Morgunblaðið - 09.03.1993, Page 33
r
____________________________________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993________________________3$-
Minnst eitthundrað og fímmtíu ára tilskipunar Kristjáns VIII. um endurreisn Alþingis
Ráðgjafaþingið varð
vettvangnr sóknar til
þjóðfrelsis og framfara
ÁTTUNDA dag marsmánaðar 1843 undirritaði Kristján
konungur VIII. „tilskipun um stiptun sérlegrar ráðgefandi
samkomu fyrir Island, er á að nefnast Alþíng.“ 150 árum
síðar 8. mars 1992 minntist Aþingi íslendinga þessa atburð-
ar. í gær kom út í samvinnu Aþingis og Sögufélags ritverk
dr. Aðalgeirs Kristjánssonar fyrrum skjalavarðar, Endur-
reisn Alþingis og Þjóðfundurinn.
Morgunblaðið/Sverrir
Forsetar Alþingis og Sögufélagsins
SALOME Þorkelsdóttir og Heimir Þorleifsson með bókina Endur-
reisn AJþingis og Þjóðfundurinn.
í upphafi 123. fundar Alþingis í
gær minntist Salome Þorkelsdóttir
forseti Aþingis þess að 150 ár voru
liðin frá undirritun Kristjáns konungs
VIII. um „stiptun sérlegrar ráðgef-
andi samkomu". Þingforseti sagði að
tilskipun konungs hefði verið gjöf frá
konungi sem á margan hátt hefði
verið hliðhollur fslendingum. Hún
greindi frá þvf að í tilskipun konungs
hefðu verið ákvæði um skipun þings-
ins. Á þinginu skyldu eiga sæti 20
kjördæmakjömir þingmenn og sex
þingmenn tilnefndir úr hópi embætt-
ismanna landsins. Þá voru rækileg
ákvæði um kosningar til Alþingis,
kosningarétt og kjörgengi. Núverandi
forseti Alþingis sagði að hvort
tveggja hefði vissulega verið mjög
takmarkað miðað við nútíma hug-
myndir; talið væri að 5% landsmanna
hefðu notið þessa réttar. Einnig hefði
tilskipun konungs ákveðið að: „Fyrst
um sinn á Alþíng að haldast í Reykja-
vík“.
Ræðumaður gat ekki undan því
vikist að minnast þess að störf Al-
þingis hins foma, lögréttu og yfirrétt-
ar hefðu verið lögð niður árið 1800.
Þá hefði svo verið komið að Alþingi
var aðallega dómstóll, þinglýsinga-
staður og reikningsskilastaður sýslu-
mönnum og öðrum gjaldheimtumönn-
um ríkisfjárhirlslunnar. En í huga
þjóðarinnar var Alþingi annað og
meira. Þess vegna liðu ekki mörg ár
þar til krafan um endurreisn Alþing-
is kom fram. Árið 1837 var lögð fram
tillaga um innlent þing og ári síðar
var tekin ákvörðun um að stofna til
samkomu tfu æðstu embættismanna
þjóðarinnar, embættismannanefndar-
innar svonefndu sem kom tvívegis
saman 1839 og 1841.
Nútímaþing
Embættismannanefndin samdi til-
lögur um innlent þing og urðu þær
grundvöllur konungstilskipunarinnar
8. mars 1843. Þar var farin að mörgu
leyti önnur leið en ýmsir forvígismenn
íslendinga vildu; eins og Fjölnismenn,
einkum Tómas Sæmundsson. Jón
Sigurðsson sem lengi var forseti Al-
þingis átti hins vegar samleið með
embættismannanefndinni að því er
varðaði þingstaðinn og þá megin-
stefnu að Alþingi yrði nútímaþing,
sniðið að þörfum og aðstæðum síns
tfma. Hins vegar vildi Jón Sigurðsson
veita Alþingi meiri völd. Salome Þor-
kelsdóttir núverandi forseti Alþingis
sagði að nú efuðst fáir um að stefna
Jóns Sigurðssonar í Alþingismálinu
hefði verið rétt og orðið þjóðinni til
farsældar.
Það dróst í rúm tvö ár að hið end-
urreista Alþingi kæmi saman til
fyrsta fundar en það varð 1. júlí 1845.
Þótt völd og störf Alþingsins hefðu
vissulega verið takmörkuð hefðu
áhrif þingsins strax verið mikil á þjóð-
ina. Það varð vettvangur foiystu-
manna hennar í sókn til þjóðfrelsis
og framfara.
Jafnan gagnrýnt
Salome Þorkelsdóttir þingforseti
sagði að störf Alþings sættu jafnan
gagnrýni. Haraldur Guðmundsson
forseti sameinaðs Alþingis hefði vikið
að þessu fyrir nákvæmlega 50 árum,
8. mars 1943, þegar aldarafmælis
tilskipunarinnar hefði verið minnst.
Haraldur taldi gagnrýnina vera af
tvennum toga. Annars vegar frá þeim
sem í raun og veru óskuðu eftir að
vegur og sómi Alþingis væri sem
mestur. Þeim hefði Haraldur svarað
með tilvitnun til Jóns Sigurðssonar:
„Varla er sú list, að menn hafi jafn-
lengi þreytt með óvissum árangri og
landstjómarlistina." Undir þetta
gætu þingmenn tekið. Alþingi og
störf þess yrðu aldrei hafin yfír gagn-
rýni sem á rökum væri reist. En
Haraldur Guðmundsson einnig vikið
að þeim sem: „Hallmælá Alþingi og
spá því illspám." Haraldur hefði sagt:
„Gagnrýni þessara manna er ekki
flutt til þess að koma fram umbótum
á starfsháttum eða stefnu þingsins,
heldur fyrst og fremst eða eingöngu
í því skyni að svipta Alþingi trausti
og tiltrú fólksins. Þeim er ljós sá
sannleikur, að ef Alþingi nýtur ekki
trausts þjóðarinnar, er það veikt og
lítils megnugt." Salome Þorkelsdóttir
þingforseti virtist þessi orð eiga jafn-
vel við nú árið 1993 og þegar þau
voru sögð á sama stað árið 1943.
Við lok sinnar ræðu bað forseti
Alþingis þingmenn um að minnast
þessara tímamóta og starfa þeirra
sem áttu hlut að endurreisn Alþingis
með því að rísa úr sætum.
Aðgengilegt grundvallarrit
Að loknum 123. þingfundi, laust
eftir kl. 16., komu þingmenn saman
í efrideildarsal Alþingishúsins en þar
er nú setustofa þingmanna. Þar sagði
forseti Alþingis að fyrrverandi for-
setar sameinaðs Alþingis, Þorvaldur
Garðar Kristjánsson og Guðrún
Helgadóttir, ásamt deildarforsetum
hefðu stefnt að því að minnast þess-
ara tímamóta árið 1993. Hefði dr.
Aðalgeir Krisijánsson fyrrverandi
skjalavörður við Þjóðskjalasafn ís-
lands verið fenginn til að rita um
sögu endurreisnar Alþingis. Sam-
vinna við Sögufélagið hefði tekist um
útgáfu verksins og nú væri þeim
áfanga náð. Hún þakkaði Sögufélag-
inu gott samstarf og Aðalgeiri Krist-
jánssyni vildi hún þakka þetta ágæta
verk.
Heimir Þorleifsson forseti Sögu-
félagsins þakkaði fyrir hönd síns fé-
lags Alþingi fyrir það traust sem það
hefði sýnt félaginu með því að fela
þvf útgáfu á afmælisritinu Endur-
reisn Alþingis og Þjóðfundurinn.
Heimir sagði að þegar Sögufélaginu
hefði borist handrit dr. Aðalgeirs í
hendur hefði strax verið ljóst að hér
væri um grundvallarrit um sögu ís-
lands á fyrri hluta 19. aldar að ræða.
Höfundur hefði í þessu verki nýtt
mikla þekkingu sína á skjalagögnum
og öðrum heimildum um sögu íslands
á tfmabilinu 1815-51 og unnið úr
þeim traust fræðirit sem einnig væri
ipjög aðgengilegt til lesturs. í bókinni
væri Qallað um aðdragandann að
endurreisn Alþingis m.a. áhrifum júlí-
byltingarinnar 1830 í ríki Danakon-
ungs, endurreisn Alþingis. Áhrifum
febrúarbyltingar 1848 og Þjóðfundin-
um 1851.
Það kom fram að margt hefur
breyst frá því að Kristján VIH. gaf
út tilskipun um að láta „sína kæru
og trúu undirsáta á því landi íslandi
njóta góðs af ráðgefandi samkomu".
Rúmum tveimur árum síðar gátu 20
fulltrúar íslensku þjóðarinnar og 6
þingmenn tilnefndir af konungi lagt
á ráðin um málefni lands og lýðs.
En þeir áttu að sitja á rökstólum einn
mánuð í senn, annað hvert ár.
Forseti Sögufélagsins afhenti for-
seta Alþingis fyrsta eintakið af af-
mælisritinu og ámaði Alþingi allra
heilla á þessum afmælisdegi. Forseti
Alþingis tók við bókinni og bað húá*^
viðstadda þingmenn um að vitja fleiri
eintaka af bókinni sem yrðu afhent í
hliðarsal.
ÞINGFORSETI bað þingmenn um að minnast þessara tímamóta og starfa þeirra sem áttu hlut að endur-
reisn Alþingis með því að rísa úr sætum.
Tímabært endurmat á iðn- og verkmenntun
Svavar Gestsson fyrrum menntamálaráðherra hrósar Vinnuveitendasambandinu
ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA fjögurra framsóknar-
manna um endurmat iðn- og verkmenntunar varð tilefni
til nokkurra umræðna á 123. fundi Alþingis í gær. Flutn-
ingsmenn vilja að menntamálaráðherra kveði saman starfs-
hóp er hafi það verkefni að endurmeta iðn- og verkmennt-
un í landinu. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra
bendir á að 18 manna starfshópur um mótun menntastefnu
hafi fjallað um þetta mál. Menntamálaráðherra væntir
þess að tillögur nefndarinnar muni liggja fyrir á næsta
Alþingi. Svavar Gestsson fyrrum menntamálaráðherra
hvetur til samvinnu og samninga við atvinnulífið. Hann
sagði sína reynslu að í Vinnuveitendasambandi íslands,
VSÍ, væru jákvæð viðhorf til óhjákvæmilegra breytinga á
verkmenntakerfinu.
Þingsályktunartillaga fjórmenn-
inganna er svohljóðandi: „Alþingi
ályktar að ein af forsendum þess að
innlendur iðnaður standist aukna
samkeppni háþróaðra iðnríkja sé að
nauðsynlegar úrbætur verði gerðar
á iðn- og verkmenntun í landinu.
Forsenda aukinnar framlegðar í ís-
lensku atvinnlífi muni í næstu fram-
tíð byggjast á frekari sérhæfingu og
vaxandi verkmenntun. Margvísleg
rök hnígi að því að iðn- og verk-
menntun verði nú skilgreind að nýju
með tilliti til fjölbreytilegra nýjunga
í verklegu og bóklegu námi, bættra
tengsla skóla og atvinnulífs og auk-
innar fræðslu til almenns rekstrar.
Því samþykkir Alþingi að kveðja
saman starfshóp er hafi það verkefni
að endurmeta iðn- og verkmenntun
í landinu og gera tillögur að breyttu
og bættu skipulagi. Starfshópurinn
ljúki störfum eigi síðar en í mars
1994.“ Fyrsti flutningsmaður þessar-
ar tillögu er Stefán Guðmundsson
(F-Nv) en meðflutningsmenn eru
Finnur Ingólfsson (F-Rv), Valgerður
Sverrisdóttir (F-Ne) og Guðni Ág-
ústsson (F-Sl).
Fjöldi þingmanna tók til máls um
tillöguna og fögnuðu allir undantekn-
ingalaust umræðu um iðnfræðslu og
verkmenntun á íslandi. En það kom
einnig fram í ræðum þeirra að þeir
hefðu áður heyrt fögur orð um nauð-
syn þess að bæta og breyta í þessum
málum.
Ólafur G. Einarsson mennta-
málaráðherra vitnaði til áfanga-
skýrslu svonefndrar 18 manna
nefndar en þar kemur skýrt fram
að verulegra umbóta er þörf.
Menntamálaráðherra sagði að þessi
þáttur fræðslumálanna hefði fengið
verulega umfjöllun í starfi nefndar-
innar og yrði svo áfram. Hann vænti
þess að nefndin myndi skila mótuðum
tillögum fyrir næsta Alþingi.
Verðug rannsóknarefni
Svavar Gestsson fyrrum mennta-
málaráðherra taldi að helst þyrfti að
skipa starfshóp til að kanna hvers
vegna svo lítið hefði orðið úr úrbótum
og framkvæmdum þrátt fyrir öll þau
fögru orð sem fallið hefðu um nauð-
syn iðn- og verkmenntunar, tengsl
atvinnulífs og skóla o.s.frv. Niður-
staðan væri samt sú að þátttaka
ungra karla og kvenna f verknámi
væri æ minni. Svavar vildi tilgreina
nokkrar ástæður. Menn hefðu verið
fastir í gömlum formum og tregir til
að taka upp nýjungar. Einnig hefði
orðið fækkun í hefðbundnum iðn-
greinum. Einnig væri sterk hefð og
virðing fyrir bóknámi í þessu landi.
Þetta væri í sjálfu sér ekki neikvætt
svo fremi sem þessi hefð hamlaði
ekki þróun á öðrum sviðum. En Svav-
ar taldi samt eina aðalástæðuna vera
hreinan og beinan peningaskort. Það
væri svo að bóknámið kostaði minna.
Stúdentamir væru ódýrari en iðnað-
armennimir.
Svavar sagði orðið ljóst að rikið
ætti ekki og myndi aldrei geta séð
skólum þessa lands fyrir þeim tólum
og tækjum sem þyrfti til iðn- og
verknáms. Það þyrfti að taka upp
þá skólastefnu að semja við atvinnu-
lffið um aðgang að þessum tækjum.
Svavar sagði einnig að meistarakerf-
ið eða „sveinsprófakerfið" væri orðið
fjötur um fót í þessum efnum.
ASÍ
Fyrrum menntamálaráðherra
sagði að Alþýðusamband íslands,
sem hefði haft með að gera ákveðna
hlið þessara mála í iðnfræðsluráði,
hefði að sínu mati „ekki komist að
eðlilegri þróunarvinnu, af því að
menn hafa verið svo blýfastir, reyrð-
ir í þetta gamla og staðnaða og sein-
virka sveinsprófakerfi". Það virtist
ekki vera hægt að taka upp nýjar
iðngreinar, s.s. í plastiðnaði o.fl.
Svavar sá þó margt jákvætt vera
að gerast. Alþýðusambandsþing
hefði fjallað um þessi mál. Svavar
varð þó að játa að hann hefði ekki
verið hrifínn af öllu sem þar hefði
komið fram, „en það var þó talað
um málið“. Svavar sagði að atvinnu-
lífsbrautir sem stofnaðar hefðu verið
við nokkra framhaldsskóla hefðu
sumstaðar gengið sæmilega.
VSÍ
En það sem vantaði væru samn-
ingar við atvinnulífið, sérstaklega
Vinnuveitendasamband íslands, VSÍ.
Svavar Gestsson fyrrum mennta-
málaráðherra sagði: „Ég vil segja
það af minni reynslu, að í Vinnuveit-
endasambandinu eru jákvæð og opin
viðhorf gagnvart óhjákvæmilegura
breytingum á verkmenntakerfinu.“