Morgunblaðið - 09.03.1993, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993
41
Anna Guðrún Bjanm
dóttir — Minning
Fædd 29. desember 1909
Dáin 26. febrúar 1993
Ég ætla að minnast með nokkr-
um orðum tengdamóður minnar,
Önnu Guðrúnar Bjarnadóttur, sem
lést í Landspítalanum 26. febrúar,
eftir nokkurra mánaða erfíða
sjúkralegu.
Þegar ég kem inn í fjölskylduna
sem tilvonandi tengdadóttir er
Anna komin á sextugsaldur, lág-
vaxin kona en ákveðin og sterk.
Einhvem veginn var það svo, að
þá strax fannst mér hún stór kona,
og með hveiju árinu sem leið sann-
aði sig betur málshátturinn gamli,
að margur er knár þótt hann sé
smár.
Hún var sístarfandi, bæði hugur
og hönd. Krafturinn og áræðið sem
í þessari konu bjó var með ólíkind-
um allt til hinstu stundar. Sem
dæmi má nefna að hún tók bílpróf
þegar hún var komin á sjötugsald-
ur, keypti sér bíl, og ferðaðist með-
al annars hringinn í kringum land-
ið, fyrir utan allar aðrar ferðir inn-
an sem utanbæjar. Um tíma var
Anna meðlimur í Málaraklúbbi Sel-
tjarnarness og málaði margar
skemmtilegar myndir sem prýddu
heimili hennar og barna hennar og
eflaust fleiri heimili. Listræn er lík-
lega rétta orðið, því auk þess að
mála var hún ágætlega hagmælt
og liggur eftir hana ótrúlegur fjöldi
af ljóðum, stökum og tækifærisvís-
um. Einn var sá eiginleiki sem ég
dáði mjög í fari hennar, en það var
nýtni. Fötin sem hún ýmist saum-
aði, pijónaði eða heklaði á bömin
mín á meðan hún hafði heilsu til
voru mörg hrein listaverk, búin til
úr uppraki, gömlu pilsi og alls kon-
ar bútum. I þessum verkum kom
ekki síst fram sköpunargleði henn-
ar.
Anna giftist Guðmundi Jónssyni
árið 1929 og bjuggu þau bæði hér
fýrir sunnan og fyrir norðan, fyrst
að Fjalli í Sæmundarhlíð í Skaga-
firði og síðar á Botnastöðum í
Húnavatnssýslu. Nokkur ár var
Guðmundur húsvörður í Húnaveri
áður en þau fluttust aftur hingað
suður og þá að Ökram við Nesveg
sem var heimili þeirra meðan bæði
lifðu, en Guðmundur lést árið 1988.
Síðustu tæp þijú ár ævi sinnar bjó
Anna á Skólabraut 5, Seltjamar-
nesi. Anna og Guðmundur eignuð-
ust Qóra syni, Óskar sem lést um
aldur fram, hans kona var Auður
Sigurhansdóttir og áttu þau tvær
dætur; Bjarna Valgeir, kvæntan
Maríu Birnu Sveinsdóttur og eiga
þau þijú börn; og Jón Eyjólf sem
er búsettur í Ástralíu og á tvö böm.
Barnabarnabörnin era orðin tólf,
en allur þessi fjöldi fékk afmælis-
gjöf á sínum afmælisdegi og allir í
fjölskyldunni fengu jólagjafír.
Heimili þeirra Önnu og Guð-
mundar var öllum opið, bæði fjöl-
skyldu og vinum. Alltaf var kaffí
og með því á borðum, ásamt góðum
ráðum og spjalli um pólitík og
landsins gagn og nauðsynjar. Þau
stóðu fast við bakið á okkur alla
tíð, ekki síst fyrstu búskaparár okk-
ar. Minningasjóðurinn er stór, ekki
get ég óskað mér betri tengdafor-
eldra né börnunum mínum betri afa
og ömmu. Öllum aðstandendum og
vinum Önnu votta ég samúð mína.
aðstoð starfsfólks og heimahjúkr-
unar. Á þetta fólk mikla þökk fyrir
þá umhyggju sem það veitti Önnu,
en henni var það svo kært að fá
að vera heima í sinni eigin íbúð.
Þar var hennar heimili síðustu þijú
árin.
Anna var fædd í Glæsibæ í
Skagafírði 29. desember 1909. For-
eldrar hennar vora Bjami Sigurðs-
son bóndi og Valgerður Jónsdóttir
frá Hafsteinsstöðum í Skagafírði.
Þau Valgerður og Bjami eignuðust
þijú böm. Nú við andlát Onnu er
aðeins Steinar á lífí, fæddur 1905.
Salbjörg Hallgerður, fædd 1907,
lést ung, aðeins 26 ára gömul.
Anna átti sín fyrstu ár í Glæsibæ,
en foreldrar hennar fluttust síðar á
Sauðárkrók og ólst hún þar upp til
16 ára aldurs. Þá fluttust foreldrar
hennar til Hafnaríjarðar og hóf þá
Anna skólagöngu í Flensborg og
útskrifaðist þaðan.
Ung að áram réð Anna sig sem
kaupakonu að Síðumúla í Borgar-
fírði. Þar kynntist hún lífsföranaut
sínum, Guðmundi Jónssyni frá Há-
reksstöðum í Norðurárdal í Borgar-
fírði. Giftu þau sig á 20 ára afmæl-
isdegi Önnu 29. desember 1929 og
hófu sinn búskap í Reykjavík. Árið
1940 fluttust þau búferlum að Fjalli
í Sæmundarhlíð í Skagafírði og
hófu þar búskap ásamt Halldóri
Benediktssyni og Þóra Þorkelsdótt-
ur. Jörðin Fjall bar ekki tvær fjöl-
skyldur svo að Guðmundur og Anna
tóku jörðina Botnastaði í Svartárdal
í Húnavatnssýslu á leigu og bjuggu
þar til ársins 1960 er þau fluttust
að Ökram við Nesveg á Seltjarnar-
nesi.
Anna og Guðmundur eignuðust
fjóra syni. Þeir eru: Óskar, f. 21.
ágúst 1930, d. 1956, var kvæntur
Auði Sigurhansdóttur og áttu þau
2 dætur; Bjarni Valgeir, f. 21. októ-
ber 1934, kvæntur Maríu Sveins-
dóttur og eiga þau 3 böm; Gunn-
laugur, f. 29. júni 1942, kvæntur
Hildi Hlöðversdóttur, þau eiga 5
börn; Jón Eyjólfur, f. 17. júní 1945,
býr í Ástralíu, var kvæntur Robin
Kyrbi, en þau skildu. Þau eiga tvö
börn. Bamabarnabömin era orðin
12.
Anna var sterkur persónuleiki,
vel gefin, listræn og hagmælt. Hún
orti mikið af ljóðum og hafa mörg
þeirra birst í Bamablaðinu Æsk-
unni og Lesbók Tímans. í dag við
útför Ónnu verður eitt ljóða hennar
sungið við lag eftir Jón Bjömsson
og hafa áður verið sungin ljóð eftir
hana við athafnir í Seltjamarnes-
kirlqu.
Anna var mjög ákveðin kona og
dugleg og féll aldrei verk úr hendi.
Hún var mikil handavinnukona, hún
bæði saumaði, pijónaði og óf marga
fallega hluti. Hún framkvæmdi allt
sem henni datt í hug. Ég minnist
þess að þegar hún var 63 ára tók
hún bílpróf, keypti sér bíl og með
fyrstu ferðum hennar var að aka
hringveginn með eiginmanni sínum.
Anna var mjög félagslynd, söng
í kómum og tók að sér mörg félags-
mál á sínum yngri áram. Hún var
virkur þátttakandi í Listmálara-
klúbbi Seltjamamess, hún málaði
margar myndir og átti alltaf verk
á sýningum sem haldnar vora á
vegum klúbbsins.
Anna hélt hlýjum höndum utan
um sína stóru fjölskyldu og bar hag
allra fyrir bijósti.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Önnu tengdamóður minni sam-
fylgdina og alla þá hlýju sem hún
hefur veitt mér. Ég veit að henni
líður vel núna í félagsskap þeirra
sem á undan era famir.
Blessuð sé minning hennar.
Maria Sveinsdóttir.
Faðir okkar, t TRYGGVI EMILSSON,
lést í Landspítaianum að kveldi 6. mars.
Fanney Tryggvadóttir, Elsa Tryggvadóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
MARTA EINARSDÓTTIR,
Arnarhrauni 14,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, þriðjudaginn
9. mars, kl. 13.30.
Marta Magnúsdóttir, Eriingur Sigurðsson,
Sigurður Magnússon, Ásdís Gunnarsdóttir,
Margrét Egilsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN ÁGÚSTSSON
prentari,
Langagerði 30,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu
í dag, þriðjudaginn 9. mars, kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á Heimastoð krabbameinsdeildar Land-
spítalans.
Sigurður Grétar Jónsson, Díana Garðarsdóttir,
Þórir Ágúst Jónsson,
Margrét Jónsdóttir, Friðjón Alfreðsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar, afa, sonar og bróður,
FINNBOGA G. KJELD,
forstjóra.
Fyrir hönd ættingja,
Anna Jóna Þórðardóttir
og börn.
t
Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SVANBORG MATTHÍASDÓTTIR,
Hraunbæ 27,
verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju í dag, þriðjudaginn 9. mars,
kl. 13.30.
Stefán E. Jónsson,
Halldór Stefánsson, Hjálmfríður Þórðardóttir,
Ásdis Stefánsdóttir, Sigurður Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts
og útfarar eiginmanns míns, föður og sonar,
STEFÁNS PÁLS STEINÞÓRSSONAR,
Ytri-Varðgjá,
Eyjafjarðarsveit.
Guð blessi ykkur öll.
Sigri'ður Harðardóttir,
Steinþór Stefánsson,
María Stefánsdóttir,
llona Stefánsson.
t
Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför
MARÍU K. PÁLSDÓTTUR
frá Höfða,
Grunnavikurhreppi,
áðurtil heimilis
á Stýrimannastig 13.
Maríus Jónsson
Inga Maríusdóttir, Jón Alfreðsson,
Óskar Maríusson, Kristbjörg Þórhallsdóttir,
Steinunn Maríusdóttir, Sæþór Skarphéðinsson,
Maria Mariusdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
Kæra Anna, þig vil ég kveðja með
orðum úr Spámanninum eftir Ka-
hlil Gibran: „Og þegar þú hefur náð
ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja
fjallgönguna. Ogþegar jörðin krefst
líkama þíns muntu dansa í fyrsta
sinn.
Hildur Hlöðversdóttir.
Elskuleg tengdamóðir mín and-
aðist í Landspítalanum 26. febrúar
sl. eftir langvarandi veikindi. Hún
var á 84. aldursári þegar hún lést.
Anna hafði dvalist á sjúkrahúsi frá
því fyrst í nóvember, en gat þó
dvalist hjá ættingjum um jólin og
aðeins heima hjá sér á heimili aldr-
aðra á Seltjarnarnesi með dyggri
Lokað
Skrifstofa Lífeyrissjóðs bókagerðarmanna verður
lokuð eftir hádegi þriðjudaginn 9. mars vegna
jarðarfarar JÓNS ÁGÚSTSSONAR, prentara.
Lokáð
t
Hjartanlegar þakkir færum við öllum
þeim, sem veittu okkur styrk og sýndu
okkur hlýhug og vináttu við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
SVEINFRÍÐAR GUÐRÚNAR
SVEINSDÓTTUR
húsmóður,
Holtagerði 15,
Kópavogi.
í dag eftir kl. 12.00 vegna útfarar
JÓNS KR. ÁGÚSTSSONAR, prentara.
Félag bókagerðarmanna.
Skapti Ólafsson,
Stella Skaptadóttir, Ólafur Eljsson,
Sævar Skaptason, Bryndís Óladóttir,
Snorri Skaptason, Steinn Skaptason,
Sjöfn, Skapti og Hlín.