Morgunblaðið - 09.03.1993, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 09.03.1993, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 15 V AXT ALÆKKUN — með handafli verkalýðsheyfingar og almennings eftír Leó E. Löve Frá því að stöðugt verðlag og gengi endurvöktu verðskyn al- mennings hefur ekki nokkrum lif- andi manni í verslun eða þjónustu dottið í hug að hækka verð að geðþótta. Jafnvel þótt menn standi frammi fyrir tapi í rekstri sínum, er ekki hægt að láta sem ekkert sé og hækka verðið. Hvaða kaupmanni dytti til dæm- is í hug að setja svohljóðandi skilti í búðargluggann: „Nokkrir við- skiptavinir sem höfðu veriðíreikn- ingi hjá mér eru gjaldþrota og gátu ekki greitt skuldir sínar. Til þess að vinna það upp verð ég að hækka allt vöruverð í búðinni. “ Spumingu þessari er fljótsvar- að: Engum dytti slíkt í hug, endá myndu viðskiptavinirnir leita ann- að, þar sem vörurnar væru ódýr- ari. Þeir myndu leita til þess kaup- manns sem sýnt hefði aðgát í rekstri eða ákvæði að taka afleið- ingum gerða sinna og mæta tapinu með eigin fé. Eftir lestur ofangreindra lína í grein sem fjallar um vexti er les- andanum ljóst að greinarhöfundur ætlar sér næst að bera banka sam- an við önnur þjónustufyrirtæki. „Það er alls ekki sambærilegt," kann einhver að segja, „og hvemig ætlar maðurinn að láta beita bank- ana þeim þrýstingi sem neytendur geta beitt kaupmenn?“ Svo hristir lesdandinn höfuðið og bætir við: „Þetta er ekki hægt.“ Ekki leggja frá þér blaðið, þótt þú kunnir að hugsa eitthvað í þessa átt. Þetta er nefnilega hægt. Sumir banka hafa grætt Svo lengi má brýna deigt jám að bíti, segir einhvers staðar og með sífelldum áróðri og barlómi hefur talsmönnum banka tekist að koma því inn hjá þjóðinni að bank- ar séu yfir það hafnir að tapa eða megi ekki tapa, eins og svo mörg íslensk fyrirtæki gera þó um þess- ar mundir. En það er ekkert náttúmlögmál að bankar þurfi að græða, þótt auðvitað sé það æskilegt. Þegar grannt er skoðað má líka sjá að undanfarin ár hafa sumar lánastofnanir grætt. Þetta em sparisjóðirnir og Bún- aðarbankinn, enda heyrist ekkert frá þeim um nauðsyn þess að auka vaxtamun. Til þess að neytendur geti þving- að fram vaxtalækkun þurfa þessar sterku lánastofnanir að koma til aðstoðar og aðferðin er þessi: Verkalýðshreyfíngin, með alla sína sjóði, þ.m.t. lífeyrissjóði, legg- ur fé sitt í þær lánastofnanir sem minnstan vaxtamun þurfa og ódýr- ustu lánin geta veitt. Féð liggur á sömu innlánsvöxtum og hjá öðmm, aðeins útlánavextirnir em lægri. Almenningur leggur sparifé sitt í sömu stofnanir eftir að fjöldahreyf- ing hefur verið mynduð um málefn- ið, þannig að allir skilji hveija nauðsyn beri til að allir leggist á eitt. Lánastofnanirnar sem þannig fá aukin innlán geta enn lækkað vext- ina með hagræðingu í krafti stækkunar rekstrareininga, bættri nýtingu fjárfestinga og starfsfólks. Þarna er komin hliðstæða við dæmið, sem tekið var í upphafí. Þeir sem em raunvemlegir eig- endur lánsijárins beina innlánun- um þangað sem þeim fínnst þeir — þjóðfélagið — fá bestu og ódýrustu þjónustuna, bestu og hagkvæ- mustu vaxtakjörin. Handafl sparifjáreigenda Það fær engin viðskiptastofnun staðist þann styrk sem almenning- ur býr yfír ef samstaða næst. Allar bankastofnanir yrðu þess vegna að taka tillit til vilja sparifjáreig- endanna og þótt það verði ef til vill sársaukafullt fyrir suma, yrði nauðsynlegt að taka upp nýja stjórnunarhætti, þ.m.t. útlána- stefnu og sennilega myndu nokkr- ar silkihúfur þurfa að fjúka. Auk þess að vera fímasterkt er handafl hinna vinnandi stétta allt annað og miklu heilbrigðara tæki til hagstjórnar en vaxtalækkun með handafli ríkisvaldsins. Vissu- lega verða þær bankastofnanir sem nefndar voru að taka þátt í aðgerð- inni, og þar þyrfti ríkisvaldið að koma til sem eigandi Búnaðar- bankans. Að lokum er rétt að velta því fyrir sér hvort hugmynd sú sé í raun framkvæmanleg sem hér hef- ur verið reifuð um handafl almenn- ings til vaxtalækkunar. Því hlít ég að svara játandi. Hver man ekki titringinn í bankakerfínu þegar formaður Dagsbrúnar sætti sig ekki við vaxtastefnu viðskiptabanka fé- lagsins og flutti alla sjóði í annan banka? Það sem þá var hægt hlýt- ur að vera hægt núna. Aðeins þarf að ná breiðri samstöðu. Það er líka misskilningur að til þess að lækka vextina þurfí ríkis- Leó E. Löve valdið að koma til. Er ekki mál til komið að íslendingar hugleiði „Hver man ekki titring- inn í bankakerfinu þeg- ar formaður Dagsbrún- ar sætti sig ekki við vaxtastefnu viðskipta- banka félagsins og flutti alla sjóði í annan banka? Það sem þá var hægt hlýtur að vera hægt núna. Aðeins þarf að ná breiðri sam- stöðu.“ orð Kennedys Bandaríkjaforseta, þegar hann sagði að menn ættu ekki að hugsa um hvað ríkið gæti gert fyrir þá, heldur um hvað þeir gætu gert fyrir ríkið? Höfundur er varamaður í bankaráði Seðlabankans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.