Morgunblaðið - 09.03.1993, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 09.03.1993, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 Sigurður T. Sigurðsson formaður Hlífar Dagsbrónarmenn eru með undirboð DEILUR hafa orðið vegna samnings sem Dagsbrúnarmenn hafa gert við Eimskip um affermingu togara við Sunda- höfn en skipin lönduðu áður í Hafnarfirði. Formaður Hlífar í Hafnarfirði telur að um undirboð sé að ræða af hálfu Dagsbrúnarmanna en þeir segja svo ekki vera. Um er að ræða nýtt og hagkvæmara fyrirkomulag við löndun þar sem notað er færiband. í fréttatilkynningu frá Eimskipi segir að tilgangurinn sé að koma til móts við óskir útgerða um lægri kostnað við landanir og bjóðist nú fljótvirkari losun og alit að 15% lægra gjald á einstökum liðum á löndunar- jgjaldskrá ef landað er í Sundahöfn. „Við förum ekki í undirboð. Dags- ar, trúnaðarmanns Dagsbrúnar, þar brún hefur allan rétt til að semja á sínu svæði og þó þeir vilji gefa vinnu sína getum við ekkert sagt,“ sagði Sigurður Tr. Sigurðsson formaður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafn- arfirði. Hann sagði að Dagsbrúnar- menn hefðu í þessu tilfelli gengið að samningnum eins og Eimskip , lagði hann fyrir og ekki gert athuga- semd við neitt atriði hans. Sigurður sagði að félögum þeirra í Hafnar- fírði sviði þetta og þeir væru ekki sáttir við þessi vinnubrögð. „Það sem mér finnst verst í þessu máli er ósönn og ódrengileg um- mæli Sigurðar Rúnars Magnússon- Sjóveikilyf Afgreiðsla til unglinga takmörkuð BÖRN og unglingar undir átján ára aldrei mega nú ekki ■* kaupa sjóveikitöflur nema gegn framvísun lyfseðils frá lækni. Áður gátu allir keypt þessi lyf en vegna misnotkun- ar barna og unglinga í vetur var ákveðið að breyta reglun- um. Einar Magnússon, deildar- stjóri lyfjadeildar heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins, sagði að útideild unglinga hjá Félags- málastofnun Reykjavíkur hefði vakið athygli ráðuneytisins á mikilli misnotkun unglinga á sjó- veikilyfjum. Það er talið hættu- legt og geta unglingar fallið í dá við ofneyslu lyfjanna. sem hann dróttar að félögum sínum í Hafnarfirði að þeir hafí komið óheiðarlega fram og fengið til sín grænlenska togara sem áður lönd- uðu á ísafirði. Það voru áhafnir skipanna sem tóku þessa ákvörðun. Sé einhver sekur í þessu máli er það Hörður Sigurgestsson forstjóri Eim- skips, með þessum samningi hefur hann komið af stað úlfúð milli verkalýðsfélaga og skapað mögu- Ieika á að þau fari að undirbjóða hvort annað. Þetta er óskadraumur sumra atvinnurekenda en það er alls ekki víst að hann rætist," sagði Sigurður. Ekki undirboð „Ég get ekki séð að verkamenn séu að undirbjóða hvorir aðra,“ sagði Halldór Bjömsson, varafor- maður Dagsbrúnar. Hann sagði að við Sundahöfn væri verið að reyna nýja tækni við losun skipa og því ekki óeðlilegt að gerður væri nýr starfssamningur. Þama eiga 10 tog- arar í hlut og verður samningurinn endurskoðaður 1. maí nk. Halldór sagði að Dagsbrún hefði verið kunn- ugt um samninginn og væri ómak- legt að veitast að Sigurði Rúnari einum. Halldór sagði það tengjast þessu máli að Reykjavíkurhöfn breyti ný- verið fyrirkomulagi á gjöldum og tekur ekki nema eitt gjald af sama físki, í stað þess að taka fyrst Iöndunargjald og síðan útskipunar- gjald eins og gert hefur verið og gildir hjá flestum höfnum landsins. Þá sagði Halldór að viss óánægja hefði lengi verið vegna þess að Verkamannafélagið Hlíf hefði ekki fengist til að viðurkenna helgar- vinnubann að sumrinu sem gilt hefði fyrir Reykjavíkurhöfn. 'Breið samstaða í Bolungarvík Flestir vinnufærir Bolvíkingar funda Bolungarvik. BÆJARRÁÐ Bolungarvíkur efndi til mikilla fundahalda nú um sl. helgi. Fundir hafa verið haldnir með hinum ýmsu hópum, má þar nefna áhöfnum togaranna tveggja sem eru í eigu þrotabúsins, fyrrverandi starfsfólki EG, þjónustuðailum og útgerðarmönnum og á sunnudag var svo haldinn almennur borgarafundur. Lætur nærri að hver einasti vinnufær Bolvíkingur hafi komið á þessa fundi og tekið þannig þátt í umræðunni um framtíð kaupstaðarins. Langt á annað hundrað manns sótti borgarafundinn. Þar gerðu bæjarráðsmenn grein fyrir gangi mála frá því að fyrirtæki Einars Guðfínnssonar hf. var lýst gjald- þrota. Vinna bæjarstjómarmanna hefur fyrst og fremst snúist um það að gera sér grein fyrir stöðu mála og hvaða möguleikar eru á því að nýta eignir þær sem eru nú í eigu þrotabús EG. Það kom fram í ræðum bæjarstjóra, Ólafs Kristjánssonar, og formanns bæjarráðs, Ólafs Þ. Benediktssonar, að þó aflaheimildir séu mikilvægasti þátturinn í at- vinnuörygginu þá verði markmiðið að vera það að koma bæði veiðum og vinnslu í gang. í því skyni hefði bæjarstjóm gert samþykkt sl. fímmtudag þar sem ákveðið er að hún hafí forgöngu um stofnun félags sem hefji þá þegar samningaumleitanir við þrotabúið um leigu togaranna Heiðrúnar og Dagrúnar og jafnframt undirbúi kaup á vinnsluhúsi og skipum þrota- búsins. . Um þessa samþykkt er full sam- staða í bæjarstjórn Bolungarvíkur. Kynnt var tillaga um að stofnfundur þessa félags yrði haldinn þriðjudag- inn 9. mars nk. Þeir fundarmenn sem til máls tóku voru langflestir sammála um það að samstaða og samheldni væri það sem skipti sköpum í þessu máli og að forðast beri allar skyndilausnir en gefa sér heldur tíma til að fínna varanlega lausn á atvinnumálum kaupstaðarins. - Gunnar. Málþing um stefnu og framtíð Háskóla íslands Morgunblaðið/Árni Sæberg Málþing um stefnu og framtíð HÍ FRA MALÞINGI menntamálaráðuneytisins, Háskóla íslands, Félags háskólakennara og Stúdentaráðs HI um stefnu og framtíð Háskólans. Fremst á myndinni má sjá frá vinstri Sveinbjörn Björnsson rektor HÍ og Gísla Má Gíslason formann Félags háskólakennara og lengst til hægri er Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra. Tillögur um rannsóknatengt framhaldsnám við HÍ Fjármagn komi frá sölu ríkisfyrirtækja ÞÓRÓLFUR Þórlindsson, prófessor og forstöðumaður Rann- sóknastofnunar uppeldis- og menntamála, upplýsti á málþingi um stefnu og framtíð Háskóla Islands, að nefnd sem hann sæti í ásamt Ólafi Davíðssyni hygðist leggja það til við menntamála- ráðherra að tekið verði upp rannsóknatengt framhaldsnám við Háskóla íslands og það sem þegar væri byijað yrði eflt og víkkað út. Hugmyndir nefndarinnar væru að námið yrði annað- hvort fjármagnað með sölu ríkisfyrirtækja eða með öðrum hætti. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra lýsti því yfir á málþinginu að hann hefði mikinn áhuga á að styðja þessar hugmyndir. Margir framsögumanna gerðu rannsóknatengt framhaldsnám að umtalsefni á málþinginu og var það mál manna að efling þess væri mik- ið framfaraspor fyrir þjóðina og háskólann. Sveinbjöm Bjömsson, rektor Háskóla íslands, minntist á þessa hugmynd í framsögu sinni og sagði einnig nauðsynlegt að taka upp styrkþegastöður við háskólann eftir framhaldsnám. Með því væri rannsóknastofnunum háskólans gert kleift að bjóða þeim sem væru að koma úr framhaldsnámi hér eða er- lendis, að starfa tímabundið að rann- sóknum í hópi kennara og nemenda. Tengdar kennarastöður, við ýmsar stofnanir, væru einnig spor í rétta átt. Verkefni í forgangsröð Þórólfur Þórlindsson sagði að brýnast væri fyrir háskólann að setja sér markmið og raða verkefnum í forgangsröð. Hann sagði það betri leið til að sækja fé til skólans en biðja um meira fé til ótilgreindra verkefna. Þórólfur sagði að erfítt væri að móta stefnu fyrir háskólann, því menn væru alls ekki sammála um hver hún ætti að vera og menn væru heldur ekki sammála um hver ætti að móta hana. Stefnan hjá ná- grannaþjóðum okkar væri sú að auka fijálsræði skólanna, láta þá sjálfa um að móta sína stefnu og það væri einnig skoðun margra hér. Rannsóknir víða á undanhaldi Þórólfur sagði í framsögu sinni að rannsóknir við háskóla væru víða á undanhaldi. í Bandaríkjunum væri áhersla á kennslu mjög að aukast og væri skýringa helst að leita í því að skólar þar hefðu tekjur sínar fyrst og fremst af skólagjöldum og sam- keppni um nemendur væri mikil. Háskóli íslands væri ekki háður skólagjöldum, en nemendum hefði á síðustu árum fjölgað mikið og kostn- aður við kennslu því aukist og rann- sóknafé minnkað. Danir stæðu frammi fyrir svipuðu vandamáli og væru nú í meira mæli famir að greina milli rannsókna og kennslu. Þórólfur sagði að rannsóknastarf hér ætti að skipuleggja þannig að íslenskar rannsóknir yrðu í fremstu röð. Til þess að svo yrði þyrfti að breyta og bæta launakjör háskóla- kennara, m.a. þannig að yfírvinna væri ekki eingöngu greidd fyrir kennslu. Ánægjulegur vöxtur Sveinbjörn Bjömsson fór yfír stöðu rannsóknasjóðs HÍ og rann- sóknastofnana háskólans í framsögu sinni og kom fram að mikill vöxtur væri í rannsóknasjóðnum. í saman- burði á árunum 1985 og 1991 kom fram að fjöldi styrkja hafði aukist úr 69 árið 1985 í 165 árið 1991. Upphæð styrkja hefði einnig aukist úr 10 milljónum í 68 milljónir árið 1991, en sjóðurinn hefði enga grunníjárveitingu og því skapaði það nokkra óvissu um starfsemina. Minna at- vinnuleysi menntafólks FJÖLGUN atvinnulausra er langmest hjá ófaglærðu fólki og hefur því fjölgað úr 424 í janúar 1992 í 976 í janúar á þessu ári og atvinnulausum verslunarmönnum úr 191 í 600 á sama tímabili. Hjá félögum í Bandalagi háskólamanna og öðrum háskólamenntuðum stéttum hefur atvinnulausum hins vegar fjölgað á sama tíma úr 19 í 38. Þátttakendur hjá Endurmenntunarstofnun 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 Þessar upplýsingar komu fram í ræðu Birgis Isleifs Gunnarssonar seðlabankastjóra á málþingi menntamálaráðuneytisins um stefnu og framtíð Háskóla íslands á laugardag. Birgir sagði þessar tölur staðfesta að atvinnuleysi væri mun fátíðara meðal mennt- aðra en ómenntaðra. Endurmenntunarnámskeið vinsæl FRAM kom í framsögu Sveinbjörns Björnssonar, rektors HÍ, á mál- þinginu, að fjöldi þátttakenda á námskeiðum Endurmenntunarstofn- unar HÍ færi sífellt vaxandi og búast mætti við að enn fjölgaði. Árið 1985 voru haldin fimm námskeið á vegum stofnunarinnar og voru þátttakendur 64. Sjö árum síðar, árið 1992, voru námskeiðin 230 og fjöldi þátttakenda 4.920, eða aðeins færri en þeir sem stund- uðu reglulegt nám við HÍ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.