ir. Ugglaust hefði Þorgeiri hentað betur að hafa vaðinn fyrir neðan sig eins og bjargmanna er siður, vera sjálfbjarga til athafna í bjarginu út úr vandanum. Við íslendingar eigum að tryggja vaðinn fýrir neðan okkur í hvetju máli. Margar spurningar hafa flogið þvers og krus um þjóðfélagið á und- anförnum mánuðum vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, en sjaldnast hefur verið komið að kjarna málsins í úrvinnslu fjölmiðla almennt. Slúðursamkeppni í útvarpi og sjónvarpi hefur leitt marga á villi- götur og er það illt því mestu máli skiptir að komast að kjarna málsins. Þurfti ríkisstjórnin að efna til aðgerða? Engum getur komið á óvart að Þú gleymdir að hafa vað- inn fyrir neð- an þig, góði . . . stjórnvöld bregðist við þegar vanda- málin blasa við á þjóðarþilfarinu, enda er slíkt grunnskylda þeirra. Um árabil hefur vinnufúsum hönd- um fjölgað á íslandi en atvinnutæki- færum hefur fækkað. Þetta hefur verið að gerast frá árinu 1987 á sama tíma og hagvöxtur í iðnríkjum OECD hefur aukist um 15%. Langvarandi alþjóðleg efnahags- lægð ber í sér hluta þess afturkipps sem um ræðir, háa vexti og harðn- andi samkeppni, en samdráttinn má einnig að verulegu leyti rekja til minnkandi afla og lægra markaðs- verðs íslenskra útflutningsafurða. Þá er Ijóst að umframeyðsla og óhóf- leg skuldasöfnun á undanfömum árum hefur þrengt möguleika okkar til að takast á við erfiðleikana. Það er þessi heildarvandi sem kallar á aðgerðir. Vandann þarf ekki að ýkja og hann er ekki óyfirstíganlegur, markvisst þarf að takast á við stað- reyndir og vera hvetjandi á raunsæj- um grunni í stað þess að draga kjark úr fólki eða freistast til þess að ala á fölskum vonum. Grundvallarsjónarmið ríkisstjórn- arinnar í þeim erfiðu aðgerðum sem þjóðin býr við er að draga úr atvinnu- leysi. Skattar hafa verið hækkaðir hjá einstaklingum til þess að lækka þá hjá fyrirtækjum með það fyrir augum að styrkja möguleika til auk- innar atvinnu, því vinna fyrir alla landsmenn er grundvallaratriðið. Öflugra atvinnulíf þýðir fleiri störf og aðeins þannig er raunhæft að hleypa nýju lífi í íslenskt atvinnulíf og draga úr atvinnuleysinu. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn & Suðurlandi og á sæti í fjárlaganefnd Alþingis. Vorverk Kópavogsbæjar eftirAuði Sveins- dóttur Vorið nálgast óðum. Sól hækkar á lofti og í bijóstum okkar er vax- andi eftirvænting eftir að veikburða grasnálamar skjóti upp kollinum, trén taki að laufgast og önnum kafn- ir fuglarnir syngi sína glöðu vor- söngva. Langur og strangur vetur gerir okkur Islendingum vorið kær- komið og í huganum fyllumst við bjartsýni um öll góðu vorverkin sem skal vinna í fyllingu tímans. Bæjarfélög út um land allt em óðum að hefja undirbúning vorverk- anna, þegar þúsundir ungmenna taka til við hin mannbætandi störf sem garðyrkjan og fegmn umhverf- isins hefur í för með sér. Kópavogs- bær er þar ekki undanskilinn. Þar hefur á undanfömum ámm verið unnið á markvissan og skipulegan hátt að því að fegra bæinn, stórátak Kork-oPlast KORK-gólfflfsar með vinyl-plast áferð Kork*o*Plast: / 20 gerðum Kork O Floor er ekkert annaö en hið viöurkennda Kork O Plast, limt á þéttpressaðar viðartrefjaplötur, kantar með nót og gróp. UNDIRLAOSKOfíK / ÞfíEMUfí ÞYKKTUM. VEGGTÓFLUKORKPLÖTURIÞREMUR ÞYKKTUM. KORK-PAfíKETT, VENJULEGT, ITVEIMUR ÞYKKTUM. £8 Þ.ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 hefur verið gert í lagningu göngu- stíga, gróðursetningu, frágangi op- inna svæða, skólalóða og ekki hvað síst eflingu vinnuskólans. Starf vinnuskólans hefur verið að þróast á mjög jákvæðan hátt þannig að þeir unglingar sem þar hafa starfað hafa fengið fræðslu og þroskandi störf við sitt hæfí, sem mun vafalít- ið koma þeim að gagni síðar í lífínu. Allt þetta, til styrktar umhverfínu, hefur verið unnið fagmannlega og markvisst. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með þessari þróun umhverf- ismála í Kópavogi undanfarin 6-7 ár eða frá því skipulagsbreytingar vom gerðar og staða garðyrkjustjóra stofnuð. Þá sátu að vísu aðrir við stjórnvöl bæjarins, en þeir voru með þá hugsun ríkjandi að gera Kópa- vogsbæ að fyrirmyndarbæ á sviði umhverfísmála. Fyrirmynd að garð- yrkjudeild var sótt í smiðju ná- grannaþjóða okkar þar sem ekki þykir annað við hæfí en að gera veg umhverfismálanna sem bestan og margra ára, jafnvel áratuga reynsla komin á slíkt fyrirkomulag. Aðalat- riðið í þannig fyrirkomulagi er að garðyrkjustjóri fái nægjanlegt svig- rúm til að hafa áhrif á skipulag og rekstur bæjarins þannig að umhverf- ismálum verði ekki gleymt og annað tekið framyfír. Slíkt fyrirkomulag tryggir m.a. mikilvægi grænna svæða, gerð göngustíga og annarra opinna svæða svo eitthvað sé upp talið. Öflug garðyrkjudeild (um- hverfisdeild) með ákveðið sjálfstæði er forsenda góðs árangurs í um- hverfismálum. Sú tilhneiging er afar rík að malbil og steinsteypa á borði verkfræðinga sé arðsamari og hag- kvæmari en gras og annar gróður á borði landslagsarkitekta eða garð- yrkjustjóra. Skipulagsbreytingarnar sem voru gerðar í Kópavogi fyrir 6-7 árum báru vott um framsýni og nýja hugs- un á leið inn í næstu öld. Það var skref í þá átt að gera Kópavogsbæ að fyrirmynd annarra bæjarfélaga hvað umhverfísmálin varðar. Með ötulli vinnu og stuðningi þá- verandi meirihluta tókst að ná fram þeim skipulagsbreytingum sem urðu til þess að í stöðu garðyrkjustjóra eftir nýju fyrirkomulagi var ráðið frá áramótum 1987. Sá sem hvað skel- eggast vann að þeirri skipan mála, reyndar að öðrum ólöstuðum, var núverandi skipulagsstjóri Kópavogs- bæjar, Birgir Sigurðsson. Birgir var þá varaformaður umhverfisráðsins. Á þessum tíma sem liðinn er geta bæjarbúar sjálfír svo og aðrir séð þær breytingar sem orðið hafa á „grænum má!um“ bæjarins. Þeir sem ekki það sjá, hljóta að setja kíkinn fyrir blinda augað. Þá er komið að kjarna málsins! Á fundi bæjarstjómar þriðjudag- inn 23. febrúar samþykkti núverandi meirihluti (Sjálfstæðisflokkur og framsókn) breytingar á skipan mála í stjómkerfínu, sem felast m.a. í því að leggja niður garðyrkjudeildina og dreifa verkefnum hennar um stjórn- kerfí bæjarins. Þessir sem nú standa við stjórnvöl og em að framkvæma slík verk, eru vonandi í fullkomnu hugsunar- og skilningsleysi að setja kíkinn fyrir blinda augað. Ég vil nefnilega ekki ætla neinum svo mikla þröngsýni og úreltan „Þá sátu að vísu aðrir við stjórnvöl bæjarins, en þeir voru með þá hugsun ríkjandi að gera Kópavogsbæ að fyrir- myndarbæ á sviði um- hverfismála.“ hugsunarhátt, að leggja möguleika Kópavogsbæjar til að hafa forystu í umhverfísmálum svo gjörsamlega í rúst vitandi vits. Eða þá það sem er enn verra, að sýna „grænu mái- unum“ svo lítinn skilning, að færa hið umfangsmikla starf garðyrkju- deildarinnar yfir á borðhomið hjá hinni svokölluðu framkvæmdadeild sem auðvitað er ekkert annað en hefðbundin tæknideild, þar sem steinsteypa og malbik eru verkfæri bæjarverkfræðings. í raun ætti framkvæmdadeildin að vera undir stjórn garðyrkjustjóra og þjóna þannig hagsmunum umhverfís, úti- vistar og „grænu málanna". Fyrir- hugaðar breytingar sundra þessum málaflokki, hvemig sem litið er á málið. Starf garðyrkjustjóra verður lagt niður, en hluta af verkefnum hans verður komið fyrir hjá skipu- lagsstjóra, öðrum dreift um hinar ýmsu deildir. Var verið að tala um heildaryfirsýn? Sú atlaga sem verið er að gera að umhverfísmálum Kópavogsbæjar getur ekki verið annað en slys. Sér- staklega þar sem hlut á að máli fulltrúi framsóknar, sjálfur bæjar- stjórinn, en eftir því sem ég man best hefur framsókn reynt að setja umhverfísmálin ofarlega á blað og jafnvel viljað eigna sér alfarið þann málaflokk. Þar hefur farið fremstur í flokki sjálfur formaður flokksins, þingmaður Reyknesinga! Það vekur líka furðu að skipulags- stjórinn sjálfur, Birgir Sigurðsson, bregðist ekki við og ráði þeim sem eru að vinna slík „vorverk" heilt. Hann hlýtur að minnast hinnar erf- iðu baráttu sinnar fyrir 6-7 árum í þágu „grænu málanna“, en því til sönnunar eru til ótal gögn og tillög- ur frá hans hendi málinu til stuðn- ings, þar sem áhersla er lögð á öfluga, sjálfstæða garðyrkjudeild, sem ásamt öðru hefur áhrif á skipu- lag og rekstur grænu svæðanna. Hann hefði því átt að vera í broddi þeirrar fylkingar sem snýst til varn- ar þeim „vorverkum" sem nú er verið að vinna í bænum. Með kíki fyrir blinda augað geta vorverk orðið að skítverkum! Höfundur er landslagsarkitekt..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.