Morgunblaðið - 09.03.1993, Side 40

Morgunblaðið - 09.03.1993, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 + Eiginkona min og móðir okkar, GUÐRÍÐUR SIGMUNDSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 7. mars. Ríkarður Ingibergsson og synir. + Eiginmaður minn, JÓN KR. JÓHANNSSON frá Þórshöfn, er látinn. Jarðarförin auglýst siðar. Marfa Jóhannsdóttir. Sveinfríður Guðrún Sveinsdóttir - Minning Fædd 30. apríl 1929 Dáin 16. febrúar 1993 Góður félagi úr samtökum okkar hefur kvatt. Einörð var hún, hrein- skiptin og heil í hverju sem hún tók sér fyrir hendur. Slíkir eru ekki of margir. Við minnumst baráttukon- unnar með ljóði Snorra Hjartarson- ar, Land þjóð og tunga. Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu vé. Á dimmum vegi dýrð þín um mig skein, í dögun þeirri er líkn og stormahlé og sókn og vaka: eining hörð og hrein, þú heimtar trúnað, spyr hver efnd mín sé. Þú átt mig, ég er aðeins til í þér. Örlagastundin nálgast grimm og köld; hiki ég þá og bregðist bý ég mér bann þitt og útlegð fram á hinsta kvöld. ísland, í lyftum heitum höndum ver ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld. Eftirlifandi eiginmanni og Qöl- skyldu þeirra vottum við innilega samúð. F.h. Menningar- og friðarsam- taka íslenskra kvenna, Margrét Guðmundsdóttir. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN HAFSTEINN JÓNATANSSON, Hamraborg 32, Kópavogi, lést þann 8. mars sl. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðursystir okkar, VIGDI'S JÓNASDÓTTIR, lést 24. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Lilja Magnúsdóttir, Svana Magnúsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN JÓNSDÓTTIR frá Ólafshúsum, Eyjahrauni 5, Vestmannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 6. mars. Erla Þorvarðardóttir, Hilmir Þorvarðarson, Sigriður Þórðardóttir, Þorvarður Þórðarson, tengdabörn og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og mágkona, NANNA SNÆDAL, Álfaskeiði 44, Hafnarfirði, andaðist í Landspítalanum 7. mars. Jakob Bjarnar Grétarsson, Steinunn Ólafsdóttir, Atli Geir Grétarsson, Nanna Elísa Jakobsdóttir, Stefán Snær Grétarsson, Guðlaug Elisa Kristinsdóttir. Mikael Calatayud - Minningarorð Fæddur 16. september 1928 Dáinn 7. febrúar 1993 Við Mikael Calatayud hittumst fyrst árið 1973 á Spáni, þar sem ég átti þá heima. Hann hafði komið í sumarfrí til Paiporta tvö árin þar á undan ásamt Helgu, eiginkonu sinni, og börnunum og dvaldist fjöl- skyldan í nýrri íbúð, sem þau hjón- in voru búin að festa kaup á. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- ríáú^ PERLAN sími 620200 HAFNARSTRÆTI 4 SIMI 12717 Skreytíngar unnar af fagmönnum OPIÐ KL. 9- 19 Erfidrykkjur Glæsileg kalli- lilaðborð fallegir salir og ííijög gtkl þjónusta. Ipplysingar Þessi ár sem þau dvöldust í fríum sínum á Spáni voru mér ný upplif- un, sérstaklega vinátta okkar Sigga, fóstursonar Mikaels, því að samskiptin þurftu að fara fram með hjálp Mikaels vegna tungumálaörð- ugleika. Mér leið alltaf vel í návist Mika- els og þótti gott að leita ráða hjá honum. Hann hafði kærleika og heiðarleika ávallt að leiðarljósi. Mikael hugðist reyna fýrir sér á Spáni sem fyrrum bankastarfsmað- ur, en vegna aldurs og atvinnuleys- is í greininni þurfti hann frá að hverfa, svo að ferðinni var heitið til Bergen, þar sem hann hafði unnið í mörg ár við ýmis störf. Löngun mín til að kynnast nýjum heimi varð til þess að ég fékk að koma með í ferðina til Bergen að- eins 16 ára að aldri. Ferðin endaði á íslandi, þar sem ég bjó í nokkur ár í skjóli þessarar yndislegu fjöl- skyldu. I dag kveð ég Mikael vin minn: En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri. Með hveiju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. (Mapús Ásgeirsson) Helga mín, við hjónin sendum þér, börnum þínum og öðrum ást- vinum innilegar samúðarkveðjur. Anton Fernández. Guðjón Jónsson Stokkseyri - Minning Fallinn er frá ágætur vinur minn, Guðjón Jónsson í Starkaðarhúsum á Stokkseyri. Þessi trausti og reglu- sami maður hefur háð erfiða bar- áttu við illvígan sjúkdóm sem á endanum lagði hann að velli. Ég kynntist Guðjóni árið 1985 er ég hóf að klippa á Stokkseyri, en brátt varð hann einn af mínum tryggustu viðskiptavinum og félög- um. Eins og nærri má geta var oft glatt á hjalla og þjóðmálaumræður fjörugar á rakarastofunni þar sem hittust allir helstu höfðingjarnir á Stokkseyri. Margir þeirra hafa nú kvatt þennan heim, eins og Þórður í Sunnutúni, Halli Júlla, bræðurnir Óskar og Frímann, Gísli Gíslason, Óskar í Sjónarhól og Jón í Söndu. En svona er lífsins gangur. Guðjón aðstoðaði mig við smíðar og uppsetningu þegar ég flutti rakarastofuna á Vegamót og ekki var viðlit að fá hann til að taka krónu fyrir það. Ég er þakklátur trygglyndi hans við mig og það er mér gott veganesti inn í framtíðina að hafa kynnst slíkum manni. Snyrtimennska og hirðusemi voru hans aðalsmerki og það vissi ég að honum leið vel eftir að ég snyrti hann á sjúkrahúsinu nú fyrir nokkum dögum. Sunnudagsbíltúramir hans Guð- jóns og Björgvins verða ekki fleiri á Laugarvatn að sinni og ég fæ ekki að heyra hans skemmtilegu tilsvör og orðatiltæki í bráð. Þetta geymir safn minninganna. Ég vil að endingu þakka forsjón- inni fyrir að hafa fengið að kynn- ast Guðjóni og votta ástvinum hans mína dýpstu samúð. Kjartan Björnsson. FLUGLEIÐIR HÓTEL LÓFTLEIlia 108 Reykjavfk. Sfmi 31099 + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN VALGEIRSSON, andaðist í Landspítalanum 7. mars. Jarðarförin verður ákveðin síðar. Hallveig Halldórsdóttir, Valgeir Guðjónsson, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, Guðrún Arna Guðjónsdóttir, Pétur Bjarnason, Sigriður Anna Guðjónsdóttir, Ragnar Marteinsson og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA GUÐRÚN BJARNADÓTTIR, Ökrum við Nesveg, verður jarðsungin í dag, þriðjudaginn 9. mars, kl. 15.00 í Seltjarn- arneskirkju. Bjarni V. Guðmundsson, María B. Sveinsdóttir, Gunnlaugur Guðmundsson, Hildur Hlöðversdóttir, Jón E. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.