Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 43
MORGXJNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGÚR 9. MARZ 1993
43
Pétur Jónson, sem vill skrifa föðurnafnið með einu essi, dansar hér með tilþrifum ásamt Mörtu Kristins-
dóttur, Tinnu Sigurðardóttur, Þórunni Vignisdóttur og Vöku Agústsdóttur.
DANS
Maraþon til styrktar
eyðnisjúkum
heit að upphæð 135.020 krón-
"r*‘ur söfnuðust hjá unglingum í
félagsmiðstöðinni Þróttheimum, en
þau tóku sig til um helgina og
dönsuðu maraþondans frá kl. 20 á
föstudagskvöldi til kl. 8 að morgni
laugardags. Tilgangurinn var að
safna fé fyrir smitaða eyðnisjúkl-
inga. Mikil vinna var lögð í undir-
búning og að safna áheitum.
Um 60 unglingar hófu dansinn,
en upp úr miðnætti voru 44 eftir
sem dönsuðu fram á morgun.
Dansað var í tveimur hópum og
þegar líða tók á voru krakkamir
nuddaðir af fagmönnum til að þau
fengju ekki krampa. Þá var fjöldi
fyrirtækja sem gaf mat og gos-
drykki, sem komu sér vel.
Þrátt fyrir nokkrar harðsperrur
drifu unglingarnir sig á skíði á
mánudagsmorgun með skólanum
og verða fram á miðvikudag. Verða
því peningar ekki afhentir eyðni-
sjúkum fyrr en um miðja viku, en
gert er ráð fyrir að peningarnir
fari til greiðslu á sálfræðiþjónustu.
Að sögn forsvarsmanna Þrótt-
heima voru þeir mjög ánægðir með
þá peningaupphæð sem safnaðist,
einkum í ljósi þess, að á sama tíma
fór fram söfnun til styrktar
krabbameinssjúkum bömum.
Vildu þeir koma á framfæri þakk-
læti til allra þeirra sem styrktu
söfnunina á einn eða annan hátt.
COSPER
COSPER
Jú, mamma mín. Þú getur treyst okkur. Við erum bara
í indjánaleik með Siggu frænku!
Morgunblaðið/Sverrir
Þau dönsuðu maraþondans á milli þess sem fæturnir voru nuddaðir. -
Ágúst S. Björgvinsson, Daníel S. Pétursson og Gunnar Ö. Tynes
stjórnuðu diskótekinu.
/-----------------------------------------------------------\
NO NAME
" COSMETICS "■
F ör ðunar námskeið
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010
HLAÐB0RÐ
í HÁDEGINU
590 kr.
2 GERÐIR AF PIZZUM
06 HRÁSALAT
Hótel Esja Mjódd
68 08 09 68 22 08
SIGUNGASKOUNN
Námskeiö til
30 TONNA RÉTTiNDA
hefst 15. mars og lýkur í byrjun maí.
Kennsla fer fram mánudags- og
miðvikudagskvöld kl. 19.00-23.00.
Námskeiö til
HAFSIGLINGA
(Yachtmaster Offshore)
hefst 16. mars og lýkur 4. maí.
Kennt þriðjudags- og fimmtudagskvöld kl. 19:00-23.00
Innritun á sumarnámskeið í skútusiglingum
er hafin svo og skútusiglinganámskeið
Siglingaskólans í Eyjahafinu (milli Grikklands
og Tyrklands - paradís siglingamanna).
Lýsing á öllum námskeiðum sem skólinn
býður er send þeim sem þess óska.
Upplýsingar og innritun í
síma 91-68 98 85 og 31092
SIGUNGASKÓUNN lágmúlat
-meölimur í Alþjóöasambandi siglingaskóla (ISSA)
Nú hefjast að nýju hin geysivinsælu
förðunarnámskeið Kristínar Stefánsdóttur.
- Eitt kvöld.
- Dag- og kvöldförðun.
- Persónuleg ráðgjöf.
- Aðeins 8 í hóp.
Hárgreiðslumeistari veitir hverri og einni
persónulega ráðgjöf um eigið hár og hárgreiðslu.
NÝJUNG
KENNSLA í FÖRÐUN
v.
Loks bjóðast tveggja kvölda námskeið í tísku- og
sýningarförðun fyrir fagfólk jafnt sem áhugafólk, t.d.
fatahönnuði, hárgreiðslufólk,
snyrtifræðinga og fyrirsætur.
Allir þátttakendur ljúka áfanga með
viðurkenningarskjali (Diploma).
Kennari: Kristín Stefánsdóttir,
snyrti- og förðunarmeistari,
íslandsmeistari í dag- og fantasífórðun.
Félag íslenskra
föröunarfreeöinga
iT-LAt; ISLENSKKA
SNYKTU-KÆDINGA
Innritun og nánari upplýsingar í síma 26525
milli kl. 10 og 17 alla virka daga.