Morgunblaðið - 09.03.1993, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993
32
Keypti 96
kexpakka
ÞRIGGJA vikna birgðir af mat-
arkexi seldust á tæpum hálftíma
í versluninni KEA-Nettó á sunnu-
daginn, enda var pakkinn seldur
á 15 krónur.
Júlíus Guðmundsson verslunar-
stjóri sagði að ákveðið hefði verið
að selja 1.440 pakka af matarkexi
á þessu verði og undir venjulegum
kringumstæðum væri um þriggja
vikna birgir að ræða, sem seldust
upp á innan við hálftíma. Sá ein-
staklingur sem mest keypti af kexi
fór út úr versluninni með 96 pakka.
Þegar Júlíus opnaði verslunina
kl. 13. á sunnudaginn hafði mynd-
ast biðröð fyrir utan verslunina og
bílastæðið var þegar orðið fullt, en
það tekur um 150 bíla.
„Úr því við erum með opið á
sunnudögum verður eitthvað að
gera í því að fá fólk í verslunina
og það koma margir til að upplifa
þessa markaðsstemmningu sem
skapast í kringum sunnudagstilboð-
in. Það er hörð samkeppni milli
matvöruverslana í bænum og menn
eru að reyna að fínna upp á ein-
hverju nýju,“ sagði Júlíus, en hann
sagði að þó svo að verslanirnar séu
opnar á sunnudögum kæmi það
ekki niður á laugardagsversluninni.
-----» ♦ ♦
Skemmdir
í innbroti
BROTIST var inn í rakarastofu
við Strandgötu á Akureyri um
helgina, litlu var stolið en nokkr-
ar skemmdir unnar. Gluggi bak-
dyramegin á húsinu var brotinn
upp og farið inn um hann.
Þijú smáóhöpp urðu í umferð-
inni, en engin slys urðu á fólki.
Ekið var á þrjá kyrrstæða bíla og
þeir sem voru að verki hurfu allir
af vettvangi án þess að segja til sín.
Númer voru tekin af þrettán bíl-
um um helgina, fjórir voru teknir
fyrir of hraðan akstur og þrír fyrir
ölvunarakstur.
Þá voru fjórir fluttir á slysadeild
með smááverka eftir ósætti sem
upp kom milli hjóna bæði í heima-
húsum í bænum og eins á hótelum.
Slippstöðin Oddi
Ný brú og þilfarshús smíð-
að á Margréti E A á mettíma
LOKIÐ var við að smíða nýja brú á Margréti EA í Slippstöðinni
Odda á Akureyri á sunnudag, en verkið tók aðeins um einn mán-
uð. Brúin á skipinu skemmdist illa er það fékk á sig brotsjó í
Eyjafjarðarál í lok janúar.
Vinnutörn
Brynjólfur Tryggvason yfir-
verkstjóri í Slippstöðinni Odda
sagði að smíði á nýju brúnni hefði
hafíst 6. febrúar síðastliðinn og
þá voru settar á þijár 8 tíma vakt-
ir hjá stálsmiðum er við verkið
unnu, en á sama tíma var háfíst
handa við smíði innréttinga bæði
á verkstæði stöðvarinnar og einn-
ig hjá Ými.
Eftir að mesta tömin hjá stál-
smiðum var búin voru settar á
vaktir trésmiða og rafvirkja,
þannig að í um einn mánuð hefur
verið unnið við nýja þilfarshúsið
og brúna allan sóíarhringinn og
lauk þeirri vinnu á sunnudags-
morgun.
Brynjólfur sagði að áhersla
hefði verið lögð á af hálfu útgerð-
arinnar, Samheija hf., að verkinu
yrði hraðað, en þessi tími er mikil-
vægur þeim sem stunda rækju-
veiðar.
Skemmtileg stemmning
„Það gekk vel að fá mannskap-
inn til að vinna þetta svona og
það voru allir tilbúnir í verkið, það
skapaðist skemmtileg stemmning
í kringum þetta verkefni, en ég
býst við að þetta sé umfangs-
mesta verk sem við höfum unnið
á svo skömmum tíma,“ sagði
Brynjólfur.
Nýja brúin á Margréti EA er
um þriðjungi stærri en sú sem
fyrir var og auk þess var smíðað
um 80 fermetra þilfarshús undir
brúnni, þar sem eru skrifstofur
og afþreyingaraðstaða fyrir
áhöfnina. Auk þess sem unnið var
við smíði þilfarshúss og brúar var
aðalvél skipsins tekin upp og hún
yfirfarin. Verkið tók 30 daga og
unnu að meðaltali um 25 manns
við það á verktímanum.
Ljósmynd/Benni
Lokahönd á verkið
STARFSMENN Slippstöðvarinnar Odda voru 30 daga að smíða nýja brú og þilfarshús á Margréti
EA, en hún skemmdist mikið þegar hún fékk á sig brotsjó í lok janúar. Verkinu lauk á sunnudaginn
og er myndin tekin þegar iðnaðarmenn voru að leggja lokahönd á verkið. Á litlu myndinni sést
Margrét með nýju brúna.
Jafnréttisnefnd Akureyrarbæjar dreífir veggspjaldi
Hvatt til umræðu um
kynferðislega áreitni
JAFNRÉTTISNEFND Akur-
eyrar gaf í gær, á alþjóðlegum
baráttudegi kvenna, út vegg-
sþjald sem Soffía Árnadóttir
hannaði fyrir nefndina, en það
er ætlað til dreifingar á vinnu-
stöðum og annars staðar þar sem
fólk kemur saman. Veggspjaldið
ber yfirskriftina „Karlar, konur,
sýnið sjálfum ykkur virðingu í
samskiptum kynjanna - kynferð-
isleg áreitni er vanvirðing".
Valgerður Bjamadóttir jafnrétt-
isfulltrúi Akureyrarbæjar sagði á
blaðamannafundi þar sem málið var
kynnt að með útgáfu veggspjaldsins
vildi nefndin hvetja til opinberrar
umræðu um kynferðislega áreitni,
sem lítill gaumur hefði verið gefínn,
enda væri málið afar vandmeðfarið.
Málefnaleg umræða
„Með þessu veggspjaldi komum
við áleiðis skilaboðum og við von-
umst til þess að í kjölfarið munum
við hvetja til málefnalegrar um-
ræðu, hefja það upp af þessu brand-
araplani sem umræðan hefur verið
á,“ sagði Valgerður. Veggspjaldið
er í fyrstu prentað í 500 eintökum
og verður því dreift á vinnustaði
og ýmsa þá staði þar sem fólk kem-
ur saman á. Upplýsingar um hvert
hægt er að leita vilji viðkomandi
kvarta yfir kynferðislegri áreitni er
að fínna á veggspjaldinu, en þær
upplýsingar eru bundnar við Akur-
eyri. Hugmyndin er að bjóða öðrum
jafnréttisnefndum í landinu vegg-
spjaldið svo það fari sem víðast.
Víða vandamál
Jafnréttisnefnd Akureyrar legg-
ur áherslu á að sá eða sú er beitir
kynferðislegri áreitni sýnir einnig
^ Félagsráðgjafar
Félagsmálastofnun Akureyrar óskar eftir því að ráða
félagsráðgjafa frá 1. maí nk. eða eftir samkomulagi.
Laun samkv. kjarasamningi STAK og Akureyrarbæjar.
Upplýsingar veita deildarstjóri ráðgjafadeildar í síma
96-25880 og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma
96-21000.
Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrar-
bæjar, Geislagötu 9.
Umsóknarfrestur er til 15. mars 1993.
Starfsmannastjóri.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Veggspjaldið kynnt
VEGGSPJALD Jafnréttisnefndar Akureyrarbæjar þar sem vakin er
athygli á kynferðislegri áreitni kom út í gær, á alþjóðlegum baráttu-
degi kvenna. Valgerður Bjarnadóttir jafnréttisfulltrúi, Stefanía Trau-
stadóttir á Skrifstofu jafnréttismála og Hugrún Sigmundsdóttir for-
maður jafnréttisnefndar Akureyrar með veggspjaldið.
sjálfum/sjálfri sér vanvirðu. „Kyn-
ferðisleg áreitni er víða vandamál,
t.d. á vinnustöðum, og ótal dæmi
eru um að slíkt hafí kostað fólk -
sérstaklega konur - vinnuna, heils-
una, sjálfsvirðinguna og traustið
gagnvart hinu kyninu,“ segir í til-
kynningu nefndarinnar og áréttað
að takmarkið ætti að vera að út-
rýma þessu vandamáli án þess að
loka á eða hræðast vinaleg og til-
finningaleg samskipti.